Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 31 bónda á Alfsstöðum á Skeiðum. Var hún ættuð úr þeirri sveit og Hrunamannahreppi. í ætt hennar mun vera allmikil hljómlistargáfa, sem og í ætt Jóhannesar. Kristinn Ingvarsson, organisti í Reykjavík var systursonur Margrétar, en þeir þekktu hljómlistarmenn Borgfirðinga, Bjarni á Skáney, Björn Jakobsson og Þórður Krist- leifsson voru náskyldir Jóhannesi, svo sem sjá má í ættarskrám Borgfirðinga, enda þótt Jóhannes væri alinn upp suður í Njarðvíkum. Systkini Kjartans voru: Eiríkur kennari, nú starfs- maður við Sjúkrahús St. Jósefs- systra í Hafnarfirði, Eggert hljómlistarmaður í Rvík (faðir Margrétar söngkonu), Þorgeir fv. bóndi í Túnsbergi, Hrunamanna- hreppi, Soffía Magnea húsfrú í Rvík, Guðmundur fv. bóndi Arnarhóli í Gaulverjabæjar- hreppi, Þorvaldur skipstjóri á Grund í Innri-Njarðvík og auk þess tvö hálfsystkin Sveinn Guðmundsson og María Guðmundsdóttir. Þegar Kjartan var á barnsaldri, var högum foreldra hans svo háttað. að hann var látinn í fóstur að Hlíð í Gnúpverjahreppi til sæmdarhj ónanna Aldísar Páls- dóttur og Lýðs Guðmundssonar og síðar dvaldi Kjartan hjá syni þeirra Páli og Ragnhildi konu hans fram að tvítugsaldri, en þá fluttist hann að Stóra-Núpi og dvaldist þar til 1919, að hann hleypti heimdraganum og fór til frekara náms í orgelleik og hljómfræði hjá Sigfúsi Einarssyni tónskáldi í Reykjavík, er þá var einhver lærðasti hljómlistarmaður á landi hér. A bernskuárum Kjartans voru engir barnaskólar í sveitum á landi hér og fáir svonefndir framhaldsskólar. Það voru því engin tækifæri eða sárafá fyrir fátæka unglinga að setjast á skólabekk. Og svo var um Kjartan. Menn uppgötvuðu þó snemma óvenjulega hljómlistarhæfileika hans og því var hann látinn læra í bernsku að leika á orgel hjá frú Margréti Gísladóttur á Hæli i Gnúpverjahreppi. Það nám tókst svo vel, að Kjartan var farinn að gegna organistastörfum í Stóra-Núpskirkju 13 ára gamall og var ráðinn til starfsins eftir fermingu og allt til þess hann fluttist suður, sem fyrr er sagt. En þá var hann fyrr en varði orðinn kennari og þátttakandi í margs konar hljómlistarstarfsemi, m.a. organisti við Fríkirkjuna í Rvík, stærstu kirkju landsins. Nú vill svo vel til, að enn eru til meðmæli, sem Sigfús Einarsson, tónskáld, gaf Kjartani, þegar hann sótti um organistastarfið við Fríkirkjuna. Meðmælin lýsa þessum söngelsku prúðmennum vel og því læt ég þau orðrétt fylgja hér með: „Samkvæmt tilmælum hr. Kjartans Jóhannessonar votta ég það hér með, að ég hefi leiðbeint honum í hljóðfæraslætti og hljóm- fræði undanfarna fimm mánuði. Mér er ljúft að votta það enn fremur, að hæfileikar hans eru mjög góðir og hugurinn mikill að komast sem lengst í fyrrnefndum greinum. Er hann nú sækir um organleikarastarfið við Fríkirkjuna gef ég honum beztu meðmæli mín, af því ég veit, að kunnáttu hefjr hann nú langt fram yfir það, sem algengt er um organleikara hér á landi og ekki veit ég betur en að hann sé vandaður maður og ábyggilegur í alla staði.