Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 Spitfire ok Hurricanc orrustafluKvclar og Lancaster sprengjuflugvél eins og þær sem voru notaðir í orrustunni um Bretland 1940. Telur orrustuna um Bretland þjóðsögu Á sama tíma og Brctar hafa minnzt afmælis loftorrustunnar um Bretland í síðari heimsstyrjöldinni hefur komiA á markaðinn bók eftir flugliðsforingja að nafni H.R. Allen sem heldur því fram að sigur brezka flughersins (RAF) í orrustunni sé meira og minna goðsögn. Hann segir að tölur sem hafi verið gefnar upp um fjölda þeirra þýzku flugvéla sem var grandað séu meira og minna tilbúningur, að orrustan hafi ekki verið sérstaklega merkileg samanborið við loftorrustur þær sem yoru seinna háðar yfir Stalíngrad og Möltu og að þýzki flugherinn (Luft- waffe) hafi ekki verið hrakinn burtu úr brezkri lofthelgi. Flugliðsforinginn segir að ef RAF hefði raunverulega farið með sigur af hólmi hefði Luftwaffe ekki getað haldið uppi loftárásum á brezka- borgir á hverri nóttu eins og hann gerði unz Hitler fyrirskipaði innrás- ina í Rússlandi í júní 1941. „Alltof mikið hefur verið gert úr mikilvægi loftorrustunnar og það sem verra er: hún er orðin tilfinn- ingamál," segir Allen í grein í The Times um bókina. Hann sagði að útlendingar sem börðust í RAF, ekki sízt Pólverjar, hafi ekki fengið þá viðurkenningu sem þeir hafi átt skilið. Þá segir hann að Winston Churchill forsætisráðherra hafi „fundið upp“ nafnið á loftorrustunni og átt þátt í því að búa til þá „goðsögn" sem orrustan hafi 'orðið, ekki sízt með hinum ódauðlegu viðurkenningarorðum hans um flug- mennina: „Aldrei i sögu mannkynsis hafa eins margir átt eins fáum eins mikið að þakka." Auk þess segir Allen að í raun og veru hafi aðeins verið grandað þriðjungi þeirra þýzku flugvéla sem staðhæft var að hefðu verið skotnar niður, en tölurnar hafi haft áróðurs- gildi á sínum tíma. Hann segir að skoða verði sögulega atburði af víðum sjónarhóli og tilfinningar og saga fari illa saman. The Times segir að H.R. Allen hafi verið undirofursti og tekið virkan þátt í loftorrustunni 1940 sem flugmaður í orrustuflugvélum. Blaðið segir að hann hafi verið sæmdur flugkrossinum og stjórnað fleiri flugsvéitum en nokkur annar Breti í sögunni. Talsmaður brezkra landvarnaráðu- neytisins segir hins vegar að ekkert sé vitað um Allen og að hann sé ekki á skrá. „Ætlunin er að hlúa að tónlistarlífinu ” KÓFÉLAGAR í karlakór Kefla- víkur hafa undanfarin tvö ár staðið í þeim stórræðum að byggja hús yfir starfscmi sína og markmiðið er nú jafnframt það, að húsið verði samkomuhús Keflvikinga, en slík aðstaða er engin fyrir hendi innan bæjarmarkanna. Kórfélagarnir hafa aðallega unnið að bygging- unni um helgar og að öllu leyti í sjálfboðavinnu, vinnustundirnar eru þegar orðnar um 14 þúsund. Blm. hitti þá Hauk Þórðarson formann kórsins. Óla Þór Hjarta- son formann byggingarnefndarinn- ar og Anton Jónsson yfirsmið í byggingunni og spjallaði við þá um framkvæmdirnar. „Skóflustungan var tekin að hús- inu 27. maí 1976, en það var Bergsteinn Sigurðsson heiðursfélagi kórsins sem tók stunguna. Vinna við uppslátt hófst