Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 Ek 'ar úti í Karðinum. ok hvaða árstími holdurðu að nú fari í hönd? Kjateði er þctta í þér. — Ég þurfi gleraugu? BRIDGE Um verzlanir í lúgum og umgengni „Á horni Skálholtsstígs og Grundarstígs er lítil verzlun sem ungmenni úr nálægum skóla sækja mikið. Salan þar fer öll fram gegnun lúgu og fer mikið af neyzlu þar fram í frímínútunum og á leið í skólann. Þessum neyzluvenjum fylgir að alls konar umbúðum og matarleifum t.d. pylsum með sinnepi er fleygt á götuna þ.e. gangstétt svo af hlýzt mikill sóðaskapur sem ekki er reglulega hreinsaður nema yfir sé kvartað við hreinsunardeild borg- arinnar. En 'meðal annarra orða: Væri ekki hægt að láta loka lúgunni og opna inn í verzlunina því það sýnist vera nóg rými þar? Þetta mun í upphafi hafa verið ætlað undir litla verzlun, sem okkur vantar tilfinnanlega víðar í borg- ina, en óheppileg atvik réðu því að þar fer nú fram ölmang gegnum lúgu og ýmislegur pakkavarningur ásamt sígarettum o.fl., sem ungl- ingarnir kaupa og neyta. Þetta er ekki sagt núverandi eigendum til miska, þeir þrífa alla jafna vendilega fyrir framan dyr sínar og þeir eru ekki upphafsmenn að þessum rekstri þarna, en það stafar mikill óþrifnaður af þessum verzlunarvenjum í gegnum lúgur. Það getur vel átt við víðar og því segi ég burt með lúgur og rekið verzlun innandyra þar sem hús- rými á annað borð leyfir. Það yrði áreiðanlega drýgri tekjulind og miklu betra fyrir viðskiptavini að bíða eftir afgreiðslu innan húss en að norpa kaldir og skjálfandi á vindasömu horni. Þá myndi um- hverfið allt breytast, betri siðir skapast því unglingarnir sem hér stunda nám í nálægum skóla hafa alltaf verið hljóðlátt og gott fólk þó einn og einn finnist innan um svartur sauður. Það er annað sem ég vildi minnast á en það er þegar ölbílar koma með varning sinn í verzlun þessa. Þá er þeim lagt á horni þriggja gatna sem þröngar eru mjög og þessir bílar eru engin smásmíði. Þeim er lagt þannig að til mikillar hættu er og hér hafa orðið stórslys og man ég eftir dauðaslysi á þessu horni og margs konar skaði hefur orðið á bílum hér á horninu. Gæti þessi afferm- ing ekki farið fram um bakdyr sem Umsjón: Páll Bergsson Það skiptir ekki svo litlu máli að hafa heppnina með sér í lífinu. En ekki má gleyma því, að hver er sinnar gæfu smiður og réttmæti máltækisins kemur ekki síður fram við spilaborðið en í daglega lífinu. Gjafari suður, austur-vestur á hættu. Norður S. G1092 H. 72 T. Á42 L. ÁK72 Austur S. 8654 H.10984 T. 86 L. G105 Suður S. Á3 H. ÁKG653 T. K107 L. 98 I leit að slemmu hættu norður og suður sér út á hálan ís. Suður varð sagnhafi í fimm hjörtum en austur og vestur höfðu alltaf sagt pass. Vestur spilaði út tíguldrottn- ingu. Sagnhafi tók slaginn á hendinni og þegar hann tók á tvö hæstu hjörtun kom í ljós, að austur átti trompslag vísan. Suður spilaði þá lágum spaða frá hendinni. Vestur tók strax á kónginn og skipti í laufþrist, sem tekinn var í borðinu. Sagnhafi spilaði spaða á ásinn, fór inn á borðið á lauf og spilaði vel sinn gang. Átti austur drottning- una? Þá var nóg að láta tígul af hendinni. Og eflaust var það meiningin þegar sagnhafi spilaði lága spaðanum undan ásnum. En vestur hafði þá verið óeðlilega fljótur að taka á kónginn. Áð lokum ákvað suður að trompa, drottningin kom í og síðasti spaðinn í borðinu gaf þá ellefta slaginn. Að spila spaðaþristinum undan ásnum virðist í fyrstu stórkostleg hugmynd. En í rauninni var mun betra að taka fyrst á ásinn. Þá væri hugmyndin