Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 Pétur og Karl fara ekki til FcTwerrte EKKERT verður af pví að þeir félagar Pétur Pétursson og Karl Þórðarson fari til hollenska liðsins FC Twente til Þess aö líta Þar á aðstæöur, a.m.k. ekki fyrst um sinn. Framkvæmdastjóri Feyenoord, sem hér er staddur um Þessar mundir, varð ekkert ánægður Þegar hann frétti af Því að Pétur og Karl ætluðu til Twente eftir leikinn í A-Þýzka- landi og gaf í skyn að hann vildi ekkert viö Þá tala ef Þeir geröu Það. Hafa Þeir Pétur og Karl ákveðið að koma beint heim með ísienzka landsliöinu í dag til viðræðna við framkvæmdastjóra Feyenoord en ef til vill fara Þeir síðar til Twente til Þess að líta Þar á aðstæður. — SS. FH-Haukar í kvöld í KVÖLD fara fram tveir leikir í handknattleik í íþróttahúsinu í Hafnarfiröi. Kl. 20.00 keppa í meistaraflokki kvenna FH og Haukar um Emblu-bikarinn, sem verslunin Embla gaf til þessarar keppni. Strax að þeim leik loknum keppa FH og Haukar svo í meistaraflokki karla um Esso-bik- arinn. Enn lendir Best í vanda ÍRSKA knattspyrnustjarnan George Best heíur jafnan verið laginn við að koma sér í alls kyns vandræði. Nú á hann yfir höfði sér að vera dæmdur frá knattspyrnuiðkun fyrir fullt ok allt. Hreska knattspyrnusamhandið hefur farið þess á leit við alþjóðasambandið að hann verði dæmdur frá keppni vegna þess að nýlega lék hann í Austurrfki á vejfum daghlaðs frá Detroit. Félajf hans. F'ort Lauderdale. hafði lánað hann til leikjanna. Best braut með þessu Iök sem alþjóðasambandið hafði sett honum þar sem saKði að hann mætti ekki leika utan Bretlands meðan enska deildakeppnin væri í Kangi. Reglur þessar voru settar er Best yfirjfaf Fulham á miðju keppnistímabili síðastliðið ár. Stein tekur við skozka landsliðinu SKOZKA knaftspyrnusambandið tilkynnti í gaer að Jock Stein hefði tekið við skozka landsliðinu í knattspyrnu. Stein var fram- kvæmdastjóri hjá Glasgow Celtic áður en hann tók við starfi hjá Leeds en þar hefur hann starfaö undanfarnar sex vikur. Stein tekur við stjórn skozka landsliðsins af Ally McLeod, sem fór miklar hrakfarir með liðið í HM-keppninni í Argentínu. — Mér þykir mjög slæmt aö þurfa að hætta hjá Leeds, sagði Steín, en konan mín sættir sig ekki við að flytjast til Englands svo að ég tók þessu góða tilboöi frá Skotlandi. Stein gerði Celtic að Evrópu- meisturum árið 1967. Hann hefur verið álitinn einn af betri fram- kvæmdastjórum í skozkri knatt- spyrnu í mörg ár. Leeds hefur ekki ákveðið hver verður eftir- maður Steins hjá félaginu. Þrír leikir REYKJAVÍKURMÓTIÐ í hand- knattleik í meistaraflokki karla heldur áfram í kvöld í Laugar- dalshöllinni. Þá fara fram Þrír leikir. Kl. 19.00 leika Víkingur og Þróttur, kl. 20.15 ÍR og Valur og síöasti leikur kvöldsins er milli Leiknis og Fram. • Barátta inn í vítateig hollenska liðsins. Lárus Guðmundsson, Ragnar Margeirsson og Arnór Guðjohnsen sækja að mark- verði Hollendinga. ÍSLENZKA unKlintíaland.sIiðið, leikmenn 16 —18 ára. hefur á brattann að sækja í Evrópu- keppninni eftir tap Keun Hol- landi á Lautjardalsvellinuin í Kær. 1.0. Seinni leikurinn fer fram í horjjinni Zwolle í