Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978 raöauglýsingar raöauglýsingar — raöauglýsingar húsnæöi i boöi \ Innri Njarðvík til sölu jaröhæö í Innri Njarövík. Góö kjör. Uppl. ísíma 41660. Til leigu Skiptanlegt 450 fm verslunarhúsnæöi viö Síðumúla. Aðstaöa fyrir iðnaö eða skrif- stofu gæti fylgt á annarri hæö. Tilboð sendist Morgunblaöinu merkt: „Síöumúli — 1886". Iðnaðarhúsnæði í Þorlákshöfn 280 fm iðnaðarhúsnæði í Þorlákshöfn er til sölu. Húsnæðiö er á tveim hæöum (2x280 fm). Húsnæðiö er laust strax. Upplýsingar í síma 99-3747 eöa 99-3774. Verslunarhúsnæöi til leigu í Verslanahöllinni Laugavegi 26. Húsnæöiö er á götuhæð, 20 ferm. Uppl. í síma 52449. þjónusta Vinsamlegast athugiö Get tekið að mér rennismíöi, prófílsmíði margs konar, rafsuðu, logsuöu o.m.fl. Magnús Jóhannsson, vélsmiðja Gelgjutanga, Reykjavík, sími 36995. bfíar Datsun Diesel Óskað er eftir vel meöförnum Datsun árg. 1975—76. Tilboð ásamt upplýsingum um bifreiöina sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir október 1978 merkt: „Datsun Diesel 1997". ffCfi Kranabílar til sölu Allen-Grove,, gerö H-2264, 25 tonna vökvabómukrani. Allen-Oxford, gerö T-1564, 18 tonna grindarbómukrani með vökvafótum, árg. '69. Báöir þessir kranabílar eru í mjög góðu ástandi. Nánari upplýsingar gefur: Ragnar Bernburg — Vélasala, sími 27020 — kv.s. 82933. tilkynningar Hrafnfirskar konur Hressingarleikfimi kvenna er aö hefjast. Æfingadagar mánudaga og miövikudaga kl. 18.45—19.30 og 19.30—20.15. Kennari Regína Magnúsdóttir. Innritun miövikudaginn 4. október kl. 19—20 ísíma 51385. Fimleikafélagið Björk. Hef opnað lækningastofu í læknastöðinni Álfheimum 74. Viötalsbeiðnir í síma 86311. Björn Árdal, barnalæknir. Háskólanám í Bandaríkjunum 1979—80 Eins og undanfarin ár mun islenzk-Ameríska Félagið veita aðstoð vio aö afla nýstúdentum og öörum þeim, sem hafa áhuga á aö hefja háskólanám [ Bandaríkjunum haustið 1979, skólavistar og námsstyrkja Er þetta gert ( samvlnnu vlö stofnunina Institute of International Educatlon f New York. Styrkþegar skulu aö jafnaöi ekki vera eldrl en 25 ára og ókvœntir. Flestir styrklr eru á sviöi algengra hugvísinda en erfltt er aö fá styrki tll ýmlss sérnáms og flestra raunvísindagreina. Upphæö styrkja er mjög mismunandi, en nægir oftast fyrir skólagjöldum og stundum dvalarkostnaöl. Umsóknareyöublðo um slíka aöstoö félagsins fást á skrifstofum flestra skóla á menntaskólastigl og hjá islenzk-Ameríska Félaginu. Umsóknum þarf aö skila til fslenzk-Ameríska Félagsins fyrir 15. okt. 1978. Skólastyrkjanefnd félagsins velur þær umsóknir, sem sendar veröa áfram til Bandaríkjanna. islenzk-Ameriska Félaglö Pósthólf 7051 Reykjavik Ingibergur Jónas- son—Minningarorð Fæddur 20. fobrúar 1912 Dáinn 23. soptomber 1978 Nú er æskuvinur minn látinn. Efí verö aö viðurkenna, aö ég hélt, að honum yrði lengri lífdaga auðið, þótt ég vissi jafnframt, að hann gekk með ólæknandi sjúk- dóm, en hann bar veikindi sín svo æðrulaust, að engan gat grunað, að svo skammt yrði til