að fá slagi á smáu trompin á hendinni með því aö trompa spaðana og laufin. Nægar innkomur í borðið gerðu þetta mögúlegt og að lokum gætu tígulslagur vesturs og trompslagur austurs fallið saman. En eins og spilið liggur yrði spaðagosinn ellefti slagurinn eftir sem áður. Vestur S. KD7 H. D T. DG953 L. D643 | I I KAK Í HÁllDlHhOK Framhaldssaga eftir Mariu Lang I I II w III l^r I Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 80 sá hann skugga við veginn og vissi að þar var sá sem hann leitaði. — í dag, sagði hann, — gekk ég framhjá ferðaskrifstof- unni. Og þá datt mér í hug að þú hefðir kannski notað tæki- færið og komið þér héðan. Hann íékk ekkert svar. — En hefur þá læst þig inni þess í stað! Það var orðið áliðið. Og frá lagalegu sjónarmiði var kannski allt um seinan. En meðan hann bjó sig undir lokaátökin. leit hann ekki einu sinni á armbandsúrið. — Það byrjaði á Móbiikkum. ekki satt? Hvernig komstu þangað? Var einhver sem keyrði þig þangað ...? — Matti... Matti tók mig með. En hann vildi ekki íara heim að ba-num. Svo að ég varð að ganga kflómetra leið eða svo. Riiddin var eðlileg og blátt áfram næstum vingjarnleg. — Aðaldyrnar voru í hálfa gátt og það var súgur í húsinu. Inni í svefnherberginu lá sá gamli ofan á rúminu sfnu. Ilann var steindauður. — Og allir seðlarnir á skrif- borðinu? — Nei. nei. Ekki var það nú. Flestir höfðu fokið niður á gólfið og ég tíndi þá upp. Það var dálagleg fúlga. Tvö hundr- uð þúsund krónur eða svo. — Tvö hundruð þúsund krónur fyrir tuttugu og fimm árum. sagði Christer seinlega. — Það svarar til að vera nokkrar milljónir núna. — Já. fyrir mig voru þetta óheyrilega miklir peningar. IIANN þurfti ekki lengur á peningunum á halda. En öðru máli gegndi um mig. svo að ég lagði þá í umslag og hélt mína leið með þá. Ég man ekki núna hvort ég var nokkuð á báðum áttum. — Ilvað sagðirðu Matta Sandor mikið á heimleiðinni? — Ég laug að honum. Ég sagði að Zacharias hefði ekki verið hcima og nefndi ekki seðlana einu orði. — En hann komst að því samt! Hvernig bar það að? — Það var sjálfum mér að kenna ... vegna þess ég hegð- aði mér svo kjánalcga. Ég var á báðum áttum og ímyndaði mér að lögrcglan myndi allt í cinu hirtast hjá mér og væna mig um stuldinn. Ég þorði ekki að hafa umslagið hjá mér og ég vissi ekki hvar ég átti að koma því fyrir. — Grenilega hefur sla-m samvizka þarna gert vart við sig. sagði Christer þurrlega. — þú ætlar kannski i ofanálag að halda því fram að það hafi verið þú sem komst umslaginu fyrir hjá Matta. — Já. Ég límdi aftur um- slagið og bað hann að geyma það fyrir mig smátíma. Já — af öllum manneskjum á þessari jörð skyldi ég einmitt velja Matta. ] — Var hann ekki forvitinn að vita hvað var í umslaginu? — Hann var aldrei forvit- inn. Og hann sagði fátt og fór aldrei með fleipur. Hann var ákaflega áreiðanlegur. — Hvað gcrðist svo? — Ég held að hann hafi orðið tortrygginn þegar ég vildi fara upp að Móhiikkum. Ilann hafði hitt Zacharias og hann hafði séð úttroðið peningaveskið. Og hann komst ekki hjá þvf að heyra að gamli maðurinn hefði gefið upp önd- ina og allir seðlarnir væru horfnir eins og diigg fyrir sólu. En auðvitað SAGÐI hann ekkert að hragði. Það leið heil vika áður en hann opnaði munninn. — Og það varst þú. sagði lögregluforinginn við skugg- ann í horninu. — sem tókst eitrið á rannsóknarstofunni. — Það var nú eiginlega upp á grín. Að minnsta kosti þá. — En sunnudaginn eftir — á Allrasálnamessu. hafði Matti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.