Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 25 Minnzt tveggja öðlinga Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir stóðu, sem festu rœtur í íslenskri jörð, ve«KÍ og vörður hlóðu, ok vcgi ruddu um hraun og skörð, bbrðust til þrautar með hnefa og hnúiiiu. og höfðu sér ungir það takmark setti að bjargast af sínum búiini og breyta í öllu rétt, segir Davíð Stefánsson í upphafs- erindi eins ljóðs síns og þessi vísuorð urðu kveikjan að þem fátæklegu orðum, sem hér verða skrað. , Kristinn Guðnason, kaupmaður lést í ágúst s.l. Þá var undirritaður fjarri ættlandí sínu og fréttí ekki af andláti hans, né útför, fyrr en löngu síðar. Engin afsökun er þó fyrir því hversu lengi hefur dregist að skrifa þessi orð, önnur en fram- taksleysi. Kristinn var þó sá maður sem ég hefði hvað harðast lagt að mér að fylgja síðasta spölinn hér á jörðu, svo marga góða samleið höfðum við átt saman um áratugi. Æviferill Kristins verður ekki rakinn hér, það hefur þegar verið gert í minningargreinum, en mér finnst ástæða til að rifja upp lífsstíl hans og sjónarmið hans til samferðafólksins og þess starfs er hann hafði valið sér að lífsstarfi. Eg kynntist Kristni Guðnasyni fyrst er ég réðst til starfa í bílaverslun hans að Klapparstíg 27, árið 1942. Hvorki var hátt til lofts né vítt til veggja í þeim húsakynnum, en þar ríkti gott andrúmsloft milli húsbónda og hjúa. Þar eignaðist ég vináttu Kristins, vináttu sem mér hefur verið mikils virði æ síðan. Persónuleiki Kristins var á ýmsan hátt sérstæður. Sumir sem ræða og rita um kaupmannastétt landsins sem arðræningja og gráðuga peningapúka, hefðu haft gott af að kynnast honum. Kristinn leit á starf sitt sem innflytjandi og seljandi bílavara- hluta sem þjónustustarf við þá stétt manna, sem við hann verslaði. Þá voru vörubílar og leigubílar aðalstofninn í bílaeign landsmanna, þ.e. atvinnutæki. Fáir myndu trúa því hve mikla rækt Kristinn lagði við að kynna sér og geta sér til hvað þeim mónnum, er óku þessum bílum, kæmi sér best að væri til á markaðnum. Á árunum milli 1942 og 1950 var mikil tíska að festa alls konar skraut á bíla og var mikið spurt um það. Við sem afgreiddum reyndum að fá Kristin til að flytja þetta inn, það myndi renna út eins og heitar lummur. Sjónarmið Kristins var, að bíll með ónýtan kúplingsdisk eða kveikjulok þyrfti nú frekar á þjónustu að halda en þeir, sem mest vildu skreyta bíla sína, og þar við sat. Horki var fjárhagurinn svo sterkur á þeim árum, húsakynnin svo mikil, né skömmtun gjaldeyris svo rífleg að allt væri hægt að kaupa. Bílstjórum þessara ára þótti líka vænt um Kristin, svo oft var hann búinn að hjálpa þeim um nýjan varahlut í bilaðan bíl, og aldrei minnist ég þess að heyra um hann sagt ónotalegt eða illt orð. Kristni var mikil raun að því ef eitthvað fór til ónýtis og nýtti hann hvern hlut sem best var hægt. Þetta var eðlislæg sam- haldssemi langt frá því hugtaki er nefnist níska. Hann var mikill höfðingi heim að sækja, stór- gjöfull og hef ég þó grun um að fáir hafi vitað um hans stærstu gjafir. Kona Kristins, Ástríður Sigurðardóttir, var einnig frábær lífsförunautur og sýndi með heimilishaldi sínu, barnauppeldi og síglöðu viðmóti, að hún átti sinn hlut í að skapa þann ramma, sem