Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978
Vorið heima í Svalvogum er
mér œtíð tilhlökkunarefni
Spjallað við Óttó Þorvalds-
son fyrrum vitavörð og
útvegsbónda 75 ára
GfjÐKUNNINGI minn og samstarfsmaður frá því á
„ísbjarnarárum*4 mínum (í frystihúsi ísbjarnarins) Ottó
Þorvaldsson, fyrrum vitavörður og útvegsbóndi í Svalvog-
um, er 75 ára í dag.
Ég hitti hann á förnum vegi fyrir nokkru og bárust þá í
tal ýmsir sameiginlegir kunningjar okkar og aldur þeirra.
Við Ottó sagði ég þá, eitthvað á þá leið, að það væri erfitt að
dæma af útliti hans hvað hans aldri liði.
En svo fékk ég upphringingu um að Ottó yrði 75 ára í
dag, 29. október. Fannst mér þetta nærri því undarlegt því
svo hress og síungur er þessi gamli vitavörður og 11 barna
faðir frá Svalvogum.
í sannleika sagt, sagði Ottó, er
ég hitti hann fyrir nokkrum
dögum, þá var fæðingarár mitt
fært vitlaust inní kirkjubækurnar
þar vestra. En ég gat leiðrétt það.
Var færður inn með fæðingarárið
1904. — Þetta mun hafa atvikast
þannig, að um það leyti, sem ég
fæddist var gamíi sóknarprestur-
inn að hætta og nýr að taka við. —
Svo eitthvað fór þetta niður á milli
hjá þeim blessuðum. — En svo
leiðréttum við það. — Það er
pottþétt ég er fæddur 29. okt. 1903
en ekki 1904, bætti Ottó við.
Þó Svalvogar hafi verið sá
staður, þar sem ég hefi lengst af
ævi minni verið, hefur mér ætíð
þótt nafnið kaldranalegt — en
rammíslenzkt og því kunnað mjög
vel við það, sagði Ottó, er við
fórum að spjalla saman.
Það var erfitt að búa þar.
Svalvogar voru eiginlega
einangraðir að mestu — unz þeir
langt um síðir komust í vegasam-
band við umheiminn, liggur mér
við að segja.
Foreldrar mínir, sem voru Þor-
valdur Kristjánsson og Sólborg
Matthíasdóttir. fluttust að Sval-
vogum og hófu þar búskap er ég
var á öðru aldursári. Var ég þá
yngstur þriggja barna þeirra. —
Svalvogar voru með réttu taldir
ósvikin útnesjajörð. Eftir að þau
voru byrjuð að búa þar fæddust
þeim sex börn, því alls vorum við
systkinin 9, bræðurnir fimm og
systur mínar voru fjórar. Við
erum nú 6 á-lífi.
Pabbi var hörkusjósóknari.
Hugur hans stóð lítt til búskapar-
starfa með ræktun og tilheyrandi
skepnuhaldi. Hann hafði þó að
sjálfsögðu kindur og kýr til
heimilishaldsins — átti að mig
minnir nokkra tugi af kindum.
Sjómennskan var hans. Við
bræðurnir vorum heldur ekki háir
í loftinu þegar við fórum að róa
með pabba. Eg held að ég hafi
verið 7 eða 8 ára er ég byrjaði að
draga korkjaðarinn á hrognkelsa-
netunum hans. Þar með hóf ég
róðra með föður mínum. Með
honum reri ég öll uppvaxtarár mín
og fram á fullorðins ár. Fáeinar
vetrarvertíðir fór ég til róðra frá
Flateyri og Súgandafirði. Foreldr-
ar mínir bjuggu í Svalvogum í hart
nær 40 ár.
I Svalvogum áttum við allt
undir veðri, vindi og sjólagi. Heita
má að allir aðdrættir og sam-
göngur færu fram sjóleiðina. Að
sjálfsögðu var hægt að fara
gangandi, err fjarlægðir voru
verulegar og þær leiðir yfirleitt
svo torfarnar á köflum að hestum
varð lítt komið við.
Nú á tímum þegar fólk setur
fyrir sig jafnvel leið á milli
viðkomustaða strætisvagna, þá má
geta þess að skemmsta bæjarleið,
sem var að býlinu Höfn, var nær
hálftíma gangur. — Ut að Lokin-
hömrum um tveggja stund gangur,
að Keldudal hálfur annar tími. Til
Þingeyrar ef leita þurfti læknis og
fara landleiðina var þangað 5 tíma
gangur, þar var og Ijósmóðirin.
