Morgunblaðið - 08.10.1978, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978
31
Fitumaíling loðnunnar á íslandi:
Ólík efnis- og sýn-
istaka hér og í Noregi
LOÐNUSJÓMENN hafa
lýst yfir óánægju með þær
mælingar sem gerðar eru á
fituinnihaldi loðnuaflans
um þessar mundir og hafa
þeir sagt að loðna, sem
fitumæld er á íslandi, sé
2—3% fitusnauðari en
loðna af sömu miðum sem
fitumæld er í Noregi.
Morgunblaðið leitaði
upplýsinga um þetta mál
hjá Emilíu Martinsdóttur
Fjöldi eintaka
sem opinberar
stofnanir kaupa
ekki nálægt 200
— segir ritstjóri
Dagblaðsins
„ÉG veit ekki hver talan er á þeim
eintökum sem opinberar stofnanir
kaupa af Dagblaöinu, en hún
stendur ekki á 200 né neinni tölu
nálægt henni,“ sagði Jónas Kristj-
ánsson ritstjóri Dagblaösins er
Mbl. spurði hann í gær’ hversu
mörg eintök af Dagblaðinu væru
seld opinberum stofnunum. „Það
er enginn samgangur á milli 200
eintakanna sem ríkið kaupir af
hinum blöðunum í einu lagi og
okkar lausu eintaka, sem einstak-
ar stofnanir kaupa og greiða hver
fyrir sig,“ sagði Jónas, „enda segir
Höskuldur Jónsson ráðuneytis-
stjóri fjármálaráðuneytisins í
samtali í Mbl. í gær að hluta
ríkisstyrksins sé varið til kaupa á
200 eintökum fimm dagblaða en að
Dagblaðið sé þar undanskilið."
Einar Karl og
Ami Bergmann
ritstjórar
Þjóðviljans
FRAMKVÆMDASTJÓRN
Alþýðubandalagsins hefur fyrir
sitt leyti fallizt á að Arni
Bergmann og Einar Karl Har-
aldsson verði ráðnir ritstiórar
Þjóðviljans í stað Kjartans Olafs-
sonar og Svavars Gestssonar.
Stjórn útgáfufélags Þjóðviljans
mun ganga frá ritstjórnarráðn-
ingunum á fundi á mánudaginn.
Árni Bergmann hefur að undan-
förnu haft umsjón með sunnu-
dagsblaði Þjóðviljans og Einar
Karl verið fréttastjóri Þjóðviljans.
Svavar Gestsson viðskiptaráð-
herra hefur látið af störfum
ritstjóra við Þjóðviljann, og Kjart-
an Olafsson mun einnig taka sæti
á Alþingi, sem kemur saman á
þriðjudaginn.
Loðnuveiðar
„Á þessum fundi norrænu sam-
starfsnefndarinnar um sjávarút-
vegsmál munu íslenzku fulltrúarn-
ir reifa málið um Jan Mayen
loðnuna við Norðmenn. Um fram-
hald þess get ég ekkert sagt á
þessu stigi, en málið kemur
ólíklega upp aftur fyrr en að ári,“
sagði Jón Arnalds ráðuneytisstjóri
í sjávarútvegsmáalaráðuneytinu í
samtali við Mbl.
Norræna samstarfsnefndin um
sjávarútvegsmál kemur saman í
Bergen 12. og 13. október og sitja
fundinn af íslands hálfu Már
Elísson, Jakob Jakobsson og Ágúst
Einarsson.
efnaverkfræðingi hjá
Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins.
„Her á landi er fitumæling á
sama hátt og í Noregi,“ sagði
Emilía, „nema að Norðmenn
nota annað efni en við til þess
að leysa upp fituna. Það efni
heitir bensen og er mjög
hættulegt í notkun, enda eru
Norðmenn að hverfa frá
notkun þess. Bensen leysir
einnig upp meiri fitu en ether
og jafnvel sumt sem ekki er
fita. Við notum hins vegar eter
til þess að leysa upp fituna, en
það þýðir 1% lægri fitu, en 1%
hærra fitufrítt þurrefni.
Þá ber þess að geta að
Norðmenn taka 3 sýni annað-
hvort efst í lestinni eða úr
miðju en aldrei nálægt botni.
Hér eru sýnin tekin á hálftíma
fresti af færibandi við löndun.
Ef sjór er notaður við löndun
þá lækkar hlutfall bæði fitu og
þurrefna í sýninu og einnig
vigtast sjórinn ef hann kemur
með inn í verksmiðjuna.
Það hlýtur hins vegar ávallt
að vera álitamál hvar á að taka
sýnin, en kaupendur og
seljendur ákváðu það sín á
milli fyrir tveimur árum og
eftir því vinnum við.“
Forráðamenn
síðdegisblaðanna:
Höfðu ekki sam-
band við mig út
af ákvörðuninni
— segir viðskipta-
ráðherra
„ÞAÐ ER rétt. að við Davíð
töluðumst við um síðustu
mánaðamót og síðan höfum við
hitzt að máli. þar sem við eiguni
báðir sæti í stjórn Blaðaprents.
Hins vegar höfðu forráðamenn
síðdegisblaðanna ekki samband
við mig út af þessari sérstöku
ákvörðun þeirra í verðlagsmálun-
um og það er það sem mér finnast
undarleg vinnubrögð," sagði
Svavar Gestsson viðskiptaráð-
herra er Mbl. leitaði til hans í gær
vegna þeirra ummæla Davíðs
Guðmundssonar framkvæmda-
stjóra Vísis í samtali við Mbl.. að
kvörtun viðskiptaráðherra um að
ekki hefði verið haft samhand við
hann vegna málsins væri órétt-
mæt. Að öðru leyti kvaðst Svavar
ekki vilja ræða þetta mál frekar á
þessu stigi.
/markamjr
BYRJAR Á MORGUN
40-80% AFSLATTUR
Á ÖLLUM VÖRUM VERZLUNARINNAR.
KOMDU STRAX OG GERÐU REYFARAKAUP