Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 7 I- Lágkúra Ríkur Þáttur í áróðurs- tækni Þeirra Þjóðvilja- manna er að snúa hlutun- um við, slá fram fáránleg- um fullyrðingum og draga af Þeim enn fárán- legri samanburð. Til- gangurinn er að rugla lesendur í ríminu, slæva dómgreindina. Dæmi úr forystugrein Þjóðviljans í gaer: „í viðtali við félagsráð- gjafa í síðasta sunnu- dagsblaði Þjóðviljans er einmitt bent á Þá hættu, sem af Því stafar, að fjölskyldan er tætt í sundur í vestrænum Þjóðfélögum og sam- veruform heimilsins rof- ið. Þannig hafi fjölskyld- an orðið fórnarlamb kapítalismans í staðinn fyrir Það að verða vígi gegn honum.“ Skírskotunin til hins sovézka, marxíska Þjóð- félags liggur í loftinu, Þar sem „Þúsund ára ríkið “ stendur. En hvernig er umhorfs austur Þar, við hvers konar atlæti býr heimilið og einstaklingurinn? Þvi er bezt svarað með einu orði: andófsmaður. Nöfn eins og Shakarov og Orlov koma upp í hugaann og ótal fleiri. Barátta peirra stendur um að ná Þeim mannrétt- indum sér og Þjóð sinni til handa sem „í vestræn- um Þjóðfélögum“ Þykja jafnsjálfsögö og loftiö, sem menn anda að sér. Þá dreymir um friðhelgi heimilis og einkalífs — Þjóðfrelsi, eins og Jón Sigurðsson notaði Það orð en ekki Þjóðviljinn. Lágkúra er ekki fallegt lýsingarorð, en gott Þeg- ar Það á við. Og nú er gott að grípa til Þess, Þegar Þjóðviljinn gjörir Því skóna, að „í hinu borgaralega Þjóðfélagi" sé einstaklingurinn verr settur en í Sovét. „Tarna var skrýtin þula“ Enn segir í Þjóðviljan- um í gær: „Nú er spurningin, hvort æðsta viðmiðun Þjóðfélagsins sé heill mannsins eða eitthvað annað. Sósíalistar telja sig hafa fært sönnur á Það að grunneining borgaralegs Þjóðfélgs sé ekki maðurinn, heldur varan. Það er Því rétt- mætt vöruÞjóðfélag Þar sem allt snýst um Það að setja vöruna, hið fram- leidda verðmæti, á mark- að til að hafa upp úr Því peninga handa Þeim sem á peninga fyrir. Vörupjóð- félagið á eina viðmiðun æðsta, og hún er sá gróði sem mældur verður í peningum. Meö pessa viðmiðun að leiðarljósi er kostur mannsins Þrengd- ur og líf hans skilgreint klippt I Heitög þrenningl í Maðurinn er annað og i tneira en neyslueining 1 SSSfeS domgremdar. v.'ia og .veniulega ^a'tas Þann l'ot opmberra e'a opinbera og afskip £ einstak|jnj nngsms Gagnva t ska^nom i skyrslvge^ eftir mælikvarða vörunn- ar og peninganna. Af Þessu leiðir, að Þjóð- félagið fer að meðhöndla einstaklinginn sem hlut en ekki lifandi veru. Það er aumkunarvert hlutskipti hverjum manni að verða að neyzluein- ingu í borgaralegu Þjóðfélagi...“ o.s.frv. Síðar er gert lítiö úr gildi vinnunnar: „... mestallur lífstími mannsins er helgaður launavinnu, vöruformi vinnunnar“. Ef Þetta á að Þýða eitthvað, hlýtur Það að vera Það, að allir menn, hver og einn, geti höndl- að lífsins gæði án Þess að vinna, Þ.e. búi Þeir við marxíska búskaparhætti. En nú hafa borgarlegir ferðamenn austur í Sovét upplifað atburði eins og Þá, að Sovétborgarinn vilji kaupa fötin utan af Þeim, skóna og sokkana. Og tekur brauöstritið Þó drjúgan tíma Þar ekki síður en hér, — afraksturinn er bara minni. Peningar og gróði eru fyrirbæri, sem Þeir Þjóð- viljamenn láta fara í tugarnar á sér, — en virðast Þó hafa nóg af báðu, ef marka má fjra- festingu Þeirra á liönum árum. Vitaskuld er hægt aö hugsa sér Það að leggja peninga níður sem gjald- miðil, — en Það Þýðir, að horfiö er aftur til vöru- skiptaverzlunar í ein- hverju formi, sem að sjálfsögðu er óhugsandi í nútíma Þjóðfélagi. Hið sama er að segja um gróðann. Það er hægt að hugsa sér að fyrirtæki eða Þjóðfélag sé rekið með halla nokkurn tíma, Þ.e. meðan lánstraust endist. En ekki degi leng- ur. Svo er nú Það. Forystugrein Þjóðvilj- ans í gær er eins konar hlunkhenda, rímlaus með öllu. Ólíkt var Káinn betri, enda hafði hann hlunk- henduna hringhenda: Það sem ég meina, sérðu, sko: vera ekki að neinu rugli heldur reyna að drepa téo steina með einum fugli. Hæsti vinningurinn í desember verða hæstu vinningarnir dregnir út. 9 fimm milljón króna vinningar eða samtals 45 milljón krónur á eitt númer. Endurnýjaðu strax í dag til að glata ekki vinnings- möguleikum þínum. 10. flokkur 18 @ 1.000.000,- 18.000.000- 18 — 500.000.- 9.000.000,- 324 — 100.000- 32.400.000,- 693 — 50.000,- 34.650.000.- 9.279 — 15.000.- 139.185.000- 10.332 233.235.000,- 36 — 75.000,- 2.700.000,- 10.368 235.935.000,- Við drögum 10. október. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Hæsta vinningshlutfall í heimi! Spónlagðar lakkaðar gullálmur eik og fl. ÁTÁr Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTIG 1. SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SIMI 85244 Hafnarfjörður Frá 1. október hættir Magnús Kristinsson afgreiöslu Morgunblaösins í Hafnarfirði. Kaup- endur blaösins í Hafnarfirði eru vinsamlega beönir aö snúa sér framvegis til afgreiöslunnar í Rvík í síma 10100. Siglufjörður frá 1. október hefur Matthías Jóhannsson tekiö aö sér umboð fyrir Morgunblaöiö á Siglufiröi. NYJUNG! VATNSNUDDTÆKIÐ FRÁ GROHE ER BYLTING ó GROHE Þaö er eins og aö hafa sérstakan nuddara i baöherberginu heima hjá sér, slík eru áhrif vatnsnuddtækisins frá Grohe. Frábær uppfinning sem er oröin geysivinsæl erlendis. Tilvaliö fyrir þá sem þjást af vöövabólgu, gigt og þess háttar. Hægt er aö mýkja og heröa bununa aö vild, nuddtækiö gefur 19-24 litra meö 8.500 slögum á mínútu. Já, þaö er ekkert jafn ferskt og gott vatnsnudd. En muniö aö þaö er betra aö hafa „orginal" og þaö er GROHE. Grohe er brautryöjandi og leiöandi fyrirtæki, á sviöi blöndunartækja. BB BYGGINGAVÖRUR HE SUOURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.