Morgunblaðið - 12.10.1978, Síða 40

Morgunblaðið - 12.10.1978, Síða 40
FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978 Höfn í Hornafiröi Yfir 30 þúsund tunniyn af síld hefur veriö landað á Höfn í Hornafirði í haust til söltunar og frystingar og hefur verið handagangur í öskjunum þegar mest hefur borizt á land og þá hefur jafnframt verið unnið langt fram á nótt eins og bezt lét á síldarárunum gömlu þegar silfur hafsins setti afgerandi svip á síldarbæi landsins. Myndina tók Jens Mikaelsson á Hornafirði yfir höfnina. I fjarska ber hús við dormandi jökulinn. VR hafnar afturköllun á uppsögn kaupliðs- samninga Mun grípa til aðgerða, hafi samninga- mál ekki þokazt verulega fyrir 9. nóv. TRÚNAÐARMANNARÁÐ Verzlunarmannafélags Reykja- vikur hefur falið samninganefnd félagsins að tjá vinnuveitendum. að það muni grípa til frekari aðgerða hafi samingamáium félagsins ekki þokað veruiega í samkomulagsátt íyrir 9. nóvem- bor. I>á hefur stjórn og trúnaðar- mannaráð VR og samþykkt að hafna tiimadum Aiþýðusambands íslands um að það afturkalli uppsögn kaupgjaldsákvæöa samninganna. bessar samþykktir voru báðar samþykktar hinn 9. októbcr. en hinn sama dag hafði verið haldinn samninga- fundur féiagsins og vinnuveitenda. I fréttatilk.vnningu frá Verzlunarmannafélagi Reykjavík- ur, sem Morgunblaðinu barst í gær, segir að eins og kunnugt hafi verið, hafi félagið staðið í samn- ingaviðræðum við vinnuveitendur um nokkurt skeið. Hinn 20. júní Ekki vitað hve töfin verður mikil — sagði Þórður Helgason hjá Eldborgu — í DAG hefur verið unnið að því að taka upp vélarnar og er ráðgert að þær verði sendar til Svíþjóðar um hádegi á fimmtudag til yfirferðar, sagði Þórður Helgason hjá útgerðarfélaginu Eldborgu í samtali við Mbl. en sem kunnugt er af fréttum fór nýtt skip, sem er í smíðum í Frederikshavn í Danmörku á hliðina við bryggju og fylltist vélarrúmið af sjó. — Starfsmenn hér eru allir af vilja gerðir að hraða verkinu og með því að senda vélarnar til framleiðenda á að tryggja að þær verði jafngóðar og eins og ekkert hefði í skorizt, sagði Þórður, en rafall og hlíðarskrúfu- vél eru send til Óslóar til sams konar yfirferðar. Þórður sagðist ekki vita vélarrúmi en venjulega hversu langan tíma viðgerðin tæki, en upphaflega hafði verið ráðgert að skipið yrði afhent 20. október og sagði hann að töf þessi kæmi vissulega illa niður á útgerðinni, en ekki væri hægt að nefna neinar tölur í því sam- bandi. Hann sagði að mikil mildi væri að ekki skyldi hafa orðið slys á mönnum, en óhappið hefði gerzt um kl. 8:30 þegar flestir starfsmenn voru í kaffi og því aðeins 2—3 starfsmenn í en venjulega voru þeir um 17 síðustu dagana. Ásamt Þórði hafa fylgst með verkinu ytra þeir Bjarni Gunnarsson skipstjóri og Sig- tryggur Ingi Jóhannsson fyrsti vélstjóri. Smíðaverð hins nýja skips er ráðgert um 24 milljónir sænskra króna eða rúmar 1600 millj. ísl. en Þórður sagði að það verð ætti eftir að hækka um 3% þannig að endanlegt verð verður um 1.730 milljónir króna. síðastliðinn afhenti félagið vinnu- veitendum tillögur um verulegar breytingar á flokkaskipan samn- inganna, sem eru forsendan fyrir því að verzlunar- og skrifstofufólk fái leiðréttingu á launatöxtum sínum í samræmi við það, sem viðurkennt hefur verið í samning- um opinberra starfsmanna, fyrir sambærileg störf. I ályktun, sem stjórn og trúnaðarmannaráðið gerði vegna beiðni Alþýðusambandsins um afturköllun á uppsögn kjaraatriða samninga segir m.a., að þegar opinberir starfsmenn hafi gert samninga síðastliðið haust hafi komið í ljós að launataxtar þeirra urðu um 10 til 60% hærri en sambærilegir taxtar VR. I kjölfar þess hefur félagið átt viðræður við