Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTOBER 1978 Kröfluvirkjun: Ekki tókst að hreinsa alveg tappa úr holu II — byrjað á nýrri holu í suðurhlíðum Kröflu Aðalfundur hverfafélaga Sjálfstæðisflokksins HVERFAFÉLÖG Sjálfstæðis- flokksins halda á næstunni aðal- fundi sína, svo og félögin Vörður og Óðinn og hefur þegar verið ákveðið með eftirtalda fundi: Fella og Hólahverfi, að Selja- braut 54 7.10. kl. 25.30; Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi 10.10. kl. 20.30 í Valhöll; Árbæjar- og Seláshverfi 11.10. að Hraunbæ 102 B kl. 20.30; Austurbær-, Norður- mýri 12.10. í Valhöll kl. 20.30; Háaleitishverfi 18.10. í Valhöll kl. 18.00; Hlíða- og Holtahverfi 23.10. í Valhöll kl. 20.30; og Laugarnes 25.10 í Valhöll kl. 20.30. Fundir Óðins og Varðar verða væntanlega haldnir 26.10. og 31.10 í Valhöll, en önnur félög hafa ekki ákveðið með sína fundi. Gamalt hús fær nýtt þak UNNIÐ hefur verið að því að undanförnu að skipta um þak á verzluninni í Aðalstræti 10, sem er í röð elztu húsa í borginni. Bárujárnsþak kemur í stað gamla steinflöguþaksins, sem setti óvenjulegan og skemmtilegan svip á þetta gamla hús og margir munu vafalaust sakna þess. Að beiðni Húsfriðunarnefndar hefur heil- lögum flögum verið haldið til haga og verða fengnar Árbæjarsafni. Þakið var orðið illa farið og nauðsynlegt að gera við það, en ekki þótti stætt á að ráðast í svo dýra framkvæmd sem þá að endurbyggja flöguþakið meðan framtíð Grjótaþorpsins er ekki ráðin. Að sögn Nönnu Hermanns- son, forstöðumanns Árbæjar- safns, er steinflöguþakið frá því á síðari hluta 19. aldar og því alls ekki upprunalegt, eins og margir ætla. Sagði Nanna að yrði húsið fært í efdra horf mætti gera ráð fyrir að sett yrði á það tréþak. „VIÐ áætlum að setja virkjunina aftur í gang í fyrstu vikum nóvember- mánaðar, en undir lok þessa mánaðar ætti hola 11 að vera tilbúin og öðrum nauðsynleg- um undirbúningsverkum að vera lokið," sagði Einar Tjörvi Elíasson fram- kvæmdastjóri Kröflunefndar í samtali við Mbl. í gær. Við borun í holu 11 tókst ekki að hreinsa burt tappa eins og áætlað var, þannig að Einar Tjörvi sagði að holan virtist vera nokkuð þéttari fyrir bragðið, og því myndi eitt- hvað minna fást úr henni en áður var ráðgert. Aftur á móti benti allt til þess að hún yrði stöðug. Nú er verið að bora nýja holu, holu 12, í suðurhlíðum Kröflu og sagði Einar Tjörvi að það verk gengi mjög yel en við það er beitt nokkuð breyttum að- ferðum frá fyrri borunum. Talað er um að holan verði 1800—2000 metra djúp og sagði Einar Tjörvi að hún ætti að komast í notkun undir árslok. I holu 11 var settur tappi í leiðarann á um 1300 metra dýpi svo hægt væri að steypa leiðarann þar fyrir ofan. Þarna er um að ræða tappa úr áli sem síðan á að vera hægt að bora burtu. Það gekk þó illa og m.a. stíflaðist borkrónan svo að taka varð borinn upp aftur og hreinsa hana. Þegar borinn var sett- ur niður í aftur gekk ekki að bora tappann frekar þannig að því var hætt. „Hvaða afleiðingar þetta hefur kem- ur ekki fyllilega í ljós fyrr en holan fer að blása," sagði Einar Tjörvi Elíasson. „Hol- an er heit, en hún virðist vera þéttari fyrir bragðið, þannig að hún gefur ef til vill eitthvað minna en við reiknuðum með. En hún verður væntanlega stöðug.