Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.10.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1978 27 Þegar ég kom hingað til Reykja- víkur, voru viðbrigðin eðlilega mikil. — Nú var ég ekki lengur sjálfs míns herra, sagði Ottó, og varð að fara inn á hinn almenna vinnumarkað verkamanna. Það tók mig reyndar ekki svo langan tíma að aðlaga mig breyttum aðstæðum. Lengst af eftir að ég kom hingað til Reykjavíkur hef ég unnið í ísbirninum, sagði hann. Þar sem annars staðar, sem Ottó hefur komið við sögu, hefur hann verið hinn jákvæði bjart- sýnismaður, sem fólk hefur dregizt að, félagslyndur maður og léttur í lund og sérlega dagfarsprúður. Ottó á það til að kasta fram stöku, ef svo ber undir. Minnist ég þess frá ailöngum kunningsskap okkar. Þú lofaðir okkur í Isbirninum einu sinni hér í fyrndinni að heyra vísu um frú Bryndísi Schram sjónvarpsstjörnu m.m. Ottó? Já, þú manst eftir því. — Jú, ég gerði hana er frúin tók þátt í fegurðarsamkeppni, Ég vona að það misvirði eða misskilji það enginn þó ég segi að það hefur alltaf glatt gömul augu mín að sjá glæsilegar konur. — Þetta var á fegurðarsamkeppni fyrir all- mörgum árum. Hún var kveikjan að þessari stöku: Alveg geisla engil mynd, eldheit hringa tróða. Tindrar eins og tárhrein lind töfrar yndi bjóða. Ottó hefur ætið haft mikla ánægju af hvers konar mannamót- um og mannfagnaði og er þar jafnan hrókur alls fagnaðar. — Og þegar ættrækni, sem honum er ríkulega í blóð borin, og ánægja hans við að blanda geði við aðra tóku sig saman í huga hans fyrir þó nokkrum árum, varð hann aðalhvatamaður þess að stofnað var niðjafélag foreldra hans Þor- valds og Sólborgar í Svalvogum. Sagði Ottó að nú væru komnir í þetta félag sennilega nokkuð á þriðja hundrað manns. — Já, þau hafa skilið eftir sig spor í sandinum foreldrar mínir, þykir þér það ekki? Ég spurði Ottó hvort hann myndi nú, væri hann ungur maður vilja gerast vitavörður? Já, ég held það. Mest vegna þess að þetta er allt orðið hreinn leikur. Vitaverðir fá nú alla aðstoð og hjálp frá vitamálastjórninni, eig- inlega sama hvort þú þarft að fara um landveg, sjóveg eða loftsins vegu. Ur því þú fórst að tala um þetta, sagði Ottó, þá verð ég að fá að koma því að hjá ykkur í Morgun- blaðinu, vonbrigðum mínum yfir því að Svalvogaviti skuli standa mannlaus nú í vetur, a.m.k. eins og nú horfir. — Og sjálfur radíóvit- inn, sem þar var settur upp til að skapa aukið öryggi vegna flugsins til Þingeyrar, er þar með þagn- aður. — Það hefði eitt út af fyrir sig þótt stórmál þar vestra í eina tíð, þori ég að fullyrða. — Ég segi þetta, því hvers konar slysavarnamál hafa jafnan átt hug minn, sagði Ottó. — Hann sagði síðan: Ætti ég mér ósk tengda Sval- vogum er hún sú að ung hamingju- söm hjón tækju sig til, færu til fundar við vitamálastjórann og bæðu um að fá að gerast vitaverðir í Svalvogum. Já, þetta væri afmælisgjöf sem vissulega myndi gleðja mig og mína konu. Og sannfærður er ég um að slíkt yrði gæfuspor ungu hjónanna. Svona undir lok þessa samtals okkar Ottós Þorvaldssonar sagði hann eitthvað á þá leið að hann vonaöist til þess að hann gæti farið vestur aftur næsta vor. Svo hafa málin skipast þar, að hann á nú býlið Höfn, næsta bæ við Svalvoga, keypti það fyrir nokkr- um árum og hefur endurreist gamla bæinn og notar nú sem sumarbústað. Vorstemmningin heima í Sval- vogum er mér ætíð tilhlökkunar- efni, sagði hann. Sv.I>. í tilefni af afmælinu taka Ottó og Magnea kona hans á móti ættingjum sínum og vinum í Slysavarnafélagshúsinu