viðsemjendur sína og er takmark félagsins að fá hliðstæð kjör viðurkennd og fengizt hefur í samningum við hið opinbera. Með tilliti til þess getur félagið ekki fallizt á að afturkalla uppsögnina. Þá átelur fundurinn í annarri ályktun harðlega seinagang og tómlæti, sem vinnuveitendur hafa sýnt í samningaviðræðum um kjaramál. Rússneskar her- flutningavélar milli- lenda í Reykjavík FIMM rússneskar hcrfiutninga- flugvélar af gerðinni AN 20. sem áætlað var að lentu á Reykja- víkurflugvelli í gærmorgun. voru í gærkvöldi ókomnar til Prest- víkur í Skotlandi. frá Kaup- mannahöfn. en hingað eiga vélarnar að koma frá Prestvík. Vélar þessar eru á leið frá Kiev til Ilavana og var ætlunin að þær hefðu tveggja daga viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli. Sex menn eru í hverri vél. Hörður Helgason skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins sagði Mbl. að beðið hefði verið um lendingar- leyfi fyrir flugvélarnar með eðli- legum fyrirvara og þá á Reykja- víkurflugvelli. Síðar hefði komið fram ósk um þá breytingu að vélarnar fengju að lenda á Kefla- víkurflugvelli, en þá hefði verið búið að ganga frá málum varðandi komu vélanna til Reykjavíkur þannig að ekki hefði verið fallizt á breytingu varðandi lendingarstað. Um erindi vélanna til Kúbu kvaðst Hörður ekki vita, né heldur hvort þær fl.vttu einhvern varning, en sex manna áhöfn er á hverri vél. Sagðist Hörður vita það eitt að þetta væru tveggja hreyfla flug- vélar í svipuðum flokki og Fokker Friendship-vélar Flugfélags ís- lands. Ætlun Rússanna var að dvelja hér í tvo daga, taka bensín og hvíla flugmennina. Kristinn Olafsson tollgæzlu- stjóri sagði að utanríkisráðuneytið Hafnarfjörður: hefði gert tollgæzlunni viðvart um komu flugvélanna. Sagði Kristinn að vélarnar yrðu tollafgreiddar eins og herflugvéiar og herskip: gefnar yrðu komuskýrslur, en í þeim yrði ekki sérstaklega leitað né neitt innsiglað á meðan á dvöl þeirra stæði. 23 árekstrar FJÓRIR voru íluttir á slysadeild í Reykjavík í gær en alls urðu 23 umferðaróhöpp í Reykja- vík og tvö í Hafnarfirði. Ekki varð um nein alvar- leg meiðsli að ræða. Allharður árekstur varð kl. 20:17 á mótum Réttarholtsveg- ar og Sogavegar og var öku- maður annars bílsins og far- þegi úr hinum fluttir á slysa- deild. Meiðsl þeirra voru ekki alvarleg, en bílarnir skemmd- ust allmikið. Þá var ökumaður bíls er lenti í árekstri á mótum Ásgarðs og Bústaðavegar flutt- ur á slysadeild svo og stúlka er varð fyrir bíl á Bústaðavegi, en þar var ekki heldur um alvarleg meiðsli að ræða. Bæjarstjórnin áfrýjar skaðabótamáli fyrr- verandi bæjarlögmanns KVEÐNIR hafa verið upp dómar í bæjarþingi Hafnarfjarðar í tveimur málum Ingvars Björnssonar fyrrverandi bæjarlögmanns í Ilafnarfirði gegn bæjarsjóði. bæjarstjóra og bæjarfulltrúum. í skaðabótamáli Ingvars gegn bæjarsjóði voru stefnukröfur kr. 15.003.150.00 auk vaxta og kostnaðar. Niðurstaða dómsins varð sú að bæjarsjóður var dæmdur til þess að greiða Ingvari kr. 1.000.000.00. í meiðyrðamáli Ingvars gegn bæjarstjóra og bæjarfulltrúum var krafizt kr. 25.000.000.00 auk ómerkingar ummæla. Stefn,du voru sýknaðir af kröfum um bætur en nokkur ummæli stefnanda og stefndu voru ómerkt. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hef- ur ákveðið að áfrýja til Hæstarétt- ar skaðabótamáli Ingvars gegn bæjarsjóði. Seldi fyrir 76 miíljómr TOGARINN Ögri seldi 277 tonn af fiski í Þýzkalandi í gær fyrir 474,132 þýzk mörk eða 76,6 milljónir íslenzkra króna. Er þetta hæsta sala íslenzks skips í Þýzkalandi. Meðalverðið er 277 krónur íslenzkar fyrir kg. 100 tonn af aflanum var karfi, hitt ufsi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.