Morgunblaðið - 12.10.1978, Síða 33

Morgunblaðið - 12.10.1978, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978 33 fólk í fréttum + FLÓÐIN. — Hin miklu vatnsflóð í ýmsum stórám í fjarlægari Austurlöndum hafa verið mjög í fréttum undanfarið. Milljónir manna hafa misst heimili sín og hundruð hafa drukknað. — Þetta er götumynd frá milljónaborginni Kalkutta. Maður með það sem hann gat bjargað heima hjá sér og vaðið með en við hlið hans í vatni upp undir höku er dóttir hans. bvílíkt regn og verið hefur í borginni hefur ekki komið þar í yfir 60 ár herma fregnir. + EKKI í SÖK. — ítalski kappaksturskappinn Riccardo Patrese fór fyrir nokkru vcstur um haf. en þar hélt hann fund með hlaðamönnum til þess að leggja þar fram myndir sem hann taldi sýna. að akstur hans á kappakstursbrautinni í Monza á Ítalíu hefði ekki valdið því slysi sem leiddi til dauða sænsku kappaksturshetjunnar Ronnie Peterson. Patrese hefur síðan slysið varð verið í akstursbanni á kappakstursbrautunum. + GAFST UPP. — Þetta er ein af fáeinum maraþon-sundkon- um heimsins. Hún heitir Stella Taylor. bandarísk. — Hún hafði ætlað sér að synda frá Bahamaeyjum til strandar Florida. — En hún varð ^ð gefast upp á leiðinni. — Er myndin tekin af Stellu. er hún hafði verið flutt á land í Florida. + MANNRÆNINGI. — Ilér er verið að fylgja í dómssal í bænum Oakland í Kaliforníu Emily Harris, en hún og maður hennar rændu Patricíu Hearst blaða- kóngsdóttur hér á árun- um. Emilía og maður hennar sem heitir William eiga yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir mannrán þetta. Tísku- sýning á morgun föstudag í hádeginu og um kvöldiö. Sýningarnar eru haldnar á vegum Rammagerðarinnar, íslensks Heimilisiönaöar og Hótels Loftleiða. Módel- samtökin sýna skartgripi og ýmsar geröir fatnaöar sem unninn er úr íslenskum ullar- og skinnavörum. HLnir vinsælu réttir kalda borösins á boöstólum. ★ Veriö velkomin. HÓTEL LOFTLEIÐIR Simi 22322 I Vatnsvirkinn hf. Sérverslun meö vörur til pípulagna Ármúla 21 sími 86 4 55

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.