Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 3 Pólýfón-kórinn til starfa á ný Einleikstón- leikar Rögn- valds í dag EINLEIKSTÓNLEIKAR Rögn- valds Sigurjónssonar píanóleikara verða í Þjóðleikhúsinu í dag, sunnudag, og hefjast þeir kl. 3. Tónleikarnir eru haldnir í boði Þjóðleikhússins en Rögnvaldur er sextugur um þessar mundir. A efnisskrá tónleikanna eru Fantasía í C-moll eftir Mozart, Sónata í H-moll eftir Liszt, Bergeuse op. 57 og Fantasína í F-moll op. 49 eftir Chopin, fjórar prelúdíur eftir Debussy og loks þriðja sónatan eftir Prókoffíeff. Aðgöngumiðasala e- í Þjóðleik- húsinu. Sjá viðtal bls. 33. UM ÞESSAR mundir er starfsemi Pólýfónkórsins að hefjast að nýju eftir nokkurt hlé, en kórinn stefnir að því að flytja Jólaóratóríu Bachs í Háskólabíói milli jóla og nýjárs. Meirihluta þeirra sem sungu í kórnum áður en hlé varð á starfsem- inni, heldur nú áfram, en jafnframt hafa kórnum bætzt margir nýir söngfélagar að undanförnu. Hafa um 70 manns óskað eftir inngöngu nú í haust, og er um helmingur þeirra að hefja æfingar með kórnum að lokinni raddprófun. Að sögn forráða- manna Pólýfón-kórsins er þó enn nokkur skortur á karlaröddum, bæði í tenór og bassa, en ætlunin er að um 120 manns taki þátt í flutningi Jólaóratóriunnar. Enn er óákveðið hverjir fara með einsöngshlutverk í óratóriunni, en Pólýfónkórinn hefur jafnan kapp- kostað að fá til liðs við sig hina beztu listamenn, og má ætla að svo verði einnig að þessu sinni. Mörg undanfarin ár hefur Pólý- fónkórinn starfrækt söngskóla fyrir almenning þar sem tilsögn hefur verið veitt í undirstöðuatriðum tónlistar og nótnalestrar. Slík nám- skeið eru að hefjast að nýju um þessar mundir. Kennt verður á mánudagskvöldum í Vogaskóia, tvær stundir í senn. Kennslan hefst næstkomandi mánudag, og fer inn- ritun fram í símum 26611, 17008 og 43740. Umsjónarmaður námskeiðs- ins, sem stendur fram í miðjan desember, verður Ingólfur Guð- brandsson, söngstjóri Pólýfónkórs- ins, en viðtal við hann birtist á bls. 26. _________________ Sýnir Volvo árgerð 1979 VOLVOUMBOÐIÐ á íslandi, Veltir hf, heldur nú um helgina sýningu á 1979 árgerðinni af Volvo. Töluverðar útlits- og tæknibreytingar hafa verið gerðar á Volvo frá fyrri árgerðum. Mikil aukning hefur orðið á sölu Volvobifreiða á þessu ári. Veltir seidi 531 Volvo-fólksbifreið fyrstu 10 mánuði ársins en áður hafði fyrir- tækið selt mest 482 bifreiðar á einu ári. Sýningin er í Volvosalnum á Suðurlandsbraut 16 og er hún opin klukkan 10—19 í dag, sunnudag. Leggja ekki í vana sinn að auglýsa kristna trú HALLDÓR Reynisson gerir í Þjóðviljanum í fyrradag at- hugasemdir við skrif Ingólfs Margeirssonar í því blaði um samkomur Billy Grahams í Neskirkju, en Halldóri þykja þessi skrif einkennast af for- dómum blaðamanns. Hann kveðst hafa haldið að Alþýðu- bandalagsmenn og Þjóðviljinn hafi aflétt bannfæringu sinni á kristinni trú, þannig að flokkur- inn setti sig ekki upp á móti þeirri lífsskoðun. „Grein eins og sú er fjallaði um samkomurnar í Neskirkju virðist hins vegar benda til þess að ný lína (og öllu marxískari) sé að ná yfirhöndinni í málgagni Alþýðubandalagsins. í þessu sambandi koma mér í hug orð Kjartans Ólafssonar ritstjóra Þjóðviljans er hann sagði við mig fyrir nokkrum árum: „Við leggjum það ekki í vana okkar að auglýsa þessi mál (þ.e. kristna trú).