Morgunblaðið - 22.10.1978, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978
45
Skógrækt ok beit ííeta vel farið saman. ef aðgát er höfð.
að því að finna leiðir til að auka og
bæta gróðurlendið og því verkefni
hafa margar stofnanir lagt lið:
Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins, Landgræðsla ríkisins, Skóg-
rækt ríkisins, o.fl. Aflað hefur
verið gagnlegrar vitneskju um
færar leiðir í þessu skyni t.d. með
friðun eða hóflegri nýtingu lands,
áburðardreifingu á úthaga, sán-
ingu í gróðurlaust land, skóg-
græðslu, o.s.frv. Þaö fer eftir
aðstæðum og tilgangi hver þessara
aðgerða er heppilegust og það
verður að meta í hvert skipti.
Áburðardreifing er fljótvirk að-
ferð til að auka beitargildi úthag-
ans. Hún hefur hins vegar þá
annmarka að vera mjög dýr og sá
gróður, sem fram kemur með
áburði er ekki varanlegur nema
með endurtekinni áburðargjöf með
vissu árabili. Þessi ræktunarað-
ferð hentar best á láglendi og á
tiltölulega afmörkuðum svæðum,
sem þá eru beinlínis tekin til
varanlegrar ræktunar á þennan
hátt. En þessi leið er ekki fær til
að endurheimta að nýju fyrri
landgæði þess gróðurlendis, sem
enn er eftir í landinu. Þau verða
aðeins endurheimt með því að
draga úr sókn í ofbeitt beitilönd,
þangað til þau hafa að nýju háð
fullri afkastagetu og alfriða það
land, sem verst er farið í sama
tilgangi. Þetta tekur lengri tíma
en ræktun með áburðargjöf. En
það gróðurfar, sem verður ríkj-
andi, þegar hófleg beit tekur við af
ofbeit er hins vegar í jafnvægi við
ríkjandi gróðurskilyrði og til
frambúðar meðan gróðurnýting-
unni er stillt í hóf. Rannsóknir,
sem gerðar hafa verið hér á
áhrifum friðunar og hóflegrar
beitar á gróðurfar, benda til þess
að á þann hátt væri unnt að
margfalda gæði beitilandanna á
fáum áratugum. Að því marki þarf
að stefna.
Lokaorð
Það er hverju mannsbarni ljóst,
sem ferðast um landið — og þarf
ekki sérfræðing til —, að mikil
gróðureyðing á sér enn stað í
landinu þrátt fyrir gifturíkt starf
Landgræðslu ríkisins og annarra
aðila. En stöðugt er unnið að því
að stöðva gróðureyðinguna og
rækta örfoka land og með tilstyrk
fleiri þjóðargjafa hlýtur að lokum
að takast að snúa rásinni við og
auka meira gróðurlendið en tap-
ast. En til þess að svo megi verða,
þarf að vera öruggt að hvergi eigi
sér stað ofbeit og gróðurrýrnun af
hennar völdum.
Það viðurkenna allir, að mikil
breyting hefur orðið til batnaðar í
nýtingu úthagans, einkum með
minnkandi vetrarbeit. En það
breytir ekki þeirri staðreynd, sem
hér hefur verið lögð áhersla á, að
víða eru sumarhagar ofbeittir til
tjóns fyrir gróðurinn og afkomu
bænda, sem fá margfalt minni
afurðir af slíku landi en ella mætti
vænta. Þetta á einkum við um
hálendið, en láglendið er engan
veginn undanskilið heldur.
Sem rök fyrir því, að afréttir séu
ekki ofsetnir, er bent á, að á þeim
gangi nú hlutfallslega færra fé en
áður, beitartími á afréttum sé víða
styttri en var og að meira sé nú
beitt á ræktað land. Þetta á víða
við rök að styðjast og verður ekki
dregið í efa, þótt mér vitandi hafi
ekki verið gerð nein ítarleg
könnun á því, hversu mikla
breytingu þetta hafi raunverulega
haft í för með sér fyrir beitar-
þunga á afréttum landsins. Raun-
ar má benda á þá augljósu'
staðreynd, að „hlutfallsleg" lækk-
un á fjárfjölda á afrétti miðað við
láglendi þarf ekki að tákna, að
færra fé gangi á afréttunum í
sveitum, þar sem fjárfjöldi hefur
aukist.
Það er ástand gróðursins og
óbitið magn að hausti, sem segir
til um hvort um hóflega beit eða
ofbeit hefur verið að ræða. I
sambandi við gróðurrannsóknirn-
ar höfum við fylgst með þessu um
langt skeið á afréttum og öðrum
þeim landsvæðum, sem grunur
hefur legið á, að væru ofsetin. Af
þessu höfum við dregið okkar
ályktanir um raunverulegan beit-
arþunga. Það hefur komið í ljós, að
slík svæði eru í öllum landshlut-
um. Þau eru að sjálfsögðu breyti-
leg að víðáttu og misjafnlega illa
farin, en í heild í landinu öllu eru
þau alltof vfðáttumikil.
