Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 32
r í sérvcrzlun með \ litasjónvörp og hljómtaaki. ;í;lysin(;asíminn er.- 22480 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 Þorskblokkin á Bandaríkjamarkaði: „Fráleitt að reikna með hækkun vegna mikilla birgða” - segir Guðjón B. Ólafsson for- stjóri Iceland product „l>AÐ rr dálítió erfitt að spá um hreytinKar á markaðsverði þorsks í Bandarfkjunum. en til áramóta spái 6k því. að ekki verði hækkanir og 6k vona að það verði ekki lækkanir," sajíði Guðjón B. ólafsson forstjóri fiskvinnslufyrirtakja SÍS í Bandarikjunum þejjar Morgun- 'hlaðið hafði samhand við hann vcstur um haf í sær til þess að leita frétta af horfum á markaðsverði. í Morjíunhlaðinu í gær kom það fram í viðtali við Eyjólf Isfeld þejjar hann var spurður um Krundvöllinn f.vrir 3% hækkun úthorsunarverðs frystra sjávarafurða. að annaðhvort yrðu menn að jjera ráð fyrir hækkun á markaðsverði eða Kenjíissijíi. Guðjón kvað birjíðir af þorsk- blokk hafa aukizt nokkuð í Banda- ríkjunum s.l. 2—3 mánuði. Um miðjan september voru birj;ðir upp á 55 millj. pund, en í sumar voru 30 milljón punda birgðir. Um miðjan Hafnarfjörður: Beið bana BANASLYS varð í umferðinni í Ilafnarfirði í fyrrinótt. Þar valt jeppabifreið á Hrinjíhrautinni og lenti út í læknum. cn ökumað- ur. sem var einn í bifreiðinni, var látinn þegar að var komið. Tilkynnt var um slysið kl. 00.02 aðfararnótt laugardags. og varð slysið á gatnamótum Lækjarjfötu og Hringbrautar. Jeppabifreiðinni var ekið eftir Hringhrautinni en ökumaður- inn náði ekki beygjunni af einhverjum ástæðum heldur fór þar fram af og út í lækinn. þar sem jeppinn valt. Við veltuna kastaðist ökumað- urinn út úr bifreiðinni og út í lækinn. Maður þarna nærstadd- ur hljóp þegar í stað að og náði manninum upp úr læknum. en ekkert lífsmark var þá með honum. Maðurinn sem fórst hét Jó- hann E. Sigurjónsson, 35 ára að aldri og til heimilis að Hring- braut 58 í Hafnarfirði. september s.l. ár voru birðir upp á 45 milljón pund. „Þrátt fyrir þessar 45 milljón punda birgðir í sept: s.l. ár,“ sagði Guðjón, „veiktist markaðurinn ekki og sú von að svo reynist einnij; nú byj;j;ist m.a. á því, að á fyrstu 6 mánuðum þessa árs hefur orðið 10% aukning í sölu fiskrétta oj; er þessi aukninj; almenn yfir landið. Birgðirnar nú eru að vísu í hærra lagi og menn horfa nokkuð á þær þótt ekki sé um hræðslu að ræða, en þessar miklu birgðir veikja stöðuna þó fremur en hitt og ég tel fráleitt að þær boði von um hækkun. Þá kemur einnig til hvaða þrýstingur á eftir að koma á þá, sem eiga blokkina, að selja hana. Verðið á blokk frá íslandi hefur nú verið óbreytt s.l. 18 mánuði og er það l$og 5 cent. Þó er unnt að fá blokk á lægra verði frá ýmsum löndum eða fyrir l$og jafnvel minna, en þá er um að ræða lakara hráefni og m.a. notkun kemiskra efna sem við notum ekki. Salan hefur hins vegar verið góð í ágúst og september. Verð á ufsablokk er 75 cent og verð á lýsu 58—60 cent. Það hefur nokkuð borið á því að skólar kaupi ódýrari fisktegundir fyrir mötuneyti sín og hreyfingin er mest í þá átt að kaupa lýsu frá Suður-Ameríku, aðallega Argen- tínu. Þetta er þó lítið á kostnað þorsksins þar sem skólar hafa lítið keypt hann á s.l. árum.“ Það hefur verið unninn langur vinnudagur f sfldarsöltuninni á Ilöfn í Hornafirði að undan- förnu. allt fram til kl. 2—3 á nóttunni. en þessa mynd tók Jens Mikaelsson í Söltunar- stöðinni á Höfn f fyrradag þar sem um 90 manns vinna við söltun og cins og sjá má er handagangur í öskjunni. o Saltsíldarsölur: Möguleikar á 30.000 tunna viðbótarsamn- ingi við Pólverja „ÞAÐ hafa þegar náðst samning- ar við Pólverja um sölu á 10.000 tunnum af saltsíld og samninga- umleitanir halda áfram á sölu á 30.000 tunnum til viðbótar." sagði Gunnar Flóvenz fram- kvæmdastjóri síldarútvegsnefnd- ar. er Mbl. spurði hann í gær um sölusamninga við Pólverja. „Líkurnar á því að samningar takist um viðbótarmagnið fara þó minnkandi með hverjum dcginum sem líður." sagði Gunnar, „því Pólverjar setja það sem skilyrði Getum ekki sagt hve mik- ið við greiddum Víkingi — segir De Rycker, framkvæmdastjóri Lokaren NÚ Ml)N liggja Ijóst fyrir. að blað hefur verið brotið í samningum íslenskra knattspyrnufélaga við crlend félög, sem ásælast íslenska leikmenn. Knattspyrnufélagið Víkingur fékk greidda fjárupphað fyrir að samþykkja félagaskipti Arnórs Guðjohnsen til belgíska félagsins Lokaren. en ekki er vitað hve mikil peningauppha'ðin er. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig að þessum málum var staðið. Faðir Arnórs. Eiður Guðjohnsen. var mjiig harðorður í viðtali við Mbl. í gær um samninga þessa. Til að kanna þetta mál enn frekar hafði blrn. Mbl. samband við framkvæmdastjóra belgíska knattspyrnufélagsins Lokaren, De Rycker, og spurði hann um hvað samningurinn hefði fjallað. De Rycker sagði: „Þ'að kom okkur hér í Lokaren mjög á óvart að áhugamannafélag skvldi fara fram á greiðslur til félagsins í sambandi við félaga- skipti leikmanns sem var áhugamaður. SHkt hefur ekki komið fyrir áður hjá okkur. Við höfum gert samning við áhuga- leikmenn frá Danmörku áður en atvinnumennska var innleidd þar og ekki greitt viðkomandi félögum neina fjárupphæð. Eg get ekki sagt, hve mikið við greiddum Víkingi, það er trúnaðarmál. Hins vegar get ég sagt það, að í fvrstu var farið fram á svo háa greiðsln, að ég undraðist. Gerði ég þá strax grein fyrir að það kæmi ekki til greina að ræða hana. Strax á öðrum fundi þeirra þrigjya forráðamanna Víkings, sem sátu fundinn ásamt Albert Guðmundssyni, náðist betri árangur í viðræðunum og samn- ingar tókust svo að lokum. Og ég held að báðir aðilar geti verið ánægöir." Aðspurður um hæfileika Arnórs í knattspyrnu sagði De Rycker, að hann væri snjall og góður leikmaður sem ætti eftir að ná langt. „Hann er enn ungur og verður að þroskast meir áður en hann fer að gera stóra hluti.“ Jón Aðalsteinn Jónasson, for- maður Víkings, sagði í viðtali við Mbi. í gær, að hann væri ekki tilbúinn til að gefa neina yfirlýsingu um mál þetta án þess að hafa samráð við stjórn Víkings. Þar sem það kom fram hjá framkvæmdastjóra Lokaren, að Albert Guðmundsson hefði setið fundi þessa, setti blaðið sig í samband við Albert og innti hann eftir málinu. „Það er rétt, ég sat fundi þessa,“ sagði Albert. „En ég gerði það að ósk forráðamanna Víkings, og var þeim innan handar við samning- ana og gaf þeim góð ráð. Ég hef mikla reynslu í svona málum og reyni því að miðla af henni. Ég hef líka hjálpað föður Arnórs í sambandi við hans samninga. Gerði það reyndar fyrst. Ég hef ekki hagsmuna að gæta í málinu og það er mér óviðkomandi," sagði Albert að lokum. Sjá bls. 13 að síldin verði afgreidd það snemma að hún verði komin í verzlanir f Póllandi í tæka tíð fyrir jólin. Ég var hins vegar að fá fréttir í morgun af því að fyrsta snurpusíldin hefði fengizt í nótt þannig að ef aflinn glæðist á næstu dögum þá er ekki öll von úti." Gunnar sagði að í fyrrahaust hefðu hringnótabátarnir hafið veiðar í síðustu viku september, en afli þá verið tregur framan af vertíðinni. Aftur á móti hefði fengizt ágætur afli í hringnót strax og veiðar voru leyfðar 1976, sem var 25. september. Nú eru fyrstu hringnótabátarnir að koma á miðin og í fyrrinótt fékk Hrafn Sveinbjarnarson 700 tunnur aust- ur af Hjörleifshöfða. „Ef aflinn glæðist næstu daga og fjöldi hringnótabátanna eykst fljótt þá er enh hugsanlegt að raunhæft sé að náð verði samningum um viðbótarmagnið til Póllands,“ sagði Gunnar. Verðið, sem fékkst fyrir 10.000 tunnurnar, sagði Gunnar að væri tilsvarandi því verði sem fékkst í viðbótarsamn- ingum 22. september um sölu á 40.000 tunnum til Sovétríkjanna, en það er 5% verðhækkun frá í fyrra. Gunnar sagði að á fundi í sjávarútvegsráðuneytinu á mið- vikudag, þar sem mættir voru fulltrúar allra hagsmunaaðila varðandi síldveiðarnar, hefði því verið harðlega mótmælt að rann- sóknaskipið Arni Friðriksson var látið hætta síldarleit þegar mest á reið og sett i aðrar þýðingarminni rannsóknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.