Morgunblaðið - 20.09.1978, Page 12

Morgunblaðið - 20.09.1978, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1978 „Karlmennirnir vilja sitja einir að skilningstrénu ” í sal Ú.A. vinna 140 konur. ..I>AÐ ER Kreinilelít að þau þrjú ár sem hér hefur verið unnið eftir hónuskerfinu. þá hefur þeim konum fa'kkað tii muna sem starfa hér heilan vinnudag. Bón- usinn er ba-ði fyrir vinnuhraða og nýtingu hráefnisins.“ sagði Freyja Eiríksdóttir hjá Útgerðar- félagi Akureyrar í hyrjun sam- tals við blm. þegar við settumst niður í góðu veðri á hekk fyrir utan vinnusalinn. Freyja hefur starfað hjá Ú.A. undanfarin 12 ár og fyrstu árin við að snyrta fisk. „Nei, ég vinn ekki við snyrtingu núna. Því hætti ég þegar bónus- kerfið komst á — og tók þá til við að flaka. Alagið er mun meira á þeim sem snyrta, þar sem þær verða að sæta því að taka það upp úr pakkningum sem búið er að vinna þegar gallar finnast á framleiðslunni utan leyfilegra marka — og endurvinna verkið. Það að þurfa að vinna aftur upp eigið verk held ég að fari verst með þær í snyrtingunni. — Það gera sér ekki allir grein fyrir því hversu það álag er mikið. Jú, eftirlitið með vöruvöndun er hér mjög mikið. En það er listgrein að skera úr fiski — svo það er fávíslegt að líta niður á það fólk sem fæst við þá vinnu. Enginn í karlmannastörfum þarf að búa við það, að þurfa endurvinna verk sitt á sama hátt! Reyndar éru meiri stöður við flökun, en við það verk fær maður mun betri hreyfingu fyrir allan líkamann og þá síður vöðvabólgu. Sú krafa er gerð til.okkar að vinnuhraðinn sé sem mestur, að hráefnið nýtist sem bezt og svo að við skilum gallalausri vöru af okkur. Þétta er jafnframt kalsöm og erfið vinna. Mér heur þótt við vera lítils metin í þjóðfélaginu, en sama sjónarmið kom fram hjá fólki við fiskvinnu í útvarpsviðtöLum ekki alls fyrir löngu. En það get ég sagt að sjálf hef ég aldrei átt betri vinnufélaga á ævinni en hérna, né betri húsbændur, enda gerir það útslagið á að ég starfa hér. Það hefur verið mér eins konar „hobby“ að kynna mér aðbúnað og aðstæður í frystihúsum þegar ég ferðast um landið og þetta frysti- hús stendur engu þeirra að baki, sem ég hef skoðað — og þau eru ófá. Enda held ég að þetta fyrirtæki sé mjög vel rekið.“ Enginn karlmaður léti bjóða sér vinnukjörin Þegar ég kem inn í vinnslusali í frystihúsum eru þar eingöngu konur við að skera fiskinn — af hverju? „Af hverju eingöngu konur? Eg hef aldrei séð karlmann við að snyrta fisk. — Enda léti enginn karlmaður bjóða sér þessi starfs- kjör sem við búum við.“ En laun kvenna eru ekki verri en karlmanna við fiskvinnu! „Til þess að fá mikinn kaupauka þarf bæði líkamshreysti til og handlagni- og mikið vinnuálag. Það er svo mikið að það vill ofbjóða heilsu fólksins, en heilsan er það dýrmætasta sem maður á í lífinu." Getið þið hagrætt vinnutíman- um á einhvern hátt? „Það hefur verið hér mjög til fyrirmyndar hvað verkstjórarnir hafa tekið mikið tillit til t.d. sérstakra heimilisaðstæðna hjá okkur starfsfólkinu — og þannig veitt frí ef sérstakar aðstæður krefjast þess. Það er ómetanlegt." í viðbyggingunni við frystihúsið verður aðbúnaður ykkar mun betri en áður, ekki satt? Norrænt kristni- boðsmót í Skálholti — Tónleikar og samkomur Söngsveitin Fílharmónía hyggst á þessu starfsári flytja verkin Sköpunina eftir Haydn og níundu sinfóníu Beethovens. Söngsveitin Fílharmónía að hefja vetrarstarfið FÉLÖG og samtök á Norðurlönd- um. sem starfa að kristinni boðun meðal Gyðinga, haida mót í Skálholti dagana 21.