Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 IHargui Útgefandi itMofrifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiósla Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2200.00 kr. á mánuöi ínnanlands. 1 lausasölu 110 kr. eintakió. aö blandast engum hugur um nauðsyn ákveðinnar samfélagslegrar þjónustu og afmarkaðra samfélagslegra framkvæmda, sem hin ýmsu sveitarfélög og þjóðfélagið (ríkið) annast. Afstaða al- mennings til þessara þátta er hins vegar af tvennum toga. Annars vegar markast hún af sjónarmiðum okkar sem neyt- enda, sem nýtum þjónustuna, og tilheyrandi kröfugerð, sem setur svip sinn á íslenzkt þjóðfélag um árabil. Hins' vegar mótast hún af viðhorfum okkar sem skattborgara, greið- enda kostnaðarins, sem sóttur er í vasa okkar í formi margháttaðrar skattheimtu. . Það er mjög mismunandi, hve stóran hluta þjóðartekna hin einstöku ríki heims færa frá einstaklingum og atvinnu- vegum — með skattheimtu — yfir í samfélagsleg útgjöld. Hlutur opinberrar skattheimtu og ráðstöfunar á þjóðartekjum hefur þó yfirleitt farið vax- andi. Þessi þróun hefur dregið skýrar fram í vitund almennings þá staðreynd, að hin opinberu útgjöld og skatt- heimtan eru tvær hliðar á sama hlutnum; að krafan um aukin opinber umsvif er krafa um aukna skattheimtu — í einhverju formi. Og eftir því sem skattheimtan hefur orðið frekari til aflafjár fólks og fyrirtækja, hefur mönnum orðið ljósari nauðsyn þess, að skattborgarar veiti opinberum stofnunum, og þá fyrst og fremst ríki og sveitarfélögum, aðhald í útgjöldum, þann veg að skattheimtan vaxi þeim ekki yfir höfuð og að skatt- peningar nýtist sem bezt. Þetta aðhald hefur sums staðar eflst svo að talað er um „skattauppreisn“ og „skatta- byltingu", þegar fjallað er um almannaviðbrögð og andóf gegn þróun að ofsköttun. Al- mennar ráðdeildarkröfur varðandi skattheimtu og ráð- stöfun skatttíundar, sem hátt hafa risið í ríkjum V-Evrópu og N-Ameríku, segja og til sín í vaxandi mæli hér á landi, enda ærin ástæða til í umdeildum skattheimtuaðgerðum síðustu mánuði. Bjarni Einarsson, fv. bæjar- stjóri á Akureyri, segir nýlega í viðtali ,sem birtist í blaði fjármálaráðherra,'að hann sé „þeirrar skoðunar að skattar séu að komast í hámark ef ekki komnir yfir það“. Jón Skaftason, fv. þingmaður Framsóknarfl., segir í sama blaði: „Skattheimta, bæði í beinum og óbeinum sköttum, er orðin það há, að hún verkar í mörgum tilfellum letjandi á framkvæmdavilja fólks“. Þessi ummæli flokksbræðra fjár- málaráðherra, í þá mund að nýtt fjárlagafrumvarp er að fara í prentun, eru vissulega tímabær. Og sá órói í stjórnar- liði, sem kominn er upp á yfirborðið varðandi fjárlaga- gerð, hefur vakið margar spurningar í hugum hins almenna borgara og skatt- greiðanda. Skatttekjur hins opinbera sem hlutfall af vergri þjóðar- framleiðslu hafa farið hækkandi hér á landi sem annars staðar. Þetta hlutfall var rúmlega 23% á árabilinu 1950—1954, en komst upp í 34.8% í endaðan feril fyrri viftstri stjórnar. Hlutfallið lækkar síðan í tíð ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar: í 34.3% 1976 og 33% 1977. Gera má ráð fyrir að skatthlutfallið hækki aftur 1978, m.a. vegna