Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ; FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1978 Utanríkisráðherra ávarpar allsherjarþingið: Mun f jalla um þau mál, sem hæst ber á þinginu BENEDIKT Griindal. utanríkis- ráðhorra. hólt vestur um haf á þriðjudas til að sækja 33. alls- horjarþintí Sameinuðu þjóðanna. som hófst nú í vikunni. ok mun hann sitja þinjjið til 2. októbor nk. Ráðherra mun taka þátt í hinni almennu umræðu þingsins og er ráðjjert að hann flytji ræðu sína nk. þriðjudaj;. í för með ráðherr- anum er Hörður Helj;ason, skrif- stofustjóri utanríkisráðuneytisins. Benedikt Gröndal sajjði í sam- tali við Mbl. að hann jjerði ráð fyrir að fjalla í ræðu sinni um þau mál, sem hæst mun bera á þessu þinj;i, en jjert er ráð fyrir að það verði málefni Austurlanda, mál- efni Suður-Afríku og ýmis önnur mál, sem lengi hafa verið til umfjöllunar hjá þinginu. Þá sagð- ist ráðherrann ætla að víkja að sérstökum hagsmunamálum Is- lendinga á alþjóðavettvangi. Benedikt sagði að á fundinum yrðu utanríkisráðherrar ýmissa landa og hann kæmi til með að hitta ýmsa þeirra en fundir með ein- stökum væru ekki ákveðnir enn, sem komið væri. Utanríkisráð- herra verður á þinginu í 10 daga. Þingflokkarnir hafa tilnefnt fulltrúa sína til setu á þinginu en ekki hafa þó allir flokkarnir tilnefnt fulltrúa sinn síðari hluta þingsins. Fulltrúar Alþýðuflokks- ins verða Eyjólfur Sigurðsson prentari og Jón H. Sigurðsson skólastjóri, fulltrúi Alþýðubanda- lagsins fyrri hluta þingsins verður Magnús Kjartansson, fyrrverandi alþingismaður, fulltrúar Fram- sóknarflokksins verða Ingi Tryggvason, fyrrverandi alþingig- maður, og Hannes Pálsson að- stoðarbankastjóri og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins fyrri hluta þingsins verður séra Ingiberg Hannesson en Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag eiga eftir að tilnefna fulltrúa sína seinni hluta þingsins. Allsherjarþingið stendur fram undir jól. Vinnufatabúðin JUNS Innritun stendur yfir Kenndir verda Barnadansar Táningadansar Jazzdans Stepp Samkvæmisdansar Gömlu dansarnir Jitterbug-Rokk Nýjustu táningadansarnir eru: Diskó-swing, swing-tambolína o.fl. > 'é/ 0/> Kennslustaöir: Innritunarsímar: 84750 kl. 10—12 og 13—19 53158 kh 14—18 66469 kl. 14—18. Reykjavik: Breiðholt II. Kópavogur. Hafnarfjörður. Mosfellssveit. Akranes. Veriö velkomin. ÍJr „beir riðu til sjávar“ Guðrún b. Stephensen og Hákon Waage. Þjódleikhúsid: Mæður og syn- ir á, s vidid á ný í GÆRKVELDI hófust að nýju sýningar á einþáttungunum beir riðu til sjávar eftir J.M. Synge og Vopn frú Carrar eftir Bertolt Brecht á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins. Þættir þessir voru frumsýndir í vor og voru þá 11 sýningar fyrir fullu húsi við afbragðs undirtektir. Leikstjóri þáttanna er Baldvin Ilalldórsson, en leikmynd, eftir Gunnar Bjarnason. Fyrri einþáttungurinn, Þeir riðu til sjávar, segir frá ekkju sem séð hefur á eftir sonum sínum í hafið, hverjum á fætur öðrum og bíður nú fregna af þeim eina, sem eftir er. Það er Guðrún Þ. Stephensen, sem leikur ekkjuna, son hennar leikur Hákon Waage, en dætur hennar leika Sunna Borg og Þórunn Magnúsdóttir. Síðari þátturinn er Vopn frú Carrar eftir Bertolt Brecht. Hug- myndina að verkinu tekur Brecht einmitt úr þætti Synge en um- hverfi og útfærsla með öðrum hætti. Leikritið gerist í borgara- styrjöldinni á Spáni, hér er það fiskimannsekkjan Teresa Carrar, sem hefur misst mann sinn í bardögum gegn Franco og mönn- um hans og reynir í lengstu lög að forða því að synir hennar taki þátt í stríðinu. Bríet Héðinsdóttir leikur frú Carrar, bróður hennar leikur Bjarni Steingrímsson, við hlutverki sonarins, Jose, hefur nú tekið Randver Þorláksson, sem kominn er aftur til starfa við leikhúsið eftir framhaldsnám er- lendis. í öðrum hlutverkum eru Guðrún Gísladóttir, Ævar R. Kvaran, Anna Guðmundsdóttir og fleiri. Sýningin á fimmtudagskvöldið hefst kl. 20:30, næsta sýning verður svo á sunnudagskvöld. Mikil sala á áskriftarkortum Þjóðleikhússins MIKIL sala hefur verið í áskriftarkortum bjóðleikhúss- ins og hefur nú verið bætt við slíkum miðum á 7. og 8. sýningu og er ennþá unnt að fá slíka miða á 8. sýninguna. Áskriftarkort Þjóðleikhússins kosta 10 þúsund krónur og gilda á 6 sýningar á Stóra sviðinu. Er hér um að ræða 20% afslátt frá venjulegu aðgöngumiðaverði. Fólk kaupir sér ákveðin sæti og gengur síðan að þeim vísum á þeirri sýningu sem það velur sér (2.-8. sýning). Verkin sem kortin gilda á í vetur eru: 1. Sonur skóarans og dóttir bakarans eftir Jökul Jakobsson. 2. Á sama tíma að ári eftir Bernard Slade. 3. Máttarstólpar þjóðfélagsins eftir Henrik Ibsen. 4. Draumur skynseminnar eftir Antonio Buero Vallejo. 5. Stundarfriður eftir Guðmund Steinsson. 6. Prinsessan á bauninni, banda- rískur söngleikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.