Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 MW £*>v. MORÖ-dKf-Á^j?___ KArriNU * J «s- I' C'í' 4 < I»ví þá númer á hílinn? — É)í á bara þonnan. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I spili dagsins eru þrír gjafa- slatíir óumflýjanleííir oj? vandinn snýst um, að koma í veg fyrir að tapa fjórða slagnum. Þú ættir að legjya finKurgómana yfir hendur austurs og vesturs og líta síðan á framhaldið. Suður gefur, allir á hættu. Norður S. 1065 H. K64 T. 842 L. K982 Vestur S. D94 H. G106 T. DG53 L. D104 Austur S. G7 H. Á9732 T. 106 L. G653 Suður S. ÁK832 H. D5 T. ÁK97 L. Á7 Vestur og austur hafa alltaf satrt pass en lokasögnin er fjórir spaðar spilaðir í suður. Vestur spilar út hjartagosa og suður fær slaginn. Þú býst við og vonar, að spaðarnir liggi 3—2 og gefur þá þar einn slag. Einn slagur verður gefinn á hjarta og þú mátt þannig gefa aðeins einn slag á tígul. En hvernig? Ef þú tekur á tvo hæðstu spaðana og spilar síðan þrisvar tígli er hætta á, að vörnin geti tekið síðasta spaðann úr borðinu áður en hægt er að tromþa þar fjórða tígulinn. Auðvitað sleppir þú þeim möguleika að tíglarnir falli 3—3. Og auövitað er ekki betra að spila strax þrisvar tígli. Þá er hætta á, að yfirtrompun gefi vörninni tvo spaðaslagi. Ertu búinn að gera upp hug þinn? Við gerum langa sögu stutta og spilum strax í öðrum slag lágum tígli. Strax og við komumst að aftur, væntanlega eftir að vörnin spilar tvisvar hjarta, tökum við á ás og kóng í spaða, tígulás og kóng og trompum síðan fjórða og síðasta tígulinn í borðinu. Það skemmtilega við þessa aðferð er, fyrir utan að tryggja vinning að vörnin mætti jafnvel trompa annað tígulháspilanna. Það yrði þá eini trompslagur varnarinnar og enn væri eftir tromp í borðinu, sem sæi um síðasta tígulspilið. Gengur inn of Hér fara á eftir nokkrar vanga- veltur í framhaldi af áróðri miklum á móti reykingum, sem verið hefur að undanförnu: „Það hefur varla farið framhjá neinum að áróður gegn reykingum hefur aukist til muna undanfarin ár og sérstaklega á liðnum vetri að mér finnst. Hafa þar börnin staðið framarlega í flokki og skorið upp herör, sem vissulega er athygli vert og ágætt. Börnin kunna oft að reka áróður meðal sinna félaga og ná meiri árangri en við sem fullorðin erum, en þau hafa að sjálfsögðu notið góðrar leiðbein- ingar þar sem t.d. Krabbameins- félagið er. En einni spurningu langar mig til að varpa fram og hún er sú hvort þessi mikli áróður þeirra sem ekki reykja er ekki farinn að ganga dálítið langt? „Virðið rétt þeirra sem ekki reykja“, er eitt slagorðið. Reykingamenn eiga að virða rétt hinna. Gott og vel, en hvenær eiga andreykingamenn að virða rétt reykingamanna? Eða er e.t.v. ekkert til sem heitir réttur reykingamanna? Talað er um að reykingamenn geti verið í sérstök- um klefum og herbergjum og reykt þar, bannað er að reykja hér og þar og nú síðast í leigubílum. Það er e.t.v. þar sem manni finnst bann þetta hvað léttvægast. Ráða bíleigendur ekki sjálfur hvort reykt er í þeirra eigin bílum? Verður næst bannað að reykja í íbúðarhúsum? Hvað með t.d. leigubílstjóa sem reykir, sem ekur farþega sem reykir? Mega þeir þá ekki reykja í leigubílum? Yrðu þeir sektaðir? Hvað verður bannað næst? Erum við ekki komin út á hála braut boða og banna með þessu tiltæki? Miklu fremur hefði mátt banna reykingar í opinberum byggingum og stofnunum en leigu- bílum, sem ríkið á ekkert í. Getur það verið að áróður barnanna sé farinn að hafa þau áhrif á þá fullorðnu að nú eigi dómgreindarlítið að banna reyk- ingar hér og þar? Ég segi dóm- greindarlítið því að bann við reykingum í leigubílum nær til svo dæmalaust fárra. Ef það nær þá til einhverra. Með þessum spurning- um er ekki verið að vega að einum eða neinum sem er á móti reykingum og allra sízt þeim ráðherra sem beitti reglugerðar- ákvæði varðandi bannið í leigubíl- unum, en aðeins verið að varpa fram hugmyndum og þeirri spurn- ingu með hvort reykingafólk sé annars flokks borgarar. Gaman væri að fá umræður um þetta mál. Engum blandast hugur um skað- semi reykinga, en menn gera nú líka það sem ekki er endilega hollt og má ekki spyrja hvað það kemur fólki við svo lengi sem það truflar ekki aðra? Reykingamaður í hófi.