tekju- skattsaukans, hækkunar vöru- gjalds og fleiri tekjupósta ríkisins, en tiltækar tölur þar um liggja ekki fyrir. Skatt- heimta eykst ævinlega hjá vinstri stjórnum. Það er því ærin ástæða til að vara við þróun í ofsköttunarátt og vekja viðnám gegn henni. Óhjákvæmilega hlýtur ráðstöf- unarfé heimila og einstaklinga að skreppa saman í sama mæli og sá hlutur vex, sem ríki og sveitarfélög taka til sín af aflafé hins almenna borgara. Gísli Jónsson, menntaskóla- kennari, ritar athyglisverða grein um skattamál í Mbl. sl. fimmtudag. Hann minnir þar á viðnám Sjálfstæðisflokksins í gegnum árin gegn ofsköttun í landinu. Hann minnir m.a. á það að þingmenn Sjálfstæðis- flokks fluttu frv. um afnám tekjuskatts þegar árið 1951 og að fyrir tilstilli þeirra hafi tekjuskattur verið lækkaður um 29% það ár. Fyrir forgöngu sjálfstæðismanna fengu sveit- arfélög hluta söluskatts á sinni tíð, sem þá leiddi til lækkunar útsvara. Sjálfstæðisfl. hefði ennfremur forystu um að hætt var að skattleggja tekjur ein- staklinga af vinnu við bygg- ingu eigin íbúa — og að sparifé var gert skattfrjálst, svo örfá dæmi séu nefnd úr grein Gísla Jónssonar. Hann segir og að fylgi sitt við Sjálfstæðisflokkinn hafi m.a. byggst á heilbrigðum viðhorfum hans í skattamálum og viðleitni til viðnáms gegn ofsköttun af opinberri hálfu með öllu því misrétti og ranglæti sem henni hefur fylgt- „Ég treysti því,“ segir hann, „að flokkur minn fylgi fast fram stefnu sinni gegn skattpíningu og skattráni, og á ég þá alveg sérstaklega við þau skattránsákvæði sem núverandi ríkisstjórn hefur sett með bráðabirgðalögum, sem þó aðeins má gera, að brýna nauðsyn beri til. Ég minni á kosningaloforð Alþýðuflokksins í skatta- málum og þær vanefndir sem orðnar eru. Einhvern tíma hefði í þeim herbúðum heyrst orðið siðleysi af minna tilefni." Morgunblaðið tekur undir orð Gísla Jónssonar, mennta- skólakennara. Það vekur enn athygli á þeirri hugmynd, sem það hefur áður komið á fram- færi, að sett verði „þak“ á opinbera skattheimtu sem hlutfall af þjóðartekjum, þann veg að aldrei verði gengið það langt í sköttun fólks og fyrir- tækja, að of nærri verði gengið ráðstöfunarfé heimila og ein- staklinga eða rekstraröryggi atvinnuveganna. Ofsköttun j Reykjavíkurbréf ►^Laugardagur 7. október* Lofsverðar varnaraðgerðir Ástæða er til að minna á þing krabbameinsfélaganna á Norður- löndum, sem haldið var í Reykja- vík ekki alls fyrir löngu, og herferðina gegn reykingum, sem er lofsvert framtak. Krabbameins- félag íslands og þau félög, sem eiga aðild að því, gegna merku hlutverki í heilbrigðisþjónustu hér á landi eins og ýmis frjáls félagastarfsemi, sem leggur mikið af mörkum í því skyni að berjast við sjúkdóma og láta ýmislegt gott af sér leiða í þágu þjóðar og einstaklinga. Krabbameinsfélag íslands á merka sögu að baki og það er ekki út í hött að minna á starfsemi þess hér og annarra félaga, sem hafa heilbrigði og hollustu á stefnuskrá sinni. Á síðustu tveimur áratugum hafa verið skráð á 10. þúsund illkynjuð æxli hér á landi, svo að þessi hryllilegi sjúkdómur snertir nánast hverja einustu fjölskyldu í landinu og full ástæða er til þess að rétta þeim hjálparhönd sem við