Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.09.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1978 25 fclk í fréttum + Spánn og Kúba hafa gert með sér milliríkjasamning á sviði viðskipta, en einnig nær hann til mannréttinda. Gerðist þetta er forsætisráðherra Spánar, Adolfo Suarez, (í miðjunni) fór í opinbera heimsókn til Kúbu fyrir nokkru og undirritaði þá þennan samning, ásamt Fidel Castro (heilsar). Lengst til hægri er bróðir Castros, Raul Castro hermálaráðherra. Myndin var tekin er þjóðsöngvar voru leiknir við komu Suarez þangað. Er samningurinn milli þjóðanna hafði verið undirritaður, lét Castro þau orð falla við blaðamenn að þetta væri sögulegt augnablik í samskiptum þjóðanna. í þeim þætti samkomulagsins, sem fjallar um mannréttindi, hefur Kúbu-Spánverjum verið leyft að flytjast til Spánar, sagði Suarez. — Er búizt við að á næstu vikum muni um 200 manns flytjast til Spánar samkvæmt samkomulaginu. + Þetta er „neðansjávarmynd“ frá sædýrasafninu „New England Aquarium“ í Boston. Á myndinni er froskmaður að gefa tigrishákarli að borða. Lætur hann hákarlinn borða úr hendi sinni, eins og hann væri að gefa hesti! Kafarinn heitir Chis Abney, en tigrishákarlinn er kallaður „Snaggletooth“. í blaðasamtali sagði kafarinn að hann teldi sig ekki vera í lífshættulegu starfi. En betra er að standa klár að öllu, þegar hákarlinn kemur á fullu, til að sækja sinn skammt. — Ekki dugar að vera skjálfhentur þegar hann tekur matinn, — ekki víst að allir fingurnir séu þá á sínum stað, á eftir! +.Kínverjar sendu sína flugvélasér- fræðinga á hina árlegu flugsýn- ingu Breta í Farnbrough. Það var skoðun manna á sýning- unni að Kínverjar hefðu áhuga á að kaupa brezkar flugvélar. Þeir horfa hér á „Sea Harrier“-þotu. + Vera má að það sé að bera í bakkafullan lækinn að segja fréttir af skipadrottn- ingunni grísku Kristínu Onassis. — Hún hefur verið mjög í fréttadálkum blað- anna í allt sumar, einkum vegna einkamála sinna. — Fyrir nokkru varð hún fyrir barðinu á ljósmyndara ein- um í Helsinki, er hún var þar á ferð. Hann ákvað að „negla“ hana með því að láta það berast út til fjöl- miðla og auðvitað til hennar fyrst og fremst, að honum hefði tekizt að ná myndum af henni kviknaktri í hótel- íbúð sinni og væru myndirn- ar til sölu fyrir milljónir króna. Hvað ljósmyndarinn ætlaði að gera með myndirn- ar? — Ý msum getum var að því leitt. — En svo var eins og málið gufaði upp einn daginn. — bá sagði finnska stórblaðið Helsinki Sanomat frá því, að lögfræðingar skipadrottningarinnar hefðu átt fund með ljós- myndarablókinni. Að hon- um loknum hafði verið ákveðið að myndirnar yrðu eyðilagðar og myndu aldrei verða birtar. Stólar Vegna fyrirhugaöra breytinga eru til sölu bólstraðir stálstólar hentugir fyrir hverskonar samkomuhús og fundarsali. Uppl. veittar á staönum. Skiphóll, Strandgötu 1, Hafnarfirði, sími 52502. prgunblaðið óskar blaðburðarfólki Austurbær: Laugavegur 1-33, Skólavöröustígur Baldursgata Sóleyjargata Skúlagata Vesturbær: Kvisthagi, Miöbær, Hjaröarhagi I og II. Brávallagata. Uppl. í síma 35408. œCATERPILLAR 4^^ 4ÉI^> ÍÖfe Tilsölu John Deere 400A árgerö 1975 meö vökvabrot- hamri. Skipti á nýlegum 2 öxla vörubíl koma til greina. VÉLADEILD HEKLA HF. Laugavegi 170-172, - Sími 21240 Caterpillar, Cat, og CB eru skrósett vörumerki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.