Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 4
4 Lister Dieselvélar 5—250 hestöfl vatnskældar eöa loftkældar. Rafstöðvar 2—175 KVA Bátavélar meö gír Vélasalan h.f. Garðastræti 6 S. 15401, 16341. m/s Esja fer frá Reykjavík þriðjudaginn 10. þ.m. vestur um land í hringferð og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: ísafjörð, (Bol- ungarvík um ísafjörð), Akureyri, Húsavík, Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafjörö, Voþnafjörð, Borg- arfjörð eystri, Seyðisfjörö, Mjóafjörð, Neskaupstað, Eski- fjörð, Reyöarfjörð, Fáskrúös- fjörð, Stöðvarfjörö, Breiðdalsvík, Djúpavog og Hornafjörð. Móttaka alla virka daga nema laugardag til 9. þ.m. - Seljum— reyktan lax og gravlax Tökum lax í reykingu og útbúum gravlax. Kaupum einnig lax til reykingar. Sendum i póstkröfu — Vakúm pakkað et óskað er. ÍSLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4-6, Hafnarfiröi Simi: 51455 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 Útvarp kl. 20.50: „Kærí lygari” - bréfaskipti Bernards Shaw og frú Patrick Campbell Útvarpsleikritið sem flutt verður í kvöld er gamanleikur í tveimur þáttum og er hann saminn af Jerome Kilty upp úr bréfaskiptum Bernards Shaw og frú Patricks Cambells. Leikritið nefnist „Kæri lygari“ og er þýtt af Bjarna Benediktssyni frá Hofteigi. Leikstjóri er Sveinn Einarsson en með hlutverkin fara Sigríður Þorvaldsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Flutningur verksins tekur röskar 100 mínútur. Bréfritararnir, frú Patrick Campbell og Bernart Shaw, eru þekktar persónur. Campbell, sem réttu nafni hét Beatrice Stella Tanner var ein dáðasta leikkona sinnar samtíðar. Hún fæddist í London árið 1865 og fór að leika ung að árum. Mesta frægð hlaut hún fyrir hlutverk Elizu Doolittle í leikriti Bernards Shaw, „Pigmalion", en það var frumsýnt 1914. Síðar hefur verið gert söngvaleikrit upp úr þessu verki og ber nafnið „My fair lady“. Campbell er lýst sem heill- andi og andríkri konu með djúpa og heillandi rödd og stór tindrandi augu. Háð- fuglinn og jurtaætan Bernard Shaw komst í kynni við hana um alda- mótin og síðan skrifuðust þau á um það bil 40 ár. Litlu munaði að bréfin frá Shaw glötuðust. Frú Campbell andaðist í Suður-Frakklandi árið 1940 rétt fyrir innrás Þjóðverja. Bréfin voru geymd í hattaöskju í íbúð leikkonunnar í París og það munaði litlu að Þjóðverjar næðu þeim. Það er enskri konu, Agnesi Claudius, að þakka að þau eru enn til. Bandaríski leikarinn og rithöfundurinn Jerome Kilty (f.1922) færði bréfin í leikritsbúning og var verk- ið frumflutt af höfundin- um og konu hans árið 1956. Þjóðleikhúsið sýndi „Kæri lygari" leikárið 1966—67. Sveinn EinarsNon. Þorsteinn Gunnarsson. Sixríður Þorvaldsdóttir. Saga fyrir yngstu hlustendurna Guöbjörg Þórisdóttir les fyrri hluta sögu eftir Hersilíu Sveinsdóttur í morgunstund barnanna í dag. Sagan- nefnist „Haukur og Dóra“ og er aö sögn höfundar samin sem kennslubók í lestri. „Þetta er saga fyrir yngstu hlustendurna og sneitt hjá öllum löngum orðum," sagöi Hersilía. Um efni sögunnar er það að segja að hún er um systkini sem fara í sveit til ömmu og afa og er aðallega sagt frá þeim og dýrunum i sveitinni, fuglunum og húsdýrunum. Bókin „Haukur og Dóra“ kom út hjá Ríkisútgáfu námsbóka fyrir nokkrum árum. Morgunstund barnaanna hefst kl. 9.05 en síðari hluti sögunnar um Hauk og Dóru verður lesinn í morgunstundinni á föstudaginn. utvarp Reykjavlk FIM41TUDKGUR 5. október MORGUNNINN "" 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Létt lög og morgunrabb. (7.20 Morgunleikfimi). 7.55 Morgunbæn. 8.00 Fréttir. 8.10 Dagskrá. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.30 Af ýmsu tagi. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. Guðbjörg Þórisdóttir les fyrri hluta sögunnar af „llauki og Dóru“ eftir Hersiiíu Sveinsdóttur. 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Til- kynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Víðsjá. Friðrik Páll Jóns- son fréttamaður stjórnar þættinum. 10.45 Til eru fræ Evert Ingólfsson tekur saman þátt um rannsóknar- stöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. 11.00 Morguntónleikar. Alicia I)e Larrocha og Fíl- harmoníusveit Lundúna leika Sinfónísk tilbrigði fyrir píanó og hljómsveit eftir César Franck. Rafael Friihbeck De Burgos stj./ Ungverska ríkishljómsveitin leikur Svítu fyrir hljómsveit eftir Béla Bartók. János Ferencsik stj. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Á frívaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óska- lög sjómanna. SÍODEGIO 15.00 Miðdegissagan. „Föður- ást“ eftir Selmu Lagerlöf. Hulda Runólfsdóttir les (12). 15.30 Miðdegistónlcikar. Walter Klien leikur á pianó „Holbergssvítu“ op. 40 eftir Edvard Grieg/ Elisabeth Schwarzkopf syngur Þrjú sönglög eftir Robert Schumann. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfegnir). 16.20 Tónleikar. 17.10 Lagið mitt. Helga Þ. Stephcnsen kynnir óskalög barna. 17.50 Víðsjá. Endurtekinn þáttur frá morgni sama dags. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. KVÖLDIÐ____________________ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Eyvindur Eiríksson fiytur þáttjnn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja 20.10 Úr , ljóðaþýðingum Magnúsar Ásgeirssonar. Bessi Bjarnason og Árni Blandon lesa. 20.25 Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur í útvarpssal Einleikari. Manuela Wiesler. Stjórnandi. Páll P. Pálsson. Konsert í G-dúr fyrir flautu og hljómsveit eftir Carl Philipp Emanuel Bach. 20.50 Lcikrit „Kæri lygari" cftir Jcromc Kilty Gamanleikur í tvcimur þátt- um. gerður úr bréfaskiptum Bcrnards Shaws og Patricks Campbells. Þýðandi. Bjarni Benedikts- son frá Ilofteigi. Leikstjóri. Sveinn F]inars- son. Persónur og léikcndur. Bernard Shaw/ Þorsteinn Gunnarsson. Patrick Campbell/ Sigríður Þorvaldsdóttir. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Áfangar Umsjónarmenn. Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. msm FÖSTUDAGUR 6. október 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Prúðu ieikararnir Gestur í þessum þætti er Peter Sellers. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.00 Kastljós Þáttur um’innlend málefni. Umsjónarmaður Sigrún Stefánsdóttir. 22.00 Út úr myrkrinu Bandarfsk sjónvarpskvik- mynd, hyggð á sönnum viðburðum. Aðalhlutverk Marc Singer. David llartman, sem verið hefur blindur frá barns- aldri, er að ljúka mennta- skólanámi. Hann á þá ósk heitasta að verða læknir og sækir um skólavist í mörg- um háskólum. cn gengur illa að fá inngöngu. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 23.35 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.