hann reyna að berjast — og þá ekki sízt með fvrirbyggjandi að- gerðum. Svo er rannsóknarstörf- um mætra manna fyrir að þakka, að við erum ekki eins berskjölduð í baráttunni við krabbamein og áður var, enda hefur vísindamönn- um tekizt að finna leiðir til að hefta þennan voðalega sjúkdóm og lækna hann, þegar hann finnst á byrjunarstigi. Við höfum náð miklum og góðum áfanga í krabbameinsvörnum hér á landi. Á það má t.a.m minna, að tíðni magakrabba hefur lækkað um þriðjung sl. fjóra áratugi á Islandi, og þá sérstaklega síðasta áratug- inn, og láta ýmsir sér detta í hug, að ein orsökin gæti verið breyttar neyzluvenjur Islendinga. Fólk borðar ferskari fæðu, neyzla á garðávöxtum hefur aukizt o.s.frv., í stað þess að menn borðuðu áður fyrr reyktan mat og saltaðan í flest mál, en við söltun er saltpétur notaður ásamt matar- salti, sem við meltingu myndar nítrósamin, en það hefur valdið krabbameini í tilraunadýrum. Krabbameinsleit Þess má geta, að krabbameins- leit hefur verið snar þáttur í starfsemi Krabbameinsfélags Is- lands frá fyrsta fari. Félagið hefur ásamt deildum sínum víðs vegar um land haldið uppi reglubundn- um skoðunum hjá konum, í leit að krabbameini í legi og eggjakerfum og síðan 1973 einnig í brjóstum. Æskilegt er, að konur mæti annað hvert ár til að þessar skoðanir veiti tilætlað öryggi, og sér hver í hendi sér, að hér er um mikið starf að ræða, ef vel á að vera. Af um 40 þús. konum á aldrinum 25—60 ára hafa síðustu ár verið skoðaðar um 13 þús. konur árlega. Dánartíðni jókst fyrstu fimm ár hópskoðana og var mest 1969, en það ár dó 21 kona af völdum þessa sjúkdóms. Árið 1968 komst tíðni krabba- meins við leitina í hámark. Þá voru 34 konur greindar með leghálskrabbamein, en á síðasta ári voru aðeins 3 konur greindar með leghálskrabba og þá dóu 2 konur á öllu landinu af völdum leghálskrabbameins. Áf þessu má sjá, að leitarstöðvar Krabbameins- félags Islands hafa unnið ómetan- legt gagn. Á meðal okkar eru íslenzkar konur við góða heilsu, sem væru áreiðanlega gengnar til feðra sinna, ef starfsemi leitar- stöðvanna hefði ekki borið jafn góðan árangur og raun ber vitni. Hver hugsar um fjárútlát, þegar slíkar staðreyndir blasa við? Svartari hliðin En því miður eru svartari hliðár á þessu máli en hér hefur verið dregin upp. Tíðni brjóstkrabba hefur stóraukizt á Islandi. Síðasta ár komu fram skv. krabbameins- skránni um 76 tilfelli og ímyndi maður sér, að þróunin verði söm og jöfn næstu árin — eða fram að aldamótum gæti tala þeirrá, er létust af brjóstkrabba, farið yfir þúsundið. Brjóstkrabbi er nú algengasti illkynja sjúkdómur hjá íslenzkum konum, eða um 20% af illkynja æxlum kvenna. Frá árinu 1973 hafa verið greindar í hóp- skoðunum 72 konur með brjóst- krabba og voru þær flestar á síðasta ári, eða 22. Ef konur leita nógu snemma til lækna eða nálægrar leitarstöðvar, aukast möguleikar á því, að unnt sé að koma í veg fyrir, að útsæði breiðist víðar um líkamann. En brjóst- krabbi getur myndað illkyftjað æxli í öllum líffærum, þegar fram líður. Þá hefur það einnig komið fram, að um 60% brjóstkrabba- meina læknast að fullu. Og hjá þeim, sem læknast ekki fyllilega, er oft um töluverða lengingu