gerði heimilið að Grettisgötu 75 og síðar að Grenimel 43 að þeim sólskinsbletti er beindi okkur vinum hans á þessa staði þar sem við nutum samvista góðs fólks. Ástríður andaðist fyrir nokkr- um árum og var það að sönnu mikið áfall fyrir Kristin. Börnin reyndust honum þá betri en ekkert og kunni hann vel að meta allt er þau gerðu fyrir hann. Kristinn var einn af þeim mönnum er settu svip á bæinn og fram undir það síðasta var gaman að hitta hann glaðan og reifan og á fullri ferð um götur borgarinnar. Þótt mörg ár séu liðin síðan ég hætti störfum hjá Kristni, hélst vinátta okkar óbrigðul. Ég tel að mér og fjölskyldu minni hafi verið mikill fengur að kynnast þeim hjónum og tel ég mig hafa haft meira gott af samvinnu og sam- vistum við Kristin Guðnason en aðra samvistarmenn á lífsleiðinni, þótt rúm 20 ár skildu okkur að, hvað aldur snerti. Ég votta börnum Kristins, tengdabörnum og barnabörnum samúð mína og fjölskyldu minnar. Það er engin sorg þótt aldinn hnígi, en ótæmandi gleði að eiga góðar minningar um fallna 'for- eldra og vini á lífsleiðinni. Svo gerðist það 19. þ.m. að Sigurður Árnason frá Stóra- Hrauni andaðist. Að vísu kom það engum á óvart, er fylgst hafði með heilsu hans upp á síðkastið, þótt maður væri lengi búinn að líta á hann sem ódauðlegan. Svo lengi hafði hann boðið birginn, með fullri reisn, þeim ógnvaldi er leiddi til brottfarar hans af þessari jörð. Ég hafði ekki þekkt Sigurð lengi. Ég kynntist honum og Sigrúnu, konu hans fyrst, þegar sonur minn og dóttir hans trúlofuðust og þó mest eftir að þau giftust á 70 ára afmæli Sigurðar, 15. júní 1974. Ég ætla því hvorki að skrifa um ættfærslu hans né lífsstarf, það Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. verður gert af öðrum, er lengur hafa orðið honum samferða, en mig langar til að draga fram nokkra þætti í persónuleika Sigurðar, viðhorfum hans til samferðafólksins á lífsleiðinni og lífsgfeði þeirri er hann bjó yfir. Eitt af því fyrsta er ég tók eftir í fari hans var sú einstaka hjálpsemi er hann sýndi öðrum, oft við erfiðar aðstæður. Þau voru ófá sporin er hann gekk til til að aðstoða gamla sveitunga af Snæfellsnesi, eða aðra er að því höfðu komist að gott væri að leita til hans. Aldrei heyrði ég neinn biðja hann bónar, sem hann ekki uppfyllti af einlægni og ánægju. Heimili þeirra Sigurðar og Sigrúnar líktist oft meira hóteli en einkaheimili. Alltaf var pláss fyrir næturgesti og voru Snæfellingar þar mestir aufúsugestir, þótt allir aðrir væru líka velkomnir. Ekki veit ég hve margir höfðu lykla að íbúðinni í Stórholti 32, og gátu gengið inn þegar þeir vildu, en þeir voru margir. Við hjónin vorum oft með Sigurði og Sigrúnu á heimili Eysteins sonar okkar og Jódísar dóttur þeirra bæði í Reykjaskóla í Hrútafirði og í Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi, eftir að þau fluttu þangað. Sigurður hafði mikla ánægju af þessum heimsóknum, og var allra manna glaðastur, enda leyndi sér ekki umhyggja hans og ást á barnabörnunum. Sem áhugamál stundaði Sigurður mikið ættfræði og var ótrúlega vel að sér í ættum fólks um allt land. Hann hafði mikla ánægju af a"ð rekja ættir og ættfæra fólk er hann hitti og ósjaldan vissi hann miklu meira um ættir fólks, er hann