Morgunblaðið - 08.10.1978, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 08.10.1978, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTOBER 1978 KEN RUSSEL og ímyndunaraflið Lisztomania. bresk, 1975. Leikstjóri> Ken Russell. Russell opnar mynd sína í nær-mynd af taktmæli, sviö- iö víkkar aðeins og við sjáum Franz Liszt (Roger Daltrey) í rúminu meö ástkonu sinni Marie d‘Agoult (Fiona Lewis). Franz eykur hraðann á taktmælinum sér og Marie til skemmtunar, án þess að missa niður taktinn í því, sem hann er að gera; að kyssa geirvörtur Marie til skiptis. Franz eykur hráðann, en nú er dyrum skyndilega hrunið upp og inn stormar d'AgouIt greifi með sverð á lofti. Hann uppástendur að Franz hafi verið ráðinn til að fræða eiginkonu hans um tónlist, ekki hvilubrögð og eftir fum- og farsakennt einvígi á staðnum, er skötuhjúunum stungið ofan í píanó, sem síðan er lagt þversum á járnbrautarteina, í veg fyrir aðvífandi lest: Bang. Upp- hafstitill: „Lisztomania". Russell hefur með þessu fyrsta atriði lagt grunninn að því and- rúmslofti og stíl, sem á eftir fylgir og nafnið, „-mania", er vel við hæfi. „Mania" ksv. orðabók þýðir „æði, vitleysa", sbr. orðið „maniac", vitfirr- ingur, og að margra áliti stendur Russell sjálfur skammt frá þessari skil- greiningu. En þó segja megi margt misjafnt um Russell, eru allir sammála um að hann er sérstakt fyrirbrigði í kvikmyndaheiminum, hvort sem áhorfendum líka myndir hans eða mislíka. Það er hætt við að æði mörgum þyki of langt gengið, þegar Russell líkir hljómleikum Liszt við nútíma popphljómleika, þar sem táningastúlkur með blúnduhatta og blævængi eru ! einu áheyrendurnir og hrópa nöfn átrúnaðargoða sinna í múgæsingu: „Beethoven", „Franz Liszt", „Chopin"; eða þegar Ridhard Wagner er líkt við djöfulinn og blóðsugu, | sem stelur verkum Liszt og j gerir að sínum; eða þegar I Wagner vekur „Ubermensch" sitt til lífsins með elek- trónískum hávaða og ófreskj- an (Siegfried öðru nafni, leikin af Rick Wakeman, þeim sem útsetti tónlistina við myndina) heimtar bjór- inn sinn um leið og hann rís upp, ropar og pissar í arin- inn. Þá verður Liszt að horfa upp á Wagner endurfæðast sem Hitler og síðar, þar sem hann situr á himnum og spilar Ástardraum sinn ásamt ástmeyjum sínum, fær hann þær fréttir, að Wagner/ Hitler sé nú að eyða Berlín. Liszt mannar þá himnaflug sína með ástmeyjunum og flýgur til jarðar til að tor- tíma ófreskjunni með geisla- byssu. Eins og sjá má af þessu handahófskennda efnisyfir- liti (mörgu öðru mætti segja frá, eins og t.d. þeirri áráttu Russells, að umforma allar súlur í leikmyndinni í getnaðarlimi, fyrir nú utan „þann stóra“, sem hann setur undir Liszt og Carolyn prinsessa í Rússlandi heggur framan af í fallöxinni) ræðst myndin gegn allri rökhyggju, þannig að efnislegri gagnrýni á myndina verður vart við komið. Myndin er til- finningaleg upplifun á sögu- legum staðreyndum, veisla fyrir augað en fátækt íhugunarefni. Forvitnileg- asta atriðið var ef til vill það, sem kom beint á eftir upp- hafstitlinum; Liszt baksviðs í hljómleikahöllinni, áður en „konsertinn" hófst, ásamt vinum og kunningjum. í þessum hópi voru m.a. Chopin, Rossini, Mendels- sohn, Berlioz, Richard Strauss, Lola Montez og Richard Wagner, sem tróð sér inn í samkvæmið og beindi velvöldum setningum til nokkurra þeirra. Annars afgreiðir Russell sjálfur gagnrýnendur í myndinni