Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 43 Austurrísk blómarós í „Monument cialnum" Heimboð hjá indíána sem notar stofuna sem geymslu tyrir montgripi. Kvöldið áður hafði ég hitt þessar sömu dömur fullar af íífsgleði. *„Hvar er fjörið?" hafði Lisa spurt. Mér varð svarafátt, vegna þess hvað mér fannst spurningin asnaleg. Lisa lék sér að þeirri list að daðra og láta sem hún væri til í allt og segja síðan stopp þegar pilturinn var með brækurnar á hælunum. Vinkonurnar voru ekki nema fimmtán ára svo þær pössuðu hvergi almennilega inn í. Áður en ég sofnaði um kvöldið hugsaði ég um hið sálræna ofbeldi sem sífellt viðgengst gagnvart þessum aðþrengdu indíánum. Pyrr um daginn hafði hópur af Ameríkönum áamt nokkrum erlendum látið mynda sig með tilheyrandi skrípalátum fyrir framan mannlausan moldarkofa. Sharon, skáldkonan, fræddi mig á því að kofinn stæði auður í virðingarskyni við eiganda kofans sem hefði látist nokkrum dögum áður. Sorgbitin indíánafjölskylda stóð skammt hjá og starði orðlaus á þessar villimannslegu aðfarir hvítu menningardýranna. Neistar haturs veröa að báli Morguninn eftir vaknaði ég kl. hálf sex við að mér var sagt að koma á neyðarfund. Spenna lá í loftinu og menn æddu æstir um. — Hvað gengur á? spurði ég fyrstu manneskjuna sem ég rakst á. „Indíánarnir réðust á nokkrar stelpur og nauðguðu þeim," sagði pilturinn óðamála. „Við eigum að mæta á fund í setustofunni svo ég verð að flýta mér." Ég trúði fyrst ekki mínum eyrum, fannst sem það væri ekki ég sem væri þarna, heldur væri ég að horfa á sjálfan mig í kvikmynd. Morgunkulið var hressandi eins og ísnálaregn. Fjöllin í fjarska voru drungaleg og sólin gretti sig. HrokkinMærður náungi með Castró-skegg, kvikmyndagerðar- nemandi frá Hollywood, átti í æstum samræðum við tvo aðra fyrir utan dyr setustofunnar. — Fyrirgefið ef ég er að trufla, sagði ég, en getið þið frætt mig um hvað skeði? Skeggi kvikmyndaséni leit á mig og hóf síðan máls: „Fjórtán stelpur voru að labba inn í heimavist í gærkveldi. Áður en þær vita af ræðst hópur af indíánastrákum á þær. Þeir sparka í þær, girða niður um þær og dingla sköndlinum framan í þær. Þeir níddust aðal- lega á einni og drógu hana langar leiðir á hárinu. Hún lenti illa í því vegna þess að það tók sig upp gamalt brot í hnénu á henni." — Hvað heitir þessi stelpa? spurði ég forvitinn. „Hún heitir Lisa," svaraði Skeggi en hélt síðan áfram: „Þjáningarnar í hnénu voru svo óbærilegar, að sent var eftir lækni handa henni. Hann gaf henni eitthvert meðal sem hún var með ofnæmi fyrir eða eitthvað. Hún er búin að vera öskrandi alla nóttina sundurslitnar setningar um indí- ána sem stökkva útúr runnum og svo framvegis." — Hvernig líður henni núna? spyr ég. „Alveg sæmilega, fyrir utan að hún er í sjokki," svaraði Skeggi. I setustofunni sat allur hópur- inn eins og hræddar mýs í holu. Lisa sat eins og lífsreynd drottn- ing í miðjum hópnum. Fríðir sveinar sátu kringum hana og vottuðu henni samúð sína. „Hún nýtur þess að vera miðpunktur athyglinnar," hvíslaði ítölsk vinkona mín að mér. Ég svaraði ekki, því nú stóð Hálsrígur fararstjóri upp og bjó sig til að tala þrátt fyrir að hálsrígurinn væri verri en nokkru sinni fyrr. „Draumurinn er búinn," byrjaði hann hátíðlegur. „Draumurinn um að hægt sé að sameina ólíkar menningar, þó ekki sé nema í stuttan tíma. Nakið ofbeldið þrungið hatri síðastliðið kvöld bindur enda á það," Hálsrígur sneri hausnum tvo hringi, en hélt svo áfram: „Við sjáum okkur ekki fært að dvelja hér lengur og