kveðjustund- ar. Ingibergur var sonur hjónanna Jónasar Híerónýmussonar og Þór- unnar Jónsdóttur. Þau mætu hjón bjuggu í sama húsi og undirritaður í mörg ár, og var Ingibergur yníístur fjögurra barna þeirra. Þau eru nú öll látin nema Kristín. Ingibergur gekk að eiga Jóhönnu Guðmundsdóttur árið 1942. Hún var ættuð úr Dalasýslu, hin ágætasta kona, og er dáin fyrir nokkrum árum. Eignuðust þau eina dóttur barna, sem hlaut nafnið Iris eftir því fagra blómi, sem hvarvetna gleður augað. Áður hafði Ingibergur eignast son, sem Siguröur heitir. Þessi æskuvinur minn var mikill maður á velli og sterkur, enda valdi hann sér sjómennsku að aðalstarfi. Sij^Idi hann árum saman á gamla Gullfossi eða þar til hann var kyrrsettur í Kaup- mannahöfn á stríðsárunum. Skip- verjar komu heim með Petsamo- leiöangrinum og hóf Ingibergur þá þegar störf í landi hjá Eimskipafé- laginu, en fór svo aftur til sjós að stríðinu loknu. Var hann þá enn um árabil í siglingum, áður en hann kom alkominn í land. Þegar svo var komið, var hann áfram starfsmaður Eimskipafélagsins og vann hjá því við lestun og losun skipa þess, meðan kraftar entust. Svo einkennilega og skemmti- lega hefur viljað til, að bæði börn þessa æskuvinar míns hafa unnið með mér í Vélsmiðjunni Héðni — íris sem skrifstofustúlka, enda verslunarskólalærð, og Sigurður sem nemi í vélvirkjun. Hann hélt námi áfram í Vélskólanum og sigldi síðan sem vélstjóri á milli- landaskipum í nokkur ár, en gerðist að því búnu eftirlitsmaður -með tjónum á skipum og starfar nú sem slíkur hjá Tryggingamið- stöðinni. Er-Ingibergur kom heim eftir dvöl í sjúkrahúsi fyrir nokkru, þar sem allt var reynt til að lækna hann af hinum hættulega sjúk- dómi, sem dro hann til dauða, var hann að mestu einn, því að hann hafði orðið fyrir þeirri sorg að missa konu sína fyrir nokkru, eins og fyrr er getið. Sigurður sonur hans var honum þá mikil hjálpar- hella, en mágkona hans hljóp einnig undir bagga eftir mætti. Ég veit, að bæði íris og Katrín systir hans vildu gera meira fyrir Ingiberg á þessum erfiða tíma, en ekki var hægt um vik, þar sem Katrín vann langan og strangan vinnudag, en íris var gift kona í Kaupmannahöfn. Ingibergur og Jóhanna fóru raunar oft í heim- sókn til hennar, þegar hún var sest að þar ytra, og sátu þar jafnan í góðu yfirlæti. Síðustu ferðina þangað fór Ingibergur einn, þegar hann var orðinn ekkjumaður. Veiktist hann í þeirri ferð en talið var, að þar væri aðeins um lungnabólgu að ræða. Þegar hann leitaði svo læknis við heimkom- una, varð ljóst, að hér var meiri yrðum að láta undan síga, ef hart var sótt. En við höfðum þó alltaf varalið, sem var þó aðeins einn ungur járnsmíðanemi hjá Þor- steini heitnum klénsmið. Þessi nemi var Kalli Ólafs, og það brást ekki, að við komu hans snerist vörn fljótlega í sókn. En nú er komið að kveðjustund. Guð blessi kæran vin fyrir langa og góða vináttu. Og börnum hans, systur og öðrum ættingjum sendi ég að endingu mína innilegustu samúð. Ólafur Ásgeirsson. alvara á ferðum, en svo var harka hans og ósérhlífni