á Granda- garði eftir kl. 16 í dag, sunnudag. Fréttabréf frá Hvammstanga: Hátt á f jórða tug húsa í byggingu Á sl. vori hlýnaði seint og óttuðust menn jafnvel grasleysisár og hvers kyns erfiðleika af völdum veðurs. Lítið varð samt úr þessu, þótt heyfengur yrði að vísu nokkru minni en í meðalári. Hinn er svo hluturinn í haust, að veður hefir verið einmuna gott og má segja, að ekki hafi gert snjó og kulda er að kveði fyrr en í dag. Nú urðu líka ýmsir að hlaupa til að ná fé sínu heim og í hús, því að það hafði verið úti hingað til, að vísu í nálægum girðingum. Ef segja á að eitthvað eitt einkenni staðinn hér þá er það uppbygging. Það hafa nær aldrei verið undir 30 hús í byggingu í einu á undanförnum árum, en hátt á fjórða tug í byggingu í upphafi þessa árs. Heil gata er í byggingu nyrst í þorpinu, Melavegur, eða 20 hús. Þá er byrjað að byggja næstu götu þar fyrir ofan og 5 hús í byggingu þar. 5 húsa raðbygging á vegum sveitarfélagsins við Fífu- sund, 5 hús við hvora götu, Hvammstangabraut og Höfða- braut, auk þess sem á að fara að byrja á byggingum íbúða fyrir aldraða. Hefur Lionsklúbburinn Bjarmi þar riðið á vaðið með að afhenda til byggingarinnar eina milljón króna. Ymis önnur félaga- samtök og einstök félög hafa heitið svipuðum upphæðum til þessarar byggingar, þegar hún hefst. Sitt við hvorn enda Mela- vegar eru tvær stórbyggingar. Að norðan frystihús Kauþfélagsins, ásamt sláturhúsi, sem enn er í byggingu, svo að nota þarf gamla sláturhúsið niðri á tanganum enn. Að sunnan er svo búningsaðstaða fyrir sundlaug og íþróttahús komin undir þak, þótt ekki sé hún fokheld enn. Við Hvammstanga- braut er að verða fokheld nýbygg- ing við Mjólkursamlagið. Það gefur auga leið, að við allar þessar byggingar vinnur fjöldi manns, en samt er hér svo tilfinnanlegur húsnæðisskortur, að t.d. var ekki hægt að útvega öllum kennurum húsnæði er þess þurftu í haust. Sem stendur er hér mikil vinna, en að lokinni sláturtíð virðist geta brugðið nokkuð til beggja vona. Yfir 20 sóttu um vinnu við Rækjuvinnsluna Meleyri, en að- eins 11 fengu vinnu. Þá er ekkert um vinnu fyrir skrifstofufólk. Segja má að smölun og sláturtíð hafi gengið vel hér. Hjá sláturhúsi Káupfélags Vestur-Húnvetninga er slátrað um 40 þúsund fjár, en hjá sláturhúsi Verslunar Sigurðar Pálmasonar, ríflega 10 þúsund fjár. Þá er og nokkur stórgripa- slátrun og örfá svín. Þótt sláturtíðin sé alltaf mikill annatími, þá var hér einnig nokkurt líf og fjör í sumar. Símamenn gistu hér hluta úr sumrinu og þessa dagana eru að tengjast nýju húsin í norðurbæn- um, sem hafa verið símalaus í um ár, sum hver. En nú er síminn kominn, en símamennirnir farnir. Hópur jarðfræðistúdenta frá Háskóla Islands dvaldist hér í grunnskólanum í 10 daga í ágúst og vann að rannsóknum á jarð- fræði Vatnsness. Athuganir þess- ar voru liður í þjálfun jarðfræði- nema í gerð jarðfræðikorta og mælingu jarðiagssniða og beindust aðallega að könnun á fornum jarðlögum og setlögum, en einnig að jökulmenjum og gömlum sjávarhjöllum. Það sem helst kom á óvart var hve útbreitt líparít er á nesinu og einnig hversu marga bergganga er þar að finna en hvort tveggja bendir til að á Vatnsnesi séu leifar kulnaðrar megineldstöðvar. Rann- sóknum þessum verður sennilega haldið áfram á næstu sumrum á vegum Háskóla íslands. Kvenfélögin og líknarfélög hafa gefið Sjúkrahúsi Hvammstanga nýtt fæðingarrúm og litasjónvarp í sumar svo að nokkuð sé nefnt. Skt. Georgsskátar, þ.e. eldri skátar af öllu landinu, héldu hér sitt 15 ára afmælismót