Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 39 Austur - Þjóðverjar hefndu ófaranna frá síðustu Evrópukeppni og sigruðu 3:1 ÍSLENDINGAR töpuðu í gær fyrri leik sínum á móti Austur-Þjóðverjum í Evrópukeppni landsliða, sem fram fór í Halle, 3—1. Staðan í leikhléi var 2—1. Frammistaða Islendinga var með miklum ágætum, þeir voru óragir við að sækja í leiknum og áttu mörg ágæt marktækifæri og komu austur-þýsku varnarleikmönnunum hvað eftir annað í vandræði. Leikur liðsins var opinn og skemmtilegur og allan tímann hinn líflegasti að sögn Ellerts Schram er Mbl. hafði samband við hann í gær. VÖRNIN TAUGAÓSTYRK FRAMAN AF Fyrstu 15 mínútur leiksins var leikurinn í jafnvægi, en þó tók nokkurn tíma fyrir vörn íslenska liðsins að ná saman. Þar sem Jóhannes Eðvaldsson gat ekki leikið með varð Janus Guðlaugs- son að taka stöðu hans sem aftasti maður og skilaði hann því með mikilli prýði. Jón Pétursson lék ásamt Janusi á miðju vallarins í vörninni og mæddi mikið á þeim í leiknum. Fyrsta tækifæri íslendinga kom á 4. mínútu er þeir fengu horn- spyrnu en markvörður Þjóðverja sló knöttinn frá. Rétt mínútu síðar ver Þorsteinn Bjarnason vel hörkuskot frá Riediger. Þessar fyrstu mínútur leiksins var óör- yggi í varnarleiknum og var það dýrkeypt því að á 8. mínútu varð mikill misskilningur á milli varn- armannanna og ekki var hreinsað frá markinu eftir sókn Þjóðverja, og Peter náði að skora. Var þetta mark af ódýrari gerðinni. PÉTUR JAFNAR1 — 1 Það var enga uppgjöf að finna þrátt fyrir markið og áfram sótt af kappi. Á 15. mínútu fær Pétur góða stungusendingu fram á völl- inn og kemst vel inn í vítateiginn, þar er honum brugðið illa og dómarinn dæmir umsvifalaust vítaspyrnu. Pétur tók vítaspyrn- una sjálfur og skoraði af öryggi. íslendingar höfðu jafnað metin. Þeir áttu síst minna í leiknum og fengu ágæt tækifæri. Guðmundur Þorbjörnsson átti hörkugott skot rétt framhjá stönginni á 27. mín. og litlu seinna munaöi minnstu að Pétri tækist að komast í gegnum vörnina. Á. 31. min. sækja Þjóðverjar og löng sending kemur frá hægri kantinum fyrir markið alla leið inn í markteiginn. Svo virtist sem Þorsteinn Bjarnason ætti góða möguleika að ná til knattarins en einn Þjóðverjanna varð fyrri til og tókst að koma tánni í boltann og stýra honum út í markteiginn þaðan sem hann hrökk af Riediger í markið. Á 38. mín leikur Pétur upp kantinn og nær að gefa góðan bolta inn á Teit sem er í góðu færi en náði ekki að skalla nægilega fast og markvörðurinn varði skot hans. I lok fyrri hálfleiks fá svo Þjóðverjar gott færi sem misfórst. DRÓ AF ÍSLENDINGUM í SÍÐARI IIÁLFLEIK Strax á 1. mín síðari hálfleiks veður Karl Þórðarson upp með boltann og gefur á Atla vel staðsettan, en skot hans fór rétt framhjá. Næstu fimm mínútur pressa Þjóðverjar stíft og eiga meðal annars skot í stöngina. Það er svo á 55. mín að Íslendingar fá tækifæri til að jafna metin. Teitur brýst upp og rétt fyrir utan vítateiginn er hann felldur gróf- lega, og dæmd aukaspyrna. Árni Sveinsson tók spyrnuna og þrumu- skot hans söng í þverslá marksins og út á völlinn. Þjóðverjarnir keyrðu upp hrað- ann í síðari hálfleik og um miðjan hálfleikinn skora þeir sitt þriðja mark. Var það Hoffmann sem skoraði óverjandi eftir góðan undirbúning. Var vel að þessu marki staðið, og var þetta falleg- asta mark leiksins. Árni Stefáns- son, sem kom í markið i hálfleik vegna meiðsla Þorsteins Bjarna- sonar, átti ekki neina möguleika á að verja skotið þrátt fyrir góða tilraun. Síðustu 20 mínútur leiks- ins var nokkuð af íslenska liðinu dregið, völlurinn var þungur og háll eftir mikla rigningu fyrr um daginn og urðu menn því fyrr þreyttir. Þjóðverjarnir sóttu stíft í lokin en