“ Þessir hringdu . . • Fjármálaáhyggjur Sveinn Sveinsson, Sólvallagötu 3i „Það eru fleiri en ég sem hafa áhyggjur út af stjórnlausum JOL MAIGRETS Framhaldssaga eftir Georges Simenon. Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði. I. kafli Sagan endurtók sig jafnan. Þegar hann bjóst til svefns andvarpaöi hanni — Á morgun skal cg svei mér sofa út. Og frú Maigret hafði tekið hann á oróinu eins og hún hefði ekkert lært í áranna rás, eins og hún vissi ekki að hún átti að láta sem vind um eyru þjóta það sem hann sagði í þessu efni. Ilún hefði einnig getaö leyft sér að sofa út. bað var cngin ásta-ða fyrir því að hún risi árla úr rekkju. Það var naumast farið að birta af degi þegar hann heyrði hana bæra gætilega á sér í rúminu. Sjálfur lá hann graf- kyrr. Hann andaði djúpt og reglulega eins og hann svæfi. Þetta var leikur sem þau þekktu bæði. I»að snart hann alltaf djúpt að fylgjast með því þcgar hún þreifaði sig fram úr, varlega og hljóðlaust eins og þjófur á nóttu. Eftir hverja hreyíingu staðnæmdist hún eins og til að fullvissa sig um að hann hefði ekki vaknað. Hann heið eftir því að hún kæmi sér fram úr rúminu og hyrfi fram í eldhúsið. þá gat hann varpað öndinni og teygt úr sér. Hún greip fötin sín á stóln- um. læddist eftir gólfinu og opnaði baðherhergisdyrnar af sömu gætninni og það var ekki fyrr en hún kom fram í eldhúsið að hún gat tekið upp eðlilega háttu. Hann sofnaði aftur. Ekki fast og ekki lengi. En nógu lengi til þess að dreyma ruglingslegan og skringilegan draum. Þegar hann kom til sjálfs síns mundi hann ekki drauminn, þó að hann hefði verið skringilegur og það var engu likara en draumurinn gerði hann móttækilegri fyrir umhverfi sínu. Föl dagskíman þrengdi sér milli gluggatjaldanna sem aldrei tókst að draga alveg saman. Ilann beið enn um hríð. lá á hakinu og með opin augu. Kaffiilmurinn barst inn til hans og þegar hann heyrði útidyrnar falla að stöfum vissi hann að kona hans hafði flýtt sér niöur að kaupa hcit rún- stykki handa honum. Hann hafði aldrei lyst á öðru en svörtu kaffi fyrst á morgn- ana. En þetta var samt sem áður ein af hugmyndum eigin- konu hans, föst venja hennar. Á sunnudögum og helgidögum var talið eðlilegt að hann lægi ofurlítið lengur í rúminu og hún færi og keypti nýbökuð rúnstykki á horninu á Rue Amelot. Hann reis á fætur, stakk sér f inniskóna og teygði sig eftir morgunsloppnum og dró giuggatjöldin frá. Hann vi.ssi að þetta var illa gert af honum, að nú yrði hún sár og hrygg. Hann var tiibúinn að færa ýmsar fórnir hennar vegna en hann gat hreiniega ekki hafst lengur við í rúminu þcgar hann var glaðvaknaður. Það hafði ekki snjóað um nóttina. Ósjálfrátt fann hann til vonbrigða vegna þessa, það var jóladagsmorgun og þá fannst honum alltaf að snjór ætti að liggja yfir öllu eins og mjúkt teppi. Himinninn var þungur og grár og gatan Boulevard Richard Lenoir var gersamlega mannlaus. Yfir stóru porti fyrir götunni miðri skein lýs- ingin „LagcrLegals & co og einn stafurinn í skiltinu var daufari en hinir, liklega voru perurnar að gefa sig. Hann heyrði að frú Maigret var komin aftur inn í eldhúsið, gekk fram og aftur við iðju sína og hafði eins hægt um sig og henni var unnt og hafði vitanlega ekki hugmynd um að hann var risinn úr rckkju og stóð við gluggann. Þegar hann leit á klukkuna á nátthoróinu uppgötvaði hann að klukkan var ekki nema tíu mínútur yfir átta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.