Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 19 Pólskir og tékkneskir andófsmenn: Áfram unnið saman þrátt fyrir aðgerðir lögreglu VínarborK. 4. október. Reuter. TÉKKNESKIR andófsmenn til- kynntu í da>? að þeir hyKÓust halda áfram samvinnu við pólska stallbræður sína þrátt fyrir samræmdar aðKerðir liiKreKlu beKKja landanna Kegn andófs- miinnum. Leikritahöfundurinn Vaclav Ilavel skýrði vestrænum frétta- mönnum frá því 1' dag. að aðserðirnar við landamæri land- anna um heltíina kæmu á engan hátt í veg fyrir áframhaldandi samvinnu pólskra og tékkneskra borgara sem berðust fyrir mann- réttindum í löndunum tveimur. Brezki verkamannaflokkurinn: Andvígur sérstöku gialdeyriskerfi EBE Blackpool. EnKlandi. 1. október. Rcuter. FLOKKSÞING breska Verkamanna- flokksins samþykkti í dag ályktun þess efnis, að óhugsandi væri með iillu að Efnahagsbandalagslöndin tækju upp sérstakt gjaldeyriskerfi. Ályktunin er ekki bindandi fyrir ríkisstjórn James Callaghans, en þess er krafist að brezka þingið skeri úr um hvort farið skuli að hugmyndum bandalagsins. Ennfremur var þess krafist í ályktuninni, að Rómarsáttmálinn yrði endursamin í þeim tilgangi að draga úr völdum framkvæmdanefnd- ar EBE svo að aðildarlöndin hefðu frjálsari hendur um að taka ákvörðun um eigin iðnaðar- og efnahagsstefnu. Flokksþing Verkamannaflokksins hefur að jafnaði gagnrýnt EBE, en það felldi þó í dag tillögu þess efnis að Bretar segðu sig úr bandalaginu. Bresku verkalýðssamtökin (TUC) þágu í dag boð James Callaghans forsætisráðherra um viðræður um stefnu stjórnarinnar í kjaramálum, en bitur ágreiningur ríkir nú milli verkalýðssamtakanna og ríkisstjórn- arinnar í þessum efnum. David Basnett, forseti TUC, sagði á flokksþingi breska Verkamanna- flokksins að samtökin væru hlynnt því að viðræður hæfust hið fyrsta, „til að við komumst út úr þeim ógöngum sem við erum í.“ Þetta gerðist 1974 — Bandarísk fyrirtæki hætta kornsölu til Sovétríkj- anna. 1970 — Sadat tilnefndur eftir- maður Nassers forseta. 1960 — Stofnun lýðveldis í Suður-Afríku samþykkt í þjóð- aratkvæði. 1947 — Kominform stofnað á ráðstefnu kommúnista í Varsjá. 1939 — Rússar gera samning við Letta. 1938 — Benes, forseti Tékka, segir af sér. 1915 — Landganga Banda- manna í Saloniki. 1910 — Lýst yfir stofnun lýðveldis í Portúgal. 1796 — Spánverjar segja Bret- um strið á hendur. 1582 — Gregorius páfi XIII brevtir tímatalinu. 1502 — Kólumbus finnur Costa Rica. Afmæli dagsins. — Jacques Offenbach, franskt tónskáld (1819-1889) - María af Mod- ina, drottning Jakobs II af Englandi (1658-1718). Innlent — Keflavíkursamningurinn sam- þykktur 1946 — Dýrfirðingar drepa 13 spænska hvalveiði- menn 1615 — F. Jón Thoroddsen 1819 — Bóluhjálmar dæmdur 1839 — Krieger leggur fram Þá tilkynntu námsmenn í pólska bænum Krakow í dag, að þeir hefðu sent Sameinuðu þjóðunum bréf þar sem kvartað væri yfir vaxandi aðgerðum lögreglu gegn námsmönnunum. Loks sagði austurríski lögfræð- ingurinn Wolfgang Aigner í dag, að tékkneska lögreglan hefði tekið hann fastan þegar hann kom til þess að vera viðstaddur réttarhöld þriggja Tékka í bænum Brno. Aigner var handtekinn þegar hann gekk í dómshúsið, en það voru samtökin Amnesty International sem sendu hann til að vera viðstaddan réttarhöldin. Á heim- leið í dag var Aigner svo yfir- heyrður í tvær klst í landamæra- stöð og bifreið hans og farangur grandskoðuð. stöðulagafrumvarpið 1870 — íslendingar heiðra Jón Sigurðs- son í hinzta sinn: landar hans