Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 19 Eyjólfur Guðmundsson skrifar frá Noregi: Ágengni Rússa á norðurslóðum Algengt umræðuefni manna á meðal eru sam- skipti Norðmanna við „stóra“ nágrannann í austri — Sovét-Rússland. Sem kunnugt er hafa Rússar sýnt vaxandi ágengni á norðurslóðum, bæði hvað snertir Barents- hafið og markalínuna þar, og eins að þeir neita að virða norsk lög á Svalbarða, sem er viðurkennt norskt landsvæði. Við þetta bætist að skip frá Sovétríkjunum gerðust á tímabili tíðir gestir uppundir landstein- um í N-Noregi, og lögðust þar við akkeri. í tilfellum, sem þeim var vísað burt, afsökuðu Rússarnir sig, og báru við slæmu veðri, þrátt fyrir blæjalogn og heiðan himinn! Nú síðast gerist það að rússnesk njósnaflugvél, vopnuð fallbyssum, rekst á fjallið á eyjunni Hopen, suður af Svalbarða. Menn frá norsku veðurathugunar- stöðinni þar finna flakið, og norsk yfirvöld kanna svæðið og finna sjö Rússa látna. Rússum er tilkynnt um málið en þeir krefjast þess að fá allar leifar af vélinni. Norðmenn verða við óskum Rússa, að því undanskildu að þeir taka með sér svo- kallaðan ferðskrifara. Ferð- skrifari þessi er hnattlaga útbúnaður, 90 sm. í þver- mál, og inniheldur flókin tölvutæki sem gefa upplýs- ingar um ferðalag vélarinn- ar allt að 200 síðustu flugtímana. Er ekki annað en eðlilegt að Norðmenn vilji fá upplýsingar um þetta og fleira, sem getur gefið upplýsingar um njósnaflug Rússanna. Mál þetta hefir nú verið rætt af æðstu mönnum Noregs og þrátt fyrir mót- mæli Rússanna, hafa Norð- menn ekki látið undan síga. Segjast þeir sjálfir munu rannsaka ferðskrifarann, en heimilt sé Rússum að senda fulltrúa sem sjónarvott. Þegar þetta er ritað hafa Norðmenn ekki jennþá opn- að ferðskrifarann, en á meðan reyna Sovétmenn að þving;a Norðmenn til und- anlátssemi í málinu. Deilan um þetta, sem norska stjórnin reyndar gerir lítið. úr, verður að teljast fróðleg „aflraun" Norðmanna og Rússa, og úrslitin gefa vísbendingu um það hvort Norðmenn séu nægilega sterkir til að standa á rétti sínum. Hvað snertir almenning í Noregi, hefir óánægja farið vaxandi, vegna þess að mörgum finnist sem ráða- menn landsins hafi ekki sýnst nægilegan áhuga varðandi hinar norðlægu eyjar ríkisins — Svalbarða. Ennfremur er það álit margra að bráðabirgða- samningarnir við Sovét, um mörkin í Barentshafinu, séu óhagstæðir fyrir Noreg og Norðmenn munu svara út- þenslustefnu Sovét-Rússlands með auknum landvörnum. Norski herinn verður fjölmenn- ari, eftir að konum var gefinn kostur á að taka þátt í vörnum landsins. geti orsakað aukna hættu á árekstrum þar norður frá. Atburðir síðustu missera hafa óumdeilanlega orðið til þess að norska stjórnin mun taka þessi mál fastari tök- um. Krafa Norðmanna hlýtur að vera, að Sovét- menn virði norsk lög, á norsku landi, en að öðrum kosti „pakki þeir saman sínu dóti, og hypji sig burt“. Virðist svo sem menn í öllum stjórnmálaflokkum séu sammála þessu, og er sama að segja um kommún- istsinnaða aðila. Samkvæmt alþjóðasamn- ingi frá um 1920 er yfir- ráðaréttur Norðmanna á Svalbarða viðurkenndur, en samkvæmt honum hafa bæði Rússar, Bandaríkja- menn ofl. þjóðir rétt til aðstöðu þar, en undir norskri lögsögu. Rússar hafa notað sér þessa að- stöðu, og telja sig vinna kol úr jörðu. Athyglisvert er þó að þeir vinna margfalt minna magn en Norðmenn, þótt þeir séu hins vegar helmingi fleiri! Samkvæmt áðurnefndum samningi á Svalbarði að vera óvopnað svæði, en s^nnast hefir nú að Sovét- menn hafa brotið þær regl- ur. Njósnaflugvél þeirra, sem fórst á Hopen fyrir skömmu, var vopnuð fall- byssum og hafði auk þess innanborðs fjölda smá- vopna og skotfæra í ríkum mæli. Er norska þingið kemur saman í okt. nk. má gera ráð fyrir að varnar- og öryggismál landsins verði ofarlega á baugi. Fullvíst má telja að vaxandi ágengni Rússa á norðurslóðum verði til umræðu, og þeir atburðir verði þess valdandi að auð- veldara verði að fá sam- þykkt hærri fjárlög til landvarna en nokkru sinni áður. Bílasýning — Bílasýning — Bílasýning — Bílasýning — Bílasýning — Bílasýning — Bílasýning Daihatsu Charade Bílasýning í dag kl. 10- Verið velkomin nýr og rökréttur valkostur Kynnið ykkur japanska verðlaunabílinn frá Daihatsuverksmiðjunum, Daihatsu Charade 1000, sem kjörinn var bíll ársins er hann kom á markaðinn í Japan seint á síöasta ári. Daihatsu Charade er rökrétturi valkostur fyrir þá, sem vilja eignast góðan, traustan og aflmikinn bíl, sem eyöir innan viö 6. lítra á 100 km. Frábæran bíl til aksturs í borgum og bíl, sem fjölskyldan getur feröast í. Daihatsu Charade 1000 er fimm manna, fimm dyra, framhjóladrifinn fjölskyldubíll knúinn þriggja strokka fjórgengisvél. Daihatsu Charade er nýjasta dæmiö um hugvitssemi japanskra bifreiöasmiöa í heimi orkukreppu og hækkandi eidsneyt- isverös. Einfaldur, sterkur, fallegur og vinnur verkin meö sóma. DAIHATSUUMBOÐIÐ BRIMBORG H/F. Ármúla 23. Sími 81733. Bílasýning — Bílasýning — Bílasýning — Bílasýning — Bílasýning — Bílasýning — Bílasyning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.