Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 þaö, að kaffikönnurnar eru teknar af löngu yfirgefnum borðum og snarað yfir á önnur borð til að. hella í bolla hjá nýkomnu fólki. Ottó, sem komið hefur hér aður sagði miklu betri hótel til í borginni. Þetta allt hefði betur mátt vera ósagt ef við í hópnum hefðum vitað að hverju við geng- um og þjónustan svo og hótel hefðu verið í samræmi við það sem ferðin kostaði — en hún reyndist heilum 300 mörkum dýrari á mann en 5 daga menningarferðir Finnsov. Fararstjóri og leiðsögu- maður vissu fátt um listir og arkitektúr ef menn spurðu. Máski er það afleitast, að þær upplýsing- ar er maður fær, kunna að vera hentisemiupplýsingar er stangast á við staðreyndir. Já, Rússland er ennþá frumstætt og lokað ríki, skrifffinnskan, plágan frá dögum keisaranna hefur aukist til muna. — Sú dauðaleit sem gerð er á túristum við landamærin, sem eru á sauðmeinlausu menningarferða- lagi er ekki í samræmi við nein mannréttindi. — Ég vík nú að Ere- mitage-safninu og heimsókninni á það svo og nokkra aðra staði. — Það var gífurlegur mannfjöldi á safninu er okkur bar að, og lyktin í fordyrinu var eins konar samband af rammri svita- og sótthreinsi- efnalykt. Maður bjóst við öðru komandi andaktugur inn í hið heimsfræga listasafn. Enga upp- lýsingapésa var að fá keypta við innganginn — ekki einu sinni bréfspjöld og reyndist ei heldur hægt í bókabúðum fyrir útlend- inga — einungis erlendar skraut- útgáfur um safnið — fokdýrar. Bréfspjöld með myndum af borg- inni sjálfri fær maður ekki nema í sérstökum pakkningum, 16. st. í hverjum pakka, og vísast sömu kortin í öllum pökkum þótt umbúðirnar væru ólíkar — hinn útlenzki ferðalangur fær ekkert val, hugsað er fyrir hann í einu og öllu! Er inn í safnið var komið reyndist þröngin óskapleg en það var þó ekki það versta, heldur að hér var allt í óskipulegum hræri- graut — einn túristahópurinn rakst á annan, oft voru margir í sama salnum og skvaldrið í eyru fólks af ólíku þjóðerni eftir því. Hvergi mynduðust eyður, þar sem ekki var hleypt inn í safnið í skipulögðum hópum og af því leiddi að ég varð margoft viðskila við hópinn í þessu völundarhúsi. Hlaupið var yfir marga merkilega hluti, en svo e.t.v. staðnæmst lengi við ýmsa ómerkilegri. Ég var sem betur fer viðbúinn komu á þetta safn, þekkti fjölda mynda úr bókum svo hér nægði að gera samanburð — þó hefði ég sannar- lega viljað gefa mikið til að dvelja á safninu í heila 2—3 daga í góðu tómi með góða upplýsingapésa í höndum. Hér er um gríðarlega mikið safn klassískra listaverka að ræða, — Rembrandt, Rubens, Poussin í hrönnum. Ég náði rétt að líta mynd Leonardos „Madonna Litta" augum og það eftir langa bið. Myndlistarmenn í Helsingfors höfðu -sagt mér, að í kjallara safnsins væru miklir fjársjóðir nútímalistar og skyldi ég reyna stíft að komast þangað. A því reyndust þó engin tök en á efstu hæðinni birtist mér skyndilega ótal gullfallegra mynda eftir málara aldarinnar, sem ég hafði ekki séð áður, svo sem Matisse, Picasso, Bonnard og fjölmarga fleiri. Þarna uppi reyndist loks hægt að anda og taka iífinu með meiri ró, því að hér var öllu minna fólk. Bæði mun vera að margur ferðahópurinn kemur aldrei þar upp og svo hefur hinn almenni gestur vísast minni áhuga á þessari tegund lista. Ég sá ungt par staijda hlæjandi fyrir framan kúbíska uppstillingu eftir Picasso! í hliðarsölum gat að líta mikið og gott safn rússneskrar listar, mál- verk frá fyrstu áratugum aldar- innar, —ég kannaðist ekki við nema fáa þótt ég sé hér allvel að mér og nöfnin gat ég ekki lesið því þau voru öll á rússnesku! Það Eremitage-safnið stendur í sjálfu sér fvrir sínu, — heimsókn í safnið verður hverjum áhuga- manni um myndlist ógleymanleg. Byggingin er risastór — telur 600 herbergi og eru 300 