Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 Guttormur Einarsson forstjóri Hafplasts og eigandi Amunnar. Reykjavík sem selja ölgerðar- efni,“ sagði Guttormur Einarsson, eigandi Ámunnar og forstjóri Hafplasts, sem flytur inn ölgerðarefni og hefur með höndum iðnað því tengdan. „Það er mjög al- gengt unj allt land að fólk sem hefur bæði tíma og hentugt húsnæði bruggi bæði léttvín og öl. Þessar fyrirhug- uðu hömlur ríkisstjórnarinn- ar munu vissulega gera fólki erfitt fyrir en mun auka innflutning hjá okkur. Við munum bæta við hjá okkur búnaði til ræktunar gerla og munum við hefja sölu á slíkum búnaði. Það er tiltölu- lega auðvelt að rækta gerla — smá skóf af vínberi er sett í ræktunarbakka og látið bíða þar í nokkra daga. Þá er fenginn fínn gerill. En það er ekki okkar mál hvort fólk bruggar sína drykki áfenga eða ekki. Frá upphafi höfum við varað landsmenn við að ’ brjóta ekki landslög og gert grein fyrir því hvernig hægt sé að komast hjá því með mælingum að hafa drykkinn áfengan." Hvers vegna bruggar fólk? „Brugg er tómstundaiðja og það er mjög einstaklings- bundið hver árangurinn verð- ur. Það er sagt að hver sá sem stundi ölgerð verði að vera þrennt. í fyrsta lagi verður hann að vera fróður um efnafræði, í öðru lagi fróður í líffræði og í þriðja lagi verður hann að hafa góðan smekk eða með öðrum orðum að vera heimspekingur í ölgerð." Guttormur hvað íslendinga brugga hvað mest af Norður- landaþjóðunum miðað við fólksfjölda en hann sagði söluna ekki hafa aukist í ár frá því síðasta ár. „Fyrir einu ári komst jafn- vægi á í sölunni sem hefur haldist hingað til. Vinsælasta ölgerðarefnið er frá Þýskalandi en það er óhagkvæmast í innkaupum en aftur er ölgerðarefnið frá Bretlandi hagkvæmast. Þetta sýnir best að það dýrasta er vinsælast og að fólk er fyrst og fremst að leita eftir gæðum,“ sagði Guttormur að lokum. Það er ekki okkar mál hvort fólk brugg- ar drykkina áfenga r — segir Guttormur Einarsson eigandi Amunnar „Það er fáránlegt að ætla að fara að setja hömlur á ölgerð í heimahúsum — það er alls ekki hægt. Fólk á að fá að búa til sitt eigið öl. En það er engin hætta, þetta kemst aldrei í gegn,“ sagði einn viðskiptavinur verzlunarinn- ar Ámunnar í gær er hann var inntur eftir fyrirhuguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar til stöðvunar bruggs í heima- húsum. „Ef áfengisneyslan hefur minnkað eitthvað þá er það einfaldlega vegna þess að fólk hefur ekki peninga til að kaupa vín. Fólk er heldur ekki að brugga til að drekka sig fullt, það bruggar til heimilis- nota,“ sagði hann. Fleiri viðskiptavinir voru inntir þessarar sömu spurn- ingar og höfðu þeir flestir það sama að segja og voru allir sammála um að það væri mjög algengt að fólk stundaði brugg í heimahúsum. „Auðvitað maður, það er bruggað í öðru hverju húsi á íslandi," sagði ein frúin. Áman er sérverslun með tæki og efni til öl- og víngerð- ar en 25 slíkar verslanir eru í Reykjavík. „Það hefur verið mikið að gera hjá okkur í dag og í öllum öðrum verzlunum í Innflytjandi varar við kaupæði GUTTORMUR Einarsson for- stjóri heildverzlunarinnar Haf- plast hefur beðið Morgunblaðið að koma á framfæri þeirri viðvörun til almennings að grípa ekki til skjótra'ðis- aðgerða hvorki í innkaupum né ölgerð vegna tilmæla fjármála- ráðuneytisins þess efnis að skrúfað skuli fyrir innflutning á gersveppum því að allt slíkt óðagot kynni að verða vatn á myllu þeirra aðila í ráðuneyt- inu er svipta vilja landsmenn því sjálfsagða frelsi að laga eigið öl í heimahúsum. Þessi mynd var tekin í Amunni í gær. „Mér sýnist ekki annað en fólk sé byrjað að hamstra,“ sagði ein afgreiðslustúlkan þar. Mbl. sneri sér í gær til fjögurra alpingismanna og spurði pá álits á peim vilja fjármálaráðuneytisins aö gersveppir verði teknir af frílista og ÁTVR fenginn innflutningur peirra og hvort peir telji koma til greina aö setja löggjöf til að