í sumar og komu hingað hátt á annað hundr- að skátar. Búðir voru settar í Kirkjuhvammslandi, en þar að- stoðaði hreppsfélagið og skátar úr Skátafélaginu Húnar. Var séð fyrir öllum nauðþurftum fyrir þetta stórar búðir. Skt. Georgs- gildin starfa nú í nær 10 bæjarfé- lögum hér á landi og taka einnig virkan þátt í norrænu og alþjóð- legu samstarfi. Gæsaveiöi hefir verið drjúg í haust og rjúpa er nokkur á Vatnsnessfjalli, en mjög stygg. í maí síðastliönum var sam- þykkfr skjaldarmerki fyrir þorpið. Er það þríhyrningur með sneið inn í yfir öldutoppum. Táknar myndin fjallið og tangann út frá því, en neðra leika um öldur Ishafsins. Merkið teiknaði Bernharð Stein- grímsson á Akureyri. Svo að aftur sé vikið að bygging- um og þá þeim, sem í bígerð eru, þá eru Heilsugæslustöð hér full- hönnuð og Rækjustöðin Meleyri, sem komin er í eigið húsnæði er að fullgera efri hæð þess. Einnig stendur til að byggja yfrir sauma- stofuna Drífu, sem vinnur úr dúkum úr íslenskri ull frá Pólar- prjón. Sömuleiðis hyggst Verslun Sigurðar Pálmasonar hefja bygg- ingu nýs verslunarhúsnæðis bráð- lega. Þá hefir verið stofnuð hér verksmiðja til að vinna mjöl úr fiskúrgangi, rækjuskel og slátur- úrgangi. Verður þetta lítil verk- smiðja og á að fara að hefja byggingarframkvæmdir. Þá er ekki síður að verða nauðsynlegt að byggja yfir grunn- skólann, en þar er í vetur kennt í tveim geymslum, til að hægt sé að rúma þá nemendur er sækja eiga skólann. Samt er þrísett og stendur kennsla 4 daga vikunnar til klukkan 7 að kvöldi. Segja má að útgerð blómgist hér, ef borið er saman við það sem var fyrir nokkrum árum. Eru 5 bátar gerðir út héðan. Stunda 4 þeirra rækjuveiðar að vetrinum en handfæri, hrefnuveiðar og annað að sumrinu. Einn er gerður út á fisk í flóanum allt árið. Fiskur er saltaður hér, en sumu er landað á Skagaströnd. Þá er Kaupfélag Vestur-Hún- vetninga um það bil að hefja hér kjötvinnslu og mun vinnsla í stöðinni sennilega hefjast í næstu viku. S.H.Þ. CI.YSINCASIMINN ER: 22480 fimm bindi gefin út að nýju í tilefni af áttræðis- afmæli höfundar. ;í» f. ' I : §> % í ; i i I T * W l # m * I '•* ’ iI *'] : ! '1 •* * I *'V 1 'I í tilefni af áttræöisafmæli Guðmundar G. Hi bækur heita: Ég veit ekki betur Sjö voru sólir á lofti limur liðinna daga Hér er kominn hoffinn Hrævareidar og himinljómi. Þessar bækur komu út á tímabilinu 1951 — 1955 og seidust allar upp á skömmgm tíma. Þessi bindi ævisögunnar segja frá bernsku og æsku höfundarins vestur í Arnarfirði og Dýrafirði og námsárum hans, blaðamennsku o.fl. í Reykjavík fram um 1920. Að miklum hluta eru þetta frásagnir af mönnum sem höf. sá til og kynntist og af atburðum sem urðu honum minnisstæðir. Síðasta bindiö segir t.d. einkum frá kynnum Hagaiíns af skáldum og öðrum menntamönnum á hans reki og síðar hafa margir hverjir komið mjög við ísfenzka sögu og bókmenntir. Eftir að þessi umræddu bindi eru komin út eru fáanleg 7 bindi af sjálfsævisögu Hagaiíns, því að enn fást bækurnar Stóð ég úti í tunglsljósi.sem kom út 1974 og Ekki fæddur t gær sóm kom út 1976. Þau fimm bindi ævisögunnar sem nú koma út eru alis um 1300 bls. að stærö. Gert er ráð fyrir aö sjálfsævisaga Guðmundar Hagalíns veröi samtals 9 bindi, þ.e. til viðbótar við hinar umræddu bækur kemur Fílabeinshöllin, sem kom út 1959 og er ófáanleg, og það bindi sem höfundur er nú að rita — það fjallar um isafjarðarár hans o.fl. — og kemur væntanlega út á næsta ári. Almenna bókafélagið Austurstræti 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.