Leiðin mjög seinfarin og hreint
ekki alveg hættulaus á kafla.
Árið 1920 var viti reistur í
Svalvogum. Faðir minn varð vita-
vörður. Því starfi gegndi hann alla
sína tíð þar, en ég tók síðan við.
Um 1930 kom sú staða upp á
heimili okkar í Svalvogum að ég
var orðinn einn eftir heima
bræðra minna. Þeir höfðu haldið
„út í heim“ að leita gæfunnar, og
þeim vegnaði öllum vel.
Faðir minn bað mig nú að taka
við hálfri Svalvoga-jörðinni. Var
hún talin tólf hundruða jörð á
þeim tíma.
Ég var ákaflega ánægður með
þetta. Ég var dálítið náttúraður
fyrir búskap, ræktun og skepnur.
— Tók ég þegar til óspilltra
málanna og lét það verða mitt
fyrsta verk að girða Svalvoga-
túnið.
Um svipað leyti urðu önnur
tímamót í lífi okkar heima í
Svalvogum. Foreldrar mínir tóku
þá í fóstur kornabarn, dreng. —
Dag nokkurn kom móðir þessa
barns í heimsókn til okkar til að
tala við foreldra mína.
Nú skipuðust veður í lofti, sagði
Ottó. Heyrt hef ég komizt þannig
að orði að atvik séu til alls. —
Heimsókn þessarar ungu konu
varð ákaflega örlagarík fyrir mig
og hana. — Þarna var komin sú
kona sem síðar varð lífsförunautur
V. 11
Svalvogahjónin Magnea og afmælisbarnið Ottó Þorvaldsson
á heimili sínu að Laugarnesvegi 38.
minn, Magnea Símonardóttir frá
Kirkjubóli í Mosdal í Arnarfirði.
— Séra Sigurður Z. Gíslason á
Þingeyri gifti okkur í aprílmánuði
1931. '
Ég var nú orðinn útvegsbóndi á
hálfri Svalvogajörðinni. Þetta var
erfið jörð, skal ég segja þér, þó ég
segi sjálfur frá. Þar hafði naumast
verið gert nokkurt handtak frá
örófi alda vegna búskapar. —
Smátt og smátt færðist ég meira
og meira í fang við að bæta jörðina
og allar aðstæður þar heima. Vatn
var t.d. alltaf sótt í brunn, sem var
í um 200 m fjarlægð frá bæjar-
húsinu. Þetta var ekki alltaf
skemmtilegt fyrir blessað kven-
fólkið er sækja þurfti vatn, er við
kallarnir vorum ekki heima. Ég
lagði vatnsleiðslu frá þessari
uppsprettulind heim í bæ og í
útihúsin, sem ég bætti og stækkaði
eftir þörfum.
Árin liðu, barnahópurinn
stækkaði. Snemma fóru þau að
hjálpa til við búverkin. Þannig
varð mér töluvert lið í þeim er ég
með hjálp góðra manna á Þingeyri
tókst að fá flutt þaðan
jarðvinnslutæki til að slétta túnið
í Svalvogum. Ég er ekkert að
orðlengja þetta um búskapinn hjá
okkur Magneu, en okkur tókst að
stækka búið svo að þar voru um
130 kindur í fjárhúsinu og alltaf
höfðum við næga mjólk til
heimilisins. — Það stækkaði
stöðugt. — Varð okkur 11 barna
auðið. Eru þau öll á lífi og ég segi
að við höfum átt barnaláni að
fagna.
— Það hefur farið í það tölu-
verður tími að sækja ljósmóður,
hvort heldur nú var að þú þurftir
að sækja hana til Þingeyrar á bát
eða ekki?
Vissulega, en allt fór vel, svo er
nú Guði fyrir að þakka í öll þessi
ellefu skipti, sem barn fæddist á
heimili okkar. — En þá má ekki
gleyma því, að hér nutum við
ágætrar konu sem var nærkona af
guðs náð, held ég. Var oftast leitað
til hennar. Er þessi góða vinkona
okkar hjónanna og hjálparhella
Ingibjörg Markúsdóttir. Hún var á
Arnarnúpi í Keldudal. Hún er nú
SVALVOGAR eru á Sléttanesi milli Dýraf jarðar og Arnarf jarðar. — Er þessi mynd tekin á
siglingu fyrir Sléttanes og sjást bæjarhúsin í Svalvogum í fjarska. Yfir þeim gnæfir
Bæjarnúpur.
vistkona á Grund hér í bænum,
háöldruð orðin.