með einfaldri setningu, svo engu er við það að bæta. Liszt er að búa sig til Rússlandsfarar og dóttir hans, Cosima, spyr hvort hann ætli að nota sverðið, sem hann tekur með sér, til að drepa gagnrýnendur. „Nei„ ég þarf þess ekki,“ segir Liszt, „tíminn drepur gagnrýnendur." Sem er jafn- hárrétt hjá Russell og setningin, sem hann leggur í munn Carolyn prinsessu: „Listin er margfalt mikil- vægari en pólitík." Því er aðeins við að bæta, að tíminn drepur einnig þau verk, sem ekki eru listaverk og einfald- ast er að láta tímanum eftir sinn gagnrýnisdóm um Lisztomaniu. I stað þess að fjölyrða frekar um myndina ætla ég að grípa aðeins ofan í viðtal við Russell, sem birtist í Take One í desember, 1975, þar sem hann ræðir viðhorf sín almennt, en Lisztomania var í smíðum, þegar viðtalið var tekið. Myndir Russells á undan þessari eru:Tommy 1975, Mahler (‘74), Savage Messiah (‘72, um Henri Gaudier), The Boy Friend (‘71), The Devils (71) og The Music Lovers (‘70, um Tchaikovsky). Aðspurður að því, hvernig hann stæði að gagnaöflun um tónskáldin, sem hann gerði síðan mynd um, eins og t.d. Mahler, svaraði Russell: „Þegar þú ert með plötuum- slag og lítur á bakið, hugsar þú: „Þetta er áhugavert." Upplýsingar um verkið. Ég hef alltaf haft áhuga á því að vita hvers vegna ákveðið verk Á síðustu kvikmyndasíðu sagði ég frá nokkrum væntanlegum myndum í kvikmyndahúsunum, en sök- um heimildaleysis féll niður að geta einnar þeirra, og ekki þeirrar ómerkustu. Eftir Slap Shot í Laugarásbíói (og inn í sýningar á þeirri mynd koma væntanlega nokkrar nýjar rússneskar myndir í þrjá daga) verður sýnd myndin Dersu Uzala, nýjasta myndin eftir japanska snillinginn Akira Kurosawa. Kurosawa hefur reynst erfitt að fá fjármagn til myndgerðar síðustu árin og sama er að segja um ýmsa aðra bestu kvikmyndagerðar- menn japana. Japanir virðast hafa lagt kvikmyndagerðina að jöfnu við hverja aðra fjöldaframleiðslu, þar sem ekki* er lengur rúm fyrir sérstæða einstaklinga, sem kunna að hafa aukakostnað í för með sér. Dersu Uzala er því aðeins að hluta til fjár- mögnuð af japönum, en Rúss- er samið. Framhaldið kemur af sjálfu sér. Áður en ég gerði myndina um Mahler var ég búinn að hugsa um þetta í 20 ár. Ég var búinn að lesa ævisögur hans og ég gat ekki hlustað á tónlist, án þess að sjá fyrir mér myndir. ... Þegar um er að ræða að gera mynd, sem er 100 mín. löng verður að þjappa hlutunum saman.1' Sp.: En hvað um hinn stórbrotna, glæsta sýndarstíl Ken Russells? Russell: „Þetta glæsta yfir- borð kemur úr kaþólskunni. Sennilega hugsaði ég ekki svona fyrr en ég var orðinn kaþólskur. Kaþólskan er ein- mitt glæst, stórbrotin trúar- brögð, þó að það sé ekki þar með sagt, að þau séu ekki alvarleg... Ég hafði sannar- lega engar svona hugmyndir fyrr en ég sá myndina ... Myndina! Þang- að til ég sá myndina! Ha, ha, ha. Það er þangað til ég sá ljósið. Allt er kvikmynd — Jesus Christ Superstar .. . Annars hef ég engan áhuga á því að fara í bíó. Ég hef séð svo margar myndir, að ég nenni ekki að horfa á fleiri. Ég hef séð nóg, — en aftur á móti hef ég ekki lesið nóg, og ég hef ekki horft nógu lengi á sólarlagið og hlustað á nógu mikla tónlist. Allar þær myndir sem hafa haft áhrif á mig, eru glæstar, stórbrotnar. Myndir Eisen- steins, fyrstu expressionis- tísku myndir Fritz Lang í Þýskalandi (sbr. Siegfried Wagners og Metropolis eftir Lang), fyrstu