Morgunblaðið - 12.10.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 12.10.1978, Síða 1
40 SlÐUR 232. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Olíuhreinsunar- stöð í Danmörku alelda — 8 slasast Kaupmannahöfn. 11. okt. Frá fróttaritara Mbl. Erik Larsen. FYRSTA alvarlcga slvsiO í olíu- hreinsunarstöð sem hefur orðið í Belgíustjóm segir af sér BrUssel. 11. okt. Reuter. AP. STJÓRN Bclníu sagði af sér í dag vegna mikils ágreinings innan stjórnarflokkanna um skiptingu landsins í héruð eftir tungumálum. Leo Tindemans forsætisráðherra gekk á fund Baldvins Belgíukon- unns í dafí «k féllst konungur á iausnarbeiðnina. en fól Tindemans að gegna áfram störfum forsætis- ráðherra til bráðabirgða. Tindemans baðst lausnar fyrir stjórn síiia fyrr í sumar, en konung- ur neitaði þá að taka lausnarbeiðn- ina til greina og sat stjórnin þá áfram. Nú er hins vegar yfirvofandi stjórnarkreppa í Belgíu og ekki óhugsandi að brátt verði boðað þar til nýrra þingkosninga. Tindemans ákvað að segja af sér þegar honum þótti sýnt að ekki myndi takast að jafna þann ágrein- ing sem er innan og milli flokka um þau áform hans að skipta landinu í þrjú héruð, þ.e. flæmskumælandi hérað í norðurhluta landsins, frönskumælandi hluta í Vallóníu og Brússel, þar sem bæði tungumálin væru viðurkennd. Danmiirku varð í dag. Átta manns hrenndust. þar af fjórir mjög illa og eru jafnvel í lífsha'ttu, Þeir voru fluttir með þyrlum á sjúkrahús í Kaup- mannahöfn. þar sem reynt er að gera að brunasárum þeirra sem eru 3. stigs sár. Slysið varð í Stigsnæs-olíu- hreinsunarstöðinni í vesturhluta Sjálands skammt frá bænum Selskör. Eigandi stöðvarinnar er olíufyrirtækið Gulf. Talsmaður þess sagði, að sprenging hefði orðið í ofni þar sem olían er hituð. Virðist ljóst að um ofhitun hafi verið að ræða. Við sprenginguna kom upp geysilegur eldur sem breiddist út með ægilegum hraða og var hitinn svo ofboðslegur að reyk- kafarar áttu í erfiðleikum með að komast inn á svæðið. Ekki er enn ljóst hvort 'hinir slösuðu muni lifa af. Kallað var til lið frá ýmsum nærliggjandi bæjum og eftir tveggja klukkustunda baráttu hafði slökkviliðsmönnum tekizt að hefta útbreiðslu eldsins og náðu síðan að slökkva hann. Olíuhreinsunarstöðin í Stigsnæs er meðal þeirra stærstu í Norð- ur-Evrópu. Ekki er ljóst hversu mikið eignatjón hefur orðið en það mun skipta tugum eða hundruðum milljóna. Ritskoðun í íran harölega mótmælt Teheran. 11. október. Reuter. AP. STARFSMENN tveggja stærstu blaðanna í íran hafa lagt niður vinnu til að mótmæla því að stjórn landsins hefur ákveðið að ritskoða blöð landsins og sent hermenn á ritstjórnarskrifstofur þeirra til að anna.st ritskoðunina. Nokkur átök urðu í Teheran í dag vegna þessarar ákvörðunar stjórnarinnar og tókust á mótmælendur úr röðum stúdenta og öryggissveitir stjórnar- innar. Óstaðfestar fregnir hcrma að þrír hafi látizt í átökunum. Blaðamenn og annað starfsfólk blaðanna Ettelaat og Kayhan tilkynntu í dag að vinna yrði ekki hafin að nýju fyrr en ritskoðuninni yrði aflétt. Um er að ræða 4000 starfsmenn. Blaðamennirnir krefj- ast þess að ritskoðun verði þegar hætt og að stjórn hersins hætti með öllu að skipta sér af útgáfu blaðanna. Einnig er krafizt fulls vinnufrelsis fyrir blaðamenn og ljósmyndara og að greint verði ýtarlega frá ritskoð- unaráformunum í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. „Verðum að verja Island af öllum mætti komi til stríðs” — segir Isaac Kidd flotaforingi Briissel. 