Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 Hluti kórfélaga á fyrstu æfingunni fyrir Jólaóratórfu Bachs í Vogaskóla á föstudagskvöldið. Þegar spurt var um fjárhagslega afkomu kórsins kom fram að Ingólfur verður enn sem fyrr fjárhagslegur ábyrgðarmaður starfsem- innar, en er við inntum hann eftir því hvort við- urkenningar opinberra aðila á starfseminni væri að vænta, sagði hann meðal annars: „Enn sem komið er örlar ekki á slíku, og sem dæmi um það fálæti sem opinberir aðilar hafa jafnan sýnt má nefna að í fyrra var heitið nokkrum fjárstuðningi vegna hinn- ar kostnaðarsömu söng- farar til Ítalíu, bæði frá borg og ríki, en þeir styrkir eru enn ógreiddir, enda þótt 16 mánuðir séu liðnir frá því að ferðin var farin, og nú hefur verð- gildi þeirra fjármuna, sem heitið var, rýrnað um nærri helming. Um það í hvaða mynd opinber stuðningur gæti verið að staðaldri þannig að hann mætti að gagni koma held ég að það sé ekki áhorfs- mál, að slíkur stuðningur kæmi kórskóla Pólýfón- kórsins bezt. Þannig kæmist kórinn sjálfur inn í kerfið sem sú tón- menntastofnun, sem hann raunverulega er. Kórskól- inn er ómetanlegur fyrir starfsemi kórsins, og styrkur til hans væri viðurkenning á þeirri dæmis styttur vinnutími, gera það að verkum að það þarf að fylla ákveðið tómarúm. Það tel ég að verði ekki betur gert en með því að gefa fólki tækifæri til að afla sér menntunar, ekki sízt á sviði tónlistar, því að tónlistin er sú listgrein, sem bezt nær til þorra fólks. Tónlistarmenntun er alhliða menntun, sem skilar sér ekki endilega í því að menn verði lerknir í eru víöa starfandi og hafa merku hlutverki að gegna. „Slík félög eru yfirleitt bakhjarl kóra og annarra tónlistarstofnana, og eru ómetanleg stoð í starf- semi þeirra. Víðast hvar erlendis eru það stórfyrir- tæki og peningastofnanir sem styrkja kórastarf- semi fjárhagslega, en Bach-félögin og önnur slík hafa ekki síður þýðingu fyrir slíkt starf," sagði Ingólfur. stöðu, sem hann hefur tvímælalaust áunnið sér í tónlistarfræðslu. Skólinn er öllum opinn, og það er ekki sízt nú, þegar skiln- ingur fólks á nauðsyn fullorðinsfræðslu er að aukast, að slík stofnun - segir Ingólfur Guðbrandsson sem aftur er tekinn við stjórn Pólýfónkórsins hefur hlutverki að gegna, — stofnun þar sem starf- semin er ekki miðuð við ákveðna aldurshópa. Það er liðin tíð, sem betur fer, að skólar séu aðeins fyrir ungt fólk. Breyttar þjóð- félagsaðstæður, eins og til túlkun, heldur hefur hún þroskandi áhrif og veitir lífsfyllingu." „Hvers konar fólk er það, sem sækir í Pólýfón- kórinn?" „Það er alls konar fólk, en ungt fólk er þó í meirihluta. Það hefur ef til vill rýmri tíma og er þess vegna virkara en þeir, sem eldri eru. Hins vegar er ástæða til að benda á það, að' góðir kraftar dreifast of mikið í þeirri kórastarfsemi sem hér er, að mínu mati. Það er kannski ánægjulegt út af fyrir sig að samkeppni sé um góðar söngraddir, en með betri menntunar- möguleikum en nú eru fyrir hendi á þessu sviði, kæmi vafalaust í ljós að við Islendingar eigum margar söngraddir, sem einfaldlega nýtast ekki, því að þær komast ekki á framfæri." Ingólfur Guðbrandsson lét þess getið í samtalinu, að áhugi á stofnun Bach-félags hefði gert vart við sig hér á landi að undanförnu, en slík félög Ákvað að verða við áskorunum „ÁSTÆÐAN fyrir því að ég hef fallizt á að taka að mér söngstjórn að nýju er sú að á því ári, sem nú er liðið frá því að kórinn söng síðast opinberlega, hefur ekki linnnt áskor- unum frá kórfélögum og aðdáendum kórsins, sem hafa talið að það skarð yrði ekki fyllt í bili, sem Pólýfónkórinn skildi eftir sig í íslenzku tónlistarlífi og við þessum áskor- unum hef ég ákveðið að verða. Það hefur líka haft sitt að segja í sambandi við ákvörðun mína nú, að það hefur jafnan verið mér mikið gleðiefni að hafa tækifæri til að koma mörgu fólki í kynni við sumt af því fegursta í tónlistinni, og þar með til nokkurs þroska. En á það ber einnig að líta, að starfið sem nú er að hefjast beinist aðeins að því að flytja Jólaóratóríu Bachs nú um jólin, og um framhaldið er allt óvíst“, sagði Ingólfur Guðbrandsson söngstjóri í viðtali við Morg- unblaðið í tilefni þess að kórinp er nú að hef ja æfingar að nýju, en Ingólfur lét sem kunnugt er af söngstjórn eftir að kórinn kom úr söngför til Ítalíu fyrir ári. InKÓlfur GuðbrandsKon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.