Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 Hæstiréttur sýkn- ar mann sem var sviptur ökuleyfi Setti bíl sinn í gang undir áhrifum áfengis en ók honum ekki HÆSTIRÉTTUR sýknaði á föstudaginn mann nokkurn, sem hafði verið sviptur ökuleyfi og sektaður fyrir að setjast drukkinn inn í bifreið sína, ræsa hana en aka henni ekki. Gengur þessi dómur þvert á fyrri dóma í svipuðum tilfellum m.a. hæstaréttardóm frá 1968 og má því ætla að hér sé um stefnumarkandi dóm að ræða. Málavextir voru þeir, að um- ræddur maður, sem er utanbæjar- maður, fór með kunningja sínum á dansleik. Skildi hann bifreið sína eftir fvrir utan íbúð kunninfflans. Bílasali 1 gæzlu- varðhald BII.ASALI cinn í höfuðborK- inni var í Kær úrskurðaður í Ka/luvarðhald til 18. október n.k. vejjna rannsóknar á meintum svikum hans í sam- bandi við bflaviðskipti. RannsóknarlögreKla ríkisins hefur málið til rannsóknar en maöurinn var úrskurðaður í Kæzluvarðhald í sakadómi Reykjavíkur. Mál bílasalans hefur um nokkra hríð verið til meðferðar hjá Rannsóknar- löfírefílunni o;; þefjar fleiri kærur bárust á manninn þótti nauðsynlefít í þáfju rannsóknar- innar að hneppa hann í gæzlu- varðhald. Mbl. fékk það staðfest hjá sakadómi í gær, að gæzlu- varðhaldsúrskurðurinn hefði verið kveðinn upp en Rannsóknarlögrefílan vildi ekkert tjá sffí um málið þefjar blaðið hafði samband við hana í f;ær. Talaðist þeim til að utanbæjar- maðurinn myndi fjista hjá kunn- infyanum um nóttina. A dans- leiknum urðu þeir félagarnir viðskila og hélt utanbæjarmaður- inn heim til kunningja síns að dansleik loknum. Var þá enginn þar heima. Hélt maðurinn þvi næst í leigubíl upp í Breiðholts- hverfi, þar sem systir hans bjó. Þar var heldur enginn heima. Sneri maðurinn þá aftur heim til kunningjans vestur í bæ en þar var allt við það sama, kunninginn ekki kominn heim. Þetta var að vetri til og 8 stiga frost úti. Greip utanbæjarmaður- inn nú til þess ráðs að fara í bíl sinn, ræsa hann og setja miðstöð- ina í gang. Að þvi búnu lagðist hann í aftursætið og sofnaði. Lögregluþjónar komu að mannin- um síðar um nóttina og færðu hann niður á stöð til skýrslutöku og síðar til blóðtöku. Of mikið áfengismagn reyndist vera í blóði mannsins og í héraði var hann sviptur ökuleyfi tíma- bundið og sektaður. Maðurinn undi ekki þessum dómi og áfrýjaði til Hæstaréttar. í dómi Hæstarétt- ar segir, að allt bendi til þess að maðurinn segði sannleikann í málinu og miðað við aðstæður sé ekki rétt að svipta hann ökuleyfi og sekta hann og var dómi héraðsdóms hnekkt. Dómsniður- staðan var samhljóða. LÍKNARFÉLAGIÐ Risið efndi nýlega til happdrættis til ágóða fyrir starfsemi sína, en markmið félagsins er að reka eftirmeðferðarheimili fyrir drykkjusjúklinga, þ.e. heimili þar sem þeir geta dvalið eftir meðferð á hinum ýmsu stofnunum. Nú rekur félagið heimili að Tryggvagötu 4 í Reykjavík, en áður var heimilið til húsa að Brautarholti 22. Á heimilinu í Tryggvagötu er rúm fyrir 12 manns og leitar félagið nú að öðru húsnæði fyrir starfsemina til kaups eða leigu og var efnt til fyrrgreinds happdrættis til að afla nokkurs fjár í því skyni. Gekk happdrættið sæmilega að sögn forráðamanna Risins, en formaður félagsins er Valgarður Breiðfjörð. Vinningsnúmerið kom á miða nr. 16761 og var vinningurinn, Renault R-5, afhentur nýlega. Frióun þorskstofnsins: 42 af 77 togurum búnir með sinn tíma Sleppt úr gæzlu FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar hefur sleppt úr haldi einum fjórmenninganna, sem setið hafa inni vegna rannsóknar nýja fíkni- efnamálsins. Sá hafði setið lengst inni eða í 10 daga. Málverka- sýning Málverkasýning Ágústs Pcter- sens á Kjarvalsstiiðum hefur verið vel sótt. Sýningin stendur í rúman hálfan mánuð og lýkur um næstu helgi. Ingunn í sfldinni. Ljósmynd Mbl. SÍKurgeir. K ársnesprestakall BARNASAMKOMA verður í Kársnesskóla í Kópavogi klukkan 11 árd. í dag, sunnudag. — Sóknarprestur. MORGUNBLAÐIÐ spurð- ist íyrir um það í gær hjá sjávarútvegsráðuneytinu hvernig friðunaraðgerðir hefðu gengið í sumar, en sem kunnugt er var togur- um bannað að stunda þorskveiðar í alls 30 daga á tfmabilinu 1. ágúst til 15. nóvember. Fyrir svörum varð Stein- unn Lárusdóttir fulltrúi. Hún veitti blaðinu þær upplýsingar að 42 af 77 togurum hefðu lokið sínum tíma en mjög margir myndu ljúka sínum tfma á næstunni. Sagði Steinunn að framkvæmd friðunar- aðgerðanna