Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 7 ALDIRNAR O GROHE ÞaO er eins og aO hafa sérstakan nuddara i baOherberginu heima hjá sér, slík eru áhrif vatnsnuddtækisins frá Grohe. Frábær uppfinning sem er orOin geysivinsæl ertendis. TilvaliO fyrir þá sem þjást af vöðvabólgu, gigt og þess háttar. Hægt er aO mýkja og herOa bununa aO vild, nuddtækiO gefur 19-24 Iftra meO 8.500 slögum á minútu. Já, þaö er ekkert jafn ferskt og gott vatnsnudd. En muniö aO þaO er betra aO hafa „orginal" og þaO er GROHE. Grohe er brautryöjandi og leiOandi fyrirtæki, á sviOi blöndunartækja. RR BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ) Lifandi saga liðinna atburða í máli og myndum ,,Aldirnar“ eru tvímælalaust vinsælasta ritverk, sem út hefur komið á íslensku, jafn eftirsótt af konum sem körlumog ungum semöldnum. Út eru komin alls 8 bindi: ÖLDIN SAUTJÁNDA ÖLDIN SEM LEIÐ l-ll árin 1601-1700 árin 1801-1900 ÖLDIN ÁTJÁNDA l-ll ÖLDIN OKKAR l-lll árin 1701-1800 árin 1901-1960 ,,Aldimar“ - alls 8 bindi Kjörgripir hvers menningarheimilis ippm Bræðraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 NÝJUNG! VATNSNUDDTÆKIÐ FRÁ GROHE ER BYLTING HUG- VEKJA eftir séra Jón Auðuns í síöustu sunnudags- grein leiddi ég lesendum og sjálfum mér fyrir sjónir gamla þjóölífsmynd frá landi hinna helgu sagna, og ég vék máli aö því, aö þótt fágæt sé og fáum fær, er til önnur leið aö fá lesið atburði hins liöna, líkt og skráöir séu á tjald sögunnar, tjald úr ööru efni en jarðnesku ofiö. Allt þaö, sem eykur á þekk- ingu okkar á fjölbreytni mannssálarinnar, á aö vera heilbrigðum manni lokkandi hugöarefni, sé hann ekki eins og þursinn í Dofrafjalli. Allt sem til þess veröur aö leiða okkur einu skrefi nær skilningi á leyndardómum tilverunn- ar, ætti aö veröa til þess aö auka lotninguna fyrir höfundi hennar. Ber ekki þörfin fyrir aö rannsaka og vita mennskum manni vitni, en þursahættinum hitt, aö draga sig inn í skel óvildar og fýlu ef einhver annar gerist til þess aö leggja út í rannsóknir huliösheima, ef mögulegar eru, en rannsóknir sem kunna aö vekja þann vindblæ, er feyki spilaborg fávitans út í bláinn, En hér er þaö, aö rétttrúuö vísindi taka höndum saman við kirkjulegan rétttrúnaö, sem þau fara raunar oftar hinum háöulegustu orðum um. Þaö hringdi til mín fyrir fáum dögum maöur, mér ókunnur, var honum skap- þungt vegna þess, sem ég hafði skrifað fyrra sunnu- dag um „myndir hins liöna“ og möguleikann á aö „lesa“ þær. Ég benti manninum á, aö menn sem trúlega væru ekkert heimskari en hann en vissu bersýnilega miklu meira, hefðu ritaö merkar bækur um rannsóknir á þeim furðulega hæfileika, aö menn gæddir vissri sálrænni, fágætri gáfu gætu „lesið“ sögu hluta, sem þeim voru fengnir í hendur, og sæju, þegar bezt léti, alda gamlar myndir af atburöum, sem gerzt höföu í sögu þess fólks, sem hlutina haföi átt í löngu liðinni tíö. Blessaöur maðurinn lauk símtalinu í styttingi, en rök haföi hann engin, nema hvaö hann bar fyrir sig „barnatrú“. Drottinn minn! „Barnatrú“ er þaö líka, sem blóðbaöinu veld- ur nú í íran, þar sem heittrúaöir Múhameös- menn berjast vitfirrtri bar- áttu