Morgunblaðið - 12.10.1978, Side 13

Morgunblaðið - 12.10.1978, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÖBER 1978 13 þeirra eða afstöðuleysi kemur mönnum jafnt við nú sem á fyrri áratugum. Aðstoðarleikstjóri við þessa sýningu er Viðar Eggertsson, Akureyringur, sem nú er kominn heim aftur, eftir nokkra útivist og skólanám í leiklist. — Hvar og hvenær stundaðir þú nám í leiklist, Viðar? — Ég var í leiklistarskóla SÁL fyrir allmörgum árum, en stund- aði svo nám í Leiklistarskóla íslands 1972—1976, þegar ég brautskráðist þaðan. Svanhildur Jóhannesdóttir, sem leikur í þessu verkefni L.A., var einmitt samtímis mér í Leiklistarskóla íslands og tók lokapróf sama ár og ég. Við höfðum bæði leikið hér á Akureyri áður en við hófum nám, og nú urðum við bæði fastráðnir leikarar hjá L.A. í haust. — Er ekki gott að vera kominn aftur? — Það er mjög skemmtilegt að hafa hlotið sína fyrstu reynslu á leiksviði hér, farið síðan annað og lært hitt og þetta og fara Oddur Björnsson leikhús- stjóri. síðan að vinna aftur hér á Akureyri. Það er ný og gleðileg reynsla að vera kominn heim aftur. Leikfélag Akureyrar er líka eina atvinnuleikhúsið, sem býður nýútskrifuðum leikurum fastan samning. Haukur J. Gunnarsson leik- stjóri. Loks var hinn nýi leikhús- stjóri Leikfélags Akureyrar, Oddur Björnsson, tekinn tali. Hann hefir í mörgu að snúast þessa dagana. bæði við að sinna aðkallandi verkefnum við undir- búning frumsýningarinnar á Viðar Eggertsson aðstoðar- leikstjóri. föstudaginn og við undirbúning og ýmis aðföng síðari viðfangs- efna leikhússins á leikárinu. Þó gaf hann sér tíma til að leysa úr fáeinum spurningum. — Hvenær hófstu störf hjá L.A. Oddur? — Ég var ráðinn frá 1. september, en var að vísu mikið hér í ágúst við undirbúning vetrarstarfsins. Síðan varð ég að bregða mér frá um sinn og kom ekki aftur fyrr en undir miðjan september, því að ég var áður búinn að taka að mér leikstjórn við uppfærslu á verkum eftir mig í Edinborg. — Hver verða verkefni leik- ársins? — Þegar eftir frumsýninguna á „Þess vegna skiljum við“ verður byrjað að æfa Skugga- Svein, sem verður jólaleikrit L.A. og Sigrún Björnsdóttir leikstýrir. Skömmu síðar verður tekið til við að æfa „Stalín er ekki hér“ eftir Véstein Lúðvíks- son, sem sýnt var í Reykjavík i fyrra. Þá ætlum við að sýna Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness seinna í vetur og ljúka síðan leikárinu með sýningum á erlendum söngleik, sem hefur ekki verið sýndur hér á landi. Við erum strax farin að undir- búa það verkefni. — Verkefnaskráin virðist óvenju-þjóðleg að yfirbragði, fjögur leikritin af fimm eftir íslenska höfunda. — Já, og við reyndum að leggja áherslu á sem mesta fjölbreytni, gefa sem flestum tækifæri og gera verkefnin aðlaðandi fyrir sem flesta bæjarbúa án þess að slá af listrænum kröfum. Þar að auki lögðum við kapp á, að hún lægi fyrir eins fljótt og unnt væri, og við teljum, að það hafi tekist. Hún var tilbúin óvenju-snemma og alveg nægilega snemma, held ég- — Hverjir eru fastráðnir leikarar hjá L.A. í vetur? Fastráðnir leikarar eru 9, þar af 6 á A-samningi, en 3 á B-samningi. Á A-samningi eru Aðalsteinn Bergdal, Gestur E. Jónasson, Sigurveig Jónsdóttir, Svanhildur Jóhannesdóttir, Viðar Eggertsson og Þráinn Karlsson. Á B-samningi eru Kristjana Jónsdóttir, Nanna I. Jónsdóttir og Theódór Júlíusson, Freygerður Magnúsdóttir og Heimir Ingimarsson. — Allir fastráðnir leikarar leika í sýningunni á „Þess vegna skilj- um við“ nema Viðar Eggertsson, sem er aðstoðarleikstjóri. En þar að