siðan 13 ágúst sama ár, og það ár kláruðum við sökkulinn. I fyrra og í sumar hefur þessi áfangi hússins verið steyptur upp og nú er jafnframt áformað að hefja framkvæmdir við viðbótarbyggingu á bakhliðinni um 100 fm að stærð. Gólfflötur hússins alls er nú þúsund fermetrar." Hvert var upphafið að því að þið fóruð út í þessar framkvæmdir? „Þessi mál voru fyrst til umræðu innan kórsins fyrir tuttugu árum, og þetta hefur alltaf staðið til frá 1957. Húsið fe. síðan að fæðast svona löngu síðar, sem betur fer þá drógust framkvæmdir til þessa dags því í byrjun var það aðeins lítið hús sem ætlunin var að reisa, en með árunum hafa menn orðið meira stórhuga og það var lagt út í byggingu á stóru félagsheimili. Hugmyndin hefur þróast í það, að húsið verði hér samkomuhús, en í Keflavík höfum við ekkert slíkt sem hefur verið mjög slæmt.“ Þetta hefur verið sjálfboðavinna hjá ykkur að öllu leyti, hvernig hafið þið hagað vinnunni? Eru allir kórfélagarnir þátttakendur? Kórfélagar í Karlakór Keflavíkur reisa hús í sjálf- boðavinnu „Já, hér koma þeir allir sjálfviljug- ir og óboðaðir og vinna af krafti, allir sem koma fá verk að vinna. Hér stendur enginn í reiðileysi, ef hann mætir. Eiginkonur kórfélaga hafa líka komið og unnið með okkur, fært okkur kaffi og stutt okkur með fjáröflun. Já, vinnustundirnar eru orðnar um fjórtán þúsund." Hvað hefur byggingin kostað ykkur? „Útlagðir peningar í húsið eru milli ellefu og tólf milljónir sem komið er. Það er undravert hvað það hefur kostað lítið. Gröftur fyrir húsinu, fyllingin í sökkul og teikningar voru gefið. Þá má geta þess að teikningar unnu Ragnar Emilsson og Axel Nikolaisson. Steypan, timbur, járn og kranavinna eru kostnaðarliðirnir, tækjakaup hafa verið mjög takmörk- uð. En öll þessi útgjöld hafa verið í algjöru lágmarki. Haukur Þórðason. Anton Jónsson og Óli Þór Iljaltason. Konur stjórnnwkunarma vestra í uppreisnarhug Stöðugt fleiri eiginkonur bandarískra stjórnmálamanna sa:tta sig ekki lengur við hefðbundið hlutverk sitt eins og opinskáar yfirlýsingar frá mörgum þeirra hafa leitt í ljós í sumar. Þessar yfirlýsingar þeirra hafa fjallað um hjúskaparerfiðleika þeirra, löngun þeirra í áfengi vegna þess álags sem þær búi við, annað hvort af því að þær standa í skugga eiginmannsins þegar hann stendur í stjórnmálabaráttunni vegna einmanakenndar sem grípi þær þegar eiginmaðurinn berst fyrir frama sínum — og almenna óbeit þeirra á stjétrnmálalífinu. Meðal hinna opinskáustu hafa verið Betty Ford, kona Gerald Fords, Joan Kennedy, kona Ed- ward Kennedys, og Joy Baker, kona Howard Bakers, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni. Nýlega rauf Pat Nixon, kona Richard Nixons, áralanga þögn. Þessi fámælta kona sagði: „Þegar maður minn hóf afskipti af stjórnmálum fórnaði ég öllu sem mér hafði verið kært.