Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÖBER 1978 29 Nýjungar í fræöslustarfse ni Um ráðstefnur og fundahöld benti nefndin á að SUS þyrfti að hafa um það frumkvæði að flokk- urinn færi inn á nýjar brautir og lagaði sig að breyttum tíma í þessu efni. Of mikið væri um að menn þyrftu að sitja undir of löngum ræðum og of bundnu fundaformi. I fræðslustarfsemi fram gagnrýni Stjórnmálaskóla flokksins, sem umræðum um flokksins kom á fyrirkomulag Sjálfstæðis- menn voru þó stefna og saga flokksins væri „framreidd" á auðskilinn og að- gengilegan hátt. Þá var talið að flokkurinn þyrfti að koma sér upp bættri prentaðstöðu. Um stefnumótun var nefndin sammála um að hún þyrfti að vera einföld og skýr og SUS þyrfti að einbeita sér meira að þeim mála- flokkum, sem sérstaklega höfðuðu til ungs fólks og var sérstaklega bent á málaflokka eins og húsnæð- ismál, frjálsan útvarpsrekstur, sparimerkjalöggjöfina, kjördæma- málið, lækkun kosningaaldurs, hringamyndanir og einokun, vega- mál og fylgja þyrfti eftir stefnunni um „Bákniö burt.“ Nefndin taldi rétt að íhugað yrði, hvort ekki væri rétt, að SUS gengist fyrir stofnun málefna- nefnda í einhverjum eða öllum þessara málaflokka. Slíkar nefndir vrðu að vera opnar öllu áhugafólki og gætu þær með plakatútgáfu, merkja og/eða blaðaútgáfu náð til mikils fjölda ungmenna. Nefndin lagði áherzlu á að SUS yrði áfram eins sjálfstætt í stefnumótun sinni og unnt væri, þ.e. starfaði skv. stefnu flokksins, hvað svo sem forystuliðið aðhefðist. sammála um að hefði sannað gildi sitt. Nauðsynlegt væri að gefa fólki kost á að sitja skólann á kvöldin og um helgar, því ekki hefðu allir aðstöðu til að taka sér vikufrí til setu í skólanum. Bent var á að einnig mætti taka upp form bréfaskóla, kvöldskóla og nota myndsegulband við flutning á f.vrirlestrum kennara. Námskeið í ræðumennsku- og fundarstjórnar- námskeið ætti að halda eftir þörfum. Þá kemur fram í áliti nefndarinnar að bæta þurfi hús- næðisaðstöðu ungs sjálfstæðis- fólks í Reykjavík. Eldri og reyndari teknir fram yfir í trúnaðarstöður í lokakafla nefndarálitsins seg- ir: „Nefndarmenn töldu að nauðsyn hæri til að ungt fólk starfaði áfram í sérfélögum innan flokks- ins, a.m.k. á þeim stöðum þar sem fólksfjöldi er nægur til að hægt sé að halda slíkum félögum virkum. Þessi félög ættu auöveldara með að ná til unga fólksins, sem hefur yfirleitt ómótaðar skoðanir um stjórnmál, því lengi býr að fyrstu gerð. Áhrif SUS á flokksstarfið og skipulag flokksins ætti að vera meira. Taka þarf mun meira tillit til þarfa unga fólksins og ættu fulltrúar þess í miðstjórn t.d. að hafa vakandi auga með, að ungt fólk nái mun betur inn í nefndir og ráð flokksins. Nefndarmönn'um fannst viðhorf eldri sjálfstæðismanna til SUS vera það, að gott væri að hafa unga fólkið til að vinna verkin, en þegar til vals um menn í trúnaðar- stöður kæmi væri viðhorfið yfir- leitt það, að eldri og „reyndari" (eins og það er orðað) menn væru teknir fram yfir þá, sem unnið hafa verkin. Sem fyrr sagði var þessu nefnd- aráliti vísað til stjórnar SUS og henni falið að skipa nefnd til að gera tillögur um lagabreytingar fyrir næsta þing en að öðru leyti var skorað á stjórn SÚS að taka tillit til ábendinga nefndarinnar í starfi sínu. svigrúms sem er til aukinnar neyzlu og fjárfestinga hverju sinni og auka þarf samræmi milli einstakra ákvarðana um kjaramál. 