Morgunblaðið - 12.10.1978, Síða 2

Morgunblaðið - 12.10.1978, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978 99 „Mál hinna einstöku ráðherra — segir Ólafur Jóhannesson „ÉG TEL nú að það sé hinna einstöku ráðherra að hafa samband við sína stuðningsflokka," sagði Ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra, er Mbl. bar undir hann þau um- mæli Lúðvíks Jósepsson- ar, formanns Alþýðu- bandalagsins, að ríkis- stjórninni hefði láðst að leita eftir samkomulagi við sína stuðningsflokka um meginstefnuna í fjár- lagafrumvarpinu. Að öðru leyti kvaðst forsæt- isráðherra ekki vilja ræða þetta mál opinber- lega. 60 manns starfa við pflagrímaflug Flugleiða Strengur- inn í lag um helgina — ANNAR rafstrengur- inn til Eyja slitnaði rétt norður af Faxaskeri og síðan á mánudag hefur norskt kaplaskip unnið að viðgerð, en hún hefur gengið heldur hægt, þar sem erfitt er að athafna sig vegna straums, sagði Garðar Sigurjónsson raf- veitustjóri í Vestmannaeyj- um í samtali við Mbl. Garðar sagði að vegna straums væri erfitt um köfun með tækja- búnað þann sem þyrfti til við- gerðarinnar, en álitið er að strengurinn sé slitinn við splæs- ingu. Strengur þessi er annar strengjanna til Eyja þannig að ekki hefur verið um neinn raf- magnsskort að ræða. Um tjónið sagðist Garðar ekki vita, en að það kæmi á erlenda aðila að greiða það, annað hvort framleiðendur strengsins eða þá sem sáu um lögnina, en strengurinn er í eigu Rafmagnsveitna ríkisins. Gert er ráð fyrir að viðgerðinni verði lokið um eða eftir helgi ef vel gengur. Skipaður skrifstofustjóri AÐALSTEINN Guðlaugsson heftir verið skijiaður skrifstofustjóri Rannsóknarlögreglu ríkisins frá 1. nóvember að telja. Aðalsteinn hefur um árabil verið skrifstofu- stjóri Sakadóms Reykjavíkur. — UM PESSAR mundir eru tæplega G0 manns frá Flugleiðum starfandi við pílagrímsflug milli Surabaya, Colombo og Yeddah, en flug þetta hófst 5. október og stendur í einar G vikur, sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða í samtali við Mbl. — Sex áhafnir sinna þessu flugi og auk þeirra 10 dðrir starfsmenn og gista áhafnirnar í þessum þremur borgum, sagði Sveinn, en þeir sem stjórna fluginu hafa aðsetur í Colombo. Flugið gengur þannig fyrir sig að nú er flogið frá Surabaya til Yeddah með viðkomu í Colombo, en flugtíminn hvorn áfanga um sig er um 5 lA tími. I bakaleiðinni þegar flogið er með tómar vélar er hægt að fara án viðkomu og tekur þá flugið nærri 11 tíma, en þetta er hægt vegna þess að þá er hægt að taka meira eldsneyti en þegar vélin er full- hlaðin. Kristján Benediktsson börgarfulltrúi: Of geyst í hlutina farið að vilja veita fulltrúum starfefólks atkvæðisréti „ÉG VIL á þessari stundu ekki segja neitt um skoðun mína á því hvort fulltrúar starfsfólks í stjórnum horgarfyrirtækja eigi að fá þar atkva'ðisrétt. Fyrst vil ég fá reynslu á það að fulltrúarn- ir sitji stjórnarfundi með mál- frelsi og tilliigurétti og kanna áhugann á bak við það áður en ég tek afstöðu til hins." sagði Kristján Benediktsson borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins. er Mbl. spurði hann í gær um afstöðu hans til þess að íulltrúar starfsfólks í stjórnum borgar- fyrirtækja fái þar atkvæðisrétt. eins