þeirra opin alemnningr sem stendur. En það sem kemur ferðalangi á óvart, einkum ef hann er kunnugur listasöfnum í vestri, er aðbúnaður og gæsla í þessu mikla safni. Flestir munu eiga erfitt með að melta það, að ekki skuli vera betri varzia á jafn gífurlegum verðmæt- um né fullkomnara skipulag á rekstri safnsins. Að konur, sem bersýnilega eru í flestum tilvikum komnar á eftirlaunaaldur, skuli hvarvetna látnar gæta safna í Leningrad er ofvaxið almennum skilningi. Annað, sem útilökað er að nokkur áhugasamur sætti sig við, er að ferðalanginum eru skammtaðir þrír (3) tímar til að fara í gegn um þessi 300 herbergi! En raunar er allt skipulagt og hraðsoðið niður í hinn litla ferða- mannahóp sem við lentum í, ég og kona mín, og enginn vissi gerla um dagskrána. Ég held þó að allir í hópnum séu undantekningarlaust komnir þessa löngu leið með þá frómu ósk, að sjá sem mest af sögulegum minjum Leningrad- borgar og ráða hér nokkuð tíma sínum á hverjum stað. Þá var það frá upphafi eindregin ósk greinar- höfundar, að dvelja mestan hluta tíma síns á Eremitagesafninu, samkvæmt skeyti til ferðaskrif- stofunnar í Helsingfors. Þjónustan reyndist slík, að af tveim dögum sem ég hafði til umráða var safnið lokað annan daginn — sem jafnan á mánudögum að sögn hérlendra! Vel á minnst, ég hafði beðið um 4 daga í Leningrad og varð satt að segja höggdofa er ég uppgötvaði að 50% þessa tíma færu í ferðir fram og til baka — ég lét í ljós reiði og vonbrigði og var látið í veðri vaka að allt yrði gert til að fá þessu breytt. — Alls enga leiðréttingu fékk ég þó á málum mínum, en eins og ég hef sannreynt eftir á, — nóg af röngum upplýsingum. Upprunalega vildi ég fara með skipi, en því var breytt í bíl, og svo þegar til kom reyndist þetta vera lestarferð, sem hefði verið í hæsta máta óskemmtileg ef ekki hefðu komið til ágætir ferðafélagar. Okkur var tjáð, að ferðir með bílum væru lagðar niður og skipaferðir væru einungis til Viborg — en hvort tveggja var þetta rangt, t.d. sér maður hér fjölda bíla frá Finnlandi, fulla af ferðalöngum. — Þá hef ég fengið staðfest, að skipaferðir eru í fullum gangi og sagður besti valkosturinn þar sem fólk sofi og borði í skipinu og losni við t.vrfna þjónustu og óþægindi á hótelum. Þá hef ég einnig fengið upplýst að ferðaskrifstofan Finnsov. Bulevarden 2. í Helsingfors annast menningaferðir af öllu tagi. Fyrir allar greinar lista-, sögu- og fjölskylduferðir og er þá einnig komið við í Novogorod svo og á heimili hins mikla realista Ilja Repin, sem nú hefur verið gert að safni. Þessar ferðir eru farnar í mjög þægilegum bílum og sér- hæfðir fararstjórar fyrir hverja ferð. Ég tek þetta hér fram af gefnu tilefni og vegna þess að ég veit að þó nokkrir Islendingar leggja leið sína til Leningrad á ári hverju og upplýsingar liggja ekki á lausu — ekki einu sinni í Helsing- fors ef þeim hentar svo þar! Það er tólf manna hópur er lagði upp frá Helsingfors, þar af tvö börn. Við Kolbrún lentum í klefa með rosknum hjónum frá Bæjara- landi og manni á miðjum aldri frá smábæ nálægt Achen, svo og fararstjóranum með sérkennilega nafnið Raimu Nikkunen. Hitt fólkið hefði allt getað verið íslenzkt samkvæmt nöfnunum en þau hétu Alfreð, Erna og Ottó. Ég nefni þetta fólk ekki einungis fyrir það, hve ágætir ferðafélagar þetta reýndust, heldur öðru fremur vegna þess hve merkileg hjón þetta voru, Alfreð og Erna Manns. Þau hafa víða farið, sem þó er ekki í frásögur færandi nú á dögum, ef ekki kæmi til að Alfreð er blindur — hlaut sjúkdóm á yngri árum er nefnist „græna stjarnan" og engin lækning mun gegn. Alfreð var þó e.t.v. líflegasti maðurinn í hópn- um, — ljómaði af frásagnargleði og ræddi mikið um það sem fyrir „augu bar“ — þ.e. hann sá með augum konu sinnar, er var óþreyt- andi við að lýsa umhverfinu