Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 5 Formaður Landssambands bakarameistara: Gæóin,verðið og þjónustan bötnuðu - þegar gerinnflutningurinn var gefinn frjáls „Við erum í sjálfu sér á móti öllum boðum og bönnum í þessa átt. en sjálísagt fjetum við iítið sagt við því að ATVR verði veitt einkasala á gerinu. ef það er það sem stjórnvöld vilja. Við munum þá hins vcgar óska eftir því að ríkisvaldið hafi samráð við okkur um þetta mál þannig að tryggt verði að við fáum eftir sem áður efni til okkar starfa." sagði Kristinn Albertsson formaður Lands- sambands bakarameistara, þegar Mbl. bar undir hann þá hugmynd fjármálaráðuneytis- ins að afhenda ÁTVR innflutn- ing á gersveppum. „Áfengisverzlunin hafði einokun á þessu áður, en síðan var innflutningurinn gefinn frjáls og þá varð gerið miklu ódýrara, þannig að við hættum að skipta við áfengið," sagði Kristinn. „Einnig fengum við betri vöru eftir skiptin, en þetta er viðkvæm vara og áfengið flutti þetta inn hálfsmánaðar- lega, en aðrir innflytjendur vikulega. Breytingar á skipa- ferðum kunna að hafa átt einhvern þátt í þessari breyt- ingu. Eg skal ekki um það segja. En þjónustan batnaði líka, því áður urðum við að sækja vöruna til áfengisins en eftir breyting- una fengum við vöruna senda til okkar. Annars verða það nú ekki bara bakarar og bruggarar sem verða fyrir barðinu á þessari breytingu, ef af verður, þótt mest sé nú um þessa hópa talað. Eg er anzi hræddur um að fleirum bregði við því það er orðið mikið um það að fólk stundi alls konar sérbakstur í heimahúsum og þessi breyting mun ekki síður koma við þá starfsemi heldur en okkar bakstur og bruggið." Áfengissalan: Meiri og lengri sam- dráttur í sölu — eftir síðustu verðhækkun en áður „ÞAÐ hefur talsvert borið á því að minna magn seldist eftir síðustu vcrðhækkun á áfcngi,“ sagði Ragnar Jónsson skrifstofu- stjóri ÁTVR, er Mbl. spurði hann í gær. hvort áhrifa frá síðustu verðhækkun hefði gætt í sölu áfengis. Ragnar sagði að reynsl- an væri sú að jafnan drægi eitthvað úr sölu fyrst eftir verðhækkanir, en nú hefði sveifl- an orðið mun meiri en venjulega og héldist lengur. Ragnar kvaðst ekki hafa við höndina tölur í þessu sambandi. Birgir Stefánsson verzlunar- stjóri Snorrabrautarútsölunnar sagði að sér hefði virzt eins og ekkert drægi úr sölunni við verðhækkunina í júlí en við síðustu verðhækkun hefði dregið úr sölunni og hefði í september selzt talsvert minna magn en í sama mánuði í fyrra. Sagði Birgir að hvað magnið snerti hefði septembersalan verið 35—40% minni en salan í fyrra og að aukningin í krónutölu hefði aðeins verið um 30% meðan reiknað hefði verið með um 70% aukningu í krónutölu. „Ég man ekki eftir svona miklum og langvarandi samdrætti í sölunni," sagði Birgir. „Ég man eftir 30% verðhækkun árið 1968. Það dró talsvert úr sölunni fyrst eftir hana, en þó ekkert i líkingu við það sem nú hefur verið.“ Erlingur Ólafsson aðstoðar- verzlunarstjóri Lindargötuútsöl- unnar sagði: „Það hefur orðið greinileg fækkun á flöskunum, sem hér fara út. Venjulega hefur samdrátturinn eftir verðhækkun staðið í hálfan mánuð eða svo, en ég hef ekki merkt neina aukningu hvað magn snertir ennþá frá síðustu hækk- un.“ Lækkuö verö a þegar stórlækkuöum veröum á Stórútsölu og verksmiðjuútsölu Karnabæjar og Belgjagerðarinnar í kjallara Iðnadarmannahússins að Hallveigarstíg 1. D Pólar úlpur, barna- unglinga-, fulloröinna. D Anorakkar barna-, unglinga, fulloröinna, D Sloppar, kembuteppi. D Kerrupokar D Stórkostlegt úrval af alls konar efnum. D Kakhi buxur D Terylenebuxur D Herraskyrtur D Dömupeysur D Dömudragtir D Tweed pils D Kjólar D Bolir D Mussur D Flauelsbuxur D Denimbuxur D Dömublússur D Dömujakkar D Mittisjakkar D PilsD Herrajakkaföt m. vesti D DressD Herrajakkar D o.m.fl. o.m.fl. Pessa útsölu er ekki ruooa utouiu ui unni hægt að láta fram t sér fara á þessum síðustu og verstu tímum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.