“ Það voru því engin undur, þótt Sigfús tryði Kjartani fyrir hluta af kennslustarfi sínu við Kennara- skóla íslands veturinn 1919—20, þegar Sigfús sjálfur fór til frekara náms í hljómlistarfræðum til Leipzig umræddan vetur. En til þess að gera langa sögu stutta tek ég hér orðrétt upp úr Kennaratali á íslandi, kaflann um störf Kjartans og nám, sem hann lét sjálfur frá sér fara á sínum tima: „Fékk tímakennslu í tungumál- um, hljóðfæraleik og hljómfræði. Kenndi orgelspil við Kennarask. 1919—21, söng við kvennaskóla og barnaskóla Hveragerðis nú í nokkur ár. Kennt orgelspil í aukatímum. Aðstoðaði við hljóm- leika og samsöngva í Rvík 1920—27. Spilaði í hljómsveit Reykjavíkur 1925—27. Organ- leikari við Skarðskirkju í Lands- sveit í 10 ár, við Stóra-Núpskirkju í 36 ár, Fríkirkjuna í Rvík 7 ár, Fríkirkjuna í Hafnarfirði í 5 ár. Hefur æft kóra og stjórnað þeim víða á Suðurlandi s.l. 20 ár. —“ Nú er þessi skýrsla gefin árið 1957 og því hafa tölur nokkuð breytzt frá seinni árum. En áður en að því er vikið vil ég geta þess, að inn í sögu æskuáranna vantar að geta þess, að bernskuheimili Kjartans, Hlíð, var mikið menningarheimili og þá naut hann beztu uppfræðslu að þeirra tíðar hætti. Einnig fór hann á æsku- árum til Reikjavíkur og tók þátt í garðyrkjunámskeiði hjá Einari Helgasyni garðyrkjumanni eitt vor. Var það honum hin bezta undirstaða við garðræktar- og trjáræktarstörf, sem hann stund- aði með góðum árangri og eljusemi ■hvenæríBMækifæri gafst. Þá tók hann og virkan þátt í ungmenna- félagsstarfsemi æskusveitar sinnar, en starf ungmennafélag- anna var hinn mesti menningar- auki ungs fólks á þeim tíma. Einkum mnn Kjartan hafa verið lífið og sálin í allri hljómlistar- starfsemi sveitar sinnar, enda hefir sú starfsemi éerið vel rækt í þeirri sveit þá og æ síðan. En hér verður að geta þess, að heilsa Kjartans bilaði um tíma eftir rúmlega tíu ára dvöl í Reykjavík. Flutti hann þá aftur í sveit sína, fyrst að Ásum og síðan að Stóra-Núpi og átti þar síðan heimili til dauðadags. Náði hann fljótt heilsu á ný og tók til starfa við hljómlistina á nýjan leik, en í dálítið breyttu formi. Hann varð brátt starfsmaður þjóðkirkjunnar og ferðaðist, ekki eingöngu um Suðurland, heldur allt landið, m.a. norður í Grímsey, stofnaði kirkju- kóra, æfði þá og kenndi orgelleik. Ferðaðist hann á alls konar farartækjum og kenndi oft við mjög erfiðar aðstæður. Oft varð hann að byrja á því að gera við hljóðfærin, svo að kennsla gæti byrjað. En allt gekk þetta vel. Alls staðar var hann kærkominn, vinsæll og vel metinn. Hann hafði yndi af þessu starfi og hélt því áfram meðan heilsan leyfði. Alls mun hann hafa kennt rúmlega 1200 manns orgelleik og stofnað 120 kirkjukóra. Fyrir öll þessi störf var hann sæmdur riddara- krossi Fálkaorðunnar, þótt hann héldi því lítt á lofti. En starfið var hans líf og yndi. Hann var organisti við kirkjuna sína að Stóra-Núpi rúm 50 ár, segja kunnugir, og við það starf fékk hann aðsvif í sæti sínu við orgelið hinn 6. des. 1970, og var síðan í sjúkrahkúsi tæp tvö ár eins og sagt er frá í upphafi þessarar greinar. IV. Þegar litið er yfir ævi þessa manns, sem hér um ræðir, munu athugulir menn spyrja, hvernig á því stóð, að þessi óskólagengni sveitadrengur skyldi komast svo fljótt í kynni við fremsta hljóð- færaleikara og einn lærðasta hljómlistarmann þess tíma, Sigfús Einarsson. Það vill nú svo vel til, að ég þykist hafa um það öruggar heimildir. Á fyrstu áratugum þessarar aldar var sr. Olafur Magnússon í Arnarbæli einn