Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 Reiknar með aö verða hjá Stand- ard næstu 3 ár Þú reiknar þá meö aö veröa hjá Standard næstu 3 árin? — Þaö er auðvitaö möguleiki aö ég veröi seldur frá Standard á tímabilinu ef ég og Petit komum okkur saman um sölu. En eins og málin standa í dag reikna ég með að veröa næstu þrjú árin hér í Liege. Gera knattspyrnumenn það gott í Belgíu? — Knattspyrnumenn hafa ágæt laun hér í Belgíu. Tvö lönd skera sig nokkuð úr í þessum efnum, Spánn og ítalía en þar á eftir koma Belgía, Þýzkaland og Frakkland og gæti ég trúað að laun séu svipuð í öllum þessum þremur löndum. Hér á ég auðvitað við laun þeirra leik- manna, sem eru á toppnum. Er það leyndarmál hvað þú berö úr býtum sem atvinnu- knattspyrnumaður? — Hér í Belgíu eru launakjör trúnaðarmál milli félagsins og leikmanns og því kemur ekki til greina að skýra opinberlega frá því hvað ég hef í laun hjá Standard. Þetta eru skiljanlegar reglur því að öðrum kosti væri Ætlar að byggja í Eyjum Hefurðu fest þeninga í fast- eignum þann tíma sem þú hefur verið í atvinnuknattspyrnu? — Rétt eins og með launin hef ég ekki áhuga á að gera þetta að umtalsefni opinberlega. Ég vil aðeins segja það að auðvitað hef ég hugsað um að verðtryggja þeningana mína eins og flestir aðrir. Ég hef keyþt mér dýran bíl (BMW) og fæ brátt nýjan (Porsche), ég hef keypt mér húsgögn, hljómflutnings- tæki og þvíumlíkt og bráðlega byrja ég að byggja einbýlishús heima í Vestmannaeyjum. Bjarni Marteinsson arkitekt er að teikna fyrir mig hús á lóö, sem ég fékk heima. Þetta er ansi góð lóð, alveg uppi við flugvöllinn. Þetta veröur ekki nein höll, bara einbýlishús af venjulegri stærð. Átt þú íþúöina sem þú býrð í hér úti í Belgíu eða hefur Standard útvegað þér hana? — Standard hefur alltaf út- vegað mér íbúðir alveg síðan ég kom hingaö fyrst fyrir fimm árum. Þá var mér tekið eins og hverjum öörum nýliða, ég fékk litla íbúö og lítil laun. Fyrstu vikurnar voru erfiðar, maður Ásgeir á velli Standard. Félagiö hefur verðlagt Ásgeir á 250 milljónir króna, enginn smáskildingur baöl mikil hætta á því að öfund skyti uþþ hjá leikmönnum, sem ekki hafa jafnmikil laun og hinir leikmennirnir. Ég get aðeins sagt það að ég er með nýjan samning sem ég er ánægður með, samning sem tryggir mér góð laun. Ég hef lesið það einhvers staðar að þú sért einn þriggja launahæstu leikmanna Belgíu. Er þetta rétt? — Ég get auðvitað engu um þetta svarað því ég veit ekkert um það hvað aörir leikmenn hafa í laun. En líklega er ég þó í efri flokknum. (Því má skjóta hér að í sviga, án þess að verið sé að geta til um laun Ásgeirs, að samkvæmt upplýsingum sem blm. aflaði sér nýverið hafa launahæstu leikmenn Kölnar- liðsins um hálfa milljón þýzkra marka brúttó í árslaun eða um 75 milljónir íslenzkra króna). Samkvæmt öðrum heimildum eru árslayn þessara sömu manna um 40 milljónir króna og erfitt aö henda á því reiöur hvor talan er réttari.) varð að setja í sig hörku og einsetja sér að komast í aðallið- ið. Að öðrum kosti lá ekki annað fyrir en snúa heim. Ég var heppinn því ég fékk fljótlega að spreyta mig í aðalliðinu vegna meiðsla hjá leikmönnum og þegar tækifærið kom lét ég þaö mér ekki úr greipum ganga. Ég fékk góða dóma strax í fyrstu leikjunum og hef verið fastamað- ur í liðinu s.l. 5 ár. Ætli ég sé ekki farinn aö nálgast 300. leikinn með Standard. Eftir að ég komst í aöalliöið fékk ég nýja íbúö í miðþorginni og þar bjó ég í 3 ár en fyrir ári síðan fékk ég íbúðina sem ég er núna í. Þetta er ágæt íbúð í úthverfi, fallegu og rólegu hverfi og hér kann ég vel við mig. íbúðin er þriggja herþergja og hún var alveg mátuleg fyrir mig þegar ég bjó einnþví mér leiðast húsverk og þau myndu hlaðast upp ef ég flytti í einbýlishús. En núna þegar fjölskyldan er farin að týnast út til Belgíu er ég farinn að svipast um eftir hent- ugu einbýlishúsi. Hefuröu heimþrá? — Því neita ég ekki að heimþráin sótti oft á mann þegar maður var einn úti í Belgíu á veturna. Þá var ekki annaö að gera en bíta á jaxlinn og bægja öllum slíkum hugsunum frá sér. Mamma hefur venjulega komiö til mín á sumrin og verið hjá mér fram á haustið og nú er Óli bróöir fluttur út með