munum yfirgefa svæðið eins fljótt og við getum. Eftir það sem hefur komið fyrir viljum við ekki þiggja mat af indíánunum, svo þið verðið aö seðja sárasta hungrið með af- gangssamlokum síðan í gær." Ég var í uppnámi þegar hann hafði lokið máli sínu. Af hverju þurftum við að vera svona bráðlát. Hvernig gátum við búist við að allir indíánar tækju okkur eins og langþráðum gestum. Ég ákvað að sýna eins mörgum indíánum og ég gæti að það væri engin óvild frá minni hálfu sem ylli brottförinni. Sælgæti. Sælgæti mitt lá enn í ferðatöskunni og ég vildi ógjarnan færa það aftur heim til fóstur- systra minna sem voru akfeitar, svo ég tók á rás til heimavistarinn- ar og dreifði páskasælgætinu um rúm indíánasnáðanna. Dauði og djöfull, hugsaði ég á leið minni á fundinn aftur, er ég ekkert betri en „Do-gooder", sá sem gefur til að heyra þakkir, Ég huggaði mig við að enginn mundi vita hver hefði gefið gottið. Fyrir utan fundardyrnar sat hollensk stelpa hágrátandi. Ég var búin að sitja hjá henni drjúga stund áður en ég komst að raun um hvað amaði að. „Einn fávitinn sagði að við ættum ekki að fara vegna móður- sjúkra stelpna," stundi hollenska stelpan út úr sér milli ekkasog- anna, „ég vissi ekki til að það væri til svona skilningslaust fólk. Hann hefði átt að vera í sporum stelpunnar sem á var ráðist." — Vilt þú sem sagt fara? spurði ég- „Nei, en það særir mig að menn séu svona skilningslausir," svaraði hún með kvenlegri rökvisi. Óvissa lá í loftinu á fundinum. Hrossvaxna konan var að koma af fundi með indíánum. „Komið er í ljós að það voru ekki nemendur í skólanum sem stóðu fyrir árásinni," hóf hún máls með engilsrödd sinni. „Þetta voru ólánsdrengir sem hafa verið gerðir brottrækir úr öllum skólum á verndarsvæðinu vegna mikillar ofbeldishneigðar. Indíánunum þykir mjög leitt að þetta skyldi koma fyrir og vildu bæta fyrir það með sérstaklega vel gerðum morgunmat. Nú eru þeir særðir vegna þess að við vorum of stolt til að snæða hjá þeim." Þegar hross- vaxna konan hafði lokið máli sínu fannst mér hún ekki lengur líkjast hrossi, heldur fannst mér hún sú gáfulegasta í hópnum. Hálsrígur fararstjóri tók nú til máls: „Nú, þegar þessi staða er komin upp, finnst ykkur enn að við eigum að fara?" spurði hann hópinn. Ástralskur skiptinemi sem hafði vakað alla nóttina yfir Lisu svaraði rólegri, yfirvegaðri röddu. „Okkur langar eflaust flest að dvelja um kyrrt, en mér finnst að stelpurnar sem hafa orðið fyrir þessari hroðalegu reynslu hafi rétt til að segja hvort þær geti hugsað sér aö dvelja um kyrrt eftir það sem hefur skeið." Fleiri tóku undir það sem hann sagði og nú mændu öll augu á Lisu sem sat umkomu- laus í miðjum hópnum. „Mér er alveg sama þótt við séum áfram," sagði hún með hvellri barnsrödd, „en ég vil fá að vita hvort við verðum ekki alveg örugg um að þessir gæjar komi ekki aftur inn á svæðið." Hún leit í kringum sig eftir að hún hafði lokið máli sínu eins og til að athuga viðbrögðin. „Stjórnin hefur ákveðið að láta kjósa leynilega um það hvort dvalið skuli áfram eður ei," sagði Hálsrígur „Kosningin er þó bundin þeim fyrirvara að við tökum okkur rétt til að fara ef stúlkurnar sem lentu í árásinni fara fram á það." Blöðum var útbýtt og fólk krotaði hugsandi á seðlana. Stjórnin tók seðlana og skildi við fundinn þar sem fólk bar sig saman í óðaönn. Allir sem ég talaði við höfðu greitt atkvæði með því að við yrðum um kyrrt. Meira að segja áströlsk stelpa sem rauðu fantarnir höfðu girt niður- um, sagðist vilja vera áfram. „Eg get ekki