lærðasti og áhuga- samasti hljómlistarmaður hér austanfjalls. Hann var söngmaður góður, svo og sonur hans Þorvald- ur og Lovísa dóttir hans var organleikari og söngstjóri austur þar rúm 60 ár. Er hún enn á lífi í hárri elli, nýhætt störfum. Árið 1917—19 hélt sr. Ólafur söngnámskeið, bæði við Þjórsár- tún og á Eyrarbakka. Tóku þátt í þeim námskeiðum 50—60 manns, þegar flest var. Ég veit, að hann æfði stóran kór á Eyrarbakka, er flutti vönduð tónverk á tónleikum í Eyrarbakkakirkju á þessum árum. Fékk hann píanósnillinginn Harald Sigurðsson þá sér til aðstoðar. Fór mikið orð af því að þessir tónleikar og námskeiðin hefði tekizt vel. Á þessum nám- skeiðum uppgötvaði sr. Ólafur tvo unga tónlistarmenn úr uppsveitum Árnessýslu, þá frændurna Kristin Ingvarsson og Kjartan Jóhannes- son. Kom hann þeim, a.m.k. Kjartani, á framfæri við Sigfús Einarsson og stuðlaði þannig að frama þeirra á tónlistarsviðinu. Verður hans starf seint fullþakkað svo og starf Kjartans Jóhannes- sonar, sem mun vera einstætt í sinni röð, þó marga góða hljóm- listarmenn höfum við Islendingar átt. V. I upphafi greinarminnar lét ég þess getið, að margir hefðu skrifað um Kjartan látinn. Það höfðu og ýmsir gert áður. Ég hefi því miður ekki haft ástæðu til þess að líta yfir það allt nú, en mér er það mikil ánægja að sjá, hvað menn eru sammála mér um þennan látna vin, enda var hann óvenju- lega heilsteyptur persónuleiki. Ég get ekki nafngreint alla þá, er ritað hafa um Kjartan, en meðal þeirra eru margir þjóðkunnir menn, t.d. dr. Helgi Pjeturss, en Kjartan var fylgdarmaður hans um tíma. Nefna má og þá bræður sr. Ragnar og Grétar Fells. Kjartan lék oft á orgel hjá Guðspekifélaginu, því að hann var víðsýnn, frjálslyndur og einlægur trúmaður. Við lestur þessara minningar- greina kemur ýmislegt í huga minn, sem enn er ósagt, t.d. hve handlaginn Kjartan var og list- fengur, enda þremenningur að frændsemi við Guðmund Einars- son frá Miðdal. Hér má og skjóta því inn, að ég veit, að ættfræðing- ar hafa rakið eina grein ættar Kjartans alla leið aftur á 9. öld til Gríms Kambans, landnema frænda vorra í Færeyjum. Á þeirri löngu leið er margt stórmenni. Ég vil aðeins nefna Odd biskup Einarsson í Skálholti og son hans, ágætismanninn Árna lögmann. En þetta var nú útúrdúr. — Ég var að minnast á listfengi Kjartans, en áður hefi ég minnzt á ást hans á blómarækt, einkum var hann orðlagður fyrir snilld sína í ræktun rósa. Hann var og mjög snjall að skrifa nótur, enda eru til margar bækur, er mér sagt, af handskrifuðum nótum eftir hann. Vonandi verða þær vel geymdar í framtíðinni. Nokkuð fékkst hann við sönglagasmíði, en lét lítið á því bera. Til eru þó nokkur lög, er hann hefir samið. 3 Hér verður að geta þess, að Kjartan var tíður gestur í Hnit- björgum hjá Einari Jónssyni myndhöggvara og lék þá oft á orgel fyrir hann. Um Kjartan hafði Einar sagt: „Hann er minn andlegur baðmeistari." Þ.e.a.s., þessi stórbrotni og gáfaði lista- maður laugaði sál sína í tónaflóði, er streymdu frá fingrum okkar ágæta vinar, Kjartans. Og fleiri munu taka undir þessi orð meistarans svo sem ég og gat um í upphafi máls míns og minninga um Kjartan. Hann hafði yndi af því að láta aðra njóta hljómlistar með sér. Hann var sannur og heilsteyptur listamaður