4. Gengi krónunnar verði í framtíðinni sveigjanlegt og leyft að fylgja verðlagsþróuninni. Stefnt verði að jafnvægi í greiðslu- jöfnúði við útlönd og hvers kyns höft og skattar í gjaldeyrisvið- skiptum afnumin. 5. Vextir verði notaðir sem raunverulegt hagstjórnartæki. Þeir verði sveigjanlegir með hlið- sjón af verðlagsþróun og þess gætt að raunvextir verði að jafnaði jákvæðir og þar með stefnt að uppbyggingu eðlilegs lánsfjár- markaöar í landinu. Stefnt skal að því að allir atvinnuvegir sitji við sama borð hvað varðar lánsfjár- magn og lánakjör. Heimilað verði að verðtryggja fjárskuldbindingar milli einkaaðila. 6. Stuðlað verði að aukinni samkeppni á sem flestum sviðum og þar með lægra vöruverði, en öflugt eftirlit verði með þeim sviðum viðskipta, þar sem sam- keppni er ekki virk, annað hvort vegna einokunar eða af öðrum orsökum. 7. Arðsemissjónarmið verði lögð til grundvallar í öllum fjárfestingarákvörðunum, bæði einkaaðila og ríkisvalds. 8. Stefnt verði markvisst að því að minnka einhæfni atvinnu- lífsins og minnka þar með áhrif verðsveiflna í sjávarútvegi. 9. Og síðast en ekki síst — ríkisbúskapurinn og hin opinbera forsjá minnki. Koma þarf „Bákn- inu burt“, á eftirfarandi hátt: a) Minni opinber afskipti af atvinnulífi og einstaklingum. Minni bein opinber þátttaka í atvinnulífinu. b) Skattheimta ríkisins minnki og verði gerð einfaldari. Ríkisútgjöld minnki og ekki sé haldið uppi falskri velmeg- un með erlendum lántökum og hallarekstri ríkissjóðs." Þing Alþjóðaverzlunar- ráðsins í Bandaríkjunum væri frjáls verzlun og atvinnulíf eitt megnugt þess að bæta lífskjör þjóðanna og koma í veg fyrir stríð. Sagði hann að það væri ekki eingöngu verk stjórn- málamanna að efla frjálsan markaðsbúskap heldur og at- vinnurekenda. Alþjóðaverzlunarráðið heldur um þessar mundir 25. þing sitt í Orlando í Flórída í Bandaríkjun- um og sitja þar um 3500 fulltrúar frá 70 löndum, en frá Islandi sitja 7 fulltrúar. Kurt Waldheim aðalritari Sameinuðu þjóðanna flutti ávarp við setningu þingsins og ræddi nauðsyn þess að auka hagvöxt og treysta efnahagslíf þjóðanna. Taldi hann upp 5 atriði mikilvægust í þessu sam- bandi: aukna aðstoð við þróunar- lönd, stöðugra heimsmarkaðs- verð hráefna, frjáls viðskipti milli landa og þverrandi ein- angrunarstefnu, auka aðildar allra þjóða að efnahagslegum ákvörðunum í alheimsviðskipt- um og eflingar samvinnu og skilnings milli launþega og atvinnurekenda. Carter Bandaríkjaforseti setti þingið og ræddi m.a. nauðsyn friðar í heiminum, sagði að friður yrði aðeins tryggður með styrkleika hins frjálsa heims og Umræðuefni þingsins er: F-ramtak, frelsi og framtíðin". Þinginu lýkur 6. okóber með lokaávarpi Henry Kissingers. Af íslands hálfu sitja þingið Hjalti Geir Kristjánsson, form. Verzl- unarráðs Islands, Þorvarður Elíasson framkvæmdastjóri þess og á eigin vegum þeir Gísli V. Einarsson, Ragnar Halldórsson, Jóhann J. Ólafsson og Ólafur B. Ólafsson sem sitja í fram- kvæmdastjórn Verzlunarráðsins og Gunnar Ragnars forstj. Slippstöðvarinnar hf. STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆTI 17 Rúgmjöl í 5 kg. 740.- (kr. 148.- pr. kg. Sumir versla dýrt — aðrir versla hjá okkur Okkar verð eru ekki tilboð heldur árangur af hagstæðum innkaupum . I sláturtíð. .. Aðeins kr. 5 Slátur í kassa 6.500.- Aukavambir fyrirlyggjandi Lifur 98().|lc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.