fyrir honum. Hin geðuga Freyja hans virtist leysa það hlutverk frábæri- lega vel af hendi. Alfreð var í engu feiminn við að svara nærgönglum spurningum — hann kvaðst m.a. hafa mikla ánægju af að fara á listasöfn, einkum ef hann fengi einnig að þreifa á höggmyndunum, en til þess þyrfti ósjaldan leyfi forstöðumanna viðkomandi safna, og færi hann þá hiklaust til þeirra, og væri slíkt leyfi yfirleitt auðsótt. Það er drjúg lífsreynsla að vera samvistum með þessum hjónum, reynsla sem ekki fyrnist yfir. Það er og einstakt að sjá einbeiting- una, er Alfreð hlustar á útskýring- ar leiðsögukonunnar, hvernig héy’rnin, útvörður skilningarvit- anna er þanin til hins ýtrasta. — Þriðji Þjóðverjinn, Ottó, hafði verið í fangabúðum í nágrenni Leningrad og sagði okkur sitt hvað af þeirri dauflegu vist. í næsta klefa var fólk frá Bandaríkjunum. Ung hjón með tvö börn, sem stendur búsett í Aþenu — hann er erindreki fyrir stórfyrirtæki og dvelur víða um heim. Sá tók ótölulegan fjölda ljósmynda en sannarlega engar er hafa hernaðarlegt gildi! Þá eru ótalin roskin hjón frá Kaliforníu, maður- inn tengdur bisniss, en konan myndhöggvari. Þau höfðu þegar verið á 5 vikna ferðalagi í Rússlandi, ferðast vítt og breitt, m.a. til Síberíu. Konan vildi alls ekki fara heim fyrr en hún hefði séð Eremitage-safnið og varð það úr, — en til þess urðu þau að taka krók til Finnlands til að fá endurnýjað dvalarleyfi, en slíkt tekur í besta falli 4—7 daga. Þau voru svo í 10 daga í Finnlandi í hellirigningu allan tímann, ferðuðust víða og fyrir þessa miklu þráhyggju uppskáru þau eins og við hin, — þrjár (3) klukkustund- ir á Eremitage-safninu! — Þetta er róiyndis kona, sem virðist hugleiða margt en maðurinn er hinn fjörugasti, skrafhreyfinn með afbrigðum og einstakur húmoristi. Hann virtist sér- fræðingur í alls konar efni og veit strax mun á ekta og óekta hiutum, — getur sagt okkur verðgildi ólíkustu marmarategunda og bent okkur á fágæti sumra þeirra. Þetta er mjög skarpskyggn maður og oftast byggist húmor hans og glettnislegar athugasemdir í raun á römmustu alvöru þótt græsku- laust gaman fylgi. Sá gaf okkur flugmiða er gildir innanlands um allt Finnland. Við búum í nýbyggðu hóteli er nefnist Hótel Moskva og á víst að heita fyrsta flokks. Verðlagið er það örugglega, en hótelið stendur varla undir nafni finnst okkur, utan að vera risastór túristagáma sem telur 1400 herbergi. Arkitektúrinn er afleitur, a.m.k. innvortis, — stöðugur straumur fólks er út og inn um eitt lítið fordvri og ósjaldan er löng bið eftr lyftunum, — gólf um óralanga ganga gengur í bylgjum! Matsaln- um sem er eftir öðru, gríðarlega stór, er skipt í tvennt með tilgangslausum tröppugangi, sem gerir það að verkum að helmingur gestanna sér ekki haus né sporð á skemmtiatriðum er þar fara fram á kvöldin. Hver matarlús er Leonardo da Vinci „Madonna Litta.“ (um 1490).Þessi mynd gegnir svipuðu hlutverki og Mona Lisa á Louvre — allir vilia siá hana. Madonna Benois eftir Leonardo (um 1478). nákvæmt reiknuð ofan í ferðalang- ana og kaffið ósjaldan gamalt og kalt, — þá er mismunun í matar- æði, allt eftir því í hvaða hópi viðkomandi eru og hér greiða menn sérstaklega fyrir alla auka- þjónustu er þætti sjálfsögð fyrir vestan! í stað þess að hafa sameiginlegt hlaðborð á morgnana og spara ómældan tíma og mann- afla þurfa menn að þola bið og stirfna þjónustu. Þ£ er ekki úr vegi að geta að lokum mjaðar þess, er fylgir matnum og nefnist víst bjór, en gæðum hans er best lýst með því, að vísa til þess, að jafnvel mestu bjórþambarar láta mjöðinn vera óhreyfðan á borðinu eftir fyrstu kynni, fá sér heldur ölkelduvatn! Hér upplifir maður | Bragi Ásgeirsson skrifar frá Leningrad — Síðari grein Eremitage - safnið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.