og mann- vinur. Ég læt nú þessum minningum lokið, en vil þó endursegja hér nokkur sérstök dæmi úr minning- um þeirra er rituðu í Morgun- blaðið jarðarfarardag Kjartans 11. nóv. 1972. Jón ísleifsson söngkennari kveður hann í nafni starfsfélaga, en lætur þess getið, að þrátt fyrir 60 ára kennslustarf hafi Kjartan aldrei hlotið nein eftirlaun. En svona er nú lögum landsins háttað íþessu efni. Kjartan var nefnilega aldrei fastráðinn kennari og fékk því aldrei greitt úr eftirlaunasjóði, en var heiðraður að lokum sem fvrr segir. — En mér er kunnugt um, að hann fékk margar gjafir og góðar frá nemendum sínum og vinum víðs vegar. Það mun hafa verið honum kærara en digrir sjóðir af hinum gullna leir. Einar Pálsson fv. bankastjóri, lýsir vel bernskuheimili þeirra Kjartans í Hlíð og minnist hans með ást og virðingu. Hann segir og nokkuð frá foreldrum Kjartans, að þau hafi átt lengi hús í Ásum og Kjartan hafi stutt þau með ráðum og dáð í elli þeirra, meðan bæði lifðu. Það sýnir, hve góður sonur Kjartan var. Árný Filippusdóttir, skólastjóri í Hveragerði, segir frá, hvílíkur fögnuður hafi ríkt í skóla hennar, þegar Kjartan kenndi þar og hvað hann hafi sýnt mikla þolinmæði og verið glaður og uppörvandi við kennsluna. Síðast nefni ég minningar Stein- þórs Gestssonar á Hæli, fv. alþingismanns. Hann lýsir svo vel átthgaást Kjartans og störfum hans í sveit sinni fyrr og síðar. Er það góður lestur. Hann dregur einnig upp ógleymanlega mynd af Kjartani, þar sem hann lá í sjúkrarúmi sínu á spítalanum nokkrum mánuðum fyrir andlátið, í því ástandi, sem áður er lýst. Hann segist aldrei hafa séð fegurri öldung og komu í hug þessi orð: „Fagur í lífi og fagur í dauða.“ — Þetta er rétt og vel sagt hjá Steinþóri og svona munu vinir Kjartans minnast hans. Ég sagði fyrr í þessari grein, aÖ Kjartan hefði verið einbúi alla ævi. Það var rétt, að hann kvæntist aldrei, en fáir munu hafa átt fleiri vinum að mæta á lífsleiðinni en hann. Og í síðustu baráttunni litu margir til hans, en sennilega oftast þau góðu hjón á Stóra-Núpi, Sigríður og Jóhann. Er þess með þakklæti minnzt í minningum um Kjartan látinn og má því ekki vanta hér. Kjartan varð aldrei einstæðingur. Hann var alltaf umvafinn ástúð og hlýju vina og vandamanna. Með greinarkorni þessu vildi ég vekja athygli samtíðarmanna á því, að Kjartan Jóhannesson vann mikið og göfugt ævistarf í þágu sveitar sinnar, þjóðkirkju íslands og landsins alls. Hann var einn af beztu sonum Islands á sinni tíð. Blessuð veri minning hans um alla framtíð. Lokið í ágústmánuði 1978. Ingimar II. Jóhannesson. Minning: Magnús Einarsson bakarameistari Magnús Einarsson bakarameist- ari, Laugavegi 162, lézt þann 13.9 1978, 74 ára að aldri. Síðustu árin var hann heilsutæpur. Hann fædd- ist í Reykjavík þann 31/7, 1904 og voru foreldrar hans Einar Jónsson múrari og kona hans Þóra Magnúsdóttir, löngu látin, sem bjuggu í húsinu nr. 31 við Bræðra- borgarstíg, þekktara undir nafn- inu Blómsturvellir. Systkini Magnúsar voru sex og eru systur tvær Iátnar. Magnús ólst upp við sömu kjör og tíðkuðust á alþýðuheimilum, byrjaði að létta undir með foreldr- um sínum sem fyrst, því lífið var vinna og aftur vinna. Þegar heimilisfaðirinn var við vinnu sína, þá þurrkaði húsmóðirin s.altfisk sem