Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1978 23 Minning: Elías Kristjánsson byggingarmeistari Ég eignaðist aldrei bróður, en mér fannst sem ég hefði eignast bróður. Við Svenni lærðum saman í Landssmiðjunni og bar fundum okkar f.vrst saman þar. Svenni hafði þá verið þar eitt ár og kunni náttúrlega skil á ýmsum hlutum. Gott var að leita tii hans með ýmsar spurningar og þurfa ekki alltaf að ónáða hina eldri menn. Svenni var alltaf boðinn og búinn til hjálpar. Alltaf tók hann upp hanskann bæði fyrir mig og aðra, ef honum fannst rangt að farið, enda var hann hvers manns hugljúfi. Eins og fyrr segir, tókst með okkur Svenna góð vinátta og hefur hún haldist æ síðan. Við tókum saman herbergi á leigu. Frá þeim tíma á ég margar minningar um ánægjustundir, sem aldrei munu gleymast. Reglusemi var í hávegum höfð, jafnt frá báðum hliðum. Svenni var fríður sýnum og myndarlegur og ég verð að gera þá leiðinlegu játningu, að ekki var frítt við að ég öfundaði hann, þegar dömurnar voru að senda honum hýrt auga. Ég kom oft heim til Svenna að Vestri-Skógtjörn. Þar bjuggu for- eidrar hans. Heimilið var stórt og börnin mörg. Þangað var gott að koma, líkast því og að vera kominn heim til sín, þar skein ástúð úr hverju andliti. Sveinbjörn var alltaf bjartsýnn og léttur í lund. Hann var hugmýndaríkur og átti nýjar hugmyndir. Það er oft erfitt að koma nýjum hugmyndum á fram- færi, ég þekki það lítilsháttar og svo eru stundum hákarlar í kjölfarinu hér eins og annars staðar. Ég kveð Svenna vin minn með söknuði og bið almættið að geyma hann. Við hjónin vottum öllum vanda- mönnum okkar innilegustu samúð. Brandur Tómasson. Sveinbjörn Klemenzson eða Sveinbjörn á Sólbarði eins og hann hét í daglegu máli okkar Alftnes- inga, var fæddur þann 1. október 1913 í Árnakoti á Álftanesi. Sonur Klemenzar Jónssonar, barnakenn- ara og bónda þar og konu hans Auðbjargar Jónsdóttur. Svein- björn var hinn fimmti í röðinni af 10 systkinum. Sveinbjörn lifði lífi sínu á Álftanesinu ef frá er talinn stuttur tími, er hann vann fyrir norðan við síldarverksmiðju sem vélstjóri, þá ungur maður. Á þeim tíma kynntist hann eftirlifandi konu sinni Margréti Sveinsdóttur frá Siglufirði. Þau hjónin eignuð- ust 4 börn, auk þess ólu þau upp eitt systkinabarn beggja. Þegar ég fluttist á Álftanesið fyrir 30 árum var þar færra fólk fyrir en nú er og því hægara að sjá hina einstöku og kynnast þeim. Á þeim tíma var þetta litla byggða- lag í raun skipt í nokkur ættar- samfélög auk þess að vera land- fræðilega skipt í norður- og suðurnes. Óræktin Breiðamýri skildi á milli. Ég kom að Þórukoti framandi, án fjölskyldubanda við ættarsamfélögin, ég hafði verið að leita mér að aðsetri utan þéttbýlis, þá nýkominn heim frá námi og stórborg. Ég kynntist fljótt Klem- enzi föður Sveinbjarnar, einörð- um, fróðleiksfúsum fræðara, sem mér virtist alla tíð bera hag meðbræðra sinna meir fyrir brjósti en eigin hag. Smám saman kynntist ég einnig Sveinbirni og hans fjölskyldu, en Sveinbjörn, sem þá var starfandi vélsmiður í Hafnarfirði og meðeigandi í Vél- smiðjunni