Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1978 MORödKc-.'v^ Mnma * 1 5 Mgr tókst þó, væna mín, að f inna aftur húsið og þig! Á fætur. Á fætur. — Einn- tveir— þrír fjórir...! Reimleikar hér, — neiii. — Þau 450 ár sem ég hef verið hér hef ég aldrei séð skugga af draugi hvað þá heldur meir. Létu þeir þjód- félagið í friði? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í dag spreytum við okkur á viðfangsefni í vörn. Erum með spil suðurs en vestur er sagnhafi í fjórum spöðum. Austur S. KG96 H. KD T. ÁK93 L. K98 Suður S. 72 H. ÁG1095 T. DGIO L. ÁG6 Sagnirnar skipta ekki máli að öðru leyti en því, að við höfum sagt hjarta eftir opnun austurs en norður alltaf pass. Hann spilar út hjartatvisti og við fáum slaginn. Borðið fær næsta slag þegar við spilum aftur hjarta og sagnhafi tekur síðan þrjá slagi á tromp en norður fylgir lit og við látum hjarta. Síðan tekur sagnhafi á tígulás og kóng í borðinu og spilar þriðja tígli. Við fáum slaginn á drottninguna en norður lætur hjarta. Nú eru eftir fimm spil á hendi og við eigum eftir tvö hjörtu og laufin þrjú. Laufásinn getur orðið þriðji slagur varnarinnar en hvar á að fá þann fjórða og hvaða spili spilum við? Útspilið, hjartatvisturinn, bend- ir mjög ákveðið til þess, að norður hafi átt fjögur hjörtu í upphafi. Og samkvæmt því er ljóst, að skipt- ingin á hendi vesturs er sú sama og í borðinu. Hann á þannig eftir einn spaða, einn tígul og þrjú lauf. Og við sjáum, að eigi norður laufdrottninguna er sama hvað við gerum. Tveir slagir á lauf eru þá öruggir. En er nokkur möguleiki að finna fjórða slaginn ef vestur á drottn- inguna. Eiginlega ekki. Við eigum út á óheppilegum tíma og þurfum og spila okkur í óhag. En þó er hugsanlegt að gera spilaranum erfitt fyrir ef norður á lauftíuna. Við spilum nefnilega laufgosa. Það er ekki útilokað, að hann falli fyrir þessu bragði. Möguleikinn er, að hann láti lágt af hendinni, taki slaginn með kóngi og spili síðan laufníunni. Og við vonum, að hann haldi okkur eiga lauftíuna, falli í gildru okkar, svíni og á góðum degi gæti brella þessi tekist. COSPER Við verðum að horfast í augu við staðreyndirnar Dúlla mín. — Kærastinn þinn hefur svikið okkur! „Kæri Velvakandi. Það er ekki ýkjalangt síðan að einn af galeiðuþrælum Bakkusar konungs ritaði í dálka þína nokkur orð og var niðurstaða þeirra sú að mig minnir að við þessir bindind- ispostular sem vildum heilbrigt mannlíf, skyldum láta þá sem neyta fíkniefna í friði því okkur kæmi bókstaflega ekkert við hvað þeir gerðu. Mér þótti gaman að lesa þessi orð og gagnlegt að því leyti að ég fann að hjá þessum manni var samvizkan að vakna og byrja að segja til sín og hann þurfti að hrinda einhverju frá sér, en einu gleymdi þessi ágæti maður og það var hvort hann og hans líkar mundu þá hafa það gagnkvæmt og láta þjóðfélagið í friði. Það kom hvergi fram og því hlýtur manni að skiljast að þeirra einna sé rétturinn, þeir megi gera það sem þeim sýnist, það sé þeirra einka- mál þótt ég og fleiri þegnar þjóðfélagsins verði að kosta dýra lögreglu, dómstóla, hæli og hvað eina einungis til að hirða afrakst- urinn af þeirra lífi og látum. Þessu gekk þessi góðu maður alveg framhjá. En málið er bara ekki svona einfalt. Það er varla orðinn til sá einstaklingur sem ekki verður fyrir barðinu á þessu baráttuliði og þrælum Bakkusar. Maður þarf ekki annað en að vera í sambýli við þá til að finna fyrir gæðum þeirra og gagni og það hafa sagt mér margir að þeir hafi orðið að una því að hafa ekki svefnfrið, svo ekki sé meira sagt. Það er varla hægt að sækja svo dansleiki að ekki megi búast við leiðindum og jafnvel pústrum. Marga veit ég sem kynoka sér við að fara í sparifötin á mannfagnaði og kemur því gallabuxnatískan af sjálfu sér. Eg minnist þess í uppvexti mínum að þá þótti sjálfsagt að fjölskyldan öll sækti mannfagnaði ef því var hægt að koma við. Þá var ekki unglingum stíað frá fullorðnum og æskunni frá þeim eldri. Tilhlökkun í þessa fagnaði man ég enn og áhrifin frá þeim og minningarnar eru bjartar og fagrar, en hvorki vitleysu- né spýjukenndar eins og nú er hæst til dags. Því er svo komið í þjóðlífi voru að engum er óviðkomandi hvernig þessi bakkusarlýður hagar sér og hver maður með óbrjálaða dóm- greind hlýtur að leggja sitt lóð á vogarskál þess að bæta úr þessu ástandi landi og lýð til uppbygg- ingar og blessunar. Á.H.