Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 1
229. tbl. 65. árg SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Austurstræti Óljös biðstaða liamiio. 7. okt. AP. . ÞEGAR 29. einvígisskákin fór í bið var staðan óljós, on frammi- staða Kortsnojs, sem hafði hvi'tt, kom á óvart er hann ruddist skyndilega inn í vörn Karpovs. Við þetta veiktist nokkuð staða peða áskorandans. Biðskákin verður tefld á morgun. Kortsnoj er illa haldinn af kvefi og sólbruna, en ekki virtist það há honum við taflborðið í dag. Kortsnoj beitti enskri byrj- un og voru fyrstu leikirnir um fátt óvenjulegir. Síðari vatt Kortsnoj kvæði sínu í kross og greip til afbrigðis, sem lítið er notað, því að það veitir svörtum tækifæri til mannaskipta snemma í taflinu og greiðir þannig fyrir jafntefli. Líbanon: Ekkert lát á bardögum þrátt fyrir áskorun öryggisráðsins Bcirút. 7. október. Reutcr. AP. ÞRÁTT fyrir áskorun öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í' gærkvöld um tafarlaust vopna- hlé í Líbanon héldu bardagar áfrain í inorgun af engu minni hörku en undanfarna daga. Þó er eins og nokkuð hafi dregið úr átökum milli sýrlenzkra her- manna og kristinna hægri manna Misjöfn viðbrögð við för Ian Smiths New York, 7. október, Reuter. AP. IAN Smith, forsætisráðherra Rhódesíu, kom ásamt séra Ndabaningi Sithole, einum þriggja blökkumanna í stjórn Rhódesíu, til Bandaríkjanna í morgun. Meðan á dvöl þeirra stendur í Bandaríkjunum hyggst Smith reyna að fá stuðning Bandaríkjamanna við stefnu sína varðandi væntanlega meirihlutastjórn blökkumanna í landinu. Viðbrögð víða um heim eru mjög misjöfn vegna farar Smiths og Sithole, I fréttum frá Rhódesíu í morgun segir, að stjórnarsinnar telji för Smiths vera meiriháttar sigur fyrir stefnu hans þar í landi, en hvítir stjórnarandstæðingar telja hins vegar að för þeirra félaga verði aðeins til að auka blóðsúthellingar í landinu á næstu mánuðum. Auk þingmannanna 27 sem að heimsókn þeirra til Bandaríkjanna standa, hyggjast Smith og Sithole hitta Cyrus Vance, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, að máli og reyna að fá hann til fylgis við lan Smith. stefnu þeirra. í návígi í Beirút. Leiðtogar kristinna manna hafa harðlega átalið bryggisráðið fyrir vopna- hlésáskorunina og scgja að eina leiðin til að binda enda á bardag- ana sé að sýrlenzka gæzluliðið, sem er í Líbanon í krafti Araba- bandalagsins, hverfi þcgar úr landinu. cn í staðinn komi alþjóð- legar friðargæzlusveitir. Almennt er talið að samstaða bæði Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna í vopnahlésályktun Öryggis- ráðsins auki nokkuð líkur á því að hægt verði að skakka leikinn á næstunni. Megi gera ráð fyrir að ítök Bandaríkjanna í ísrael komi að gagni, á sama hátt og Sovétrík- in séu líkleg til að beita áhrifum sínum í Sýrlandi. Hoss forsætisráðherra Líbanons hefur lýst ánægju sinni með þá ráðstöfun Kurt Waldheims fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna að fá Sadruddin Aga Kahn prins, fyrrum forstöðumann Flóttamannastofnunar SÞ, til að fara til Líbanons og reyna mála- miðlun, um leið og hann kannar hvernig hægt sé að haga mannúðarstarfi. Myrtu fyrr- verandi for- setaframbjóð- anda í Mexikó Mcxíkó. 7. október AP — Reuter GILBERTO Florcs. fyrrverandi forsctaframbjóðandi í Mcxíkó. og ciginkona hans fundust myrt í rúmi sínu í gærkvöldi. að því er mcxíkanska lögrcglan tiikynnti i morgun. Það var átta ára gömul sonar- dóttir Monoz sem fann þau hjónin í blóði sínu, en þau höfðu þá veriö skorin á háls og munu hafa látizt samstundis að sögn lækna. Á árunum 1950 til 1960 gerði Monoz, sem var 72 ára er hann var myrtur, nokkrar tilraunir án árangurs til að hljóta kosningu sem forseti landsins. Hann hefur auk þess setið um áratuga skeið á þingi og gegnt þar mörgum ábyrgðarstöðum svo sem stöðu landbúnaðarráðherra. Um skeið var hann ríkisstjóri í Nayratiríki í Vestur-Mexíkó. Þá var Monoz allt til dauðadags formaður Sambands sykurframleiðenda í Mexíkó, en þau samtök eru mjög valdamikil þar í landi. I tilkynningu lögreglunnar seg- ir, að enn hafi ekki komið nein vísbending fram um ástæður fyrir þessu hryllilega morði. Bokassa rak son sinn í útlegð Bokassa kcisari París — 7. október — AP GEORGES Bokassa. sonur kcis- ara Miðafríkukeisarada'misins. cr kominn til Parísar ásamt konu sinni og tvcimur börnum. Hann var til skamms tíma, varnarmálaráðhcrra í stjórn föður síns. cn segir hann hafa látið sig og f jölskyldu sína dúsa í stofufangelsi í 17 daga. Hafi keisarinn síðan vísað þcim úr landi og sc ástæðan fyrst og frcmst sú. að hann sc orðinn svo tortrygginn og hra»ddur um cigið skinn að hann treysti ckki cinu sinni sínum nánustu lcngur. Bokassa eldri náði völdum í Miðafríkuríkinu í byltingu hers- ins árið 1965, lýsti það síðan keisaradæmi með sjálfan sig trónandi í hásætinu. I desember í fyrra lét hann krýna sig við makalausa athöfn, sem þrátt fyrir örbirgð landsmanna var íburðarmeiri en þekkzt hefur. Um leið útnefndi hann yngsta son sinn ríkisarfa, en alls á Bokassa þrjátíu börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.