ákveöa einkasölu á pessu efni. Algjörlega út í bláinn — segir Friðrik Sophusson „ÞETTA er algjörlega út í bláinn,“ sagði Friðrik Sophusson. „Ég rækta þetta nú ekki sjálfur en ég minnist þess frá mínum háskóla- árum að þá áttu menn víngerla á flöskum og þeir gengu svona álíka auðveldlega milli manna og kákasusgerillinn sem nú flýtur um allt. Ég held að þessi breyting muni því alls ekki ná neinum tilgangi gagnvart bruggi og verði því aðeins dæmi um ríkisvald sem gengur of langt. Annars er ég stuðningsmaður bjórs hér á landi og tel að það sé rangt að fara með Islendinga eins og börn í því máli. Varðandi einokunarhugmyndina í þessu máli þá tel ég allt slíkt úrelt fyrirkomulag, hreina út- nesjamennsku og framsóknarhátt. Hvernig skyldi til dæmis standa á því að á íslandi einu landa, nema ef vera skyldi í Sovétríkjunum líka, er ekki hægt að fá almenni- legar eldspýtur. Við fáum bara eldspýtur sem brenna göt í skyrtur og húsgögn. Svarið er einfaldlega það að Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins hefur einkasölu á eldspýt- um. Þannig held ég að það sé full ástæða til að draga frekar úr umsvifum þessa fyrirtækis heldur en að auka þau.“ Ef raunhæft þá sjálfsagt — segir Páll Pélursson „Ég er ekkert frábitinn því að þetta komi vel til greina," sagði Páll Pétursson. „Ég er hins vegar ekki búinn að sjá hvernig fjár- málaráðherra ætlar að stemma stigu við brugginu, en ef hann kann ráð til þess þá tel ég sjálfsagt að styðja hann í því.“ Ekki skyn- samleg leið — sejjir Vilmundur Gylfason „Ég skil afstöðu fjármálaráðu- neytisins í þessu máli en ég er hins vegar þeirrar skoðunar að þetta sé ekki skynsamleg leið,“ sagði Vilmundur Gylfason. „Ég er fylgj- andi meiri frjálsræði í áfengislög- gjöfinni og tel til dæmis að hér eigi að leyfa bjór meðal annars vegna þess að það er allt fullt af bjór í landinu. Ég held að boð og bönn séu hér til hins verra en meira frjálsræði myndi breyta ómenningu í menningu. Burtséð frá brugginu tel ég ekki skynsamlegt að setja hluti, eins og ger í einkasölu. Meðal annarra hafa nokkrir bakarar lýst áhyggj- um sínum við mig vegna þess og vísa til þess að slíkt fyrirkomulag hafi áður stuðlað að því að halda verðinu uppi. Vandinn í þessu er hins vegar sá að það eru lög í landinu sem banna bruggun öls fyrir ofan vissan styrkleika og lögum ber aö hlýða og þá frekar breyta þeim en brjóta þau ef mönnum finnast þau óskynsamleg. Ég er hins vegar ekki reiðubúinn til að kveða upp úr með það nú hvort ganga eigi lengra í því ákveðna atriði að leyfa fólki að brugga i heimahúsum. Þessi vilji fjármálaráðuneytis- ins nú beinist að því að spyrna gegn lögbrotum og hann get ég skilið, en ég ítreka það álit mitt að við búum við úrelta áfengislöggjöf. Hin hliðin er svo auðvitað sú að síðasta áfengishækkun hefur ekki skilað ríkissjóði þeim tekjum, sem 'menn bjuggust við, enda er það gömul saga og ný að ofsköttun gerir það ekki heldur hrekur menn inn á aðrar brautir." Hafsjór af hræsni - segir Stefán Jónsson „í ÞEIM hafsjó af hræsni sem hefur einkennt opinbera afstöðu til áfengismála hér á landi hefur einni lítilli bauju alltaf skotið upp: að ástæðan til ríkiseinkasölu á áfengi væri fyrst og fremst sú að við viljum ekki láta verzla með áfengi í nýlenduvöruverzlunum eins og í Danmörku, þannig að hugmyndin á bak við þetta væri ekki fjáöflunarleiðin fyrir ríkis- sjóð heldur einhver hemill á áfengisneyzluna," sagði Stefán Jónsson. „Ég tel, þegar við lítum á þessi mál nú og út frá afstöðuleysi hins opinbera gagnvart því að áfengis- neyzla er orðin þjóðarböl, þá megi alveg eins líta á ráðstöfun af hálfu ríkissjóðs eins og þessa sem kjaraskerðingu! Þetta er hins vegar mál sem ég myndi ekki vilja standa að né greiða atkvæði á Alþingi. En þetta er lika mál sem ég vil taka afstöðu til út frá öðrum forsendum en fjárhagsstöðu ríkissjóðs."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.