Kletti, byggði sér hús í túnfætinum hjá foreldrum sínum og nefndi Sólbarð. Þegar ég kom á nesið voru þau ungu hjónin Sveinbjörn og Margrét fyrir skömmu flutt í eigið hús, þau höfðu áður búið hjá Eggert, bróður Sveinbjarnar á Skógtjörn. í nafn- giftinni Sóibarð sagði til sín ríkur þáttur í eðli Sveinbjarnar, bjart- sýnin og lífsgleðin. Handan við veginn var eyðibýlið Svalbarði. Þetta kom einhverju sinni til tals hjá okkur, ég innti Sveinbjörn, að hví að hann hefði ekki tekið upp Svalharða nafnið. „Það er svo kalt maður, en sólin það er lífið“, var svar Sveinbjárnar. Sólar og lífs- gleði Sveinbjarnar var ekki aðeins í orði, það má sjá, ef litið er á garðinn upihverfis húsið á Sól- barði. Sveinbjörn sá, að skjólleysið á nesinu stóð trjágróðri fyrir þrifum og þá var ráðist í það með handverkfæri að vopni að breyta landinu umhverfis húsið og skapa það skjól, sem vantaði. Sveinbjörn var ekki verkkvíðinn maður. Ann- ar þáttur, sem mér fannst ríkur í eðli Sveinbjarnar var hjálpsemin. Trúlega hefur uppeldið í hinni stóru fjölskyldu félagshyggju- mannsins Klemenzar haft mikil áhrif í þá átt að glæða hjálpsemis- tilfinninguna, en svo líkir hafa mér sýnst þeir feðgar um þetta, að þar er trúlega um ættlægan eiginleika að ræða. Sveinbjörn seldi eignarhlut sinn í Vélsmiðjunni Kletti og reisti sér eigið verkstæðishús á Sólbarði 1953, að mig minnir og hóf þar framleiðslu á olíukynntum kötlum til húsahitunar, en æði oft trufluð- ust framleiðslustörfin vegna þess að sveitungarnir komu með sín vandamál, bilaða bíla og hey- vinnutæki, sem viðgerðar þurftu. Vinnubrögð Sveinbjarnar ein- kenndust af því að hann lagfærði ekki aðeins það nauðsynlegasta til að koma hlutnum frá sér, heldur einnig það annað, sem hann sá, að var í ólagi. Því allir hlutir skyldu vera í lagi. Sveinbjörn var góður smiður. Þessi hjálpsemi var samhliða ríkri réttlætiskennd í þjóðfélags- málum. Sveinbjörn var ekki lærð- ur í félagsvísindum eða hagfræði- greinum, enda var honum alla tíð ofvaxið að skilja að hægt væri að grundvalla gottþjóðfélag á prett- um og undandrætti. Fengi maður lánaðar hjólbörur þá skyldi maður skila heilum hjólbörum, en ekki hálfum eins og verðbólguspeking- arnir kenna. Síðustu átta ár ævinnar varð Sveinbjörn að draga af sér í verkum því 1970 kenndi hann fyrst þess sjúkdóms, sem síðar varð hans bani. En þá tók hann til við æði merkilegt viðfangsefni, að leysa mengunarvanda síldar- og fiskimjölsverksmiðja. En hann gerþekkti þessá framleiðslu frá starfsárum sínum við Síldarverk- smiðju ríkisins á Siglufirði og frá Lýsi og Mjöl í Hafnarfirði. Eina lausnin á þeim vanda hafði áður verið aö reisa sífellt hærri reyk- háfa til þess að lyfta óloftinu það hátt, að ekki fyndist fyrir því í næsta nágrenni. Sveinbjörn leysti þetta á mjög athyglisverðan hátt og smíðaði líkan, sem skilaði lyktarlausum eimi þó soðin væri úldin síld. Þá voru Sveinbirni lítt skiljanleg viðbrögð þegar latir kerfismenn virtust ekki nenna að setja sig inn í þessa lausn hans. Leti í hugsun og athöfnum var Sveinbirni fjarlæg. Fræðimaður