“ Það kann aldrei að vera, að á bak við grímu róttæks og þjóðlegs umbótaflokks leynist önnur ásjón og öllu kommúnist- ískari? Hvað sem slíkum vangavelt- um líður væri fróðlegt að fá einhvern mætan Alþýðubanda- lagsmann til að skýra afstöðu (eða afstöðuleysi) flokksins til kristinnar trúar,“ segir Halldór. ír smælingjar Þ.»v.r*r«..sutu. , fremur • ' mt» etttr BitlJ Or.h.m. , .shína h.ns. . hla. ;.to. nt ..t.ritreto- ahsihustu er hunum unum I N”.tr‘l“ tifta I opnu bl»ft*‘n*- lt þessum ahrttum ,» mahurtnn Billy -i hih meata lirhr.h mmttu 4 þeaaar ..m. ,arpsskermi 8k»P«r- tóft Þ*rn* 1U A A*J6nu binum nýveWdu »Al- íftamaftur ÞjóftvUjan. ú bara haldinn aHkr‘ ARundum saman. Halldór Reynisson Þah var » meton Stalln I Setur htn.1 birt til t hugum Þjhhvi* £3* slna og aflhtt þessari 'Ííennein.ogH^>‘nKrsÍ Síi.h“íg8Íaamar"5lSa"SkJ tenningu Hneykslan Rauptélags- maddömunnar úr styVitísUöm I H.oum ‘ ör.ttöo » 1 ri .i.rM' »uU •W> *•“" a» UrBtiOn • K»« SSS” ’CmtatSE saur^mjítssrt i w bta 1 t*t- . rttÖn4»W#rt®^ jgssgsr** afl tiwn» .Uvrf* B5£m i* * *‘**“‘‘ mtiour tttön^ »t*L"^ tt»«l m.e-" _rmVno» ' &£2&Ss£i % Fulltrúar fram- sóknarmanna í þéttbýli og dreifbýli deila NOKKRAR væringar virðast vera að koma upp milli fulltrúa framsóknarmanna í dreifbýli og fulltrúanna í þéttbýli. í grein í Tímanum sl. föstudag deilir Alfreð Þorsteinsson hart á Dag- björtu Höskuldsdóttur frá Stykkishólmi fyrir að senda framsóknarmönnum í Reykjavík tóninn og láta sér tíðrætt um fylgistap Framsknarflokksins þar. Alfreð spyr því á móti hvort kosningaúrslitin í Vesturlandskjördæmi séu Dagbjörtu ekkert áhyggjuefni, því að flokkurinn hafi þar orðið fyrir töluverðu fylgistapi, farið úr 2500 atkvæðum í 1968 en vekur athygli á, að það hafi nægt til þess að flokkurinn fékk engu að siður 2 menn kjörna. „Það er ekki ónýtt að búa í forréttindakjördæmi," segir Al- freð, „þar sem 1968 atkvæði nægja til að koma tveimur mönnum inn á Alþingi meðan 7000 atkvæði Framsóknar- manna í Reykjavík og Reykja- nesi nægja aðeins fyrir einum þingmanni. Og til að útskýra enn betur hversu léttvæg atkvæði fram- sóknarmanna í Reykjavík og Reykjanesi eru, þá sést það bezt á því, að heildaratkvæðamagn flokksins í síðustu kosningum var um 21 þúsund atkvæði og út á það fengust 12 þingmenn. Það þýðir í raun að 14 þúsund landsbyggðaratkvæði færa flokknum 11 þingmenn en 7 þúsund atkvæði í Reykjavík og Reykjanesi skila aðeins einum þingmanni.“ Alfreð segir síðan, að fram sóknarmenn í Reykjavík og Reykjanesi séu orðnir lang þreyttir á kjaftavaðli og ásökun um frá fólki eins og Dagbjörtu Höskuldsdóttur um odugnað og leti. Kmmemr 1978—1979 Brottfarardagar: Okt. 28. Nóv. 17. Des. 1„ 8., 15., 22., 30. Jan. 5., 12., 19., 26. Febr. 2., 9., 16., 23. Marz 2., 9., 16., 23., 30. Apríl 6., 13., 20., 27. Maí 4., 11. Ferí iskrifstofan JT UTSYN Austurstræt 2. hæö. Símar 26611 og 20100. HELGARFERÐIR TIL LONDON fimmtudaga kl. 17.30. 5 dagar Brottför 12., 26. okt. 9., 23. nóv. Verö frá kr. 83.000. Innif. flugfar, flugvallarskattur, gisting og enskur rriorgunveröur. Okkar vinsælu helgarferðir til GLASG0W Brottfarardagar: Okt. 13., 20. Nóv. 3., 10. og 17. Des. 1. Verö frá kr. 74.800. Feröaskrifstofan Utsýn hefur eins og áöur ódýrar vikuferöir til London áriö um kring. Brottför alla laugardaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.