mikil, að hann hóf samt störf aftur, og má með sanni segja, að hann hafi unnið hörðum höndum, uns kraftana þraut. Ég veit, að Ingibergur fær góða heimkomu fyrir handan, því að tryggari og betri mann en þennan æskuvin minn er vart að finna. Þegar slíkir vinir hverfa úr hópnum, hvarflar hugurinn ósjálf- rátt til æskuáranna og maður sér Ránargötuna og Stýrimannastíg- inn einangraðan frá öðrum hverf- um. Tún á þrjá vegu og Vesturgat- an í norðri. Við strákarnir, sem bjuggum við þessargötur, héldum vel hópinn og stóðum saman í okkar „lífsstríði". Stundum urðu erjur við strákana í nágrannahverfunum, og var þá gott að hafa Ingiberg sér við hlið, því að hann var bráðþroska, stærri en jafnaldrarnir og sterkur eftir því. Sló stundum í ákafa bardaga með snjóboltum og þeim hörðum, þegar svo bar undir. Þótti þá oft hvggilegra að byggja vígi í garðin- um hjá Kidda P. eða Kristjáni Péturssyni, sem síðar varð skip- stjóri, en þó kom fyrir, að við Verðlagsárið 1977/1978: Mjólk jókst um 4,6% — en framleiðendun- um fækkaði um 3% Á VEGUM Framleiðsluráðs landbúnaðarins hefur verið gert yfirlit um framleiðslu og sölu mjólkurvara fyrir tfmabilið 1. september 1977 til 31. ágúst 1978. Innvegin mjólk var 117.8 millj. ltr., aukning frá fyrra verðlagsári var 4.6%. Meðalinnlegg í mjólkursamlag frá framleiðanda var 44.607 lítrar af mjólk, en var á fyrra verðlagsárinu 40.675, þeim hefur fækkað á undanförnum árum um 3% árlega. Sala á nýmjólk hefur enn minnk- að, samtals voru seldir 45.2 millj. lítrar af mjólk, en það var 4.4% minna en á verðlagsárinu 1976/1977. Sala á rjóma varð aftur á móti 2.9% meiri nú en á fyrra tímabili, heildarsalan var 1.1 millj. ltr. Sala á venjulegu skyri minnkaði nokkuð, en sala á bláberja og jarðarberjaskyri varð aftur á móti meiri. Heildarsala á skyri var 3.8% meiri en á fyrra ári, salan nam 1.706 lestum. Aukning var í sölu undanrennu um 18.8%, heildarsala á síðasta ári var 3.8 milj. ltr. Nokkur aukning var í smjörfram- leiðslunni eða um 1.1%, en það voru 1.802 lestir. í upphafi verðlagsársins voru birgðir af smjöri 936 lestir, en það var 56% meira en í upphafi fyrra verðlagsárs. Samtals var selt beint til neyslu 1.433 lestir, en það var samdráttur frá fyrra ári um 0.7%. Notað í aðra framleiðslu voru 8 lestir. Birgðir 1. september 8.1. voru 1.297 lestir en það var 38.6% meira en í upphafi fyrra verðlagsárs. Framleiðsla á 45% og 30% ostum var 3.263 lestir, en það var 41% meira en á fyrra verðlagsári. Nokkur samdráttur varð í sölu á þessum ostum en veruleg aukning í sölu á bræddum ostum. Heildarsala á öllum ostum var 1.402 lestir, sem var 2.4% aukning frá fyrra ári. Flutt var út á verðlagsárinu 1.842 lestir, en árið áður var útflutningur aðeins 662 lestir. Birgðir af ostum 1. september s.l. voru 1.419 lestir, en það var 14% meira en í fyrra. Neysla á ostum breytist, því nú er meira keypt af mögrum ostum en þeim fituríkari. > aik;i.Vsin<;a.siminn ERí -—^=~n, OO/IQfl ___J JW*raw^kíiití>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.