“ Tölur um aukningu hjónaskiln- aða bandarískra stjórnmála- manna tala sínu máli. Tólf af 100 þingmönnum öldungadeildarinn- ar og rúmlega 70 af 435 þing- mönnum fulltrúadeildarinnar hafa skilið við konur síðan síðustu kosningar fóru fram. Til skamms tíma skildu stjórnmála- menn við konur sínar í kyrrþey og á ytra borðinu hafa hjónabönd þeirra verið með felldu., En nú hefur þessi hefð verið rofin með tveimur nýlegum og umtöluðum skilnaðarmálum. • Þegar Berman Talmadge, öldungadeildarmaður demókrata, skildi við konu sína, Betty, 35 ára, sakaði hún hann um lögbrot í einkalífi og opinberu lífi. Siða- efnd öldungadeildarinnar rann- sakar nú fjármál Talmadges og hann hefur sætt harðri gagnrýni í blöðum. • Þegar 31 árs gamals hjóna- band Edward Brookes og konu hans Remigina fór út um þúfur komst stjórnmálaferill Brookes í Jiættu því að í málaferlum þeirra reyndi þingmaðurinn að hlunn- fara konu sína við skiptingu búsins. Remigina Brooke lagði svo fast að honum opinberlega að hann varð að gefa opinbera skýringu og afsaka sig opinber- lega. Nú er vafasamt að hann nái endurkosningu í haust þótt talið hafi verið að hann væri öruggur. Breytt afstaða eiginkvenna bandarískra stjórnmálamanna er talin afleiðing bandarískrar kvenréttindabaráttu og breytinga á stöðu bandarískra kvenna af völdum hennar. Kona eins stjórn- málamannsins segir að kvenrétt- indabaráttan hafi veitt konum aukið frelsi til að tjá tilfinningar sínar og hamla gegn því að þeim sé sagt fyrir verkum. Á sama tíma hefur starf stjórnmála- manna í Washington aukizt og þetta álag á líka sinn þátt í að splundra fjölskyldum þeirra. Fyrsta þekkta konan gift stjórnmálamanni sem talaði opinberlega um áfengisvandamál sitt var Betty Ford, fyrrverandi forsetafrú. Þegar hún var lögð inn á sjúkrahús til meðferðar í maí vildi hún lýsa fyrir furðu lostnum almenningi hvernig dag- legt álag og einmanakennd vegna fjarveru eiginmannsins þegar hann var á ferðalögum hefði gert hana stöðugt háðari áfengi og lyfjum sem hún tók við giktar- sjúkdómi. Seinna lýsti Joan Kennedy því yfir að hún hefði náð tökum á áfengisneyzlu sinni eftir eins árs baráttu og þátttöku í A-samtök- unum. Hún sagði að allt snerist um stjórnmál í Washington, að hún hefði getað ráðið við drykkjulöngunina í opinberum boðum en þegar þeim lauk hafði henni fundist hún vera einmana og að hennar væri ekki þörf. Betty Ford með fjölskyldu hundinum Liberty. Gullúnsan í 221.40 dali Lundúnum, októbor. Reuter. GULLVERÐ ha kkaði enn upp úr öllu valdi í dag. og kostar únsan nú 221.40 bandaríkjadali. en var 219.10. Gullhækkunin er afleiðing af ringulreiðinni. sem nú ríkir á gjaldeyrismarkakði, þrátt fyrir tilraunir svissneska seðlahankans til að stemma stigu við hcnni. meðal annars með því að kaupa bandarískan gjaldmiðil, stuðla að aukinni fjárfestingu erlendra aðila í Sviss og draga úr styrk frankans. Þessar ráðstafan- ir virðast ekki hafa haft tilætluð áhrif. því að viðbrögð fjárfest- ingaraðila hafa almennt orðið þau að snúa sér að vestur-þýzka markinu. Bandaríkjadalur gengur nú á 1.9204 v-þýzk mörk, sem er með lægsta móti, og hefur vægi hans gagnvart svissneska frankanum í dag orðið á sömu lund. Eftir að tilkynnt var um ráðstafanir seðla- bankans í Sviss í gær hækkaði bandaríkjadalur og nálgaðist um tíma 1.62 franka, en féll svo aftur í dag og stóð í 1.5795 frönkum við lokun í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.