Morgunblaðið - 30.09.1978, Blaðsíða 10
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1978
„Það hlýtur að vera
leiðinlegt að vera hérna.“
Amerískir táningar stóöu við
þrautskipulögð leiksvæði sem voru
búin öllum tækjum fyrir amerísk-
ar íþróttir.
„Það hlýtur að vera leiðinlegt að
vera hérna. Ekkert sjónvarp,"
sagði barnsleg rödd. Með fegurð
eyðimerkurinnar fyrir augunum
voru þessi orð marklaus. Eg
hraðaði mér út af skólalóðinni,
varð að vera einn. Allt frá því að
ég kom frá íslandi hafði mér
aldrei gefist tóm til að vera einn
með náttúrunni jafnvel ekki í
friðlýstum þjóðgörðum. Náttúru-
dýrkendum í Bandaríkjunum er
hrúgað niður á þjóðgarða eins og
fiðurfé, svo lítið næði gefst þar til
hugleiðinga.
Gamall indíáni með veðurbitið
andlit gekk fram hjá mér. Hann
leit á mig eins og smáfugl lítur á
hrafn þegar hrafninn hefur étið
alla ungana. Viss frelsiskennd
kom yfir mig er ég lagðist í
sandinn. Ég þurfti engum reglum
að hlíta. Grafarkyrrð var yfir
rauðleitri sléttunni, sem vörðuð
var vindsorfnum klettum. Hér var
ekkert líf fyrir utan einn og einn
höggorm, eðlur og skordýr. Leti-
legur örn hnitaði þunglamalega
hringi .hátt yfir höfði mér. Sála
mín sameinaðist náttúrunni og ég
var alsæll. Eru það ekki bara
tilbúnar þarfir að hafa sjðnvarp,
bíl og pakkamat. Yrði ég ekki allt
eins hamingjusamur hér, þar sem
lífið var samstíga hjartslætti
mínum. Hér var ekki barist fyrir
öðru en fæðu og skjóli. Hvað hafði
mannskepnan við annaö að gera?
Var nokkur hamingja fólgin í því
að eltast við ímyndaðar þarfir.
Hvíldin hressti mig og ég skokkaði
til baka. Ég leit á klukkuna og sá
að það var kominn matartími.
Undraði það mig því ég fann ekki
til svengdar. Gat það verið að
maður borðaði fremur af venju en
svengd.
Matsalur heimavistarskólans
var eins og fuglabjarg, nema hvað
lítið fór fyrir varpinu. Maturinn
var ógeðslegt hamborgarasull.
Kokkarnir afsökuðu sig með því að
segja áð ekki mætti koma indíána-
börnunum upp á of gott fæði því
þá mundu þau fúlsa við fæðunni
heima hjá sér. Ég settist hjá hópi
indíána. Þeir spurðu mig hvaðan
ég væri. Ég hefði alveg eins getað
sagt að ég væri frá Búsklandi því
þeir höfðu enga hugmynd um
nokkurt land sem héti Island.
„Hvað er haf?“ sgurðu þeir
þegar ég sagði þeim að Island væri
eyja í Atlantshafi. Það rann upp
fýrir mér að engin leið væri fyrir
mig að útskýra hvað eyja var því
þeir höfðu aldrei séð stöðuvatn.
Tungumál er bundið við hluti sem
menn sjá dagsdaglega og indíánar
sem höfðu lifað alla sína ævi á
þessari hásléttu voru eðlilega
takmarkaðir. Þegar ég leit upp frá
matnum sá ég að litlu indíánarnir
hermdu nákvæmlega eftir öllum
mínum tilburðum og hlógu að.
Síðan beygðu þeir sig yfir mig og
struku yfir skeggbroddana. Fannst
þeim ég hinn mestr furðugripur,
enda sprettur indíánum ekki grön.
Ég hitti Hálsríg fararstjóra við
dyrnar og sagði honum frá stríðni
strákanna.