hitti á förnum vegi, en það vissi sjálft. Það var gaman að koma í Stórholt 32, þegar eitthvað af systkinum Sigurðar var þar gest- komandi. Þar ríkti nánast gáski og örlaði á stríðni milli þessara harðfullorðnu systkina, og margar gamlar stríðnissögur voru dregnar fram úr fylgsnum minninganna, þeim og öðrum til ánægju. Ég veit ekki hvort hægt er að kalla þetta minningargrein, en svqna vil ég minnast Sigurðar. Ég veit hitt og annað um ævistarf hans og ýmsan sóma er honum var sýndur, en ég veit að aðrir hljóta að skrifa um þá hluti. Fyrir mér er það mannvinurinn, hjálparhellan, gleðimaðurinn og trúmaðurinn Sigurður Árnason, sem vitjað hefur feðra sinna. Kæra Sigrún, Elísabet, Jódís og aðrir nánir ættingjar. Við Guðrún vottum ykkur samúð, en hlökkum til að minnast Sigurðar í ykkar hópi, því sem betur fer lifir minningin, þótt maðurinn deyi. Ég enda þessi orð með öðru erindi úr sama kvæði, sem ég byrjaði með: Það lýstí þeim sama leiðarstjarnan, en lítið er um þeirra ferðir spurt. Allir kusu kjarnann, en köstuðu hýðinu burt. beir fræddu hver iinnnii á förnum vegi um forna reynslu og liðna stund. ok döfnuðu á hverjum degi að drengskap og hetjulund. Jónas Eysteinsson. + Útför systur okkar MARGRÉTAR QUNNARSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. október kl. 13.30. Fyrir hönd Árna sonar hennar. Regína Gunnarsdóttír, Sigurður Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson. t Útför föður okkar og bróður ODDGEIRS Þ. ODDGEIRSSONAR, bókara, fer fram frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 31. þ.m. kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Berglind Oddgeirsdóttir, Skúli H. Oddgeirsson, Sigríður M. Buie, Jón Oddgeirsson og systkini hins létna. t Útför móöur minnar, SIGRÚNAR JONU GUDMUNDSDÓTTUR, fri Grunnavík veröur gerö frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. október kl. 10.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Rósa Guðrún Bjarnadóttir. + Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug viö fráfall og útför eiginmanns míns, SIGURDAR E. INGIMUNDARSONAR forstjóra. Sérstakar þakkir faerum við læknum og hjúkrunarfólki Landsspítalans á lyflækningadeild 3 C. Fyrir hönd barna og annarra ættingja Karitas Guðmundsdóttir. + Þökkum auösýnda samúð og vinarhug við andlát og jaröarför móöur okkar JÓHÖNNU JÓHANNSDÓTTUR, Hraunhvammi 3, Hafnarfirði. Börn hinnar látnu. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ELÍNAR JÓHÖNNU SIGUROARDÓTTUR, fri Bergstöðum, Vestmannaeyjum. Hjördis Guðmundsdóttir, Óskar Guðmundsson, Tómas Guðmundsson, Aðalbjörg Jónsdóttir, Alexander Guðmundsson, María Magnúsdóttir, Halldóra Oskarsdóttir, barnabörn og barnabarnaborn. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi BERNODUS BENEDIKTSSON stýrimaður Lönguhlíð 23 veröur jarðsunginn í Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. október kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands. Elíasabet María Sigurbjörnsdóttir, Sigurbjörn Benodusson, Turid Bernodusson, Sigríður Johannssen, jan Johannssen, Jórunn Bernodusdóttir, Stefan Hallgrímsson, Þóra Bemodusdóttir, jón Árstelsson, Anna Fríöa Bernódusdóttir, Kristjin Auðunsson, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.