“ Einar Tjörvi sagði að í tilraunakeyrslu í sumar þar sem hola 11 var inni að hálfu leyti hefði virkjunin náð mest að senda um 7 MW út á línu, en nú mætti búst við að það mark yrði 5—6 MW. „Fortune” skrifar um Laxá í Aðaldal BANDARÍSKA viðskipta- tímaritið Fortune birti nýlega þriggja blaðsíðna grein um laxveiðar í Laxá í Aðaldal prýdda fjölda litmynda. Grein- in er eftir Marilyn Wellemeyer og fjallar um veiðiferð tveggja hópa kaupsýslumanna, frá Kanada og Chicago. Þeir veiddu ekki eins mikið og þeir bjuggust við en voru ánægðir með ferðina. Kanadamönnunum fannst aflinn og stærð laxins standast vel samanburð við það sem þeir eiga að venjast í ám í Norður-Quebec. Útgefandi For- tune er Time-fyrirtækið í Bandaríkjunum. Myndin sýnir hluta greinarinnar. Frá málverkauppbðinu í fyrradag. Ragnar Borg stjórnaði því. Málverk Júlíönu á hæsta verði KLAUSTURHÓLAR héldu mál- verka- og bókauppboð um helg- ina. Bókaupphoðið fór fram í húsi Klausturhóla við Laugaveg á laugardaginn en málverkaupp- boðið fór fram á Hótel Sögu í fyrradag. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Axelssonar kaup- manns fór málverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur á hæsta verði eða 560 þúsund krónur auk söluskatts eða samtals á 672 þúsund krónur. Málverk eftir Finn Jónsson fór á 500 þúsund auk söluskatts. Mál- verk eftir Sverri Haraldsson fór á 430 þúsund auk söluskatts og önnur mynd eftir Júlíönu fór á 400 þúsund að viðbættum söluskatti. Á uppboðinu var 91 málverk og seldust öll. Ragnar Borg stjórnaði uppboðinu. Á bókauppboðinu fóru á hæstu verði Eftirmæli 18. aldar eftir Magnús Stephensen, prentuð að Leirárgörðum 1806 á 105 þúsund auk söluskatts og Ævisaga Bjarna Pálssonar, Leirárgörðum 1800, á 81 þúsund auk söluskatts. Stjórn- andi bókauppboðsins var Anton Holt. Næsta bókauppboð Klaustur- hóla verður 21. október og næsta málverkauppboð 5. desember. Kunnur trúdur á f jölum Idnó SÆNSKI trúðurinn og látbragðs- leikarinn Armand Miohe er nú staddur hér á landi ásamt konu sinni Eda Michelson. leikara og tveimur hljóðfæraleikurum- Þau koma öll fram á sýningu í Iðnó í kvöld. fimmtudag. og Miehe heldur síðan fyrirlestur í Nor- ræna húsinu nk. laugardag en Síldar- bátunum fjölgar - VEIÐIN er heldur að glæðast á vestursvæðinu, sem er hér vestur af Hroll- augseyjum, en þar fengu nokkrir bátar afla í gær, allt að 200 tunnum hver sagði Jens Mikaelsson á Höfn í samtali við Mbl. — Hér eru orðnir svo margir bátar að liggur við örtröð og eru stundum 15—20 bátar í einu í ósnum í einni halarófu. Einn báturinn tók niðri í ósnum á útleið í dag, en hélt áfram eftir að hafa setið fastur í klukkutíma. Flestir bátarnir fóru út milli kl. 17 og 19 í gærdag og hefur undanfarin kvöld verið mikil ljósadýrð vestur um allar fjörur þar sem bátarnir eru svo margir, sagði Jens að lokum. Armand Miehe hann er hingað kominn í boði Norræna hússins og Leikfélags Reykjavíkur. Einnig heldur hann sýnikennslu með leiklistarnem- um. Armand Miehe er af þekktri fjölleikahúsætt, sem á uppruna sinn í Mið- og Suður Evrópu en sjálfur hefur hann alið aldur sinn í Danmörku eða Svíþjóð og komið þar fram í fjölleikahúsum. Miehe er tvímælalaust kunnasti lát- bragðsleikari og fjölleikahústrúð- ur Norðurlanda um þessar mund- ir, en hann hefur einnig látið leikhúsið töluvert til sín taka og varð fyrstur til að kynna ítalska leikritaskáldið Dario Fo og verk hans hér á Norðurlöndum. Miehe og förunautar hans koma hingað frá Grænlandi, þar sem hann hefur haldið sýningar um alla Vesturströndina undanfarið en að lokinni verunni hér er förinni heitið til Færeyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.