sagt fósturfjölsk- yldu minni frá þessu," sagði hún kjökrandi. Eftir að hafa talað við áströlsku stelpuna var ég alveg viss um að við yrðum um kyrrt í heimavistar- skólanum. Ég hljóp eins og fætur toguðu inn á heimavist til að taka sælgætið úr rúmunum svo ferða- félagar mínir sæju ekki hlálega góðsemi mína. Indíánarnir sem störfuðu í heimavistinni þustu að mér til að spyrjast frétta. Itrekuðu þeir von sína um að við dveldum áfram, og horfðu að því að er virtist sneypulegir niður fyrir sig, en þó þarf það ekki að vera að þeir hafi verið lúpulegir því það er ekki álitið kurteisi meðal Navajo- indíána að horfa beint í augu viðmælenda sinna. Ég fullvissaði þá um að úrslit kosninganna myndu örugglega mæla með að við yrðum áfram. Öllum til undrunar tilkynnti Hálsrígur fararstjóri að of stór hluti hópsins hefði kosið þann kostinn að fara til að fram hjá honum yrði gengið. Hrossvaxna konan kom kjag- andi og spurði hvernig ég hefði það. — Fínt, svaraði ég. „Það er gott," sagði hún. — Varst þú með því að viö færum? spurði ég því að ég vissi að hún var í stjórninni. „Nei, vinur minn," svaraði hún. „Ein aðalástæðan fyrir því að við ákváðum að fara var sú að í hópnum voru nokkrir bráðlátir piltar sem vildu hefna systra sinna. Við erum í og með að vernda okkur sjálf frá því að fremja fleiri voðaverk." Ég gat ekki fengið sjálfan mig til að horfa framan í indíánana og kveðja eftir þessi málalok, en það gerði ugglaust ekkert til því það er ekki venja meðal Navajo-indíána að kveðjast. Reyndar eiga þeir ekkert orð í máli sínu sem táknar kveðju. Það var beygður hópur sem hélt til byggða með skottið milli fótanna. Við gerðum akkúrat það sem hinn ofbeldisfulli indíánahóp- ur vildi að við gerðum. Létum undan ofbeldinu og fórum. Lærum af indíánum Tilgangurinn með þessum skrif- um hefur meðal annars verið að vekja fólk til umhugsunar um stöðu amerískra indíána í dag og sýna fram á hversu viðkvæmt mál þetta er. Sögunni er ekki lokið. Ennþá er verið að hrekja indíána úr heimkynnum sínum, það þarf ekki meira en að auðhringur ásælist námu eða olíulind sem er á verndarsvæði indiána. Nú seinast gerðist það í Maine. Indíánar eru mjög lokað fólk en nú er mælirinn fullur og þeir munu mótmæla þeim órétti sem þeir verða beittir. Indíánar hafa sama rétt til að lifa og annað fólk. Á þessum seinustu og bestu tímum þegar framleitt er svo mikið í landbúnaði, að korn er brennt svo verð falli ekki, éta vesturlandabúar yfir sig en þriðji heimurinn sveltir. Hvíti maðurinn mætti læra matarvenjur af Navajo-rauðskinnum, en þeir borða ekki nema þeir séu svangir og hætta þegar þeir eru saddir. Hvítir menn gætu lært eins mikið af rauðskinnum og þeir af okkur. Rauðskinnar kvarta ekki undan verkum hvítra manna en undir niðri svíður í gömul sár. Hinn hvíti Ameríkani drap fyrst forfeður rauðskinnanna og síðan kvartar hann undan því að fá ekki frið fyrir hatursfullum afkomend- um. Hatrið er orka sem aldrei hverfur þar til þaö iendir á einhverjum sem er nógu þroskaður til að fyrirgefa. Gísli Þór Gunnarsson Heimildir: Úr bókinni „Bury My Heart at Wounded Knee", eftir Dee Brown. Úr tímaritsgrein Jules Loh, „The Soul of the Navajo." Náttúrufegurðin hæddist að orðum ameríska táningsins, sem hélt þvi tram að leiðinlegt hlyti að vera þarna vegna sjónvarpsleysisins. Dæmigert fynr Navajo-tjoisKyiau er Kolinn. vagninn og vefstóllinn. Þessi sjón sést víða á Navajo-verndarsvæðinu, sem nær yfir Arizona. Utah og New Mexico.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.