Niðurstöður beitarþolsrann-
sóknanna á að leggja til grundvall-
ar til þess að aflétta þeirri ofbeit,
sem nú er í landinu og til þess að 1
koma í veg fyrir, að ný svæði verði
ofnýtt í framtíðinni, þegar búfjár-
eign eykst til muna, eins og hún
hlýtur að gera með vaxandi
fólksfjölda. En ég vil leggja á það
áherslu, að niðurstöður rannsókn-
anna eru ekki einhlítar vegna
þeirra sveiflna, sem orðið geta í
uppskeru úthagans frá ári til árs
vegna breytilegs veðurfars. Um
land allt þurfa að vera ábyrgðar-
menn Landgræðslunnar, Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins
eða búnaðarsamtakanna, sem
fylgjast með ástandi og nýtingu
gróðursins og segja til um hvenær
taka þarf féð af fjalli. Þetta yrði
hliöstætt því skipulagi, sem komið
hefur verið á í sambandi við
fiskveiðar okkar og á að koma í
veg fyrir ofveiði á smáfiski.
Heildsala
Lítil heildsala er til sölu ásamt lager. Innflutninaur
á fyrirferöarlitlum og auöseljanlegum varningi.
Nokkur góö umboö fylgja. Hér er um aö ræöa
ágætis 1/2dags vinnu fyrir einn mann. Lysthaf-
endur sendi tilboö til Morgunblaösins merkt: „H
— 855“.
v.^m
Höfum fyrirliggjandi hina
viðurkenndu Lydex hljóðkúta
i eftirtaldar bifreiðar:
AudilOOSLS Hlióðkútar (framan)
Austin Mini ........ ................. Hljóðkútar og púströr
Bedford vörubfla .....................Hljóðkútar og púströr
Bronco 6 og 8 Cyl .................... Hljóðkútar og púströr
Chevrolet fólksbfla og vörublla ......Hljóðkútar og púströr
Datsun diesel — 10OA — 120A —
1200 — 1600 — 140 — 180 ............ Hljóðkútar og púströr
Chrysler f ranskur ........................ Hljóðkútar og púströr
Citroen GS ................................ Hljóðkútar og púströr
Dodge fólksbfla....................... Hljóðkútar og púströr
O.K.W. fólksbfla ..................... Hljóðkútar og púströr
Ffat 1100— 1500— 124 —
125— 127— 128— 131 — 132 Hljóðkútar og púströr
Ford amerfska fólksbfla .............. Hljóðkútar og púströr
Ford Consul Cortina 1300 og 1600 ..... Hijóðkútar og púströr
Ford Escort........................... Hljóðkútar og púströr
Ford Tbuous 12M — 1 5 M — 1 7M — 20M Hljóðkútar og púströr
Hillman og Commer fólksb. og sendibflar .. Hljóðkútar og púströr
Austin Gipsy jeppi ................... Hljóðkútar og púströr
International Scout jeppi ............ Hljóðkútar og púströr
Rússajeppi GAZ 69 ......................... Hljóðkútar og púströr
Willys jeppi og Wagoneer ............. Hljóðkútar og púströr
Range Rover............. Hljóðkútar framan og aftan og púströr
Jeepster V6 Hljóðkútar og púströr
Lada ................................. Hljóðkútar og púströr
Landrover bensfn og diesel ........... Hljóðkútar og púströr
Mazda 616............................. Hljóðkútar og púströr
Mazda 818.................................. Hljóðkútar og oúströr
Mazda 1300 ...........................Hljóðkútar framan
Mazda 929 .............................Hljóðkútar fr. og aft.
Mercedes Benz fólksbfla 180 — 190
200 — 220 — 250 — 280 .......... Hljóðkútar og púströr
Mercedes Benz vörubfla .............. Hljóðkútar og púströr
Moskwitch 403 — 408 — 412 ........... Hljóðkútar og púströr
Morris Marina 1,3—1,8 ............... Hljóðkútar og púströr
Opel Rekord og Carnavan ............. Hljóðkútar og púströr
Opel Kadett og Kapitan .............. Hljöðkútar og púströr
Passat .............................. Hljóðkútar fr. og aft.
Peugeot 204—404—504 ................. Hljóðkútar og púströr
Rambler American og Classic ............... Hljóðkútar og púströr
Renault R4 — R6—R8—R10—R1 2—R16 Hljóðkútar og púströr
Saab 96 og 99 ....................... Hljóðkútar og púströr
Scania Vabis L80—L85—LB85
L110—LB110—LB140 Hljóðkútar
Simca fólksbfll ........................... Hljóðkútar og púströr
Skoda fólksbfll og station .......... Hljóðkútar og púströr
Sunbeam 1250—1500—1600................ Hljóðkútar og púströr
TaunusTransit bensfn og diesel ....... Hljóðkútar og póströr
Toyota fólksbfla og station ......... Hljóðkútar og púströr
Vauxhall fólksbfla ...................Hljóðkútar og pústror
Volga fólksbfla Púströr og hljóðkútar
Volkswagen 1200—K70—1 300
og 1 500 og sendibfla ............... Hljóðkútar og púströr
Volvo fólksbíla ............. Hljóðkútar og púströr
Volvo vörubfla F84—85TD—N88—F88
N86— F86— N86TD—F86TD og F89TD Hljóðkútar
Púströraupphengjusett i flestar gerðir bifreiða
Pústbarkar flestar stærðir.
Púströr í beinum lengdum 1 ’/«" til 3Vz"
Setjum pústkerfi undir bila, simi 83466.
Sendum i póstkröfu um land allt
Bifreiöaeigendur athugið að þetta er
allt á mjög hagstæðu verði og sumt
á mjög gömlu verði.
GERIÐ VERÐSAMANBURÐ AÐUR EN
ÞÉR FESTIÐ KAUP ANNARS STADAR.
BiSavörubúðin Fjöðrin h.f.
Skeifan 2, simi 82944.