og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisílokksins gerðu tilliigu um. en meirihluti borgarstjórnar vildi ekki samþykkja. „Eg tel að það þurfi að athuga ýmsar hliðar málsins áður en hægt er að taka ákvörðun varð- andi svona miklar breytingar," sagði Kristján. „í fyrsta lagi þarf að athuga lagalegu hliðina. Sam- kvæmt sveitastjórnarlögum á að kjósa nefndir og ráð hlutbundinni kosningu og sýnist mér því í fljótu bragði að það þurfi að breyta lögunum, ef samþykkja á at- kvæðisrétt til handa fulltrúa starfsfólksins. Einnig tel ég rétt að kanna hug starfsfólksins sjálfs til þess að það sé látið hafa bein áhrif á stjórn fyrirtækjanna áður en slíkt er ákveðið, því að það er mikill munur á því að gefa starfsfólki kost á að fylgjast með starfsemi varðandi stjórn . fyrir- tækis og því að setja það í þann vanda að eiga aö taka beinar stjórnunarlegar ákvarðanir. Þetta tel ég að verði að athuga vel og að þessu Ieytinu tel ég tillögu sjálfstæðismanna um at- kvæðisréttinn fljótfærnislega. Sjálfstæðismenn höfðu í 50 ár tækifæri til að veita starfsfólki einhverja innsýn í stjórnun fyrir- tækja og létu þau ónotuð, en nú fjórum mánuðum eftir að þeir eru hættir á stjórna borginni, þá hoppa þeir umsvifalaust yfir í það að veita starfsfólki fuila aðild að stjórnunum og meðan við viljum fara hægar í sakirnar og veita starfsfólkinu einn áhe.vrnarfull- trúa þá vilja sjálfstæðismenn tvo fulltrúa með fullum réttindum og skyldum. Þetta eru snögg umskipti og að mínum dómi of geyst í hlutina farið.“ Sveinn Sæmundsson sagði að ráðgert væri að farnar yrðu 22 ferðir í þessari lotu, sem lyki væntanlega 3. nóvember, en síðari lotan hæfist 17. nóvember og kæmu starfsmennirnir þá til íslands, og yrði skipt að nokkru leyti um fólk en aðrir færu utan í annað sinn. Sveinn Sæmundsson var spurð- ur frétta af flugfélagi því sem Cargolux hefði átt aðild að því að stofna, Aero Uruguay, og sagði |hann að það hefði gengið vel, Ráðinn til Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins INGI Tryggvason, fyrrverandi alþingismaður, hefur verið ráðinn til starfa hjá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins til að veita forstöðu ullar- og skinnaverkefni því, sem unnið hefur verið að á vegum stofnunarinnar undanfarin ár og ráðgert er að halda enn áfram um óákveðinn tíma. Tekur Ingi við af Sveini Hallgrímssyni, sem hverfur aftur til fyrri starfa hjá Búnaðar- félagi íslands sem sauðfjárræktar- ráðunautur en sl. ár var hann í leyfi frá því starfi. Ingi hefur störf hjá Útflutningsmiðstöðinni seinni- hluta nóvembermánaðar n.k. og er ráðinn til tveggja ára. annaðist flutninga um Mið- og Suður-Ameríku og hefði félagið einnig sótt um lendingarleyfi í Bandaríkjunum. Slökkviliðs- menn í bílaburði Akureyri 10. okt. — Eldur kom upp í húsinu nr. 5 við Munka- þverárstræti kl. 03.15 í nótt. Eldurinn kviknaði á rishæð húss- ins, en þar var einn ungur maður heima og vaknaði hann af svefni við eld og reyk. Hann komst nauðuglega út úr íbúðinni og gerði slökkviliði viðvart. Slökkvilið bæjarins átti í miklum erfiðleikum við að komast leiðar sinnar að húsinu bæði vegna sundurgrafinna gatna af hita- veituskurðum og vegna þess að ýmsir bíleigendur í nágrenninu höfðu