„Þeir eru bara að segja að þeim
líki vel við þig á sinn hátt,“ sagði
hann og vildi í engu lasta manna-
siði strákskammanna. „Hér gilda
aðrir mannasiðir en niðri í byggð.“
— Gott og vel, hugsaði ég, það
kemur sér ágætlega að indíánarnir
fági framkomu mína með stríðni
sinni.
Sólarlag í Navajo-landi skartaði
fáguðum kyrrlátum litum.
Indíánabörnin voru í sjöunda
himni yfir þessum nýju leik-
félögum, sem voru gestirnir.
Hrossvaxna konan stóð og horfði á
ásamt tröllslegri konu með húfu.
— Þið eruð búnar að vera hérna
einhverntíma áður, hóf ég máls.
„Já, fimm sinnum," svaraði
hrossvaxna konan með engilsrödd
sinni.
— Þá getið þið frætt mig
eitthvað um indíánana, sagði ég.
„Já, hvað viltu vita?“ spurði
húfufraukan áköf.
— Ja, ... á hverju nærast
indíánarnir? spurði ég leitandi.
„Þeir fá korn tvisvar á dag og
kannski lambakjöt einu sinni í
viku,“ svaraði húfufraukan.
— Einfalt fæði, sagði ég.
„Já, þeir eru ekki betra vanir.“
— Ilia farið fyrir hinum inn-
fæddu, sagði ég hugsandi.
„En þeir eru þó heppnir með
hvað bandaríska ríkisstjórnin
hugsar vel fyrir þeim með því að
kosta skóla fyrir þá sem hjálpa
þeim til að aðlagast okkar lífsvenj-
um,“ sagði húfufraukan.
Ég varð orðlaus í nokkra stund.
Hvernig liði þessari góðu konu ef
einhver hefði drepið pabba hennar
og nauðgað og misþyrmt móður'
hennar til dauða og síðan hrósað
sér af því að setja hana í fangelsi,
eða með öðrum orðum skóla hvíta
mannsins.
— Ég sá gamlan mjög sormædd-
an indíána á gangi, sagði ég, hann
leit mjög flóttalega á mig.
„Karlmennirnir í samfélagi
Navajo-indíána hafa orðið að
hverfa frá stöðu sinni sem veiði-
menn og hetjur heimilisins til þess
að vera hornreka sem á sér engan
fastan sess í þjóðarmenningu
Navajo. Konurnar eiga allt sem er
innanhúss samkvæmt venju og
karlmaðurinn á bara að halda sig
utandyra," sagði húfufraukan og
leit á hýrlega indiánasnáða sem
stóðu rétt hjá. „Auk þess að þeir
eru mjög lokaðir tilfinningalega og
það er líklega ástæðan.'fyrir því að
þeir drekka svona rnikið."
Hópur af litlum Navajo-snáðum
kom með herópum og dró mig á
úlnliðunum inn undir klifurgrind
sem var fangelsið. Því næst kvöldu
þeir mig með fullkomnu látbragði.
Sagt er að leikir barna endurspegli
það sem fullorðna fólkið hefst að.
Þeir voru sterkir sem naut og
héngu með blýþunga utan í mér.
Þeir voru alveg óttalausir og
stukku óhræddir niður úr
nokkurra metra hæð. Það minnti
mig á þá staðreynd að indíánar
eru manna óhræddastir við að
vinna í háum möstrum enda lausir
við lofthræðslu. Þeir virðast ekki
vera hræddir við dauðann, enda
trúa þeir því, að dauðinn færi þeim
hvorki umbun né refsingu, aðeins
umbreytingu.
Alast upp í hatri
til hvíta mannsins
Fyrsta morguninn í Navajo-
landi var ég ræstur kl. sex til að
fara til guðsþjónustu á sama tíma
og sólin gægðist upp. Syfjaðar
manneskjur töltu út í eyðimörkina
til að hlýða á fagnaðarboðskapinn.
Hrossvaxna konan prédikaði um
samúð, fyrirgefningu og ást. Dótt-
ir hrossvöxnu konunnar prédikaði
um samúð, fyrirgefningu og ást.