gegn framförum og öllu í áttina til launajafnaö- ar í landi hinna stórkost- legu auöæva hinna fáu og voðalegrar örbirgöar hinna mörgu, — og vegna þess aö framsóknin eigi ekki stoö í Kóraninum, trúarbók þeirra, og vilja Múhameös. Viö syndgum oft, vit- skuld oft, ég og þú og ég stundum þegar mér of- býður mest, hvernig farið er meö trúarbrögöin í baráttu sannleika og rétt- lætis fyrir tilvist sinni á jöröu. Þá kemur mér stundum þaö í hug, sem einn af mestu eftirlætis- höfundum mínum Henrik Ibsen, sem nú er minnzt um víöa veröld á 150. fæðingarári hans, lætur Dofrann í fjallinu segja (Per Gynt) um mismun á heimi manna og þursa: „ „Þar úti, sem nótt fyrir árdegi víkur, er orðtakið: Maöur, ver sjálfum þér líkur. En meöal vor, þar sem gæti fengið bót viö böli. Þessa gömlu mynd átt þú ekki aö skoöa til þess aö gráta böl liðinna kynslóöa, heldur til þess aö þú minnist sorga samtíöar þinnar, harmanna sem brenna hjörtu þeirra er þú lifir í nábýli viö í dag og gerir þaö, sem á þínu valdi er til aö bæta það.böl. Þekkir þú engan, sem situr í súlnagöngunum og bíöur? Þá hugsar þú of mikið um sjálfan þig og of lítiö um aöra. Þjóöfélagiö gerir miklu meira nú en áöur þekkttist til'að bæta þeirra kjör, sem á valdi þess er aö bæta. Líknarfé- lög eru fleiri starfandi en fyrr. Sú hjálp er góö, en er ekki of mikiö á þeirra vegum af launuöu skrif- stofuliöi en of lítiö af sjálfboöaliöi, sem starfar endurgjaldslaust? Þó er mikiö slíkt starf unniö eins og t.d. þaö sem mér er kunnast og unnið er af Kvennadeild Reykjavíkur- deildar R.K.Í. Finna nógu margir til þeirrar skyldu, sem tök eiga á aö leysa hana af hendi? í Dofrans höll eða Drottins húsi myrkt er öll dægur, er máltækiö: Þursi, ver sjálfum þér nægur“. Ég mátti til aö svara nokkru aðfinnslum þess góða manns, sem kvaöst finna of lítiö af Guðsorði í síöustu sunnudagsgrein minni, en nú skulum við hverfa aftur aö sjúka manninum, sem beiö viö lækningalaugina og svar- aði, þegar Jesús spuröi hann: „Herra, ég hefi engan mann tii að láta mig í laugina þegar vatniö hrærist, en meöan ég er á leiðinni fer annar ofan í á undan mér“. Þessir kveinstafir hins umkomulausa, sjúka manns minna þig ekki aöeins á átakanlega gamla mynd, þeir eiga aö vekja þér þá spurn, hvort enginn sé í nágrenni þínu í dag, sem hjálparvana bíö- ur þess aö einmitt þú berir hann þangað sem hann En auk þeirra, sem „sócialt" starf nær til, bíöa margir umkomulausir ein- stæðingar, gamlir og sjúk- ir í súlnagöngunum og hafa engan til aö „láta sig í laugina", og þurfa þess eins, sem kærleiksríkt kristið hjarta getur látiö þeim í té. Hvar er þá kristindómurinn? Á hann ekki aö vera skapgerðar- skóli, sem æfir sálina í hugarfari kærleiksmeistar- ans, sem kenndi aö misk- unnsemin er hin mesta blessun, kærleikurinn æöst allra verömæta? í húsi Drottins eigum viö aö læra aö hlusta á hjartslátt samtíöarmann- anna, þekkja sorgir þeirra og bera í lækningarlaug- ina sjúkan einstæöing. I þaö hús koma of fáir. í Dofrans höll, þar sem hver hugsar um þaö eitt aö vera sjálfum sér nógur, er fjölmenni langt um of.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.