Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 15
15 ingar í starfi eru nátengd þrá piltsins til að fá útrás í dansi. Eins og títt er um unglinga í dag þá sækir Tony Manero (Travolta) og félagar hans einkum eitt diskótek. Þar er Tony eftirsóttur dansfélagi stúlknanna og er ekki annáð að sjá en að tilþrif Tonys á dansgólfinu séu næsta óvenjuleg, en listræn og fjörug engu að síður. Dag nokkurn rambar Tony inn í dansskóla og hittir þar fyrir stúlku sem síðar verður mótdans- ari hans. Þau taka þátt í dans- keppni á diskóteki og eru þar saman komin þau danspör sem mestar sögur fara af fyrir snilld. Tony og vinkona hans sigra í þessari keppni og hljóta frægð fyrir. En Tony fannst sem brögð hefðu verið höfð í frammi að annað danspar verðskuldaði sigur- inn. Lífstakmark hans var að sigra heiminn með hæfni sinni í dansi, en nú varð hann súr því honum fannst hann ekki verðskulda þenn- an heiður. Hann fær ekki skilið hvaða brögð voru viðhöfð og mikill leiði leitar á hann. Eins og áður segir er viðfangs- efni í Laugardagskvöldsfárið unga kynslóðin í dag. Ber þar á góma flest það sem hendir óharðnaðan ungling í dag og þrátt fyrir að myndin höfði fyrst og fremst til unga fólksins getur fullorðið fólk, einkum foreldrar, dregið lærdóm af myndinni. Vinir Tonys eru dæmigerðir fyrir unglingspilta í dag. Þeirra helztu áhugamál eru kraftmiklar og stórar bifreiðar, kvenfólk og skemmtanalífið. Þeir eiga líka í, útistöðum við aðrar strákaklíkur sem þola ekki hylli Tonys og félaga hans meðal stúlknanna. Öfundin brýst út og einn félaga Tonys er laminn í klessu. Akveða Tony og félagar að hefna ódæðisins og verða úr tilþrifamikil slagsmál. En rómantíkin kemur einnig við sögu. Tony er aðlaðandi piltur, holdlegur og kynæsandi í augum stúlknanna sem allar vilja eiga hann. Þar sem Tony er tiltölulega áhyggjulaus og stefnulaus ungur t Columbia lagði allt undir Hafi verið farið með tilraun- irnar við Djöflaturn í Wyoming sem hernaðarleyndarmál, má segja að hið sama hafi gilt um kvikmyndina sjálfa, „Close Encounters of the Third Kind“, meðan hún var enn í burðarliðn- um. „Star Wars“, lífleg vísinda- skáldsögumynd í anda teikni- myndasería, var þá komin fram á sjónarsviðið og farin að draga til sín fleiri áhorfendur en dæmi voru til um áður í kvikmyndasögunni. Fjöldi annarra áþekkra mynda voru þess vegna komnar í hrað- suðukatla Hollywoodverksmiðj- unnar — í von um að ná í eitthvað af þessum sama áhorfendaskara. Forsvarsmenn Columbia-fyrir- tækisins vissu að þeir voru með annað og meira í höndunum en eftirlíkingu af „Star Wars.“ Þeir þurftu ekki annað en líta á reikningana til að sannfærast um það. I fyrsta lagi var myndin hugarfóstur Steven nokkurs Spiel- bergs, leikstjórans sem átti allan heiður af Ókindinni (The Jaws), sem kostað hafði framleiðandann gífurlegar fjárhæðir en fengið meiri aðsókn og halað inn meiri tekjur en nokkur önnur mynd. Hann átti að vera gulltrygging Columbia, og áður en forsvars- menn fyrirtækisins vissu af voru þeir sokknir svo djúpt í útgjalda- pytt Spielbergs að fyrirtækið átti orðið allt undir þessari einu mynd, sem kostaði félagið 6 milljarða. Það mátti ekki við því að láta stela frá sér og þess vegna var öll þessi leynd. • Stórkostlegt sjónarspil Steven Spielberg var við gerð þessarar myndar stór í sniðum að vanda. Hann safnaði til sín mörgum helztu kunnáttumönnum á sviði hinna ýmsu þátta kvik- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 maður þá er hann ekki beint á þeim buxunum að láta ástina ná tökum á sér. Þó fellur hann fyrir stúlku í myndinni og verður það aðeins til að flækja tilverumynstr- ið fyrir honum. Þegar grannt er skoðað má segja að fyrstu mínútur Laugardags- kvöldsfársins séu eftirminnileg- astar. Boðskapur myndarinnar virðist koma þar fram, þ.e. draum- sýni unga mannsins. I þessum kafla kemur Tony arkandi niður götu nokkra. Taktföst tónlistin er í samræmi við hratt, taktfast og ákveðið göngulag Tonys. Hann virðist í draumaheimi. Hann virðist eiga heiminn, því fátt truflar hann þar sem hann gengur beint af augum i mannþrönginni. Þó verður löguleg stúlka til þess að raska hugarflugi hans andartak. En hann heldur áfram göngunni eins og ekkert hafi í skorist. Hann er borubrattur og góður með sig, blátt áfram hálf ruddalegur í fasi þótt hann virðist feiminn ungur piltur í öðrum köflum myndarinn- ar. Laugardagskvöldfárið hefur án efa haft mikil áhrif á unga fólkið í