—-25. septem- ber. og hafa erlendu félögin með sér samstarf í nefnd er ncínist Den nordiske samarbejdskomité. Meðal ræðumanna og fyrirles- ara á mótinu verða síra Axel Torm aðalframkvæmdastjóri danska fé- lagsins, síra Svend Erik Larsen, AIpo Hukka, áður kristniboði í Namibíu og nú aðalframkvæmda- stjóri finnska félagsins, dr. Björn Fjárstedt og frú Gun Friedner framkvæmdastjóri frá sænska félaginu, dr. Magne Sæbö prófess- or formaður norska félagsins, síra Ole Christian Kvarme prestur í Haifa og tveir yngri kennarar við Safnaðarháskólann í Ósló, Weyde og Sandvei. Þá kemur einnig frá Noregi síra Leif Flörenes, sem var formaður norska félagsins og var í för með Ole Hallesby prófessor er hann kom til Islands árið 1936. Þessir gestir munu predika á samkomum og við messur í Skál- holti og víðar næstu daga. Af íslenzkum ræðumönnum má nefna síra Eirík J. Eiríksson prófast og þjóðgarðsvörð á Þingvöllum og síra Magnús Guðjónsson biskups- ritara. Að íslenzku samtökunum, er nefnast Samtök til stuðnings kristinni boðun meðal Gyðinga, standa bæði leikmenn og prestar og er mót þetta opið leikum og lærðum meðan húsrými leyfir. í hópi hinna erlendu gesta verða tvær tónlistarkonur frá Finnlandi, Marja-Liisa Nurminen sópran- söngkona og tónlistarkennari, og Gunvor Helander organleikari. Munu þær kynna hebreska tónlist á mótinu, en jafnframt halda þær þrenna kirkjutónleika í Skálholts- kirkju, Selfosskirkju og Háteigs- kirkju í Reykjavík. Tónlistin sem þær flytja hér er að miklu leyti þjóðlög Gyðinga við texta úr Biblíunni og bænabókinni „Sidur“. Þó munu þær kynna nokkur nýrrk tónverk, sem byggð eru á sömu hefð. Marja-Liisa Nurminen mun og syngja nokkrar aríur úr óratoríunni Messíasi eftir Hándel og Gunvor Helander leika orgelverk eftir Vivaldi og Bach. SÖNGSVEITIN Fflharmónía mun hefja sitt 19. starfsár í kvöld og verða verkefnin Sköpunin eftir Haydn, sem verður flutt 15. febrúar undir stjórn Marteins Ilunger Friðrikssonar, og Níunda sinfónía Beethovens, en hún vcrður flutt á tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni 7. og 9. júní undir stjórn franska hljóm- sveitarstjórans J.P. Jacqullet. Auk þessara verkefna er ráðgert að söngsveitin æfi nokkur íslenzk lög með útvarpsupptöku fyrir augum. Fjórir einsöngvarar, þau Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Rut Magnússon, Friðbjörn G. Jónsson og Halldór Vilhelmsson, munu í vetur þjálfa hverja rödd fyrir sig við æfingu fyrrgreindra verkefna ásamt söngstjóranum, Merteini H. Friðrikssyni. Einnig mun kórinn hafa milligöngu við útvegun ein- söngvara til kennslu í hóp- og einkatímum. Þá mun Pétur Haf- þór Jónsson tónmenntakennari hafa með höndum stjórn á tón- fræðikennslu innan kórsins. I frétt frá kórnum segir, að enn vanti söngfólk til starfa og fari æfingar fram í Melaskólanum frá kl. 20:30 á miðvikudagskvöldum. Marja-Liisa Nurminen (t.v.) starfaði lengi í ísracl og hefur kynnt sér tónlistarhefð Gyðinga og Gunvor Helander (hægra megin) starfar sem tónlistarfulltrúi Finnska kristniboðsfélagsins og hefur hún haldið tónleika á Norðurlöndunum, Þýzkalandi og í Namibíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.