IloIIandi 8. nóvemher n.k. og verður ísland þá að vinna jftiðan sigur til þess að komast í úrslitakeppnina næsta vor. Miðað við gang leiks- ins var sigur Hollendinj;a ósann- Kjarn. ísland átti a.m.k. skilið jafntefli. Leikurinn í gær var í heildina vel leikinn af báðum liðum en hann var ekki sérlega skemmtileg- ur á að horfa. Mikill m-unur var á liðunum í gærkvöldi, Hol- lendingarnir stærri, tekniskari og fljótari en íslenzku piltarnir en okkar menn voru harðari í návígj- um. Kóm greinilega fram í þesum leik að ýmsir mikilvægir þættir knattspyrnunnar virðast vanrækt- ir í unglingaþjálfun hér á íslandi og þarf KSI greinilega að taka það mál alvarlega fyrir. Aðeins einn maður í íslenzka liðinu, Arnór Guðjohnsen, virtist hafa knatt- tækni og hraða á við hollensku piltana. Island byrjaði' leikinn betur en þegar á leikinn leið náðu Hollend- ingarnir svo yfirhöndinni. Bæði liðin fengu góð tækifæri, Arnór skaut naumlega yfir í dauðafæri, hollenski markvörðurinn varði stórglæsilega skallabolta frá Benedikt og augljósri vítaspyrnu var sleppt þegar Lárusi var brugðið innan vítateigs. Einni mínútu fyrir hlé urðu Heimi Standard tapaði STANDARD, liö Ágeirs Sigurvins- sonar tapaði 2:0 fyrir Anderlecht í 1. deildinni belgísku í gærkvöldi. Önnur úrslit urðu Þessi: Winterslag — Charleroi 1:2 Lokaren — Courtrai 2.0 La Louviere — FC Brtlgge 2:2 FC Liege — Bercme 3:1 Beringen — Waterschei 2:2 Beerschot — Lierse 3:0 Waregem — Molenbeek 1:1 Anderlecht hefur forystu eftir 7 umferöir meö 12 stig, næstu lið hafa 9 stig. Standard er í 10. sæti með 7 stig. Minni vonir um sæti í úrslitum eftir tap qeqn Hollandi heima Karlssyni á mistök á miðju vallarins, Hollendingarnir náðu boltanum og sendu hann fram völlinn tii leikmanns nr. 8 í hollenska liðinu, Ricardo F.A. Talan. Hann tók mikinn sprett og hreinlega stakk varnarmenn ís- lenska liðsins af og renndi boltan- um í markið framhjá Bjarna markverði. Seinni hálfleikurinn var tíðinda- lítill. Sóknarleikur íslenzka liðsins var ansi einhæfur, mest reyndar langspyrnur fram miðjan völlinn en kantarnir lítið sem ekkert nýttir. Hollenzka vörnin var föst fyrir og það sama mátti segja um íslenzku vörnina. Mesta hættan skapaðist við hollenzka markið þegar dæmdar voru aukaspyrnur á Hollendingana á þeirra eiginn vallarhelmingi. Munaði litlu að Benedikt tækist að skora eftir aukaspyrnu, sem Skúli Rósantsson framkvæmdi en skot Benedikts fór í hliðarnetið. Fimm mínútum fyrir leikslok átti Agúst Hauksson þrumuskot að markinu af 30 metra færi. Markmaðurimj hélt ekki boltanum, hann skoppaði í stöng- ina og hættunni var bægt frá. Þetta var síðasta marktækifæri ísjenzka liðsins í leiknum. Islenzka liðið lék þennan leik skynsamlega, hélt boltanum mik- ið, kannski einum of, en sóknin var alltof einhæf. Miðverðirnir Bene- dikt og Arni stóðu sig vel í þessum leik en bakverðirnir voru ansi seinir og settu útherjar Hollend- inga þá oft í vanda. Heimir Karlsson var sterkur á miðjunni en í framlínunni voru þeir beztir Sæbjörn og Arnór en greinilegt var að Hollendingarnir óttuöust hann mest og var hann í sérstak- lega strangri gæzlu. Bjarni mark- vörður