auki voru 4 leikarar lausráðn- ir aðeins í þetta verkefni, þau Björg Baldvinsdóttir, Marínó Þorsteinsson, Þórey Aðalsteins- dóttir og Þórhalla Þorsteins- dóttir. — Verður nokkur sérstök nýbreytni í sambandi við þessa sýningu? — Já, reyndar. Við höfum ákveðið að opna málverka- sýningu í forsölum leikhússins í hvert sinn, sem frumsýnt er. Fyrstur sýnir Óli G. Jóhannsson, listmálari, og verða allar myndir hans til sölu. — Þá ætla þau Soffía Guðmundsdóttir og Michael Clarke að leika saman á fiðlu og píanó létta klassíska tónlist, áður en sýningar hefjast og milli þátta, rétt eins og tíðkaðist í leikhúsi Akureyringa fyrr á árum, m.a. á þeim tíma, þegar leikurinn er látinn gerast. Þannig reynum við að gefa leikhúsgestum tækifæri til að njóta þriggja listgreina í leik- húsinu í senn, myndlistar, tón- listar og svo leiklistarinnar sjálfrar. Sv.P. Þórey Aðalsteinsdóttir og Aðalsteinn Bergdal. Ingi Ú. Magnússon, gatnamálastjóri: Mælir með ónegld- um snjóhjólbörð- um í Reykjavík Stjórn Hagtrygginga, sem eitt dagblaðanna ruglar saman við Hag- vang h.f., hefir sent frá sér greinar- gerð til fjölmiðla um umferðarör- yggi. Á stjórnin þakkir skilið fyrir að vekja athygli almennings á þessum málum, þar sem ekki mun af veita eins og slysatilfelli þessa síðustu daga bera vitni um. Eitt atriði í greinargerðinni, sem snýr að hálkuvörnum, leyfi ég mér að vefengja. Það er skoðun okkar sem þessum málum stjórnum hjá borginni að hálkueyðing með salti stuðli að auknu umferðaröryggi og greiði auk þess mjög fyrir umferð þar eð ella væri hálka á götunum. Með því að sinna fljótt og vel þessu verkefni er talið að verið sé að auka umferðaröryggið en greinargerð tryggingarfélagsins virðist gefa hið gagnstæða í skyn. Margir bifreiða- eigendur hér í Reykjavík fara örsjaldan út fyrir borgarmörkin yfir vetrartímann og er fyllilega óhætt að mæla með því að þeir noti ekki neglda heldur naglalausa snjóhjól- barða, enda spara þeir með því bæði sjálfum sér og samfélaginu fjárútlát. Keðjum er hægt. að bregða undir í þeim fáu tilvikum sem um er að ræða. Negldu hjólbarðarnir eru mesti skaðvaldurinn á slitlögunum og hjólför og skemmdir sem þeir valda auka slysahættuna. Getsakir trygg- ingafélagsins um að saltnotkun skemmi malbik meira en nagla-hjól- barðarnir eru alrangar og notkun orðsins saltaustur í því sambandi óverðskuldað, þar sem leitast er við að nota aðeins það saltmagn sem þörfin krefur hverju sinni. Að lokum skal eftirfarandi tekið fram: Það er engin skylda að aka með neglda hjólbarða eftir 15. okt. n.k., en þá má skv. lögum setja slíkan búnað undir bifreiðarnar. Mælt er með ónegldum snjóhjólbörðum til notkunar hér í borginni. Eins og undanfarna vetur verður sólarhringsvakt á gatnakerfinu þeg- ar sá tími er kominn til að eyða hálkunni. 15 kg sandpokar til að þyngja bifreiðarnar og til notkunar í viðlögum verða afhentir ókeypis í hverfisbækistöðvum gatnamála- stjóra við Elliðaár, Sigtún og Meistaravelli virka daga frá kl. 7.30-16.00. AUGLÝSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRVGGÐRA SRARISKÍRTEINA Rl'KISSIÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ) 10.000 KR. SKlTREINI 1967-2.FL. 20.10.78-20.10.79 kr. 299.776 x) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðla- banka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. SALA VERÐTRYGGORA SPARISKÍRTEINA í 2. FLOKKI 1978 STENDUR YFIR OG ERU SKÍRTEININ ENN FÁANLEG HJÁ FLESTUM SÖLUAÐILUM. Reykjavík, október 1978 SEÐLABANKI ÍSLANDS »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.