Morgunblaðið - 12.10.1978, Page 30

Morgunblaðið - 12.10.1978, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978 Svipmyndir frá Stokkhólmi: N orrænir tónlist- ardagar ’78 Mynd nr. 1.- Strokkvartett ski])aður unt;u tónlistarfólki, þeim Majtnus Eriksson, Kaija Saarikettu, Ulf Edlund ok Mats R'ondin, lék tónverk Snorra Sijifúsar Birjtissonar í Stúdíói 2 í sænska ríkisútvarpinu, þar sem nokkrir tónleikanna fóra fram. I verkinu kont fram niikil hutjniyndaleK snerpa og ein- læjíni þótt það vefðist nokkuð fyrir hljóðfæraleikurunum af tæknileííum ástæðum, ok yrði því á stundum slitrótt í einfald- leika sínum. Mynd no 2i Þrautþjálfaður Erhen-Kvartettinn frá Austur— Þý/.kalandi flutti Movement för strakkvartett eftir Iljálmar H. Ratrnarsson. í efnisskrá set?ir tónskáldið að það hafi leitast við að yrkja undir dýrunt hætti, en jafnframt einfalt otí skýrt. Þetta tókst, en kannski unt of. Menn þurfa að vera einstaklega nægjusamir, jafnvel meinlæta- menn, til að blaka nasavængjum un'dir siíkri músik. En kannski hafði tónskáldið ekki nef manna í huga við samningu verksins, og dæmist það þá huggusamlegt í rneira lagi; látlaust ljúflingslag. Mynd no 3; Tónverk Áskels Mássonar, Ilrím fyrir einleiks- selló, var flutt í Grúnewaldsal Konsertshúss Stokkhólmsborg- ar, en þar voru einnig leikin verk þeirra Hjálmars og Þor- steins. Ilrím. sem þar var frumflutt, reyndist faglega unn- in tónsmíð, en npkkuð gantal- dags í látbragði og hendingar- skipan. Yfirborðið var skreytt nútímalegu „baroque-flúri" en grunnurinn sóttur eina öld aftur í tímann. Útkoman var sæmi- lega trúverðug og var það nokkuð að þakka framgöngu Peter Schubaek sem skilaði einleikshlutverkinu vel miðað við stuttan æfingartíma. Ilrím er aðlaðandi tónsmíð sem vinn- ur á eftir að hyggja. Mynd no L Eftir Þorstein Hauksson var flutt tónverkið Mósaik fyrir blásara- og strengjakvintetta. Raddskráin var tækniléga fáguð á að líta og bar vott uni fjölbreytt áhrif kennara undanfarinna ára. Hentistefna (eelecticismi) réði þar nokkru, eða kannski stefnu- leysi. Nafnið Mósaik gefur þetta til kynna óbeinlínis. Þarna er Tónhvísl eftir GUÐMUND EMILSSON Þorsteinn enn ntjög leitandi enda verkið samið 1975. Svo er eins og það sé ekki sérstaklega „innspírerað"; kannski skóla- stykki frentur en fullgilt lista- verk. En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, segir Þorsteinn. Mynd no 5« Fílharmóníu- hljómsveit Stokkhólmsborgar flutti síðasta íslenska tónverkið á norrænum tónlistardögum ’78. Tónleikarnir fóru fram í aðal- tónleikasal Konsertshússins. Hljómsveitarstjórinn, Francis Travis, stóð sig ekki alls kostar vel, og stundum hreinlega illa. Æfingar voru fáar, og svo kvisaðist út að um eins konar uppsteit hefði verið að ræða á meðal hljóðfæraleikaranna. Alls voru fimm tónverk á efnisskrá, fjögur skandinavjsk og eitt eftir Paul Dessau. Þeir sem heyrðu Sinfóníuhljómsveit íslands leika llaflög Þorkels fyrir nokkrum árum voru á einu máli að hljómsveitin okkar hefði flutt það mun betur en sú sænska. Sænsku gagnrýnendurnir voru yfirleitt neikvæðir gagn- vart tónverkum á norrænum tónlistardögunr ’78. Bar það til tíðinda ef tónskáld fékk haldið höfði. Þó brá svo við er tónverk Þorkels vár tekið til umræðu í Dagens Nyheter og Svenska Dagbladet af Leif Aare og Carl-Gunnar Ahlen blaðamönn- um, að þeir voru á einu máli um ágæti þess. Carl-Gunnar talaði unr frumlega (originella) og sérstaklega myndræna og vin- gjarnlega tóndrætti; sagði Ilaflög þungamiðju tónleik- anna. Leif Aare fann verkinu allt til hróss, anda þess og tónsmíðalegum vinnubrögðum Þorkels. Einnig hann talar um hlýlegt viðmót tónskáldsins og kýmnigáfu. Myndræna Ilaflaga er aftur gerð að umræðuefni. Þorkell nrá sannarlega una þessum málalokum. Þrátt fyrir að allt færi í handaskolum meðan æfingar stóðu yfir, og jafnvel á tónleikunum sjálfum, skynjuðu gagnrýnendur heil- mikinn sannleika í verkinu. Þorkell fór með sigur af hólmi. Gagnrýnandi Morgunblaðsins er hins vegar á þeirri skoðun að Ilaflög séu ekki besta tónverk Þorkels Sigurbjörnssonar; varð eiginlega fyrir hálfgerðum von- brigðum. Verkið er um of köflótt til að réttlæta allt lofið sem sænsku dagblöðin hengdu í jakkalöf þess. Auk þess þarf það að vera leikið í sal sem býr yfir óendanlegum hljómburði til að hreinlega hanga saman: örstutt- ar upphrópanir málmblásara verða hálfvandræðalegar og innihaldslausar til lengdar, sem og hjakkiö í strengjunum sé leikið í þegjandalegum tónleika- sal. Ilaflög er eitt þeirra tónverka er gæti blómstrað í vandaðri hljóðritun þó það geri það ekki eins á tónleikum. Hinu er, ekki að leyna að heildaráferð Ilaflaga er einkar geðþekk. Mynd no 6i Undir þessa mynd frá tónfræðingamóti norrænna tónlistardaga átti aö skrifa svohljóðandi skens: „Blaðamað- ur Morgunblaðsins, tónmennt- aður á Islandi og víðar, var kominn hátt á þrítúgs aldur er hann upplifði íslenskt tónverk skoðað grannt (analíserað) með vísindalegum aðferðum tón- fræðings — og þá í Stokkhólms- borg! Hefur það aldrei hvarflað að íslenskum tónfræðikennur- um að rannsaka hugsmíðar innlendra tónskálda í hópi nemenda sinna?“ En þar sem tónhvíslarinn fór fíluferð á „analísu” sænska tónfræðingsins á tónverki Þor- kels Sigurbjörnssonar, Ilaflög og sótti hana ekki daginn eftir þegar hún loks fór fram, verða þessar háðsglósur að liggja milli hluta enn um sinn. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að það er ekki allt gull sem er erlent — og öfugt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.