var mjög öruggur, greini- lega framtíðarmarkvörður. Hollenzka liðið var mjög skemmtilegt, tæknin með ólíkind- um hjá ekki eldri drengjum og hraðinn mikill. Var liðið eins og vasaútgáfa A-landsliðsins. Bezti maður liðsins var Talan, nr. 8, markaskorarinn, einstaklega fljót- ur og tekniskur leikmaður. Dómari var Valentine, Skoti, og mátti af tilburðum hans halda að þar væri á ferðinni trúðurinn, sem Leikfélag Reykjavíkur ku vera að fá um þessar mundir. — SS í STUTTU MÁLI. LauKardalsvöllur I. október, Evríipu- krppni unnlinxaliöa 16 — 18 ára, ísland — Holland 0.1 (0.1). MARK HOLLANDS. Talan á 39. mlnútu. ÁMINNING. Engin. ÁIIORFENDUR. 918. LIÐ ÍSLANDS. Iljarni SÍKurdsson ÍBK. Ilaraldur Olafsson ÍBl. Gunnar Gislason KA, Ágúst Hauksson Þrótti, Benedikt Guðmundsson UBK, Skúli Rósantsson ÍBK. Heimir Karlsson Vikinxi. Berxur II. Berxsson Sellossi. I.árus Guðmundsson Víkinxi. Arnór Guðjohnsen Lokaren ok Sæbjörn Guðmundsson KR. Kavnar Marxreisson ÍBK o« Ástvaldur Jóhannsson ÍA komu inná sem varamenn í s.h. í stað Bergs ok Lárusar. SAGT EFTIR LEIKINN Lárus Loftsson, Þjálfari ís- lenzka liðsins: ÉG SEGI það sama og eftir leikinn við Wales í fyrra sem lauk með jafntefli: Viö getum unnið á útivelli og komist áfram. Ég var að mörgu leyti ánægöur meö leikinn. Ég var búinn að segja strákunum að halda boltanum svo að við gætum líka ráðið gangi leiksins en værum ekki alltaf í vörn og þaö geröu þeir. Við fengum góð tækifæri en vorum óheppnir að nýta þau ekki. Hol- lenska liöið er nákvæmlega eins og ég bjóst við. Við vorum kraftmeiri en hollensku strákarnir en okkur vantar hraöa og tækni. Þetta hefur komið fram í öllum unglingaleikjunum og ástæöan er sú aö unglingaþjálfunin hefur verið svo vanrækt hjá okkur að það er með eindæmum. Ger Blok, þjálfari hollenska liðsins: Sigurinn í þessum leik var mikilvægur fyrir okkur. Þetta var góður leikur og prúömannlega leikinn. íslenzka liðið lék vel að mínu mati, vörnin var sterk og markvöröurinn (Bjarni Sigurösson) mjög öruggur. Beztu menn fram- línunnar voru nr. 10 (Arnór Guðjohnsen) og nr. 8 (Bergur H. Bergsson) en nr. 9 (Lárus Guömundsson) hefur góða tækni. Ég vona að við vinnum seinni leikinn og komust áfram í úrslitin. Valentine, skozkur dómari leiksins: Það er gaman að koma hingað aftur en ég var hérna fyrir mánuöi og dæmdi leik ÍBV og Glentoran. Leikurinn í kvöld var mjög prúð- mannlegur og auðdæmdur og strákarnir sýndu að mínu mati góða knattspyrnu. Benedikt Guömundsson, fyrir- liði íslenzka liösins: Við vorum óheppnir að skora ekki úr þeim færum sem viö fengum. Ég fékk mjög gott færi en misnotaði þaö vegna þess hve óvanur ég er því að fá svona dauöafæri. Hollendingarnir eru mjög tekniskir en það var erfiðara að spila gegn Wales í fyrra. Ég hef þá trú aö viö vinnum úti í Hollandi og komust áfram. Arnór Guðjohnsen: Þetta var ekki nógu gott hjá okkur, við hefðum átt að nýta færin sem við fengum. Hol- lendingarnir voru eins og ég bjóst við, mjög tekniskir og fljótir. í fyrra unnum við Wales á útivelli og hvers vegna ætti okkur ekki að takast þaö sama í Hollandi? - SS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.