í Kaupmannahöfn halda honum samsæti 1877 — Setuliðsstjórn mótmælir skýrslu „ástands- nefndar" 1941 — F. Albert Guðmundsson 1923. Orð dagsins. Það er lygi sem gerir okkur kleift að gera okkur greiq fyrir sannleikanum — Pablo Picasso, spænskur list- málari (1881-1973). Finnskir björgunarmenn bera á braut hluti úr DC-3 flugvél finnska flughersins. sem fórst í Kuopio í Finnlandi í fyrrakvöld. Með vélinni fórust 15 manns, þar af ýmsir áhrifamenn í finnsku þjóðlífi .Símamynd AP Finnland: Fimmtán fórust með DC-3 flugvél Kuopio. Finnlandi. 4. okt. Reutcr. EMB.ETTISMENN skýrðu frá því í dag. að enginn hefði komist af þegar DC-3 flugvél finnska hersins fórst skömmu eftir flug- tak í Kuopio seint í gærkvöldi. en um horð voru 12 farþegar og þriggja manna áhöfn. Meðal þeirra sem fórust voru héraðsstjóri, þrír alþingismenn og kúnnur kaupsýslumaður, en þeir voru að kynna áætlanir Finna í varnarmálum. Flugvélin steyptist í vatn skömmu eftir flugtak og var þá annar hreyflanna logandi. Rey.ndi flugstjórinn að snúa til baka til flugvallarins þegar eldsins varð vart, en án árangurs. Finnski herinn hefur yfir sjö öðrum DC-3 flugvélum að ráða og verða þær teknar úr notkun þar til að nákvæm rannsókn á þeim og tildrögum slyssins hefur farið fram. Fyrr hafa menn ekki farist með DC-3 flugvélum í Finnlandi. Fyrirfór sér bugxið af harmi ,Gonf, 4. október. Routor. STAÐFEST var í Genf í dag. að stúlkan. sem í gær brenndi sig til bana framan við Þjóðabandalags- höllina í Genf. hefði verið Lynette Philipps, 24 ára gömul áströlsk stúlka, dóttir auðugs námahölds. Stúlkan var félagi í „Proutist universal" trúarhreyfingunni. sem talin er hluti af Ananda Marga trúflokknum. Foreldrar stúlkunnar sögðu í dag. að dóttir þeirra hefði verið yfirbuguð vegna þeirrar fátæktar sem hún sá allt 1 kringum sig f heiminum. Hún hafi verið öll af vilja gerð að hjálpa hinum fátæku. en orðið fyrir gífurlegum vonbrigðum með að geta ekkert gert og hafi þetta orðið til þess að hún framdi sjálfsmorð. Erlend fréttaskgring: Er ekki hægt að stjóma Portúgal? Óánægjuraddir borgara í Portúgal verða æ háværari; það lítur sem sagt út fyrir að ekki sé gerlegt að stjórna þessu landi. Ovissan sem slíkt hefur í för með sér svo að ekki sé nú minnzt á önnur aðkall- andi vandamál, geta haft hinar alvarlegustu afleiðingar. í júlí 1976 tók við fyrsta alvörustjórnin í landinu í hálfa öld. Hún sat undir forsæti Mario Soares eins og óþarft ætti að vera að fjölyrða um. Hún starfaði í sautján mánuði og naut ekki meiri- hluta á þingi. Hún átti því iðulega undir högg að sækja og tókst í fáu að framfylgja góðum og gegnum stefnumál- um og allra sízt að hemja verðbólgu og atvinnuleysi í Portúgal sem er löngu orðið gersamlega óþolandi vanda- mál og skánar ekki við það ástand sem er í landinu. Þegar stjórnin féll náðist samstaða milli Sósíalistaflokks Mario Soares og Miðdemókrataflokks undir forystu Diego Freitas do Amaral og sú stjórn tók við síðla janúarmánaðar og þótti ýmsum sem bjartara gæti nú verið framundan og þingstyrk- ur stjórnarinnar var það mik- ill að ekki þurfti að hafa áhyggjur af þinginu. Metnaðarsamir ráðherrar þessarar stjórnar réðust til atlögu við efnahagsmálin og gripið var til ráðstafana sem miðuðu að því að draga úr innflutningi, efla framleiðslu innanlands og annað er til heilla mátti horfa. En þessi ríkisstjórn bar heldur ekki gæfu til að starfa saman og eftir hálfs árs starf riftuðu miðdemókratar því eftir að Sósíalistaflokkurinn