tókst ekki að skora fleiri mörk. Karl Þórðarson átti síðasta marktækifæri Islendinga, en mis- tókst. Spánverjarog Tékkarunnu 60.000 og urðu þeir fyrir mikluni vonbrigðum með lið sitt. I Stokkhólmi léku Svíar við Tékka. Komu Tékkar mjög á óvart með því að sigra 3—1. Staöan í leikhléi var 1 — 1. Mörk Tékka skoruðu Masny 2 og Nehoda. Mark Svía skoraði Borg. Áhorfendur að leiknum voru 12.000. TVEIR leikir fóru fram í Evrópu- keppni landsliða í gærkveldi. í Zagreb í Júgóslavíu sigruðu Spánverjar heimamenn 2—1. Staðan í leikhléi var 2—1. Mörk Spánar skoruðu Juanito og Sant- illa. Mark Júgóslavíu skoraði • Þorsteini Bjarnasyni tekst að slá boltann frá ntarkinu eftir hiirkuskalla, Werner Peter, í leiknum í gær. Halihodzic. Áhorfendur voru Símamynd AP • Hér sést Werner Peter vera kominn i dauðafæri og skora fyrsta mark Þjóðverjanna í leiknum í Halle í gær. Janus Guðlaugsson er til varnar en þeir Atli og Stefán fylgjast með álengdar. Þetta mark kom eftir slæm varnarmistök. Ellert sagði í viðtali við Mbl., að hann væri eftir atvikum ánægður með leikinn. Islendingar hefðu teflt fram ungu liði og talsvert breyttu frá því sem verið hefur. — Þessi leikur var mun skemmtilegri á að horfa en leikurinn gegn Hollendingum. Þjóðverjarnir spila hraðan bolta og eru með góðar skiptingar. Þeim gekk illa að komast í gegn um vörn íslendinga nema þá helst með skyndisóknum, sagði Ellert í lok spjallsins. Vörn íslenska liðsins stóð sig vel með Jón Pétursson og Janus sem bestu menn. Þá skilaði Guðmundur Þorbjörnsson sínu hlutverki mjög vel. Teitur er betri en áður, bæði sneggri og hefur betri boltameð- ferð. Karl og Pétur áttu góða spretti inn á milli í leiknum, og báðir markmennirnir stóðu fyrir sínu. Bestir í liði Þjóðverja voru Peter og Hoffmann. Þess má geta að lokum, að leikurinn verður sýndur áður en langt um líður i íþróttaþætti sjónvarpsins. 1 stuttu málii Evrópukeppni landslióa. Halle. AusturÞýskalandi. ísland — Þýskalandi 1-3 (1-2). Mark fslandsi Pótur Pétursson úr víta- spyrnu á 15. mínútu. Mörk AusturÞýskalandsi Peter á 8. mín. Ifieditter á 31. mín ott Hoffmann á 72. mín. Áhorfenduri 12.000 Dómarii Reynolds frá Wales. — ÞR LIÐ ISLANDSi Þorsteinn Bjarnason (Árni Stefánsson á 46. mín). Janus Guðlauttsson. Sigurður Björgvinsson. Karl Þórðarson. Árni Sveinsson (Ingi Björn Albertsson 78. mín). Jón Pétursson. Atli Eðvaldsson. Stefán Sigurðsson. Pétur Pétursson. Teitur Þórðarson. Guðmundur Þorbjörnsson. LIÐ AUSTIJR-ÞVSKALANDS. Croy. Dörn- er. Weise. Hause. Weber. Háfner (Linde- mann 35. mín). Pommerenke. Eigendorf. Riediger. Peter. Hoffmann. WATFORD SLÓ UNITED ÚT! ÞAU óvæntu úrslit áttu sér staö í gærkvöldi að 3. deildar lið Watford sigraði pekktasta lið Englands, Manchester United 2—1 t' deildarbikarkeppninni. Og Það sem meira var, paö var á heimavelli United, fyrir framan 40.000 áhorfendur. Framherjinn Luther Blisset skoraði bæði mörk Watford í síöari hálfleiknum. Joe Jordan hafði komið United yfir 1—0 í fyrri hálfleik. Eins og kunnugt er, er Elton John, söngvarinn frægi stjórnarformað- ur Watford. Nábúi United, Manchester City náði aðeins jafntefli 1—1 á móti Blackpool. Meistararnir Notting- ham Forest sigruðu hins vegar Oxford 5—0. Úrslit urðu pessi í deildarbik- arnum, priðju umferð: Aston Villa—Crystal Palace 1—1 Blackpool—Manch. City 1—1 Chester—Norwich 0—2 Chesterfield—Charlton \ 4—5 Exeter—Bolton 2—1 Manchester—Watford 1—2 Oxford—Nott. For. 0—5 Úrslit í skoska deildarbikarn- um: Arbroath—Airdrie 1—1 Celtic—Motherwell 0—1 Falkirk—Ayr 0—2 Hamilton—Aberdeen 0—1 Hibernian—Clydebank 1—0 Kilmarnock—Morton 2—0 Raith Rovers—Montrose 3—0 Rangers—St. Mírren 3—2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.