Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978
25
lendis fram til þessa og mun
hetra en hlustrið á Bowie
útgáfunni.
Byrjunin
á jólaplötu-
flóðinu
Þar sem nú fer að styttast í
jólasölu platna eru erlendir
listamenn þegar farnir að gefa
út sínar „jóla“plötur ef svo má
orða það. Vinsælastir þeirra
sem eru að gefa út plötur þessa
dagana eru líklega Elton John,
Yes og Santana.
Plata Elton John heitir „A
Single Man“ og kemur út í
Bretlandi 20. október. Á plöt-
unni eru ellefu lög og kemur eitt
þeirra „Part Time Love“ út á
lítilli plötu. Hljómlistarmenn á
plötunni eru m.a. Steve Holly,
hinn nýi trommuleikari Wings,
Ray Cooper (slagverk),Tim
Renwick (gítar) og Clive Franks
(bassagítar).
Plata Yes er að koma út um
þessar mundir og heitir
„Tormato“. Meðal laganna er
eitt sem heitir „Don’t Kill The
Whale“ og er líka á lítilli plötu.
Santanaplatan heitir „Inner
Secrets" og er sú fyrsta eftir
hina vinsælu „Moonflowers".
Óvenjulitlar breytingar hafa
orðið á hljómsveitinni síðan á
Eggert Pálsson (t.v.), Kjartan ólafsson og Kristján Sigurmunds-
son við stafla af plötuumslögum. Vonandi sitja þeir ekki uppi
með allan staflann vegna dræmrar sölu.
nú. Fyrir bragðið er viss ferskleiki
yfir lögunum og hljóðfæraleikur
fjórmenninganna kemst mun betur
til skila.
Slagbrandur ræddi stuttlega við
þrjá hljómsveitarmeðlimanna,
Eggert Pálsson, Kristján Sigur-
mundsson og Kjartan Olafsson og
útgefanda plötunnar Braga
Guðmundsson prófkúruhafanda í
Festi í Grindavík. Því miður var
Pétur Jónasson ekki staddur hér-
lendis, hann er í Mexíkó að leggja
stund á gítarnám. Pjetur og
Úlfarnir er árs gömul hljómsveit,
en lítið hefur farið fyrir hljóm-
sveitinni þetta ár, því ekkert hefur
hún gert af því að spila opinber-
lega. Þess í stað hefur hljómsveitin
leikið fyrir dansi á skólaböllum hjá
framhaldsskólum! Engin breyting
verður á þessu í vetur því áfram
mun hljómsveitin halda sig frá
sauðsvörtum almúganum. Það er
kannski helzt að hljómsveitin muni
leika á tónlistarkvöldum, en ann-
ars er allt óráðið um framtíðina,
þar sem Pétur verður í Mexíkó í
vetur og án hans leikur hljómsveit-
in ekki opinberlega.
Það var síðan í apríl að hug-
myndin um að gefa út plötu skaut
upp kollinum og Bragi Guðmunds-
son, sem hafði heyrt í hljómsveit-
inni, er hún lék fyrir balli í Festi,
bauðst til að gefa út plötu með
Back, Comes A time, Look Out
For My Love, Peace Of Mind,
Lotta Love, Human Highway,
Already One, Field Of Oppor-
tunity, Motorcycle Mama.
DÖMUFRÍ
(Steinar hf 025)
Flytjenduri Dúmbó og Steini
Dömufrí er týpísk íslensk
„múzak“ plata til að leika í
óskalagaþáttum, hlusta í við
vinnuna, eða sem bakgrunn í
heimahúsi. Á plötunni er ekkert
nýtt undir sólinni, nokkur lög
ágæt önnur sæmileg og enn
önnur léleg. Hljóðfæraleikurinn
er ekkert sérstakur og út-
setningar allar fremur daufar,
sem sýnir að ekki er nóg að hafa
góðan liðsmann við upptöku-
stjórn. Auk þess hefur tækni-
mönnum ekki tekist neitt
óvenjuvel til við upptöku, alla-
vega hljóma diskarnir hans
Ragnars Sigjónssonar hálf an-
kannalega. /
I mörgum tilfellum, sérstak-
lega þegar um frumsömdu lögin
er að ræða, hefur útsetning
brugðist, þar sem lag gefur oft
möguleika á líflegheitum. En
kannski hefur ætlunin verið sú
að gera plötu sem þær gætu Svo
tekið með sér í hringferðina eins
og það heitir, ráðið því að alls
staðar eru farnar troðnar slóðir
í frösum og blúnderingum. En
þó að hér hafi ekki til tekist
eins og ég vildi helst, er ekki
líklegt að meira hafi staðið til.