myndir Griffiths og Citizen Kane, sem er uppáhaldsmyndin mín frá Ameríku." Sp.: Hvers konar áhrifum óskar þú eftir með þessum stórbrotna myndstíl? Russell: „Áhrifum, sem lýsa tónlistinni, ef við erum að tala um tónlist eða áhrif- ar leggja til fé á móti og er myndin tekin í Rússlandi. Kurosawa lítur sennilega með söknuði til hinna gömlu ára, þegar myndir hans sóp- uðu til sín áhorfendum og hann hafði frjálsari hendur með kostnaðinn. í bók sinni um Kurosawa vitnar Donald Richie í ummæli leikarans Minoru Chiaki um Kurosawa, sem sýna þó, að peningar hafa alltaf verið vandamál. Ég læt þessi ummæli fljóta hér með. Kurosawa og Chiaki við fiskveiðar. Myndatakan á Sjö Samuræjum stendur yfir; helmingur myndarinnar hefur verið tekinn, peningarnir eru þrotnir og takan hefur stöðvast. Chiak.i: Hvað gerist nú? Kurosawa: Tja, fyrirtækið fer nú varla að kasta frá sér öllum þeim peningum, sem þegar er búið að verja í myndina. Meðan myndir mínar eru vinsælar, get ég um, sem geta best lýst hugmyndinni í einu vetfangi, á sem dramtískastan hátt og á sem tilfinningalegastan hátt, sem sagt með mestu mögulegum áhrifum, vegna þess að ég vil að ákveðin hugmynd komist strax til skila. Það gefur áhorfandan- um ekki tíma til að setja sig í varnarstöðu, eða móta gagn- rýn viðhorf. Þegar þú ert að lesa, getur þú myndað þér skoðanir jafnóðum, það er ákveðin gagnrýni í gangi allan tímann, — sem um- breytir í rauninni dálitið hinu ritaða orði. Það sem ég kann hins vegar best við í kvikmyndinni, er að áður en hugurinn er kominn í gagn- rýna varnarstöðu, hefur myndin skollið á skynfærun- um og þú verður að taka hana eins og hún kemur fyrir. Það er enginn tími til að byggja upp varnargarðinn og ég held að það sé þetta, sem mér líkar best við kvikmyndina." Á blaðamannafundi í Banda- ríkjunum við frumsýningu myndarinnar er það haft eftir leikkonunni Fiona Lewis, að meðan á upptök- unni á „þeim stóra" stóð, hafði Russell hlaupið um í æsingu og tuldrað fyrir munni sér, hafandi gagnrýn- endur í huga: „Þeir munu hata þetta atriði. Ég er alveg viss!“ Hún bætti því við, að Russell hefði skemmt sér hið besta við þetta, en bætti við: „Ég held að hann sé nú að komast yfir þetta fantasíu- stig sitt, og ég held að næsta mynd hans um Rudolph Valentino, verði tiltölulega eðlileg.“ Sem að mati Russells getur þýtt hvað sem er, bætti viðkomandi blaða- maður við. Líkt og blaða- maðurinn getum við nú aðeins beðið eftir Valentino til að sjá, hvað hann ber í skauti sér. SSP. leyft mér að vera ósanngjarn. Ef myndirnar hætta að skila hagnaði hins vegar, þá hef ég náð mér í nokkra óvini. Meiri peningum er veitt í verkið og myndatakan hefst aftur; peningarnir þrjóta, myndatökunni er hætt. Kurosawa og Chiaki fara aftur á fiskveiðar. Kurosawa: (veltir línunni íiilli handa sér, harla 'anægður). Úr því að þeir eru orðnir svona flæktir í málið, eiga þeir ekki annarra kosta völ en að ljúka við myndina! Og að sjálfsögðu var lokið við Sjö samuræja, það tók um eitt ár og myndin var mjög vinsæl. Svona framleiðslumáti fellur ekki að neinu fyrir- framgerðu kerfi, síst fjölda- framleiðslu, og listamennirn- ir, sem kærðu sig kollótta um „yenin" en sköpuðu einhver mestu kvikmyndaverk japana, verða nú að horfa upp á það að „yenin" kæra sig kollótt um þá. Paul Nicholas sem Richard Wagner. Dersu Urzala

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.