Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER1978 33 félk í fréttum + ?? — Ja, hver er hann þessi? — Eitthvað þekkjum við svipinn. — Myndin er aí Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. — Hún er tekin rétt þegar hann er að ganga úr skugga um að gleraugun séu hrein — fáeinum agnablikum áður en hann kemur íram í hinum víðfrægu fréttasjónvarps- þáttum NBC-stöðvarinnar. „Meet the press“. + „FRIÐARGLEÐI“ - Þetta er götumynd af aðaltorginu í Tel Aviv, höfuðborg ísraels, er kunnugt varð um samkomu- lagið af fundum Begins forsætisráðherra og Sadats forseta í Camp David. Af fögnuði veifuðu borgarbúar hlómvöndum og var þessi samkoma á torginu köllum „Friðargieði" borgarbúa. + Tólfta ágúst s.1. var hinn árlegi Blómadansleikur haldinn f Hveragerði. Salarkynni hótelsins voru blómum skrýdd, auk þess sem hljómsveitarmeðlimir og dansgestir höfðu blóm í barmi. Á miðnætti var „Blómadrottning" kjörin. Að þessu sinni hlaut titilinn ungfrú Kristfn Valgerður Gfsladóttir frá Ilafnarfirði. en Kristín er fædd á Flateyri 8. október 1960. Ungmennafélagið í Hveragerði hafði veg og vanda af þessari blómahátfð og kjöri Blómadrottningarinnar, segir í fréttatilk. sem fylgdi myndinni af Blómadrottningunni, Kristfnu Valgerði. (Ljósm. Fr. Hausleitner). + SKÓLAÆSKA.— Suður í Rómarborg er skólaárið hafið. A Ítalíu munu um 11 milljónir barna stunda nám í grunnskólum landsins. Þann sama dag og skólarnir tóku til starfa, efndu skólanemendur til bókamarkaðar út um alla borgina. — Voru það eldri nemendur skólanna, sem seldu hinum yngri skólabækur sínar og gerðu margir góð kaup, því að skólabókakaup á Italíu eru umtalsverð fjárfesting, segir í myndatexta. Fáskrúðsfirðingar og aörir austfirðingar í Reykjavík Fögnum vetri í Fóstbræðraheimilinu laugardaginn 7. okt. kl. 9 e.h. Skemmtiatriöi, dans. Mætum öll hress og kát. Fáskrúösfirðingafélagiö. Allar íþróttavörur á einum stað Allt fyrir boltaíþróttir sund og leikfimi Póstsendum. Tísku- sýning ★ Alla föstudaga kl. 12.30—13.30. Sýningin er haldin á vegum Rammagerðarinnar, íslensks Heimilisiönaöar og Hótels Loftleiöa. Módelsamtökin sýna skartgripi og ýmsar geröir fatnaöar sem unninn er úr íslenskum ullar- og skinnavörum. Hinir vinsælu réttir kalda borösins á boöstólum. ★ Verið velkomin. HOTEL LOFTLEIÐIR Simi 22322

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.