Bandaríkjunum. Diskótekdellan er þar nú allsráðandi, en var tiltölu- lega einangrað fyrirbæri áður en myndin var frumsýnd. Snar þáttur í velgengni myndarinnar er tón- listin en hana flytja Bee Gees, sem eru góðkunnir hérlendis. Voru plötur með tónlist myndarinnar settar á markað áður en myndin var frumsýnd og höfðu nokkur lögin náð í efsta sæti vinsældalista vestan hafs og austan nokkrum vikum áður en frumsýningin fór fram. Þá hefur tvöfalt albúm með tónlistinni selzt í yfir 22 milljón- um eintaka og er það einsdæmi. Framleiðandi Laugardagskvölds- fársins lét ekki staðar numið, heldur hefur sent frá sér tvær myndir síðan. John Travolta og söngkonan Olivia Newton John, fara með aðalhlutverkin í annarri, „Grease", en Bee Gees í hinni, „Sgt. Peppers Lonely Heart Club Band.“ myndunum segöi aldrei: „Þetta gæti komið fyrir mig“ en það gæti fólkið sem kemur út af „Close Encounters". Hynek hefur lagt áherzlu á, að í vangaveltum manna um þessi fyrirbæri megi ekki einblína á fljúgandi diska, því að þessir furðuhlutir geti allt eins verið dulvitlegs eðlis og hið óþekkta komi ekki utan úr geimn- um heldur „frá samsíða veruleika" eins og hann orðar það. Hann segist þó ekkert geta sagt með vissu. „Eg læt mér detta í hug að mjög fullkomin siðmenning kunni að þekkja eitthvert samband milli hugar og efnis, sem við vitum ekki. En ég vil ekki setja fram neina kenningu því að ég veit ekki hverju skal trúa.“ Spielberg má vel við sinn hlut una. Þetta stórfyrirtæki hans heppnaðist og kvikmyndin hefur skilað framleiðslufyrirtæki sínu tekjum langt umfram kostnað. „Close Encounters" er aðeins fjórða kvikmynd Spielbergs sem aðeins er þrítugur að aldri, en engu að síður á hann að baki jafn sögufrægar myndir og Ókindina og Close Encounters. Likt og vinir hans og kollegar úr röðum yngri leikstjóranna í Hollywood, svo sem Georg Lucas, sem gerði Star Wars, De Palma, Scorsese og Milius, hefur Spielberg fullkomið vald á öllum hinum tæknilegu þáttum kvikmyndagerðar og kann til hlíðar aö byggja upp dramatíska spennu í myndum sínum, enda báðar gerðar eftir kokkabókum afþreyingar- og skemmtiiðnaðar- ins. Spielberg á enn eftir að tileinka sér listrænt sjónarhorn gagnvart viðfangsefnum sínum; persónusköpun hans ristir sjaldn- ast djúpt og frásögnin er iðulega full laus í reipunum. Hins vegar eru ýmis teikn þess á lófti að Spielberg sé með auknum þroska að fá áhuga á að takast á við viðameiri verkefni í listrænum skilningi og hann verði þar með verðugur arftaki John meistara Fords, sem sumir eru þegar farnir að líkja honum við. myndagerðar, þar á meðal helzta brellumeistara Hollywood um þessar mundir, Douglas Trumbull, sem fyrir réttum áratug lagði Kubrick til tæknibrellurnar í „2001: A Space Odyssey", sem enn er talin í sérflokki mynda um þetta efni og eitt af stórmerkjum kvikmyndasögunnar. Hann hefur þarna unnið einstakt afrek, því að tæknibrellur myndarinnar eru margar hverjar ólýsanlegar. Hann hefur búið til sjónarspil með ljósum einum saman, auk þess sem hann og menn hans bjuggu einnig til lítið en fullkomið líkan af fljúgandi diski í samræmi við lýsingar sjónarvotta á þeim. „Það sem erfiðast var við gerð þessarar myndar var að við vorum ekki svo heppnir að vera úti í geimnum að búa til fantasíu," segir Trumbull og vitnar þar til Star Wars, „heldur urðum við að halda okkur við jörðina og búa til blekkingar sem allir teldu trúverðugar. Að koma „fljúgandi furðuhlut" á tjaldið er eins og að taka mynd af guði.“ • Sérfræðileg ráðgjöf Spielberg hafði sér til ráðu- neytis J. Allen Hynek, en hann er stjarnfræðingur að mennt og stofnandi og forstöðumaður Rann- sóknastöðvar í Illinois sem rann- sakar fljúgandi furðuhluti, var um tíma ráðgjafi bandaríska flughérs- ins um fljúgandi furðuhluti og segist í upphafi hafa verið efa- semdarmaður um tilvist þeirra en að lokum hafi hann látið sannfær- ast vegna þess að honum hafi borizt of margar lýsingar á þeim frá skynsömum og ábyrgum sam- borgurum til að unnt væri að neita þeim. Hynek ráölagði kvikmynda- gerðarmönnunum að byggja atvik- in í myndinni, þar sem hinir fljúgandi furðuhlutir koma fyrir, eins mikið á raunverulegum lýs- ingum sjónarvotta óg unnt væri. Munurinn á 2001, Star Wars og síðan þessari mynd er að fólkið er kemur út af hinum tveimur Barry litli, sem ra>nt er, til vinstri og Spielberg ásamt Truffaut, sem lék franska visindamanninn í mvndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.