Morgunblaðið - 22.10.1978, Page 16

Morgunblaðið - 22.10.1978, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978 48 „Saturday night Fever" dansæðið * ■, Fólk hópast í dansskólana til Þess að taka þátt í „Laugardagsfárinu“. KVIKMYNDIN „Sadurday night FeverM sem nú er verið að sýna hér á landi hefur notið mikilla vinsælda víða um heim að undanförnu. í myndinni er mikið um dansatriði enda er aðalpersónan, sem John Travolta leikur, „danskóngur“ á diskóteki sem hann gjarnan sækir. Samfara myndinni virðist eins konar „dansæði" hafa gripið um sig á flestum þeim stöðum þar sem myndin hefur verið sýnd. Eru danskennarar sammála um að fólk sæki dansskóla meira nu en áður þar sem þeir hafa tekið upp kennslu á þeim dönsum sem sjást í kvikmyndinni. Blaðamenn Mbl. heimsóttu dansskóla höfuðborgarsvæðsins til að kynnast dönsunum og viðhorfum til þeirra. „Fullorðna fólkið er æst í þessa dansa“. „Mér finnst þessir dansar vera komnir út í jave og tangó“ sagði Sigvaldi Þorgilsson er við heimsóttum dansskóla hans. „Aðalbreytingarnar sem orðn- ar eru með tilkomu dansanna úr „Saturday night Fever“ eru að nú er herrann farinn að gera svo mikið í dansinum enda er aðalhlutverkið í mynd- inni leikið af karlmanni. Hreyfingarnar í dönsunum eru líka orðnar miklu mýkri. Fullorðna fólkið er alveg æst í að læra þessa dansa. Þeir eru mjög auðveldir og auðlærðir fyrir alla, það eru ekki nema 1—2 spor í hverjum dansi. Við reynum að sjálfsögðu að kenna dansana eins og þeir eru í myndinni en stíllinn verður aldrei sá sami, Travolta er mjög góður dansari," sagði Sigvaldi. Sigvaldi hélt að dansarnir myndu ekki orsaka byltingu í dansi. „Þetta er líkt og þegar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.