Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 Fylgst með ádrætti í Ellióaánum • I>að þurfti fjóra til að ráða við stóran lcjjjnn kassabíl. Hann rcyndist þó óhæfur í klakið og var sleppt. • Vamn lax xrciddur úr netinu. „Svona svona strákar, takið mjúklega á konunum4, var það fyrsta sem undirritaður heyrði er hann lagði leið sína inn í Grænugróf við Elliðaár, sunnudaginn 1. október. Þar fór þá fram ádráttur í klak á vegum Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Stangaveiðifélagsins. Þarna var töluverður flokkur starfsmanna og sjálfboðaliða og ekki veitti af öllum mannskapnum, því að sannarlega var handagangur í öskjunum þegar mest gekk á. Stór dagur Ádrátturinn er árviss viðburður í ánum og álitlegur hópur Elliða- árveiðimanna lætur sig aldrei vanta, því að þetta er stór dagur í lífi þeirra. Þeir taka þarna virkan þátt í uppbyggingu þeirrar ár sem þeim er kærust og þeir sækja afþreyingu sína til á sumrin. Fyrir dellukarla er þetta auk þess stórskemmtilegt athæfi, því að fátítt er, svo ekki sé meira sagt, að stangaveiðimenn komist í svo óða laxveiði sem hér er um að ræða, þó svo að að öðrum veiðarfærum sé beitt. Þess vegna er glatt á hjalla er dagurinn stóri rennur upp. Hrygnurnar vinsælar Hrygnurnar og stærri hængarn- ir njóta mun meiri vinsælda heldur en smáhængarnir, í fyrsta drætti í Grænugróf voru innbyrtir 30—40 laxar, en aðeins örfáar hrygnur voru þar á meðal. Óánægjukurr fór um svæðið, en fljótlega kom sú kenning upp, að hrygnurnar lægju allar við botn- inn og létu draga netið yfir sig, þær myndu síðan allar koma upp í næsta drætti, enda væru þær þá að synda um hylinn í leit að bændum sínum. Menn tóku gleði sína á ný, einn tók á rás með nokkra laxa í poka. Vörubíll beið fyrir neðan skeiðvöllinn með kistu mikla á pallinum. Einhver kallaði á eftir manninum: — Heyrðu, ertu með hænga í pokanum? Hinn svaraði að bragði: — Hænga? Hvað heldurðu að ég sé eiginlega. Ég lít ekki við öðru en kvenfólki. Ekki bara lax í netin Það kenndi ýmissa grasa, er skoðað var innihald netanna eftir hvern drátt. Sérstaklega var það skrautlegt sem á land kom í Grænugrófinni. Þar var innbyrt barnakerra, kassabíll og stór Tóbíspúnn, allt að því er virtist í fullkomlega góðu ásigkomulagi. Ekki höfðu Elliðaármenn áhuga á þessum gripum í klakið og var þeim sleppt ásamt 15—20 smá- hængum, sem nú eru sennilega að bölva kvenmannsleysinu í Gróf- inni. Þá hljóp stór sjóbirtingur í netið og á þeirri stundu hefur hann örugglega óskað að hann væri lax en ekki urriði, því aö í staðinn fyrir að hverfa lifandi ofan í kistu, hvarf hann dauður ofan í regnkápuvasa. Einhver hefur misst þann stóra Er fullreynt þótti í Grófinni, voru nokkrir fiskar teknir úr Ullarfossi og síðan var haldið í Efri Móhyl. Það var mikið sjónar- spil sem bar fyrir augu manna þar, er nethringurinn var þrengdur eftir fyrsta dráttinn í hylnum. Nákvæmlega 100 laxar voru þá í hringnum og engu var líkara en að hylurinn allur kraumaði eins og vatnshver. Það var athyglisvert hve margir verulega stórir laxar komu upp, en löngum hefur verið talið að í Elliðaánum séu ekkert annað en smátittir. Einn úr Efri Móhyl var lauslega áætlaður 15—17 pund og í kjaftviki hans var öngull ásamt smástubb af línu. Fleiri slíkir boltalaxar voru plat- aðir á land, þó að þessi hafi verið einn um að hafa fyllingar í tönnunum. Dularfull sár á nokkrum löxum Af og til mátti sjá laxa flekkaða Ijótum sárum, misjafnlega vel grónum. Voru sár þessi oftast á hliðum og bökum laxanna. Ljóst er að mikið er um mink við árnar og til eru selir í Faxaflóa. Vafalaust hafa nokkrir þessara fiska hlotið skrámur sínar í átökum við rándýr þessi. En undirritaður hyggur þó að laxarnir séu fleiri, sem sloppið Einn af höfðingjunum f Elliðaán- um. hafa af þríkrækjum bæði gutta úr nærliggjandi hverfum og veiði- manna sem ganga með vopn þessi í vösum sínum og þykjast vera miklar veiðiklær, vinna jafnvel til verðlauna fyrir veiðidugnað sinn í ánum. Þetta er ekki tilgáta, undirritaður hefur séð til þessara manna við árnar, meira að segja fyrir allra augum við Sjávarfoss- inn. Húkk er stundað í ríkara mæli heldur en margur ætlar, t.d. sá undirritaður í sumar laxa, bæði í Leirvogsá og Laxá í Kjós, sem syntu um með þríhúkka í bakinu, auk þess sem hann fann á bökkum beggja ánna tól og tæki afreks- mannanna. Ferlíki eru tii í ánum Runólfur Heydal stjórnaði að- gerðum við Elliðaár af miklum dugnaði. Eitt sinn er stór og luralegur hængur var gripinn og haldið á loft, stóðst hann ekki rr^tið og sagði undirrituðum éftirfarandi sögu: „Það var fyrir eitthvað 3 eða 4 árum, að við sáum geysilega stóran lax í einum hylnum, við fengum einn 24,5 punda það árið, en þessi var augsýnilega miklu stærri. Hann var örugglega um eða yfir 30 pund. Hvað eftir annað komum við netinu á hann, en hann reif sig lausan jafnharðan. Eftir nokkrar tilraunir var risanum nóg boðið, hann synti í netið á geysilegum hraða og þar skildi með okkur, hann skildi eftir gat í netinu að skilnaði". Runólfur brosti er hann minntist drekans mikla og sagði síðan að lokum: — Þetta var einn af höfðingjunum í Elliðaánum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.