hún verkaði fyrir útgerðarmenn. Fimmtán ára gam- all vann Magnús m.a. við malar- og sandtöku í Eiðislandi á Sel- tjarnarnesi og var það púlsvinna. Hann hóf bakaranám í Bernhöfts- bakaríi ungur og síðan vhann hjá G. Ólafsson og Sandholt í eitt ár. Veitti forstöðu Alþýðubrauðgerð- inni í Hafnarfirði 1932 til 1946, en síðan brauðgerð Samsölunnar í Rvík til ársins 1974 er hann lét af störfum vegna aldurs. Auk starfs síns rak hann hænsnabú í mörg ár og vann ýmis trúnaðarstörf fyrir stéttarfélag sitt o.fl. Árið 1932 gekk Magnús að eiga móðursystur mína, Sólveigu Dag- mar Erlendsdóttur, Sveinsonar klæðskera í Reykjavík og konu hans Sigurbjargar Ólafsdóttur. Magnús og Sólveig eignuðust fimm börn. Þau eru: Þórir Einar, flugumferðarstjóri, f. 1933, kvæntur Guðjónu Páls- dóttur; Alma, f. 1940, gift Jóni Ottósýni; Erla Björg, f. 1943, gift Hafþóri Sigurbjörnsyni; Magnús, rannsóknarlögreglumaður, f. 1944, kvæntur Ingibjörgu Norðfjörð, og Erlendur bakarameistari, f. 1946, kvæntur Guðrúnu Njálsdóttur. Barnabörnin eru ellefu. Ég efast um að tíðkist meiri samheldni og tryggð milli foreldra annars vegar og barna og tengda- barna hins vegar heldur en á heimili Magnúsar og Sólveigar. Eitt dæmi um það er hið myndar- lega sumarhús á Þingvöllum, sem Magnús reisti og synir og tengda- synir lögðu hönd að. Þar komu fram hæfileikar sem prýddu Magnús, en það voru vandvirkni og útsjónarsemi. Dagfarslega var hann prúður og rólegur , látlaus og laus við framhleypni. Ef Magnúsi mislíkaði þá kaus hann að þegja, mátti þá einungis ráða af andliti hans hvernig á stóð. Á yngri árum tefldi Magnús talsvert en tók síðan bridge fram yfir og varð góður spilari. Sumarið 1958 var Magnús stadd- ur ásamt konu sinni í sumarhúsi sínu hinu fyrra í Skálabrekkulandi á Þingvöllum. Við hliðina á húsi Magnúsar var bátaskýli, sem geýmdi bát er ungur Reykvíkingur átti. Eitt sinn um sumarið fór þessi ungi maður ásamt tveimur öðrum út á vatnið og það þótti Magnúsi margt í svo lítilli fleytu. Fylgdist hann með ferðum bátsins í sjónauka og kom að því, að honum þótti ekki allt eðlilegt, er hann sá mann rísa upp í bátnum og halda úlpu eins og segli, því vestan kaldi var runninn á. Hrinti hann fram litlum báti en stærri bát sinn réð hann ekki við einn. Þegar út á vatnið kom hvarf bátur þeirra félaga, en Magnúsi tókst að stýra rétt og þegar alllangt hafði verið siglt kom í ljós að slys hafði orðið. Þarna bjargaði Magnús tveimur mönnum en hinn þriðji hvarf strax. I blöðum frá þessum tíma er þessu lýst sem afreki því annar maðurinn var orðinn stífur. Ég tel, að hefði ekki verið athugull og laginn maður sem stóð að því að innbyrða mennina í svo lítinn bát, er hætt við að líkin hefðu orðið fjögur. Aldrei var Magnús heiðraður fyrir björgunina. Þarna komu fram ýmsir kostir hans, kænsemi — athygli — lagni og umfram allt að þakka rósemi á erfiðri stundu. Magnús var virðulegur í fram- göngu, í hærra lagi, laglegur og bauð af sér góðan þokka. Hófs- maður var Magnús. Vegna margra kosta hans og þess, að mjög margt í fari hans var eftirbreytnivert sting ég niður penna að honum látnum og kveð hann með virð- ingu, um leið og ég votta Sólveigu, börnum og nánustu ættingjum samúð mína. Markús Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.