Dóttir hrossvöxnu konunnar spil-
aði á gítar og söng einhver
ljúflingslög. Drottinn lýsti ánægju
sinni með þetta athæfi okkar með
því að hylja sólarupprásina með
skýjum og láta rigna á okkur.
Athöfninni lauk með því að allir
héldust í hendur og einhverjir
töluðu tungum. Iodíánastrákar
horfðu kotrosknir á þetta og
hæddust að þessum gangslausa
guði okkar. Ég gekk samferða
indíánastrákunum heim til að
kynnast þeim nánar.
„Áttu kærustu?" spurði einn.
— Nei, en þú? svaraði ég.
„Já,“ sagði hann og varð
leyndardómsfullur. Hann var ekki
nema fjórtán ára eftir útlitinu að
dæma.
— Hvernig líkar ykkur að búa
hérna? spurði ég.
„Vel, við þekkjum ekki neitt
annað,“ svaraði annar.
„Mig langar samt að flytjast
héðan.“ Hinir tóku undir það.
Grasið er alltaf grænna hinum
megin við girðinguna. Hvað er svo
fýsilegt við siðmenninguna?
Mengun, vinnuþrælkun og eftir-
sókn eftir veraldlegum hlutum.
Hins vegar ef þeir dveldu áfram á
verndarsvæðinu, þá biði þeirra
þrælavinna í námunum eða áð líta
eftir rolluskjátum svo sá kostur-
inn var í sjálfu sér ekkert skárri.
Daginn eftir var farið í skoðun-
arferð til „Monument valley", sem
er einhvers konar náttúrulegt
leiksvið fjölda kúrekamynda.
Breiðleit indíánakona sat við
hliðina á mér í rútunni. Það datt
hvorki af henni né draup alla
leiðina og hún sýndi fram á að ekki
eru allar konur málugar. Öðru
hvoru sagði hún eitthvað á máli
Navajo við lítinn strák sem sat í
kjöltu minni. Þegar setið er við
hliðina á Ameríkana, þá gerist
hann yfirleitt óðamála og fer að
tala um einhverja nærtæka smá-
muni svo þetta var vel þegin
tilbreytni. Forvitni min rak mig þó
til að brjóta ísinn.
— Hatið þið hvíta manninn
fyrir allt það sem hann hefur gert
ykkur? spurði ég með niðurbældri
ákefð.
„Nei,“ svaraði konan og leit á
mig brúnum, stillilegum augum.
— Kennir trú ykkar að fyrirgefa
í stað þess að hata?
„Já,“ svaraði hún án þess að gefa
nánari skýringu.
—■ Hata börnin hvítu mennina
áður en þau læra trúarbrögðin?
„Já,“ svaraði hún með semingi.
— Þetta var heimskuleg
spurning.
„Já,“ svaraði Navajo-konan og
ljómaði öll.
Sólin brosti við okkur og glamp-
aði á klettana í „Monument"
þjóðgarðinum, sem voru eins og
aðkomuhlutir frá fjarlægum
heimi. Skýjabólstrar svifu eins og
silfurpönnur yfir heiðbláan himin-
inn.
Austurrísk læknisdóttir var mér
samferða upp einstigi nokkurt.
„Ætlarðu í skóla þegar þú ferð
heirn?" spurði hún mig.
— Helst ekki, svara ég.
„Ég er heldur ekkert yfirmig
spennt," segir hún. „Það er miklu
skemmtilegra að lifa og leika sér.“
— Af hverju hættirðu ekki
bara? sagði ég.
„Pabbi og mamma hætta ekki að
suða í mér fyrr en ég er komin í
skóla. Þau þurftu að berjast fyrir
því að komast í skóla, en nú þarf
ég að berjast fyrir því að fara ekki
í skóla,“ sagði hún glettnislega.
Við röbbuðum meira saman og
beindist talið að indíánum.
— Ég held að djúpt niðri fyrir
hati þeir okkur, sagði ég.
„Hvers vegna skyldu þeir gera
það. Ekki höfum við gert þeim
neitt," sagði hún stuttaralega.
— Ég hef það bara á tilfinning-
unni, sagði ég ákveðinn og skýrði
henni frá samtali mínu við
indíánakonuna.