lagt bílum sínum þannig að slökkviliðsmenn urðu að byrja á því að bera þá út að brún akbrautarinnar. Að öðru leyti gekk slökkvistarfið greiðlega þegar það loksins gat hafist en miklar skemmdir urðu á húsinu og húsmunum af eldi, reyk og vatni. - Sv. P. Heybruni að Kjarnholtum IIEYBRUNI varð að bænum Kjarnholtum í Biskupstungum sl. þriðjudag. er kviknaði í heyi í 1500 hesta fjárhúshliiðu á bæn- um. Var unnið við slökkvistörf allan þriðjudaginn og fram til kl. 5 um morguninn og höfð vakt þar til kl. 9 á miðvikudagsmorgun. Samkvæmt upplýsingum Jakobs Helgasonar slökkviliðsstjóra í Biskupstungum varð vart við re.vkinn um hádegisbilið á þriðju- dag og komu fljótlega um 20 menn slökkviliðsins og unnu við að ráða niðurlögum eldsins fram á mið- vikudagsmorgun. Um helmingur heysins í hlöðunni, sem rúmar uni 1500 hesta og var nærri full, skemmdist, en hinu tókst að bjarga. Skemmdir urðu ekki á hlöðunni að öðru leyti en því að rjúfa varð hlið hússins að nokkru til að komast að heyinu. Tvær gröfur voru notaðar við slökkvi- starfið. Jakob sagði að tjón Magnúsar Einarssonar bónda væri allnokkuð, en heyið hefði verið tryggt og ekki ætti að vera erfitt að útvega hey í staðinn. O' Tilboð opnuð í Hótelísafjörð OPNUÐ hafa verið tilboð í hótelbyggingu á ísafirði, en það er hlutafélagið Hótel ísafjörður h.f., sem stendur að byggingunni. Lægsta tilboðið barst frá Guðmundi Þengilssyni í Reykjavík og hljóðaði það upp á 115,2 milljónir króna, en kostnaðaráætlun var 98 milljónir. en þar hafði ekki verið gert ráð fyrir kostnaði við uppihald starfsmanna sem ráðgerður er um 10 m.kr. Tvö önnur tilboð bárust, frá INNLENT Kærði gæzlu- varðhalds- úrskurðinn BÍLASALINN, sem úrskurðaður var í gæzluvarðhald á laugardag- inn hefur kært úrskurð sakadóms Reykjavíkur til hæstaréttar. Hef- ur hæstiréttur ekki enn afgreitt kæruna. önnur Sigurði og Jóhannesi hf. á Isafirði og Haraldi Haraldssyni, Reykja- vík, og voru þau nokkru hærri en kostnaðaráætlunin. Ólafur B. Halldórsson stjórnar- formaður Hótels ísafjarðar sagði að ákveðið hefði verið að taka tilboði Guðmundar Þengilssonar og hefði þegar verið undirritaður bráðabirgðaverksamningur og gert væri ráð fyrir að framkvæmd- ir gætu hafist í vikunni. Búið er að grafa grunn og steypa sökkla og hljóðar tilboðið uppá vinnu við lagnir í sökkla, steypu botnplöt- unnar og að steypa upp 5 hæðir hússins, sem alls er 5.126 rúm- metrar. Áætlað er að verktakinn skili byggingunni fokheldri 1. október 1979 og sagðist Ólafur vonast til að hægt væri að taka í notkun fyrstu og aðra hæðina á árinu 1980, en það væri þó komið undir fjármögnun. Á fyrstu hæð er gestamóttaka, matsalur, fundar- salur og skrifstofa og á annarri til fjórðu eru alls 33 tveggja manna herbergi með baði, en á 5. hæð, sem er nokkru minni en hinar hæðirnar, eru 3 herbergi, setustofa og snyrting, en hver hæð er 336 fermetrar. Bæjarsjóður ísafjarðar er meðal hluthafa og auk hans ýmis fyrir- tæki og einstaklingar á ísafirði og hafa Flugleiðir nýlega gefið loforð um hlutafé. Sagði Ólafur B. Halldórsson að lokum að með tilkomu þessa hótels sem stendur við Silfurtorg væri bætt úr mjög brýnni þörf gistirýmis á ísafirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.