Léttleikinn hefur án efa átt að
sitja í fyrirrúmi og' þar hefur
sæmilega til tekist. Tvö af léttu
lögunum þykja mér vel fram-
bærileg, „Fiskisaga" sem ég
gæti trúað að ætti eftir að verða
vinsælt, og „Halló Apabróðir"
eftir þá Hauk Ingibergsson og
Bjartmar Hannesson. Annað lag
sem vel tekst er lag Þóris
Moonflowers, Santana, Graham
Lear (trommur), Paul Rekow
(slagverk), Pete Escovedo (slag-
verk), Greg Walker (söngvari)
og Dave Morgan (bassagítar)
eru allir enn. Tom Coster hefur
aftur á móti hætt og nýju
liðsmennirnir eru Chris Solberg
(gítar) og Chris Rhyne (hljóm-
borð) og auk þess er öldungur-
inn Armanda Pera (slagverk)
aftur kominn í hópinn. Platan á
að koma út 13. október.
Aðrar- athyglisverðar plötur
eru t.d. „Bursting Out“ með
Jethro Tull og „Live At Last“
með Steeleye Span, báðar
hljómleikaplötur, fyrsta
stúdíóplatan frá Richard
Thompson í þrjú ár „First
Light" en á plötunni nýtur hann
aðstoðar Willie Weeks (bassa)
og Andy Newmark (trommur)
auk Neil Larsen (hljómborð),
Simon Nicol (gítar) og Lindu
Thompson, konu sinnar.
Maddy Prior er líka með nýja
„Changing Winds“ og Joan
Armatrading með „To The
Limit“, Queen með „Jazz“ í lok
nóvember, og Gentle Giant með
„Giant For A Day“.
Þá má geta þess að næsta
plata frá Eno heitir „Music For
Films“ og Robert Fripp, fyrrum
konungur King Crimson er með
sólóplötu? „The Last Of The
New York Heartthrobs", en
Fripp hefur átt drjúgan þátt í
gerð beggja sólóplatna Peter
Gabriels.
þeim. I júní var platan svo tekin
upp, en vegna misskilnings kom
hún ekki út fyrr en nú, en
upprunalega stóð til að hún kæmi á
markaðinn seint í ágúst.
Um nafn hljómsveitarinnar er
það að segja að Pjetur er hugar-
fóstur hljómsveitarmeðlimanna og
jafnframt fimmti meðlimur hljóm-
sveitarinnar. Þeir sjálfir eru hins
vegar úlfarnir.
Það verður engan veginn sagt að
fjórmenningarnir séu nýgræðingar
á sviði tónlistar. Þeir hafa allir
stundað nám í tónlistarskólum og
þrír þeirra hafa leikið með Sin-
fóníuhljómsveitinni. Pétur útskrif-
aðist úr tónlistarskóla í vor, en
hann hafði stundað gítarnám undir
leiðsögn Eyþórs Þorlákssonar.
Kjartan hefur stundað nám í
píanóleik og sömu sögu er að segja
af Kristjáni, en hann hefur ásamt
Eggerti einnig lært að leika á
slagverk.
Aðeins tveir þeirra hafa þó áður
leikið í pop-hljómsveit, Eggert var
í Tívolí og Pétur var í Incredibles.
Þá hafa Eggert og Kristján leikið í
lúðrasveitum.
Lítið sögðust þremenningarnir
og Bragi vita fyrir fram um
viðtökur plötunnar, sjálfsagt væri
að vona aðeins hið bezta. Hitt er
annað mál að ef platan fær góðar
viðtökur, kæmi vel til greina að
hljómsveitin gæfi út breiðskífu
næsta ár. Og þá verður gaman að
lifa.
SA
Baldurssonar með texta Þor-
steins Eggertssonar, „Leyndar-
mál“, sem mig minnir að hafi
verið á fyrstu litlu plötu Dáta,
sem voru uppi hér á Bítlatíma-
bilinu. Af þeim lögum sem eftir
er gat ég ekki sætt mig við ýmist
útsetningar, söng og flutning
yfir höfuð til dæmis finnst mér
að gömlu Dave Clark Five lögin
ættu betri flutning skilið (Þú er
allt og Allir út). Lögin „Sumar
er í sveit" og „Ástin mín ein“
koma næst hinum þrem fyrst-
nefndu að gæðum, en „reggae”
takturinn í „Sumar er í sveit" er
heldur klaufalegur.