11. októher. AP. „ÞAÐ er alger nauðsyn að hafa aðstöðu á íslandi og spænsku Azor-eyjunum komi til átaka á N-Atlantshafi,“ segir Isaac C. Kidd jr. flotafor- ingi. sem um þcssar mundir lætur af störfum sem æðsti yfirmaður Atlantshafsflota NATO. í grein er hann ritar í tímaritið „NATO review". Seg- ir Kidd að handalagið verði „að vera við því búið að verja þessar eyjar“ strax og til einhverra átaka komi og af öllum mætti. áður en Sovét- menn geti gert þær „óvirkar eða náð þeim undir sig.“ I greininni segir flotaforing- inn að Atlantshafsbandalagið, einkanlega Evrópulöndin í bandalaginu, verði að gera nýtt átak til að tryggja að koma megi birgðum og búnaði til Vestur-Evrópu frá Norður-Am- eríku, ef til ófriðar skyldi koma. Kidd segir ennfremur að þörf sé fleiri nýtízkulegra skipa og flotaflugvéla til að vernda skipaleiðir á Atlantshafinu í ófriði. Flotaforinginn, sem gegnt hefur yfirmannsstarfinu í Brússel í þrjú ár, segir einnig í greininni að þreyting þurfi að verða á þeirri stefnu Evrópu- þjóðanna í NATO að heimila aðeins afnot af kaupskipum sínum til vopnaflutninga eftir að stríð skellur á en ekki á meðan að stríðinu dragi. Nú sé aðeins hægt aö nota bandaríska kaupskipaflotann til slíkra flutnínga. Varar flotaforinginn við auknum styrk sovézka flotans, er kunni að reyna að berjast við flota NATO um yfirráðin yfir siglingaleiðum á Átlantshafi. FRÁ ELDSVOÐANUM Á SJÁLANDI í G/ER — Rcykur stígur upp frá olíuhreinsunarstöðinni í Selskör. en íremst má sjá slökkvibíl. sem eldtungur læstu sig í og gjöreyðilögðu. Tveir slökkviliðsmcnn. sem í hílnum voru skaðbrenndust. (Símamynd Nordfoto). Palme býður minnihluta- Smith sagði að Carter og embættismenn hans hefðu reynt að láta líta svo út sem Rhódesíustjórn væri andvíg sameiginlegum fundi allra aðila Rhódesíudeilunnar, þar á meðal skæruliðaforingjanna, en það væri alrangt. Stjórn sín væri fylgjandi slíkri ráðstefnu væri hún nægilega vel undirbúin. Smith og sr. Sithole verða í Bandaríkjunum í nokkra daga enn og fara á næstunni frá Washington til vesturstrandar landsins. stjórn Ullstens stuðning Stokkhólmi. 11. okt. Frá frétta- ritara Mbl. Önnu Bjarnadóttur. OLAF PALME leiðtogi sænskra jafnaðarmanna sagði í dag að flokkur hans væri tilbúinn til að veita minnihlutastjórn Þjóðar- flokks Ola Ullstens stuðning. þar eð ekki væri grundvöllur fyrir myndun minnihlutastjórn- ar jafnaðarmanna. Thorbjörn Fálldin leiðtogi Miðflokksins og fráfarandi forsætisráðherra sagði í dag að flokkur hans myndi ekki standa í vegi íyrir myndun samsteypustjórnar Þjóðarflokksins og Ilægri flokksins. Þessar yfirlýsingar virðast hafa opnað nýja mögu- leika í stjórnarmyndunarviðræð- unum. Þjóðarflokkurinn gæti nú valið aö mynda samsteypustjórn með Hægri flokknum, sem nyti stuðn- ings Miðflokksins eða minni- hlutastjórn með fulltingi jafnaðarmanna, fái flokkurinn stjórnarmyndunarumboð. Henry Allard þingforseti mun væntanlega tilnefna nýjan for- sætisráðherra á morgun, fimmtu- dag, og gæti atkvæðagreiðsla um traust þingsins farið fram daginn eftir. Afstaða Banda- ríkjanna óbreytt — gagnvart Rhódesíu segir Ian Smith Washington, 11. okt. AP. Reuter. IAN Smith forsætisráðherra Rhódesíu sagði í dag í banda- ríska blaðamannaklúbbnum í Washington að sér hefði mistekist að vinna Bandaríkja- stjórn til íylgis við bráða- hirgðasamkomulag það sem hann og þrír blökkumannaleið- togar hafa samið um. Smith sagði að hann og samstarfsmað- ur hans. blökkumannaleiðtog- inn sr. Sithole, heíðu í viðræð- um við þingmenn og ýmsa aðra áhrifamenn orðið varir við skilning á málstað þeirra og jaínvel stuðning. en á hinn bóginn hefði þeim ekki tekizt að fá embættismenn stjórnar Carters til að breyta um við- horf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.