fjölskyldu sína og býr hérna í sama húsinu svo að heimþrá sækir varla á mig í bráö. Hjónaband ekki í sjónmáli Er hjónaband nokkuð í sjón- máli? — Nei, ég hef engin slík áform á prjónunum. Það er nægur tími fyrir slíkt seinna meir. Þaö hefur veriö áberandi hjá Standard finnst mér að þegar útlendir leikmenn koma til félagsins og þeir eru kvæntir hafa iðulega komið upp vanda- mál með konurnar. Þær festa ekki yndi hér í Belgíu, þær hafa ekkert við að vera á daginn og þegar við bætist að eigin- mennirnir eru lítið heima viö veröa þær óánægðar og það kemur svo fram á spilamennsk- unni hjá eiginmönnunum. Ég tel því rétt að bíöa með öll hjóna- bandsáform enn um sinn. Þú talar um aö leikmennirnir hér séu lítið heimavið. — Það er venjulega svo hjá félögum eins og Standard. Það er æft tvisvar á dag flesta daga og oft eru leikir tvisvar í viku og þeim fylgja ferðalög innan Belgíu og utan. Það fer því mikill tími í knattspyrnuna á meðan képpnistímabilið stendur yfir. Hvað gerir þú í þeim fáu frístundum sem þú hefur. — Ég hef mikinn áhuga á Hljómflutningstaekin góðu sett í gang og músikin á fullt. Blaðamann brestur bekkingu til bess aö skýra frá möguleikum tækjanna en hann man bó að magnararnir, sem ekki sjást á pessari mynd, eru 150 wött. tónlist og ég hlusta á plötur þegar ég get því við komið. Ég er nýlega þúinn að kaupa mér mjög fullkomin hljómflutningstæki frá Pioneer því ég vil ekkert til Sþara til að fá sem beztan hljómburö. Þessi tæki kosta hér í búðum 2,5 milljónir íslenzkra króna svo væntanlega kosta þau skilding- inn heima á íslandi eftir nýjustu hækkanirnar. Þá horfi ég einnig mikið á sjónvarþ því hér í Belgíu get ég náö einum 14 sjónvarps- stöövum í Belgíu, Þýzkalandi, Hollandi, Frakklandi og Luxem- borg. i sjónvarpinu er fótboltinn auövitað efstur á vinsældalistan- um hjá mér. Ég hef ekki alltaf tök á því að horfa á íþróttaþættina og þess vegna keypti ég mér tæki, sem getur tekiö upp sjónvarpsefni og svo spila ég bara bandið þegar ég kem heim. Nú og svo fer ég á veiðar minnst einu sinni í viku. Einn af stjórnarmönnum Standard á 1000 hektara veiðiland og hann hefur þoðið mér að koma með sér þegar ég vil. Ég skýt kanínur, héra, dádýr og fasa og hef geysilega gaman af. Má eigin- Úr lundaveizlurtni, Ásgeir, Bryndís, Þóra, Sigurvin, Olafur og Vilborg lega segja að þetta sé algjör della hjá mér. Vantar markaskorara Ef við förum aðeins út í aðra sálma Ásgeir. Standard gekk mjög vel á síðasta keppnistíma- bili en nú í haust hefur liðiö átt erfitt uppdráttar. Hvað veldur þessu? — Það. eru ýmsar ástæöur fyrir þessu en tvær þeirra eru veigamestar að mínu mati. I fyrsta lagi þyrjuöum við keppnis- tímabilið alltof snemma. Petit framkvæmdastjóri leggur mikið upp úr því að Standard leiki í alls konar aukamótum áður en keppnin í 1. deild hefst til þess aö fá peninga og þess vegna byrjuðum við að æfa mánuði á undan öllum öðrum liðum í Belgíu. Þaö má eiginlega segja að við höfum veriö stanzlaust að keppa í allt haust og á þremur mánuðum höfum við leikiö 25 leiki. Leikmennirnir eru orðnir dauðþreyttir og þá er ekki von á góðum árangri. Önnur ástæðan er sú, að markakóngar liösins frá í fyrra, Riedl og Nickel, leika ekki með núna. Þeir tveir voru markhæstu mennirnir í belgísku kanttsþyrnunni í fyrra. Riedl er meiddur og óvíst hvenær hann getur byrjaö aftur og Nickel var seldur til þýzka liðsins Eintrackt Braunsweig þar sem hann skor- ar og skorar og er þessa stundina markhæsti leikmaður- inn í þýzku knattspyrnunni. í staöinn voru keyptir þrír nýir leikmenn en þeir hafa alls ekki fyllt skarðið, sem Nickel skildi eftir sig og reyndar hafa tveir þeirra ekki komizt í aðalliðið ennþá. Það var vægast sagt undarleg ráðstöfun hjá Petit að selja Nickel því það sem okkur vantar fyrst og fremst er góður markaskorari. Okkur gengur ekkert að skora og áhangendur Standard eru að verða æfir. É'g trúi ekki öðru en Petit taki upp veskiö og kaupi sterkan sóknar- mann fljótlega. Petít hefur sagt í blöðunum að hann vilji enga stjörnuleikmenn, heldur vilji hann byggja liðið upp á jöfnum mönnum en þaö gengur ekki lengur að framlínumennirnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.