“ Hér fer á eftir bréf úr nokkuð annarri átt en bréf Á.H., en bréf Arnar hefur verið stytt örlítið. WWt «S ■ íf \r " > <$* *■*■* *’■ % ■ t, Kirsuber í nóvember 72 Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði og ... og þeir voru á eilííum þönum út og suður. — Og hvað með þig? Fíngert andlit hennar var fölt en gérsamlega svipbrigða- Jaust. — Það er alveg augljóst. sagði hún — að ég hefði ekki átt að vera í minnstu vandræð- um með að taka flöskuna. En eini mcinbugurinn sem ég sé á því er að ég hefði íarið að gera það þegar fleira fólk var hér. — Einmitt þess vegna! Af tilvíljun eru hér staddir þrt'r félagar þínir sem fyrir tuttugu og fimm árum hafði fallið sams konar grunur á í efnaverk- smiðjunni. Ef þú vildir stokka spilin vel þá hefðirðu ekki getað valið þér heppilegri stund og stað. — Ég held ekki að ég sé sú eina sem hefði komizt að þessari niðurstöðu ef það hefði legið fyrir. sagði hún. En honum til undrunar sá hann ailt í einu dökk augu hennar fyllast tárum og hún var mjög miður sín er hún bætti við. — Hva ... hvað haldið þið að þjóíurinn ætli að gera við efnið... í þetta skipti? — Ilamingjan sanna. Christer minn. sagði Severin laknir næstum samtímis. — Hvað eigum við eiginlega að gera. Það er að vísu lítil flaska sem hér er um að ræða en í henni er kröftugt eitur. Við getum auðvitað kallað lögregl- una á vettvang og krafist húsleitar hjá íjórum manneskj- um en það væri ámóta og leita að nál í heysátu. Og það myndi taka drjúgan tíma. Við verðum að gera eitthvað á STUNDINNI.. Christer var byrjaður að hringja til lögreglustöðvarinn- ar. — Við verðum að byrja á því að vara þessi fjögur við. Eitt þeirra hefur eitrið undir hönd- um. Hin þrjú verða að iáta það ógert að borða eða drekka eitthvað frá og með þessu augnahliki til miðnættis á morgun. — Ég hcf fengið mína aðvör- un, sagði Judith. — Ég ætla að fara í hvelli. — Hvert? — í Þrjár litlu konurnar. Rolle bfður þar eftir mér. — Iljá Klemens. Þá verður þú mér samíerða... Ilalló, þetta er Christer Wijk. Hvar er Erik Bcrggren? í lögreglubfln- um? Og hvar er hann niður- kominn. Ilann krotaði nokkur orð niður á hiað og afhenti Severin. — Komdu þessu til Erk. Hann hefur sem betur fer verið inni í þessu máli svo árum skiptir. Hann ekur þér til Nönnu Kösju. en þú vcrður að sjá um hana. því að ég hef beðið Erk að leysa annað öllu örð- ugra viðfangsefni. Komdu Judith, við skulum hraða okk- ur niður í veitingahúsið. Klemenson veitingastjóri virtist eilítið stressaður og áhyggjufullur. þegar hann heyrði hvað Wijk lægi á hjarta. — Já. Rolle Norell situr inni við sitt venjulega borð... en þú vilt fá stað þar sem þið getið talað saman í ró og næði? Við okkur öll? Það er strax erfið- ara. Ef það væri mánudagur — en nú er fulit eins og alltaf á miðvikudögum bæði í diskótek- inu og hérna uppi. Hann klóraði sér í höfðinu og virtist hvorki sjá né heyra unglingana sem streymdu inn í diskótekið. Flest þeirra hróp- uðu kumpánlega til hans. — Ha- Klemens. Góða kvöld- ið. Blessaður! — Auðvitað geturðu fengið aðgang að fbúðinni minni, sagði hann svo — en ég heí ekki nóg starfslið til að geta látið þjóna ykkur þangað. — Það er í stakasta lagi, sagði Christer — og þú getur bókað að við þurfum ekki að láta bera í okkur hvorki mat né drykk. Nokkru síðar sátu þau í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.