á lífskeiði að ræða miðað við fyrri tíma. Vísindamenn telja líklegt, að með auknum brjóstaskoðunum og brjóstamyndatökum megi greina fleiri brjóstkrabbamein á byrjun- arstigi. Hinn mikli og vaxandi fjöldi krabbameina í brjósti, sem nú eru greind árlega, hlýtur að gera þá kröfu til okkar að við gerum allt, sem hægt er, til að unnt sé að greina þennan sjúkdóm á byrjunarstigi. En þessi starfsemi kostar mikla peninga. En hver hugsar um fjárhæðir, þegar mannslíf eru í veði? Við spyrjum sem betur fer ekki að því, hvað það kostar að bjarga manni frá dauða eða lengja líf hans. Þó er vert að hafa í huga, að það kostar líka mikla peninga að hafa veikt fólk í sjúkrahúsum hér á landi sem annars staðar — stundum lang- tímum saman — og ef hægt er að koma í veg fyrir sjúkdóma, sparar þ’að skattborgurunum gífurleg útgjöld, þó að e.t.v. megi segja, að ósmekklegt sé að nefna slíkt í bessu tilfelli. Vonandi hafa krabbameinsfé- lögin ráð á því að stórauka brjóstaskoðanir og myndatökur. En til þess þarf miklu meira fjármagn en þau hafa yfir að ráða. Það hlýtur að gleðja okkur, þegar rannsóknir og fyrirbyggjandi að- gerðir bera árangur í heilbrigðis- þjónustunni. Þannig hljótum við að staldra við þá staðreynd, að skipulagðar hópskoðanir á leg- hálskrabbameini hafa leitt til verulegrar fækkunar dauðsfalla. Á síðasta ári fundust aðeins 3 tilfelli, þar af tvö hjá konum, sem komu ekki í skoðun. Áður voru tilfellin að meðaltali 20—30. Legháls- krabbamein er tiltölulega auðvelt að greina strax með frumrann- sóknum. Starfsemi leitarstöðva Krabbameinsfélagsins er farin að vekja athygli víða erlendis fyrir frábæran árangur. • • Onnur dökk hlið Lungnakrabbi hefur aukizt mjög síðastliðna áratugi hér á landi samanborið við nágrannaþjóðir okkar, og þá sérstaklega hjá konum. Vísindamenn telja að meginorsök lungnakrabbans stafi af sígarettureykingum. Til skamms tíma var mest tíðni hjá íslenzkum körlum, samanborið við Norðurlönd, en hæst hjá íslenzk- um konum sl. ár. Vantar reglur —en ekki bönn Krabbameinsfélag íslands hefur fengið því framgengt'' að viðvörunarmerki eru sett á sígarettupakka. En það er ein- kennilegt, að þeir, sem þykjast vera í forsvari gegn mengun á íslandi, minnast nánast aldrei á viðbjóðslegustu mengun mannlífs- ins hér sem annars staðar, þ.e. sífelldar reykingar á heimilum og opinberum stöðum, þannig að þeir sem reykja ekki komast ekki hjá að anda að sér mengun þeirra, sem sífellt nota þetta eitur. Þá er ekki verið að tíunda kolsýringinn í andrúmsloftinu. Er ekki kominn tími til að vernda þá, sem reykja ekki, fyrir þeim, sem menga viðstöðulaust andrúmsloftið sjálf- um sér og öðrum til skaða og óþrifnaðar? Verst er þó, að þessi viðbjóðslega mengun skuli vera ein helzta tekjulind íslenzka ríkis- ins. Það er skinhelgi, þegar ráðherra er að bjástra við að setja reglur um reykingabann í leigubíl- um, meðan allir reykja á opinber- um stöðum og ríkið lifir á eitrinu. Þessi skinhelgi minnir á hina gerilsneyddu hræsni ríkis- valdsins í áfengismálum. Þeir, sem reykja ekki eiga heimt- ingu á því að vera verndaðir fyrir sípúandi fólki. Þeir ættu a.m.k. að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.