Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 Skoðunarferð í íbúðir aldraðra Við Liintíuhlíð eru 30 íbúðir fyrir aldraða. Ilúsið við Furugerði. Grúðurhúsið þar sem vetrarKarðurinn við Liinsu- Úr einni íhúðinni við FuruKerði. hlíð mun verða. Adda Bára Sigfúsdóttir skýrir frá framkvæmdum við Dalhraut. Blaðamönnum var í síðustu viku boðið ásamt borKarstjórn í kynnis- ferð í íbúðir, sem borfíin hefur eða er að láta byKfíja fyrir aldraða. Árið 1975 var komið á fót byfíRÍnfíarnefnd sem sjá skyldi um þessar framkvæmdir og er Albert Guðmundsson formaður þeirrar nefndar. Fyrst var komið við í Furugerði en þar stendur fullbúið hús með 74 íbúðum fyrir aldraða. Upphaflega var gert ráð fyrir því að húsið við Furugerði yrði starfrækt í nánu sambandi við Grensásdeild þar sem gert var ráð fyrir að Grensás- deildin yrði starfrækt sem sjúkra- stofnun fyrir aldraða. Þar sem Grensásdeildin hefur nú öðru hlutverki að gegna hafa íbúðirnar við Furugerði verið hannaðar með tilliti til þess að íbúar hússins séu nokkuð sjálfbjarga. I húsinu við Furugerði eru 74 íbúðir, eins og áður segir, þar af 60 einstaklingsíbúðir og 14 hjóna- íbúðir. Að auki er ein húsvarðar- íbúð og aðstaða til ýmissa þjónustu- og félagsstarfa. íbúar fluttu inn í vor en þjónustuaðstað- an var í seinna lagi og er nú verið að koma henni í gagnið. Samkvæmt upplýsingum félags- málastjóra Reykjavíkurborgar, Sveins Ragnarssonar, er gert ráð fyrir því að til staðar verði ekki einungis þjónusta fyrir íbúa hússins heldur og fyrir aldraða íbúa í hverfínu og næsta nágrenni. Þessi þjónustu- og félagsaðstaða sem um er að ræða er t.d. tómstundaiðja ýmiss konar, bað og hárgreiðsla og einnig mun félags- málaráðgjafi verða í húsinu með vissa viðtalstíma. I matsal hússins mun verða hægt að fá keypta eina máltíð á dag. í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir því að verzlun yrði við hlið hússins en ekki varð af því en bifreið frá Sláturfélagi Suöurlands kemur daglega og sækir fólk til innkaupa og skilar því heim aftur því að kostnaðarlausu. Um dvöl í húsinu við Furugerði sóttu 225 einstaklingar þannig að 3 voru um hverja íbúð. Leigan fyrir einstaklingsíbúð er 27 þúsund krónur á mánuði með rafmagni og hita en 35 þúsund krónur fyrir hjónaíbúð. Til að fá inni í íbúð í húsinu þurfti umsækjandi að hafa búið í Reykjavík í minnst 7 ár og vera ellilífeyrisþegi. Einnig var tekið tillif til aðstæðna, félags- legra og heilsufarslegra, við val á íbúum en er flutt var inn var meðalaldur íbúa 77 ár. Enginn íbúðáreigandi fékk inni í húsinu við Furugerði. Arkitektarnir sem teiknuðu hús aldraðra við Furugerði voru þeir Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson. Við Dalbraut eru framkvæmdir við íbúðir aldraðra vel á veg komnar en þar er um að ræða þrjú raðhús og stærri byggingu í tveimur álmum með tengiálmu á milli. í húsunum verða 46 einstaklingsíbúðir og 18 hjóna- íbúðir. Stofnun þessi verður dvalarheimili fyrir aldraða (elli- heimili) og er gert ráð fyrir því að þeir sem þar búi þurfi á töluverðri aðstoð að halda. Hjúkrunar- fræðingur verður því til staðar allan sólarhringinn og einnig mun forstöðumaður skipuleggja starfið