hefði gengið vel að mati ráðuneytisins. Kökubasar V.L-nema KRAKKARNIR í Verzlunarskóla íslands hafa síðustu daga verið að undirbúa kökubazarj sem þau halda í > dag, sunnudag til ágóða fyrir ferðasjóð nemenda. — Verður bazarinn að Hallveigar- stöðum og hefst klukkan 2 síðd. Svo sem kunnugt er var togur- um bannað að stunda þorskveiðar eina viku í byrjun ágúst. Síðan var útgerðum togaranna heimilað að ákveða hvenær sumars togararnir væru frá þorskveiðum þær 3 vikur sem eftir voru. Friðunartimabilið er til 15. nóvember n.k. eins og áður er sagt. Fjöldamörgum togur- um hefur verið beint á aðrar veiðar á meðan þorskveiðibannið hefur gilt og hefur þá verið fylgst með því að þorskur í afla þeirra færi ekki yfir ákveðið mark. Landris við Kröflu komið í hættumark Almannavarnir sækja um fé til mælavaktar „HÆÐ landsins á Kröflusvæðinu er komin í hættumark og því rekur nú allt á eftir því að mælavaktin í Rcynihlíð komist á hið fyrsta," sagði Guðjón Peter- sen framkvæmdastjóri Almanna- varna ríkisins í samtali við Mbl. í gær en Almannavarnir hafa farið þess á leit. að ríkissjóður leggi fram tæpar tvær milljónir króna til að kosta mælavakt í Reynihlíð og kostnað af dvöl vísindamanns til að fylgjast með jarðfra-ðileg- um þáttum nyrðra. „Við getum sett mælavaktina á strax, cf eitthvað fer að gerast, því við höfum fé til hennar í nokkra daga." sagði Guðjón. „en bciðni okkar til ríkissjóðs er miðuð við fjögurra vikna vajkt." Þolir loðnustofninn ekki miUjón tonna veiði? Sídustu árgangar minni en fyrr, segir Hjálmar Vilhjálmsson MOllGUNBLAÐIÐ hafði í gær samhand við Iljálmar Vil- hjálmsson fiskifra'ðing og innti umsagnar hans á veiðiþoli loðnustofnsins að mati fiskifra-ðinga. „Þessi fisktegund er ákaflega skammlíf," sagði Hjálmar, „og venjulegar reikningsaðferðir í þessum efnum eru því ónothæf- ar. Hins vegar höfðum við eftir krókaleiðum myndað okkur þá skoðun að langtímaveiðiþol væri í kring urn 1 milljón tonna á ári og ef til viil meira. Ráðlegt þótti þó að fara ekki upp fyrir 1 milljón tonna mörkin á meðan vissan væri ekki meiri um framgang stof.nins. En þetta sjónarmið okkar var meðan alit lék í lyndi varðandi endurnýjun stofnsins en sam- kvæmt síðustu rannsóknum á loðnuklakinu og seiöafjölda í ágúst s.l. bendir allt til þess að árgangarnir frá 1976, ‘77 og ‘78 séu mun minni en árgangarnir árin á undan, en þessir þrír árgangar eru einmitt að koma inn nú. Það má því vera að loðnustofninn þoli ekki að veidd séu milljón tonn. Við -teljum þó ekki rétt á þessu' stigi málsins að setja veiðikvóta, en þeim upplýsingum sem liggja fyrir þarf að fylgja eftir og þær rannsóknir sem nú eiga sér stað varpa vonandi betra ljósi á stofnstærðina en þær rannsókn- >r byggja fyrst og fremst á merkingum og notkun fiskleit- artækja. Ef miðað er við veiðikvóta er rétt að slikt miðist við byrjun júlí og fram í apríl, en það er í rauninni sama loðnuumferðin sem er um að ræða á þeim tíma. Við erum nú í fyrri hluta hugsanlegs kvótatímabils og höfum því enn talsverðan tíma til þess að gera athuganir og tillögur í þessum efnum ef nauðsyn krefur.“ Guðjón sagði að ómögulegt væri að segja nokkuð um það hversu langur tími liði frá því landhæðin kemst í hættumark samkvæmt hallamælum og þar til umbrot verða. „Það hafa liðið 10 dagar og allt upp í 3—4 vikur,“ sagði Guðjón, „og í desember í fyrra rokkaði þetta til og frá nokkurn tíma. Það sem gerir ástandið nú sérstaklega hættulegt er það, að menn eru á því að norðursvæðið sé orðið fullt og því séu mun meiri líkur á hlaupi til suöurs til byggðarinna.r og Kísiliðjunnar.“ Guðjón sagði að til mælavaktar væri sótt um tæplega 1200 þúsund krónur en hún er hugsuð í 4 vikur og um 800 þúsund krónur er sótt til að kosta dvöl vísindamanns til að fylgjast með jarðfræðilegum þáttum, en sú dvöl er hugsuð í sex vikur. Upphæðirnar eru miðaðar við tjlboð jarðfræðistúdenta, en einmg hefur verið leitað til heimamanna og sagði Guðjón að áætlaður kostnaður í þeirra tilviki væri svipaður. Leiðrétting VEGNA rangra upplýsinga var rangt farið með nöfn í frétt í blaðinu í gær um andlát Sigurðar Snorrasonar bónda á Gilsbakka. Hið rétta er að hann er fæddur : Laxfossi og fyrri kona hans hé Guðrún Magnúsdóttir, en eftirlif andi kona hans heitir Ann: Brynjólfsdóttir. Eru viðkomand beðnir velvirðingar á þessun mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.