ólatur setti sig inn í þessa hugmynd Sveinbjarnar og hvatti til að tækin yrðu sett upp til reynslu, en allt kom fyrir ekki. Einkareksturinn i íslensku at- hafnalífi taka ekki áhættu and- spænis öruggu styrkjakerfi. Þetta var Sveinbirni erfið staðreynd og samrýmdist ekki viðhorfum þess manns, sem í öllum verkum sínum leitaði að náttúrlegustu lausn þess vanda, sem fyrir lá hverju sinni. Eri hin þegjandi samstaða hinna lötu er það ofurefli, sem fæstir ráða við. Sveinbjörn var ekki einsamall um ævina. Auk hinna sterku tengsla innan Árnakotsfjölskyld- unnar bjó hann við traustan félagsskap konu sinnar, Margrét- ar, en hún hefur auk þess að vera annar burðarásinn í góðu fjöl- skyldulífi á Sólbarði, verið mikill máttarstólpi í menningar- og félagslífi innan hreppsins. Hún er gædd sömu hjálpseminni og Svein- björn hafði gagnvart grönnum sínum. Það er mikill missir fyrir þetta litla sdmfélag á Álftanesinu þegar fyrirmyndarmenn um mannleg sámskipti hverfa, eins og nú Sveinbjörn Klemenzson. Ég þakka þau samskipti, er við Sveinbjörn áttum og votta fjöl- skyldu hans innilega samúð mína sem og hreppsfélaginu öllu. Hannes Kr. Davíðsson. Fæddur 19. nóv. 1912. Dáinn lfi. sept. 1978. -Ilvar st*m KÓAir mt*nn fara. flytja þt'if1 himnaríki mt*ó sór~ í dag verður til moldar borinn frá Dómkirkjunni í Reykjavík Elías Kristjánsson b.vggingar- meistari, föðurbróðir minn. Á sólbjörtum haustdegi kom kallið, sem bíður okkar allra fyrr eða síðar. Hann hafði lengi búizt við þessu kalli. Um árabil hafði hann gengið með kransæðasjúk- dóm á háu stigi. Hann hafði lært að lifa með þessum sjúkdómi, hafði vaxið með honum í stað þess að láta hann buga sig. Enginn nema sá er reynir, veit hver þolraun slík nálægð dauðans um árabil hlýtur að vera og hverja karlménnsku þarf til að láta sem ekkert sé. Hann bar þrautir sínar með því æðruleysi og kjarki sem einkenndi hann. Hann vann störf sín af samvizkusemi og nákvæmiii. Hann hélt lífsgleði sinni og jákvæðu lífsviðhorfi til hins síðasta. Minningarnar streyma fram í hugann. Lítill drengur í Siglufirði fær bíl frá frænda á Akureyri, vörubíl með ljósum, opnanlegum hurðum, stýri, sætum, sturtupalli, alveg eins og alvörubíl. Vörubíll- inn gleymdist aldrei, Á hann slær ávallt ævintýrabjarma og enn hitnar niér um hjartarætuínar, þégar ég minnist þessa. Ég minnist allra samskipta mín og minna við Elías og fjölskyldu hans með hlýju og þakklæti. Hann sýndi okkur einstaka ræktarsemi, og það var engin tilviljun, að yngsti sonur okkar hjóna varð alnafni hans. Það var einstaklega gott að vera í návist Elíasar. Viðmótið var hlýtt, gjarnan spaugsyrði á vörum og glettnisglampi í augum. Elías Kristjánsson var fæddur í Hnífsdal 19. nóvember 1912. Hann var því hátt á 66. aldursári, þegar hann var bráðkvaddur. hinn 16. september s.l. Foreldrar hans voru hjónin Halldóra Finnbjörnsdóttir og Kristján Egilsson, sjómaður ættaður úr Arnarfirði. Kristján drukknaði, þegar Elías var aðeins 6 ára gamall. Ekkjan stóð þá uppi bjargarlaus með fjögur ung börn og fimmta á leiðinni. Alkunna er, hversu opinberri