Annars er platan eins og fyrr
segir týpísk „múzak", og eru
slíkar plötur alltaf vænlegar til
vinsælda.
Pétur Halldórsson hannaði
hulstrið sem er góð hugmynd þó
að lokaútkoman sé ekki
fullnægjandi. En hann er á
réttri leið.
Vinsœldalistar
Sem lesendur hafa eflaust tekið eftir, hefur birting
vinsældalistanna fallið niður undanfarnar þrjár vikur. En nú cr
ætlunin að taka upp þráðinn að nýju og vonumst við til að þetta
þriggja vikna hlé hafi ekki komið að sök.
í Bretlandi eru John Travolta og Olivia Newton-John í efsta
sætinu. en þar voru þau reyndar einnig í síðustu viku. Lagið,
seem þau ílytja nú, nefnist „Summer Nights“, en það er einnig
ofarlega á lista hérlendis. lOcc hafa heldur hrapað niður iistann,
en þrjú ný lög eru á listanum þessa vikuna og flytja þau Leo
Sayer, Sylvester og Dean Friedman.
Svo horfið sé til Bandaríkjanna, þá vekur það athygli að nýtt
lag er komið í efsta sætið, „Kiss you all over“ með Exile. „Boogie,
oogie, oogie“ er hins vegar ekki langt undan. eða í öðru sæti. Á
handaríska listanum er aðeins eitt nýtt lag og flytur það enginn
annar en Kenny Loggins.
Svo staldrað sé við hér heima. Þá er D.D. Jackson í efsta sæti
listans, eins og í síðustu viku, en nýju lögin þrjú hafa öll náð
miklum vinsældum erlendis.
í Amsterdam er Olivia Newton-John í efsta sætinu, en hin
lögin ni'u hafa aðeins kipt um sæti.
Vegna tæknilegra örðugleika reyndist ekki unnt að birta
listana í Hong Kong og Bonn.
LONDON
1. ( 1) Summer nights — John Trávolta og Olivia Newton-John.
2. ( 3) Love don’t live here anymore — Rose Royce.
3. ( 4) Grease — Frankie Valli.
4. ( 2) Dreadlock holiday — lOcc.
5. ( 5) Kiss you all over — Exile.
G. (14) I can’t stop loving you — Leo Sayer.
7. (12) You make me feel (mighty real) — Sylvester.
8. ( 7) Oh, what a circus — David Essex.
9. (16) Lucky stars — Dean Friedman.
10. ( 9) Summer night city — ABBA.
NEWYORK
1. ( 2) Kiss you all over — Exile.
2. ( 1) Boogie, oogie, oogie — Taste Of Honey.
3. ( 3) Summer nights — John Travolta og Olivia Newton-John.
4. ( 5) Reminiscing — Little River Band.
5. ( 6) Hot child in the City — Nick Glider.
G. ( 4) Hopelessly devoted to you — Olivia Newton-John.
7. ( 7) Don’t look back — Boston.
8. (10) You needed me — Anne Murray.
9. (11) Whenever I call you „friend" — Kenny Loggins.
10. ( 8) Three times á lady — Commodores.
REYKJAVÍK. „TOPP FIMM“
ÚR „Á NÍUNDA TÍMANUM“
1. ( 1) Automatic lover — D.D. Jackson.
2. ( 2) Summer nights — John Travolta og Olivia Newton-John.
3. (—) Dreadlock holiday — lOcc.
4. (—) Oh, what a circus — David Essex.
5. (—) Love is in the air — John Paul Young.
Líf þeirra Oliviu Newton-John og lohn Travolta er ekkert nema
dans á rósum þessa dagana.
AMSTERDAM
1. ( 2) Hopelessly devoted to you — Olivia Newton-John.
2. ( 1) You’re the greates lover — Luv.
3. ( 3) Summer nights — John Travolta og Olivia Newton-John.
4. ( 3) Three times a lady — Commodores.
5. ( 4) Follow me — Amanda Lear.
6. ( 5) Grease — Frankie Valli.
7. ( 7) I’m gonna love you too — Blondie.
8. (10) Rasputin — Boney M.
9. ( 6) You’re the one that I want — John Travolta og Olivia
Newton John. \