„Hvernig heldurðu að hægt sé að
lifa ef alltaf er verið að ýfa upp
gömul sár og halda í úrelt hatur.
Sjáðu bara hvernig það væri ef
allir væru að hatast við Þjóð-
verja.“
— Það eru sumir sem hata
Þjóðverja alveg útaf lífinu, greip
ég frammí. — Hatur er eins og
eilíf orka sem aldrei hverfur en
breytist bara. Einn dag mun
hatrið brjótast út eins og tímasett
sprengja. Eina leiðin til að útrýma
ofbeldinu og þjáningunum er að
fólk fyrirgefi.
„Þú sérð alltaf neikvæðu hliðina
á öllum hlutum," sagði hún og við
slitum þessu tali.
„Hundar og indíánar
fá ekki aðgang“
Reffilegur indíáni, sem var
starfsmaður við skólann, bauð
öllum hópnum heim til sín. Hann
var mjög hreykinn af tveggja
herbergja íbúð sinni sem var með
algengustu þægindum svo sem
ísskáp og eldavél. Indíáninn hafði
barist í stríðinu og fengið fjölda
verðlaunagriþa, sem hann skreytti
stofuna með. Auk þess voru börn
indíánans margfaldir • verðlauna-
hafar í íþróttum, svo stofan var
eins og geymsla fyrir verðlauna-
gripi. Kona indíánans bakaði
handa okkur indíánabrauð sem
svipaði mjög til hins íslenska
laufabrauðs. Við heimsókn mína
til þessa rauða stríðskappa
rifjaðist upp fyrir mér kvæðið um
„Ira Hayes", sem auk þess að vera
sönn ævisaga, segir í stuttu máli
alla sögu indíána.
Á þeim tíma sem kvæðið var
samið voru mannréttindi indíána
mjög bágborin eins og eftirfarandi
frásögn sannar. Indíanadansar
voru aðalaðdráttarafl ferðamanna
til Arizona. Á sama tíma voru uppi
skilti í öllum hótelum, þar sem á
stóð: „Hundar og indíánar fá ekki
aðgang." Þegar huridar fóru að
verða vinsæl gæludýr og ferða-
menn tóku þá með sér, þá felldu
hóteleigendur niður orðið „hund-
ur“ af skiltinu, en orðið indíáni
fékk að standa áfram.
Eftir að hafa notið gestrisni
indíánans, ákvað ég að fara og sofa
kvefið úr mér. Ég gekk einn míns
liðs í dimmunni, en þá heyrði ég
mannamál.
„Það er miklu fínna heima,"
sagði mjó stelpurödd. „Þið eruð
með ljóta bíla, druslur. „Röddin
var hæðnisleg. „Svo búið þið í
moldarkofum. Þið ættuð að
skammast ykkar fyrir hvað þið
eruð latir."
Tvær amerískar smápíur og
fjórir indíánastrákar birtust mér
á göngu minni. Stelpan sem hafði
verið að lesa yfir strákunum með
hárbeittum athugasemdum hét
Lisa, og var á hinum töfrandi,
grimma aldri mitt á milli tektar
og tvítugs, eins og hálfþroskaður
ávöxtur. Barnslegar athugasemdir
stelpunnar höfðu þau áhrif á
indíánastrákana að þeir krepptu
hnefana. Þeir höfðu eflaust hrifist
af vel þroskuðum líkama Lisu, en
nú blæddi þeim undan nöðru-
munni hennar.
„Hæ,“ sagði vinkona Lisu, þegar
hún kom auga á mig.
— Hæ, svaraði ég.
„Við erum að reyna að hafa
örvandi áhrif á þessa vesælu
indíana," sagði Lisa og brosti út að
eyrum.
Ilálsrígur fararstjóri með forláta húfu og sólgleraugu. Hann fékk sér grfðarmikinn
vildil til að gleyma tragediu ferðarinnar.
Monument dalurinn séður frá frægum útsýnisstað f Arizona. Indianinn á myndinni
minnir á það hlutverk sem dalurinn gegnir sem leiksvið kúrekamynda.