hjálp undir slíkum kringumstæðum var þá hagað, heimilin leyst upp og fjölskyldum tvístrað. Halldóra, amma mín, var ekki þeirrar gerðar að gefast upp, heldur treysti á guð og góða menn. Hún var bænheýrð. Til sögunnar komu góðir vinir og tóku Baldvin, föður minn, og Elías i fóstur. Hópurinn tvístraðist þannig nokkuð, en börnin voru í nálægð við móður sína og var samband þeirra alla tíð mjög náið. Elías ólst upp hjá miklum sæmdarhjónum í Ilnífsdal, þeim Margréti Þórarinsdóttur og Olafi Andréssyni, trésmíðameistara, sem um langt árabil smíðaði að kalla allt í Hnífsdal, skip, hús og hvað annað. Þau hjón umgengust Elías á allan hátt sem sinn eigin son. Þar sem fóstra Elíasar fannst snemma auðsær hagleikur drengn- um í blóð borinn, kom það eins og af sjálfu sér að hann lærði smíðar, sem síðan urðu lífsstarf hans. Fyrst lærði hann húsasmíðar hjá Olafi fóstra sínum en gekk síðar i Iðnskóla Akureyrar og lauk þar tilskildu námi. Síðar lærði hann og stundaði skipasmíðar um árabil í Skipasmíðastöð KEA. Hlaut Elías full meistararéttindi bæði í húsa- smíðum og skipasmíðum. Hann vann að hvoru tveggja jöfnum höndum á ýmsum skeiðum ævinnnar. Hann þótti öruggur og vandvirkur með afbrigðum, samvizkusamur og ósérhlífinn. Meðal verka hans sem vakið hafa verðskuldaða athygli eru aðal- byggingar Bifrastar í Borgarfirði. Seinustu 20 árin var hann bygg- ingaeftirlitsmaður hjá Re.vkja- víkurborg og rækti það starf af þeirri elju og samvizkusemi sem einkenndi hann. Árið 1935 gekk Elías að eiga æskuunnustu sína Hallfríði Jóns- dóttur frá Bæjum á Snæfjalla- strönd. Hún hefur alia tíð verið honum traustur förunautur og ber heimili þeirra þeim báðum fagurt vitni. Börn þeirra eru þau Margrét Dóra, gift Sigurði Garðarssyni, verzlunarmanni og Elías, bifreiða- stjóri, kvæntur Elísu Hjördísi Ásgeirsdóttur. Barnabörnin eru fimrn, og áttu þau rík ítök í afa sínum, sem var með afbrigðum barngóður. Með Elíasi Kristjánssyni er genginn góður maður og grandvar. Hann var leitandi eftir rökum lífsins og fann þeirri leit sinni grundvöll í Frímúrarareglunni, þar sem hann starfaði ötullega og gegndi trúnaðarstörfum um ára- bil, allt til loka síðasta starfsárs. Ég bið honum blessunar á ferð hans yfir móðuna miklu og bið drottin að styrkja ástvini hans í sorg þeirra. Kristján Baldvinsson. í dag verður til moldar borinn tengdafaðir minn Elías Kristjáns- son, bvggingarmeistari, Kleppsveg 52. Elías var fæddur í Hnífsdal h. 19.11 1912, Foreldrar hans voru hjónin Halldóra Finnbjörnsdóttir og Kristján Egilsson, sjómaður. Sex ára gamall missti hann föður sinn Kristján sem drukknaði. Var hann þá tekinn í fóstur til hjónanna Margrétar Þórarinsdótt- ur og Olafs Andréssonar b.vgg- ingarmeistara í Hnífsdal. Reyndust þau honum alla tíð mjög vel. Ættarböndin brustu þó aldrei því hann hélt ávallt mikilli tryggð við móður sína og systkini. Ungur hóf Elías að læra smíðar hjá fósturföður sínum, en árið 1939 fór hann til Akureyrar að ljúka námi sínu. Með honum fór ung kona hans Hallfríður Jóns- dóttir frá Bæum á Snæfjalla- strönd, en þau höfðu gengið í hjónaband þann 16. nóvember 1935. Á Akureyri bjuggu Elías og Friða í 15 ár, þar sem Elías starfaði að námi loknu við smíðar. Frá Akureyri fluttu þau að Bifröst í Borgarfirði. Þar sá hann urn byggingar fyrir Samband íslenzkra Samvinnufélaga og dvöldu þau þar í 5 ár. Æ siðan héldu þau tryggð við Bifröst og Borgarfjörðinn og komu þar eins oft og þau gátu því við komið. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur, þar sem þau hafa búið síðan. Elís starfaði hjá byggingardeild Reykjavíkurborgar alveg fram á síðasta dag. Á þeim tíma er Elías og Fríða bjuggu á Akureyri tóku þau tvö kjörbörn; Margréti Dóru, sem gift er undirrituðuni og býr í Reykjavík og Elías Halldór, sem kvæntur er Elísu Hjördísi Ásgeirsdóttur og búa þau í Ólafsvík. Barnabörnin eru fimm (5). Öll sakna þau afa mjög mikið enda mikils að missa, því afi skildi allt svo vel og var ávallt tilbúinn að sinna málefnum yngstu fjöl- skyldumeðlimanna. Sárastur er þó söknuður tvíburasystranna, Lóu og Laufeyjar, sem voru svo mikið hjá afa og ömmu og alveg fyrstu tvö æviár sín. Minning afa verður alltaf ofarlega í huga þeirra. Ég kynntist tengdaföður mínum fyrir 12 árum. Þá strax fann ég hve einstakt viðmótið var. Það virtist ekki skipta neinu máli þó aldursmunurinn á okkur væri 30 ár, hann kom ætíð fram sem besti félagi og vinur, enda niun hann hafa verið þannig við alla sem hann kynntist. Elías var einstak- lega ráðhollur og gott að leita til lians ef éitthvað á bjátaði. Það vakti hjá manni ró og traust að leita aðstoðar og leiðbeiningar til hans. Þrátt fyrir mikla skapfestu hafði hann einstaklega létta lund. Þó hann ætti við veikindi að stríða síðastliðin 16 ár, brást þó aldrei glaðlyndið. Hann veiktist af hjartasjúkdómi aðeins fimmtugur að aldri og þurfti upp frá þvi oft að vera á sjúkrahúsum og einatt undir læknishendi. Þá kom léttieikinn og viljaþrekið í góðar þarfir. Naut hann og mikils stuðnings og umhyggju eiginkonu sinnar í þessum veikindum. Þau hjónin höfðu komið sér upp sumarbústað í Vatnsendalandi, þar sem þau undu sér vel í frístundum sínum. Það voru ófá handtökin, sem tengdapabbi átti í þeim bústað og einmitt þar, var hann að vinna, þegar hinsta kallið kom. Forsjóninni sé þökk fyrir að kallið skyldi koma einmitt á þessum stað, þar sem hann undi svo vel með eiginkonu sinni. Við þökkum þau ár, sem við fengum að hafa hann hjá okkur við sæmilega heilsu, þótt öllum hafi verið ljóst í lengri tíma að hverju dró. Söknuðurinn er þó alltaf jafn sár. Það er þó huggun harmi gegn að hann á góðrar heimkomu von, handan við móð- una miklu. Ég bið Drottin að styrkja tengdamóður mína, við hennar mikla missi. Hjartans þökk fyrir okkar góðu kynni. Blessuð se'rninning hans. Sigurður Garðarsson. Afmœlis- og minningargreinar AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað, að minningargreinar, sem birtast skulu í Mbl., og greinarhöfundar óska að birtist í blaðinu útfarardag, verða að berast með nægum fyrirvara og eigi síðar en árdegis tveim dögum fyrir birtingardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.