hafði ekki staðið við þá landbúnaðar- stefnu sem mörkuð hafði verið í stjórnarsáttmála flokkanna. Þær hræringar sem urðu fyrstu dagana á eftir hafa þegar verið raktar og mörgum þótti með ólíkindum hvað Mario Soares, sá reyndi og virti stjórnmálamaður, lét skapið hlaupa með sig í gönur varðandi samskiptin við Eanes forseta Portúgals. Eanes vék vitanlega ekki Soares úr em- bætti, eins og Soares sagði við fréttamenn æstur í bragði heldur óskaði eftir því að hann segði af sér þar sem stjórn hans naut ekki lengur meiri- hluta í þinginu. Stjórn Soares sat þó um hríð eða þar til Eanes kvað upp úr með það að hann hefði ákveðið að biðja Alfredo Nobre da Costa, að- sópsmikinn iðjuhöld að mynda utanþingsstjórn. Soares lagð- ist umsvifalaust gegn þessari stjórn og bannaði fyrrverandi ráðherrum sínum að taka sæti í stjórninni og hótaði öllu illu þegar að því kæmi að stjórnin leitaði eftir trausti þingsins. Þar með var nokkurn veginn augljóst að Sósíaldemókrata- flokkur Francisco Sa Carneiro myndi styðja stjórnina, þar sem hann kappkostar jafnan að ganga þvert á það sem Sósíallistaflokkurinn gerir og stundum svo mjög að nánast verður hálfspaugilegt. Aftur á móti kom það öllu meira á óvart er miðdemókratar ákváðu að greiða atkvæði gegn stjórninni og ýmsir töldu forsendurnar hæpnar: að þrír menn sætu í stjórn da Costa sem telja mætti fullvinstri- sinnaða. Aftur á móti situr stjórn da Costa enn og mun gera það unz annar tveggja kosta hefur verið valinn, að reyna myndun enn einnar stjórnarinnar ellegar efna til kosninga. Stjórnin getur að vísu ekki gert annað en fylgja ákvörðunum sem áður höfðu ,verið teknar af fyrri stjórn. Á málinu öllu eru vitaskuld Eanes forseti ýmsar hliðar. það hefur mælzt misjafnlega fyrir meðal þorra manna hversu mjög Eanes forseti hefur komið við sögu síðan hann var kjörinn. Sumir segja að hann misnoti stöðu sína og virðist haldinn ein- hverju stórmennskuæði og helzta hugsjón hans sé að verða eins konar de Gaulle Portúgals. Aðrir eru þeir sem lofa forsetann fyrir snaggara- legt frumkvæði og skýlausa hreinskilni hans og vissulega hefur trú fólks á getu og hæfni stjórnmálamanna dvínað í landinu síðustu árin. Það er líka augljóst að það getur orðið varasamt að efna til kosninga á næstunni, því að á þessum fáu árum sem liðin eru frá því byltingin í landinu ver gerð hafa verið kosningar sýnkt og heilagt og fólk er orðið býsna þreytt á þeim. Og engin er kominn til með að segja að skýrari línur birtist í kosningum nú. En þeir eru líka margir sem bera ugg í brjósti vegna þess NobredaCosta forsætisráðh hvernig mál hafa þróast. Og rifjað hefur verið upp mörgum til hrolls, að á árunum milli 1910 og 1926 hafði Portúgal hvorki meira né minna en fjörutíu og fimm ríkisstjórnir — og þessi staðreynd átti töluverðan þátt í að síðan var aðeins ein stjórn við lýði í Portúgal á fimmta áratug — einræðisstjórn Salazars. Á þetta hefur verið bent og menn hvattir til að draga lærdóm af. Það er vissulega mikið talað og skeggrætt og málin eru skoðuð í Portúgal, en einhvern veginn virðist enginn leikur að breyta þeirri þráteflisstöðu sem upp er komin í landinu. Enda þótt fólk hljóti vissulega að gera sér grein fyrir því, að þetta ástand getur ekki varað nema takmarkaða hríð. Það skiptir ekki litlu hvað gerist og hvernig það gerist og varla vilja Portúgalar una þeirri tilhugsun að fá yfir sig ein- ræðisstjórn á ný í hvora áttina sem væri. h.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.