Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 1
64 SIÐUR 247. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dayan: Fridarvidrædur ekki í s jálfheldu Tel Aviv, 28. okt. Reuter. Moshe Dayan, utanríkisráö- herra ísraels, vísaöi því á bug í dag að friðarviðræður ísraelsmanna og Egypta í Washington væru í þann veginn að komast í sjálf- heldu. Hann sagði að ísraelsku samningamennirnir mundu bíða endurkomu fyriliða egypzku sendi- nefndarinnar ef þeir færu til Kairó um helgina til að ráðfæra sig við Sadat forseta. Þeir Weizman og Dayan, sem báðir eru í Washington, sögðu í útvarpsvið- tali í dag, að Egyptar og ísraels- menn hefðu jafnmikinn áhuga á að koma á friði, og þar sem tveir aðilar ættu hlut að máli væri ekki um annað að ræða en að mætast á miðri leið, þrátt fyrir það að við erfiðleika væri að etja þessa stundina. Níu skotnir Bahrain, N-Yemen, 28. okt. Reuter AFTÖKUSVEIT skaut níu íor- ingja úr her Yemen til bana í gær að því er segir í fregn frá hó'fuðborginni Sanaa í dag. Höfðu foringjarnir verið dæmdir til lífláts fyrir misheppnaða tilraun til að steypa Ali Abdullah Saleh forseta landsins af stóli fyrr í þessum mánuði. í frétt útvarpsstöðvarinnar í Sanaa af aftökunum segir að herforingjarnir þrír hafi þegið fé og vopnagjafir frá erlendum stjórnarerindrekum, en ekki er þess getið hverrar þjóðar þeir eru. Þetta eru fyrstu fréttirnar sem berast af byltingartilraun í Bílbeltaskylda dæmd mann- réttindabrot Antwerpen, 28. okto. AP. Áfrýjunardómstóll í Belgíu hefur úrskurðað að ákvæði sem skylda ökumenn og farþega í framsætum bifreiða til að nota bílbelti séu brot á mann- réttindaákvæðum Evrópusátt- málans, og því ólögleg. Urskurður þessi var kveðinn upp í Antwerpen í máli öku- manns, sem hafði neitað að nota bílbelti og var í undirrétti dæmdur til refsingar. Þessi úrskurður breytir ekki þeirri staöreynd að sekta má öku- menn fyrir að nota ekki bílbelti á þjóðvegum í Belgíu, en þeir verða ekki dæmdir til refsivist- ar. Lágmarkssekt er 500 frank- ar, eða um 5.500 krónur. Þá geta tryggingafélög neitað að greiða bætur til ökumanna og farþega, sem slasast beltislaus- Yemen, en samkvæmt arabískum heimildum var tilraunin gerð 15. þessa mánaðar, með stuðningi sveita úr hernum. Tókst flugher landsins að bæla uppreisnina niður. Saleh forseti tók við völdum fyrir þremur mánuðum eftir að fyrirrennari hans, Ahmed Hussein al Ghashmi, var myrtur. Andófsmað- ur dæmdur Vínarboní. 28. okt. - Reuter UNGUR tékkneskur jarðeðlis- fræðingur var í dag dæmur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir stuðning við samtök, sem nefna sig „Mannréttindaskrá-'77". Jarðeðlisfræðingurinn heitir Jiri Chmel og er 23 ára. Hann var dæmdur á miðvikudag, en fréttir hafa ekki borizt af dómnum fyrr en í dag. Var Chmel dæmur fyrir að heimila andófsmönnum að undirrita „Mannréttindaskrá- '77" á heimili sínu og fyrir að hafa hljóðritað lög leikin af popp-hljómsveit, sem bönnuð er í Tékkóslóvakíu. Fyrsti vetrarsnjórinn féll hér í höfuðborgarsvæðið í gær og var vel þeginn af yngri kynslóðinni þótt ökumenn væru misjafnlega hressir í bragði þar sem þeir fikruðu sig undurkurteislega gegnum mjöllina. En veðurstofan gerði ráð fyrir hlýnandi veðri hér sunnanlands um helgina. svo að hvíti bla'rinn á bænum varir varla lengi að þessu sinni. Ljósm. RAX. Óánægja