og lífið yfirleitt á heimilinu. Ibúarnir munu geta keypt sér eina máltíð á dag, svo og aðrir aldraðir íbúar í næsta nágrenni. Við Dalbraut verður eins og við Furugerði þjónustu- og félagsað- staða, setustofa, snyrtiherbergi, hárgreiðsla, verzlun og sjónvarps- herbergi — auk læknis- og hjúkrunarþjónustu eins og áður hefur komið fram. í raðhúsunum þremur eru 18 íbúðir, 6 íbúðir í hverju húsi, sorpgeymslur, geymslur, þvottahús og þurrkherbergi. í stóra húsinu verða 46 íbúðir auk félags- og þjónustuaðstöðunn- ar. Húsin við Dalbraut voru teiknuð á árunum 1975—76 og voru arkitektar þeir sömu og hönnuðu húsið við Furugerði. Gert er ráð fyrir að framkvæmdunum ljúki á næsta ári og að kostnaður við byggingarnar verði um 800 milljónir. Formaður fram- kvæmdanefndar bygginganna við Dalbraut er Adda Bára Sigfús- dóttir. Þriðja og síðasta húsið sem skoðað var er við Lönguhlíð og er það fullbúið. Ekki hafði verið flutt inn í íbúðirnar í síðustu viku en íbúðunum hafði verið úthlutað og búist við að hægt yrði að flytja í þær einhvern næstu daga. I húsinu við Lönguhlíð eru 30 einstaklingsíbúðir auk einnar húsvarðaríbúðar. Ibúðirnar eru á tveimur efri hæðum hússins en á jarðhæðinni er aðstaða fyrir lækna, sjúkraþjálfun, hár- og fótsnyrtingu. Einnig verða þar vinnusalur, þvottahús, línherbergi, skrifstofa, eldhús, borðstofa, ræstiklefar, geymslur, snyrting og aðstaða fyrir starfsfólk. Öráðstaf- að rými er um 115 m2 og í risi eru geymslur. Byggingaverkið var boðið út í júní 1976 og hófust framkvæmdir í október sama ár. Áætlaður kostn- aður er um 400 milljónir. I garðrými Lönguhlíðar er vetr- argarður — upphitað gróðurhús — sem mun eiga að lengja sumar íbúanna og gefst þeim kostur á að ganga um í blómagarði allan ársins hring. Arkitektarnir Helgi og Vil- hjálmur Hjálmarssynir teiknuðu húsið í samráði við Vífil Oddsson verkfræðing og Svein Ragnarsson félagsmálastjóra. Formaður byggingarnefndar þeirrar sem sér um framkvæmdir við Lönguhlíð er Kristján Benediktsson. Að lokinni þessari kynnisferð flutti AÍbert Guðmúndsson ávarp og sagði frá starfsemi byggingar- nefndar aldraöra. Einnig kom það fram í ávarpi Alberts að þegar er farið að hugsa fyrir næsta skrefi í b.vggingarmálum aldraðra. Albert sagði að til greina kæmi að byggja hjúkrunarheimili nálægt Borgar- spítalanum, 40—60 íbúða hús í Breiðholti og hús nálægt Heilsu- verndarstöðinni en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum ennþá en Albert kvað þá mundu taka ákvarðanir bráðlega. í lokin flutti Sigurjón Péturs- son, forseti borgarstjórnar ávarp þar sem hann þakkaði byggingar- nefnd aldraðra gott starf. Hann kvað mikið starf hafa verið unnið á skömmum tíma en hann kvað einnig mikið óunnið. Það kom fram hjá Sigurjóni að gott sam- starf hefði verið í byggingarnefnd- inni og þótt miklar breytingar hefðu verið gerðar innan borgar- stjórnar undanfarið hefði engin rödd heyrst þess efnis að breyta ætti til innan byggingarnefndar aldraðra sem Albert Guðmunds- son veitir forsæti. „Fyrstu skrefin eru kannski þýðingarmest," sagði Sigurjón, „en þau hafa verið stigin af kjarksemi og framsýni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.