Víkjum talinu aftur að búskapn-
um, sagði Ottó: Það var ekki
auðhlaupið að því að sækja eldivið
til heimilisins. — Það var bátsferð,
ekki undir klukkutíma róður á
bátnum okkar, því með öllu var
þarna eldiviðarlaust, þó alltaf
væri sjórinn nógu gjöfull á
matinn. — Á vorin gerði ég mig út
til mótekju. Fór ég í móinn í
Keldudal. Var þá 4—6 daga í því
verki.
Á haustin var svo þessi mór
reiddur til sjávar til flutnings
heim, sjóleiðina. — Um aðra leið
var þá ekki að ræða, eins og ég
sagði áðan.
Engin skilji nú orð mín svo, að
ég hafi staðið hér einn og óstudd-
ur. Litlu hefði ég fengið áorkað ef
Magnea kona mín hefði ekki sýnt
fádæma dugnað. —
Nökkru áður en foreldrar mínir
brugðu búi fyrir fullt og allt og
héldu til Þingeyrar, en það var
árið 1943 hafði ég tekið að fullu og
öllu við Svalvogum.
Lífið hjá okkur í Svalvogum
gekk sinn vanagang við dagleg
störf og barnauppeldi, eins og
gengur og gerist á barnmörgu
heimili til sveita. Vitavarðarstarf-
ið var alltaf bindandi, því lögmál
vitans hefur hann Páll ísóifsson
skráð í sínu kyngimagnaða kór-
lagi: Brennið þið vitar, ekki satt?
Fyrst í stað var ljósmeti vitans
gas, en seinna kom svo díselraf-
stöð til.
Árið 1948 kom í fyrsta skipti til
minna kasta að reka erindi við
yfirvöldin, sagði Ottó.
Var þá gamla húsið í Svalvogum
orðið svo óhrjálegt, að ekki var um
annað að gera en að rifa það, eða
byggja nýtt hús. Ég fór þá á fund
vitamálastjórnarinnar og lagði
málið fyrir þar. — I þá daga lét
„kerfið" vinsæla svo sem ekki að
sér hæða frekar en seinnitíma
„kerfi“. Það var nokkurn tíma að
bögglast fyrir brjóstinu á þeim
syðra. Svo var teningnum kastað.
Gagntilboð kom til mín frá þeim.
Svo mikilvægt þótti þá að hafa
vitavörð áfram í Svalvogum, að
þeir sögðust vilja byggja vita-
varðarhús, en á móti skyldi koma
frá mér afsal jarðarinnar allrar í
hendur ríkinu eða vitamálastjórn-
inni held ég að það hafi nú heitað á
pappírunum.
Teningnum var kastað: Ég lét
jörðina af hendi en vitamála-
stjórnin byggði vitavarðarhús. Ég
fékk í peningum 5000 krónur.
Mér vegnaði vel í Svalvogum. Að
vísu tókst mér ekki að safna þar
veraldlegum auði, en okkur hjón-
unum lærðist þar margt, sem ekki
verður metið til fjár. — Til allrar
hamingju er fleira í þessu lífi
okkar en peningar og árstekjur,
vergar tekjur og hvað þetta nú
heitir allt orðið.
Lífsbaráttan var þar alla tíð
hörð, en þrátt fyrir það og
hugsanlega einmitt vegna þess,
var það vissulega mikið átak fyrir
okkur bæði, er við þurftum að slíta
okkur sjálf upp með rótum frá
Svalvogum árið 1955. — Á þessum
árum fór heilsu Magneu konu
minnar hrakandi. Læknirinn
okkar taldi það ekki forsvaranlegt
að hún væri í Svalvogum, vegna
fjarlægðar og einangrunar. Það
var ekki lengur til setunnar boðið
fyrir okkur í Svalvogum. — Við
tókum okkur upp með búslóð og
börn, þá voru enn heima hjá okkur
átta barnanna. Leiðin lá suður,
hingað á mölina.
Ur því við urðum að yfirgefa
Svalvoga, var mér það nokkur
huggun, að þangað fluttust og tóku
við af okkur systir mín og mágur.
Þau vöru þar í um 20 ár og sátu
staðinn með mikilli prýði.