með Nóbels- verðlaun Begins 28. október. AP. Reuter. VÍÐAST hvar hafa viðbrögð- Táragas í Teheran Teheran, íran, 28. okt. Reuter. SJÓNARVOTTAR segja að sveitir úr her og lögreglu hafi í dag skotið táragasi að stúdentum við háskól- ann í höfuðborginni Teheran, og að þangað hafi verið sent fjölmennt herlið og skriðdrekar. Ekki var vitað til þess að mannfall hefði orðið í þessum átökum. Þessir árekstrar við háskólann í höfuð- borginni koma í kjölfar mikilla óeirða víða í íran í gær, en þá féllu að minnsta kosti tíu manns f óeirðum í bæjum og borgum víða um landið. Mikið hefur verið um óeirðir og mótmælaaðgerðir gegn keisaranum og stjórn hans í íran að undanförnu, og er ta'ið að þessar óeirðir hafi kostað að minnsta kosti 60 manns lífið það sem af er þessum mánuði. í gær féllu tíu manns sem fyrr segir, þar af fimm í litlu þorpi austan við höfuðborgina þegar þorpsbúar reyndu að afvopna sveitir varðliða stjórnarinnar. Herlög eru nú í gildi víða um landið með tilheyrandi banni á útifundum og mótmælagöngum, en engu að síður hafa kennarar og nemendur við háskólann í Teheran efnt til svonefndrar „einingarviku", sem hefst í dag. Er ætlunin að halda mótmælafundi gegn keisarastjórn- inni og efna til kvikmyndasýninga til stuðnings kröfunum um að keisarinn láti af völdum. in við veitingu friðarverð- launa Nóbels til þeirra Anwars Sadats Egypta- landsforseta og Menachem Begin forsætisráðherra ísra- els orðið á þann veg, að Sadat er talinn vel að þeim kominn, en Begin ekki. Er í því sambandi ekki sízt vísað til síðustu yfirlýsingar stjórnar Begins um að land- nám ísraelsmanna á her- numdu svæðunum á vestur- bakka Jórdanárinnar og Gaza skuli ef lt, auk þess sem bent er á að friðarsamning- ar hafi enn ekki verið undirritaðir og að ekki sé við hæfi að norska Nóbels-nefndin beiti þrýst- ingi eins og þeim, sem fram komi í verðlaunaveitingunni um þær mundir, sem friðar- samningar standi í járnum, fyrst og fremst vegna stífni annars aðilans, það er að segja Begins. Ýmsir láta þó í ljós vonir um að verðlaunaveitingin verði til þess að flýta fyrir undirritun samning- anna í Washington, þannig að málið verði útkljáð í síðásta lagi 10. desember, en þá fer afhending friðarverðlaunanna fram. Brezku blöðin The Times og Guardian eru sammála um að Sadat hafi fyllilega átt skilið að fá friðarverðlaunin, en hins vegar sé það hreint og beint kaldhæðnislegt að afhenda þau Menachem Begin. Hann hafi ekki átt neinn þátt í að móta friðarstefnu þó að vísu megi — en Sadat hælt á hvert reipi segja að hann hafi að mörgu leyti slakað á kröfum sínum og þannig komið til móts við þá, sem haft hafi frumkvæðið. The Times held- ur því fram að þó ekki hefði annað komið til hefði innrás Israels- manna í Suður-Líbanon í marz s.l. átt að útiloka Begin frá því að hljóta friðarverðlaun. Eins og vænta mátti hafa viðbrögð í kommúnistaríkjum orð- ið á einn veg. Eru mótmæli úr þeirri átt venju fremur kröftug, og Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sem nú er í París, líkir verðlaunaafhendingunni við lélegan brandara. Á Vesturlöndum bera viðbrögð opinberra aðila yfirleitt vott um varfærni, — stuðningi lýst yfir við verðlauna- veitinguna sem slíka, sérstaklega með tilliti til Sadats, en Begins þar vart getið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.